Eintak

Tölublað

Eintak - 24.05.1994, Blaðsíða 4

Eintak - 24.05.1994, Blaðsíða 4
Aukið peningamagn í umferð skapar hættu á aukinni verðbólgu Verðbólga gætífarið 7 tíl 10 prósent segir Þorvaldur Gytfason prófessor. Friðrik Sophusson fjármáiaráðherra er ekki sammála. Friörik Sophusson „Það sem ríkistjórninni gengur til er að fá fólk til að spara og fyrirtæki til að fjárfesta. Þannig verður hagvöxtur til. “ Bíóbarinn opnaði á mið- nætti eftir hvíta- sunnudag Rétt íyrir klukkan eitt eftir mið- nætti aðfaranótt annars í hvíta- sunnu lokaði lögreglan í Reykjavík Bíóbarnum við Klapparstíg og vís- aði út gestum staðarins, sem voru um níutíu þetta kvöld. Þótti þeim það súrt í broti enda frídagur dag- inn eftir. Samvæmt lögreglusamþykkt ber að loka vínveitingahúsum og skemmtistöðum fyrir klukkan tólf á miðnætti kvöldið áður en hátíðis- dagur gengur í garð. Af þeirri ástæðu töldu eigendur Bíóbarsins að þeim væri heimilt að opna stað- inn á miðnætti, um leið og hvíta- sunnudagur var liðinn. Guðjón Pétursson, eigandi Bíóbarsins við Klapparstíg, hleypti gestum klukkan tólf og hafði hugs- að sér að hafa opið til klukkan eitt eins og heimilt er á venjulegum sunnudagskvöldum. Guðjón segist hafa hringt í lögregluna fyrr um daginn og spurt hvort hann mætti hafa opið eftir miðnætti. Hann seg- ir að lögreglan hafi þá vitnað í skjal, undirritað af Signýju Sen lög- reglufúlltrúa þess efnis, að vínveit- ingahúsum væri óheimilt að hafa opið á hvítasunnudag. Ekkert hafi hins vegar staðið um hvort mætti hafa opið á annan í hvítasunnu. Guðjón segist hafa fengið mjög loð- in svör við spurningu sinni og að ekki hafi verið hægt að ná sam- bandi við Signýju Sen til að fá ná- kvæmari upplýsingar um málið. Lögreglan túlkaði reglugerðina þannig að hvítasunnudagur næði einnig yfir aðfaranótt mánudags og flestir kráar- og kaffihúsaeigendur í Reykjavík hafa fylgt þeirri reglu. Þess má geta að barirnir á Hótel Búðum og Hótel Valhöll voru opnir þetta kvöld og þangað fóru margir Reykvíkingar. O Deilurnar sem spruttu upp í febrúar milli Hrafns Bragasonar, forseta Hæstaréttar, og lögmanna eru í fersku minni og raunar er ekki séð fýrir endann á þeim. Þær hófust eftir að fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi frá því í kvöldfréttum 19. febrúar að Hrafn hefði sent bréf til héraðsdómstóla og Lögmannafé- lags Islands þar sem hann fjallaði um fjölda kærumála til Hæstaréttar og gagnrýndi kærugleði einstakra lögmanna. ElNTAK hefur undir höndum bréf frá Hrafni sem dagsett er 22. febrúar og stílað á útvarpsráð og Heimi Steinsson, útvarpsstjóra. Þar ber hann sig illa undan frétta- flutningi Ríkisútvarpsins og segir að fréttastofan hafi verið að birta per- sónulegt bréf hans. I bréfinu segir Hrafn orðrétt: „Ég hringdi því í fréttastofuna og bað um að fá að tala við einhvern yfirmann. Því var illa tekið, fékkst ekki og þeir allir sagðir í útsend- ingu. Abyrgir menn á vakt munu hafa verið bræðurnir Atli Rúnar og Jón Baldvin svo og Broddi Peningamagn í umferð hérlendis hefur aukist um 10 prósent á und- anförnum mánuðum en þetta var leið ríkisstjórnarinnar til að lækka vexti í landinu. Aukið peninga- magn í umferð hefúr hins vegar í för með sér aukna hættu á verð- bólgu, sé ekki gripið til annarra að- gerða samhliða, og segir Þorvald- ur Gylfason, prófessor við Há- skóla Islands, að hætta sé á að verð- bólgan fari í 7-10 prósent á seinni hluta ársins. Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra, segir að hann telji að flestir hafi verið því sam- mála að óhætt hafi verið að lækka vexti hérlendis enda hafi slíkt leitt til aukinna fjárfestinga hjá fyrir- tækjum og skapað þannig atvinnu. Þorvaldur Gylfason segir í sam- tali við EINTAK að á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs hafi peninga- magn í umferð aukist mjög hratt þó að aðeins hafi dregið úr þeirri aukningu í apríl. Hér sé ekki um árstíðabundna sveiflu að ræða mið- Broddason. Ég sagði að verið væri að birta persónulegt bréf mitt sem ekkert erindi ætti í fjölmiðla og var umsvifalaust bent á að mér bæri ekki að skipta mér af því. Mér var hins vegar bent á að tala við Kára Jónasson, fréttastjóra, sem var í fríi. Ég hringdi þegar í Kára sem brást ókvæða við, taldi forseta Hæstaréttar ætla að ritskoða frétta- stofu Útvarpsins. Gagnrýni hans á lögmenn væri stór frétt og engu máli skipti hvernig hún væri til komin. Eg taldi alls ekki svo vera og bað um að lesin væri afsökunar- beiðni frá fréttastofu. Hann hélt nú að hann réði á landi hér.“ Síðan segir Hrafn að fréttaflutn- ingur Ríkisútvarpsins af málinu hafi mjög líklega skaðað störf Hæstaréttar í nánustu framtíð. „Ég geri ráð fyrir að framkoma frétta- stofunnar við mig bendi til þess að Útvarpið vilji slíta því samstarfi sem það hefur átt við Hæstarétt... Það er þó erindi mitt við útvarps- ráð að fá að vita hvort embættis- menn megi almennt búast við að sagt verði frá persónulegum bréf- að við þróunina á sama tíma í fyrra. „Peningavöxtur sem þessi hefur oft verið undanfari aukinnar verð- bólgu,“ segir Þorvaldur. „Peninga- vöxturinn er bein og einföld afleið- ing af aðgerðum ríkisstjórnarinnar í vaxtamálum á síðasta ári og fyrr eða síðar fer hann út í verðlagið. Auk þess má búast við að síðasta gengisfelling ríkisstjórnarinnar í haust hafi þensluvaldandi áhrif þar sem ekki var gripið til neinna að- gerða samhliða henni til að draga úr slíkum áhrifum." Lítil hætta á þenslu Friðrik Sophusson, íjármálaráð- herra, segir í samtali við EINTAK að lítil hætta sé talin á þenslu í ís- lensku efnahagslífí á næstunni. „Það má sjá þetta í því að á síðasta ári var viðskiptajöfnuður landsins jákvæður í fyrsta skipti í mörg ár og því er spáð að á yfirstandandi ári verði hann það einnig," segir Frið- rik. „Það er ugglaust rétt að hag- Kári Jónasson FRÉTTASTJÓRI RÍKISÚT- VARPSINS. Forseti Hæstaréttar sagði hann hafa brugðist ókvæða við ósk hans um afsökunarbeiðni frétta- stofunnar. „Hann hélt nú að hann réði á landi hér.“ um þeirra til samstarfsaðila á öld- um ljósvakans. Því ef svo er verða slík bréf auðvitað ekki rituð og menn koma saman á leynifundum til að ráða ráðum sínum. Andi al- fræðingar geti fundið kenningar sem benda til samhengis milli auk- ins peningamagns og þenslu en þá erum við að tala um til langs tíma, það er, að minnsta kosti 3-5 ár fram í tímann. Og það er rétt að sú hætta er alltaf fyrir hendi.“ Friðrik nefnir hallarekstur á rík- issjóði sem þensluvald og það sé markmið allra ríkisstjórna að ná honum niður. Hann bendir jafn- framt á að ekki sé ráðlegt að reyna að ná honum of snöggt niður. Að hið opinbera dragi úr fjárveitingum sínum geti haft í för með sér aukið atvinnuleysi og búið þannig til önnur vandamál. „Það sem ríki- stjórninni gengur til er að fá fólk til að spara og fyrirtæki til að fjár- festa,“ segir Friðrik. „Þannig verður hagvöxtur til.“ Stjórnmálamenn í kosningaham Að sögn Þorvaldar er ástandið Hrafn Bragason FORSETI HÆSTARÉTTAR. „Ég geri ráð fyrir að framkoma fréttastofunnar við mig bendi til þess að Útvarpið vilji slíta því samstarfi sem það hefur átt við Hæstarétt... “ ræðisríkja mun svífa yfir vötnun- um. Hér verður ekki „Stóri bróðir" sem fýlgist með okkur heldur fréttastofa Útvarps.“0 hættulegra en ella nú þar sem stjórnmálamenn séu í kosninga- ham. „Áhrifin af auknu peninga- magni í umferð koma meðal ann- ars fram í þessari einhliða ákvörð- un stjórnvalda nú að hækka kaupið með eingreiðslu," segir Þorvaldur. „Sú hækkun mun fara beint út í verðlagið og síðan segir reynslan okkur að á kosningaári séu stjórn- málamenn gjarnari en áður að hafa fótinn fastan á bensíngjöfinni.“ Aðspurður um fylgi á milli auk- ins peningamagns í umferð og auk- innar verðbólgu segir Þorvaldur að til langs tíma Iitið sé ætíð samband þarna á milli og það sé eitt af grundvallaratriðum í hagfræði. Ekki þurfti annað en líta á þróun verðbólgu hérlendis á síðasta ára- tug eða svo til að sjá samhengið. Skammtímaáhrifin er hins vegar erfitt að meta.0 Enntil miðará Wagner Ekki er enn uppselt á neinar sýningar á óperunni Niflunga- hringnum eftir Wagner sem frumsýnd verður í Þjóðleikhús- inu á föstudaginn. Verkið er í styttri útgáfu sem var sérstak- lega gerð fyrir Listahátíð í Reykjavík. Aðeins verða fimm sýningar í allt og verða þær næstu 29. og 31. maí, 2. og 4. júní. 0 Miðamir á Björk rennaút „Miðað við forsölu búumst við fastlega við því að það verði uppselt á tónleika Bjarkar," seg- ir Einar Örn Benediktsson, hjá Smekkleysu, sem stendur fyrir tónleikum hennar ásamt Morgunblaðinu. „Miðarnir eru alls 4000 talsins og fast að helm- ingur er þegar seldur. Miðasalan er því í samræmi við það hvílík- ur tónlistarviðburður tónleikar Bjarkar eru.“ O Árni Sigfússon borgarstjóri Mikil tíðindi „Þú flytur mér mikil tíð- indi,“ sagði Árni Sigfús- son, borgar- stjóri, þegar niðurstöður skoðanakönn- unar Skáls voru bornar undir hann. „Við gerðum okkur fúlla grein fyrir því að það var á brattann að sækja og þá var ekkert annað að gera en að sækja á bratt- ann. Okkur miðar vel en hins vegar er fullljóst að þetta eru ekki kosn- ingarnar sjálfar. Könnunin gefur góða vísbendingu en það er augljóst að kosningarnar verða mjög tvísýn- ar. Ég hef fundið fýrir miklum með- byr en mat mitt er að fylgið við list- ana vegi salt um þessar mundir. Staðan er sennilega jöfn núna.“ Er ekki skýringin sú að kosninga- maskína ykkar hrökk í gang með peningaaustri, eins og Reykjavíkur- listinn talar um? „Er þá verið að segja að kjósend- ur láti kaupa sig? Sú spurning hlýtur að vakna með þessari fullyrðingu. I fjölmiðlum höfum við lagt áherslu á að kynna okkar mál. Aðallega höf- um við gert það á Sýn og það hefur ekki verið kostnaðarsamur mál- flutningur. Við höfum lagt áherslu á kynningar í dagblöðum og útvarpi rétt eins og R-listinn. Reyndar byrj- aði R-listinn með sínar kynningar í heilsíðuauglýsingum, við komum seinna inn, en af meiri krafti.“ Hafa þessar auglýsingar haft áhrij? „Ég er sannfærður um að það hefur áhrif að menn kynni sitt mál. Það hlýtur að hafa haft áhrif að sjálfstæðismenn hafa komið á fram- færi uppbyggingunni sem átt hefur sér stað á undanförnum árum. Til þess er leikurinn gerður, að kynna sig betur.“0 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir alþingismaður Hef ekki trú á niður- stöðunum „Ég hef ekki nokkra trú á þessum niðurstöðum,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóra- efni Reykja- víkurlistans, þegar henni var tjáð að Reykjavíkur- listinn hefði í fyrsta sinn mælst með minna fylgi en Sjálfstæðis- flokkurinn í skoðanakönn- un. „Niðurstöðurnar samræmast ekki þeirri tilfinningu sem ég hef haft að undanförnu um fylgi list- anna. Nýverið gerði DV könnun sem sýndi aðrar niðurstöður, að við værum enn talsvert yfir.“ Heldurðu að hlutföllin haft ekki getað breyst frá þeirri könnun? „Nei, ekki síðustu dagana. Skoð- anakannanir gefa oft vísbendingar en það verður að meta þær sjálf- stætt. Ég tel að við höfum heldur verið að bæta við okkur eftir DV- könnunina. Þessi könnun ykkar er gerð á laugardaginn og mér finnst orka tvímælis hjá eintaki að gera hana á þeim degi því að fólk er á far- aldsfæti sem getur skekkt myndina. Þá er úrtakið unnið upp úr síma- skrá þar sem eru fleiri karlar og auk þess er úrtakið ekki stórt, að vísu jafn stórt og hjá DV. Að öllu samanlögðu hef ég því ekki trú á niðurstöðunum. Fleiri kannanir verða gerðar í þessari viku og þá sést betur hvernig landið ligg- ur.“0 Hrafn Bragason, forseti Hæstaréttar, krafðist afsökunarbeiðni frá fréttasofu Ríkisútvarpsins Líkir Rfldsútvarpinu við ,^tóra bróður“ 4 ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.