Eintak

Tölublað

Eintak - 24.05.1994, Blaðsíða 24

Eintak - 24.05.1994, Blaðsíða 24
Skotinn James Bett gekk til liðs við knattspyrnuliðið KR á dögunum. Bett er þrautreyndur atvinnumaður og hefur leikið með liðum í Belgíu og Skotlandi. En hann hóf feril sinn í meistaraflokki á íslandi fyrir fimmtán árum og nú er útlit fyrir að hann Ijúki honum hér á landi. Jón Kaldal hitti Bett að máli og spjallaði við hann um mörg ár hans í fótboltanum og möguleika KR á íslandsmeistaratitli. 99Ætia að miðla KR af reynslu minniu Sjaldan eða aldrei hefur VestUR- bæjar-knattspyrnustórveldið KR safnað viðlíkum mannskap í sínar herbúðir og fyrir keppnistímabilið sem hófst í gær. Það er greinilegt að nú á að freista þess með öllum til- tækum ráðum, sem ekki hefur tek- ist síðustu tuttugu og sex ár, að vinna íslandsmeistaratitilinn. Oft hafa væntingar Vesturbæinga verið miklar en sjaldan eins og nú. KR-liðið er geysisterkt á pappír- unum og Guðjón Þórðarson, þjálfarinn sigursæli, hefur úr nógu efni að moða. Nýjasti leikmaðurinn í herbúð- um KR er Skotinn James Bett sem má segja að hafi hafið knatt- spyrnuferil sinn í meistaraflokki hér á landi fyrir fimmtán árum. Bett hefur síðustu níu ár leikið með skoska liðinu Aberdeen og var um tíma fastamaður í skoska landslið- inu. Bett er kvæntur íslenskri konu, Auði Rafnsdóttur, og eiga þau þrjá stráka sem allir leika með yngri flokkum KR. Hann verður þrjátíu og fimm ára í haust en er ennþá í fullu fjöri og kemur til liðs við KR beint frá Ab- erdeen en keppnistímabilinu í skosku úrvalsdeildinni lauk fyrir nokkrum dögum. Hvernig skyldi það vera að koma frá því að ljúka löngu keppnistíma- bili og fara beint í að hefja annað keppnistímabil í nýju landi? „Þetta er auðvitað dálítið erfitt. En það munar töluvert miklu að ég veit að leikirnir á íslandsmótinu eru aðeins átján talsins, fýrir utan bikarleikina, þannig að það er ekki eins og maður sé að fara strax í nýtt tímabil eins og það er tii að mynda í Skotlandi þar sem eru spiiaðir fjör- tíu og fjórir leikir á keppnistimabil- inu auk bikar- og Eivrópuleikja." Hvemig líkamlegu fórmi ertu í?" „Mér líður mjög veí og finnst ég vera í góðu formi. .Ég hef sloppíð ágætlega við meiðsli og er tilbúinn í leiki sumarsins. Ég hef æft mjög vel og vona bara áð skrokkurinn verði í góðu lagi út sumarið. Mótið byrjar reyndar mjög stíft, en við munum leika fimm leiki á sautján dögum sem er ansi mikil keyrsla. En andlega hliðín? Er ekki erfittað koma hingað þegar þú veist áfþví að félagarnir hjá Aberdeen eru allir að fara ífrí með fjölskyldunum? „Auðvitað langar mann að fara á einhvern sólríkan stað með fjöl- skylduna og slaka aðeins á. En þetta er dálítið öðruvísi þar sem það er nú ekki eins og ég sé að koma til ís- lands í fyrsta skipti. Við höfum allt- af komið til Islands eftir að skoska deildin er búin og dvalist hér í viku og konan og strákarnir hafa hitt fólkið sitt hér á landi. Núna er gam- an að því að geta verið áfram á ís- landi í allt sumar þannig að strák- arnir okkar fá tækifæri til að halda áfram að æfa íslenskuna sína og kynnast landinu." Bett hóf feril sinn hjá skoska áhugamannafélaginu Airdrienoiar en vorið 1979 þegar hann var á sínu tuttugusta aldursári gekk hann til liðs við Val og lék tvo leiki með lið- inu í fyrstu deildinni. Ástæða þess að hann staldraði svo stutt við hér á landi var sú að útsendarar belgíska liðsins Lokeren komu auga á hann í leik með Val og buðu honum at- vinnumannasamning. Þetta bar við með óvenjulegum hætti því þeir voru hér á landi til að skoða allt annan leikmann. „Útsendarar Lokeren voru komnir hingað til að sjá Pétur Pétursson spila og fyrir algjöra tilviljun hittist svo á að leikurinn sem þeir sáu var leikur ÍA á móti Val. Það vildi svo til að ég átti mjög góðan Ieik og í kjölfarið buðu þeir mér að koma ásamt Pétri. Pétur kaus að fara frekar til Feyenoord en ég sló til og gekk til liðs við Loker- en. Ég átti þó eftir að leika með Is- lendingi hjá Belgíu því Arnór Guðjonsen kom til Lokeren um svipað leyti. Ég var tæplega tvö keppnistímabil hjá Lokeren í Belgíu en var seldur þaðan til Glasgow Rangers. Þar var ég í þrjú ár og fór svo aftur til Lokeren í tvö ár. Þaðan fór ég síðan heim til Skotlands og til Aberdeen þar sem ég hef verið síðustu níu ár.“ Fékkstu frjálsa sölu frá Aberdeen eða keypti KR upp samning þinn? „Þar sem ég var búinn að þjóna liðinu dyggilega í mörg ár og ætlaði að fara til Islands að spila með áhugamannaliði gáfu forráðamenn Aberdeen mér leyfi til að fara skil- yrðislaust. En það hafa þrjú skosk lið verið í sambandi við mig og ef það kemur til að ég fari að leika með þeim vill Aberdeen fá greiðslu." Ætlar þú að Ijúkaferli þínum hér á landi? „Ég hef ekki ákveðið neitt um það. Eg ætla að sjá hvernig sumarið gengur og athuga hvernig mér líst á þessi mál í haust. Ég er ekki viss um að mig langi að spila aftur í Skotlandi. Skoski fótboltinn hefur undanfarin ár sí- fellt verið að verða hraðari og hrað- ari og ekki var hann rólegur fyrir. ' Fótboltinn í skosku úrvalsdeildinni var ekki mjög skemmtilegur í vetur, hvorki að spila hann né að horfa á hann. Mikið um hlaup, þarðar tæk- lingar, og langar sendingar." Þú lékst um tíma með skoska landsliðinu og lékst meðal annars gegn íslenska landsliðinu á Laugar- dalsvelli. „Églék tuttugu og fímm leiki fyr- ir hönd Skotlands og hefðí getað spilað fleiri ef ég hefði haft áhuga á. En ég hætti að spila með landslið- inu vegna þess að þjálfarinn lét mig alltaf leika á vinstri kantinum sem hentaði mér ekki vel. Ég var vanur að leika á miðjunni hjá Aberdeen og hafði einfaldlega ekki gaman af að spila með landsliðinu. Þegar svo er komið á maður bara að hætta, það er manni sjálfum fyrir bestu sem og samherjunum. Ég lék hér mjög erfiðan leik með skoska landsliðinu 1985 í undan- keppninni fýrir HM í Mexíkó 1986. Við unnum leikinn 0-1 og vorum mjög heppnir því íslenska liðið misnotaði vítaspyrnu. Hefðum við gert jafntefli eða tapað leiknum hefðum við ekki komist á HM. Ég hef líka komið hingað með Aberde- en í tvígang til að spila í Evrópu- keppni bikarhafa, árið 1985 lékum við gegn ÍA og í fýrra spiluðum við Val. Það er alltaf erfitt að koma til Islands að spila og ég vétt'að útlend lið hlakka ekki til að koma hingað. Þó að leikmennirnir hjá þessum stóru liðum ætli sér ekki að van- James Bett „Þetta er fyrsta árið sem Guð- jón er með KR og hann verður að fá sinn tíma til að vinna sína vinnu. Hlutirnir gerast ekki á einni nóttu. Það er afturá móti annað mál að ég finn að það er hugur í mönnum svo mér líst mjög vel á sumarið. “ meta íslendinga vill það það oft fara svo þegar þeir eru að spila gegn liðum sem þau vita að eru ein- göngu skipuð áhugamönnum. Is- lendingar eru líka mjög baráttu- glaðir og yfirleitt í góðu líkamlegu formi.“ Hvernig líst þér á þig hjá KR? „Ég. fór strax á æfingu daginn sem ég kom og leist mjög vel á það sem ég sá. Hópurinn virkar mjög góður og það eru margir frískir strákar í liðinu. Guðjón Þórðar- son hefur greinilega alla hluti á hreinu og er mjög prófessjónal. Mér fannst vera góð stemmning í hópnum og greinilegt á öllu að menn ætli sér að standa sig vel í sumar.“ Þú hefur vœntanlega spilað á móti Guðjóni hér á árum áður, í Evrópu- leikjunum með Aberdeen við ÍA, er það ekki rétt? „Jú, það er rétt. Þegar við mætt- um Akranesi' í Evrópukeppninni 1985 lentum við Guðjón einmitt gegn hvor öðrum í leikjunum tveimur. Við eiduðum saman grátt silfur í þessum viðureignum og ég man vel eftir því að hafa stungið mér fram hjá honum nokkrum sinnum. Leikurinn hérna á íslandi var ansi erfiður. Akranes skoraði í fyrri hálfleik og var yfir þegar sá síðari hófst en við náðum þó að sigra 1-3 og sigruðum einnig örugg- lega heima 4-1.“ Hvaða stöðu ketnur þú til með að leika í KR-liðinu? Ég veit það bara ekki ennþá, ég er svo nýkominn, en það skýrist vænt- anlega um helgina. Ég er nú vanur að leika á miðjunni en þjálfarinn ræður þessum málum auðvitað al- farið. Nú ert þú elsti maðurinti og sá reynslumesti í frekar ungu liði KR, hvernig tilfitining er að vera í þessari stöðu? „Takk fyrir að minna mig á ald- urinn, það hefur ýmsum orðið tíð- rætt um hann. En ég er orðinn van- ur því að vera í þessu hlutverki. Ég var í svipaðri stöðu hjá Aberdeen svo þetta er ekkert nýtt fyrir mér og ég ætla að miðla KR af reynslu minni svo hún gagnist liðinu sem best.“ Nií er búið að spá KR meistaratitl- inum ogþað setur vissa pressu á liðið en heldur þú að þessi spá gangi eftir? „Það er nú full snemmt að segja til um það og ég læt allar spár sem vind um eyru þjóta, það hefði allt eins verið hægt að spá liðinu falli það hefði ekki skipt mig neinu máli. Þetta er fyrsta árið sem Guðjón er með KR og hann verður að fá sinn tíma til að vinna sína vinnu. Hlutirnir gerast ekki á einni nóttu. Það er aftur á móti annað mál að ég finn að það er hugur í mönnum svo mér líst mjög vel á sumarið. Mótið fer mjög hratt af stað og fyrstu dagarnir verða mjög erfiðir. Við eigum að leika fimm leiki á sautján dögum svo það er eins gott að byrja af fullum krafti." Veistu hvort það eru einhverjir leikmenn enn að spila síðan þú lékst tneð Val1979? „Æth þeir séu ekki allir dauðir, það er svo langt síðan ég spilaði hérna. Nei, nei þetta er nú bara grín. Ég veit að Atli Eðvaldsson var ennþá að í fýrra en nú er hann hættur að spila í fyrstu deild og far- inn að þjálfa og leika í þeirri ann- arri. Og í fljótu bragði man ég ekki eftir neinurn." O 24 ÞRIÐJUDAGUR 24. MAI 1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.