Eintak

Tölublað

Eintak - 24.05.1994, Blaðsíða 22

Eintak - 24.05.1994, Blaðsíða 22
Q O 2 >* W pC O s '2 o g 3 H C/5 O Bliki „Bæjarbúar hafa verið nokkuð duglegir að fylkja sér i kringum fé- lagið en betur má ef duga skal. Ekki er nóg að mæta og hvetja sína menn þegar vel gengur því hitt er miklu mikilvægara að styðja við sína menn þegar mest þarf á að halda. “ skemmtilegan opnunarleik við KR- inga sem koma mjög sterkir til leiks og verður sá leikur mikil prófraun fyrir drengina. Ég hef fulla trú á því að þeir standi sig og nái alla vega að halda sæti sínu í deildinni. AJlt annað væri mikill plús.“ Bakterían var til stað- ar / fjölskyldunni Þórsarar frá Akureyri eru enn eitt dæmið um lið sem er að reyna að ná almennilegri fótfestu sem gott fyrstu deildar félag. Liðið olli nokkrum vonbrigðum í fyrra en þótti leika glimrandi bolta sumarið þar áður. Jóhannes Hjálmarsson kraftlyftingamaður er einn ákafasti þórsarinn. „Ég man bara hreinlega ekki svo langt aftur að hafa misst úr leik. Ég var á sjónum lengi framan af en síðan ég kom í land á fertugsaldrin- um hefur klúbburinn átt hug minn allan. Ég hef fylgt liðinu, eins og gengur, í gegnum upp- og niður- sveiflur en alltaf hald- ið við það tryggð. Auðvitað hefur það síðan spilað stóra rullu í þessu að börn- in og nú barnabörnin eru öll í Þór og þeim fylgi ég vel eftir, hvort sem er úti á sumrin eða inni á veturna." En hvers vegna Þór? „Það er nú ein- hvern veginn þannig hjá mér að aldrei kom neitt annað til mála. Bakterían var til staðar í fjölskyld- unni minni og einnig konunnar þannig að JÓHANNES HjÁLMARSSON ÞÓRSARI „Konan hefur oft og mörgum sinnum fuss að og sveiað og velt þvi fyrir sér hvern and skotann ég sé að ftækjast á völlinn þegar eitthvað er meira aðkallandi. En ég væri hvort sem er óvinhufær á meðan leikurinn stæði yfir þannig að það er best að fara bara og njóta þess i botn. “ sjálfsagt. Síð- an hefur það a u ð v i t a ð ekki spillt fyrir að síðan ég fór að keppa á mót- um í kraft- lyftingum hefur stjórn f é 1 a g s i n s stutt mig vel °g dyggikga þannig að stuðningur- inn minn er af heilum hug. Mér líst afskaplega vel á komandi keppn- istímabil hjá mínum mönnum og held að þeir eigi eftir að gera góða hluti í boltan- um. Mér finnst af- skaplega sterkt að fá Guðmund Bene- diktsson aftur heim frá Belgíu og bind miklar vonir við þann snjalla strák.“ Hefur konan aldrei kvartað? „Jú, blessaður vertu. Hún hefur oft og mörgum sinnum fussað og sveiað og velt því fyrir sér hvern andskotann ég sé að flækjast á völl- inn þegar eitthvað er meira aðkall- andi. En ég væri hvort sem er óvinnufær á meðan leikurinn stæði yfir þannig að það er best að fara bara og njóta þess í botn.“ Ný stærð með litla hefð Sigmar Guðmundsson, út- varpsmaður, er af yngri kynslóð knattspyrnuáhugafólks. Það hæfir kannski vel að láta Sigmar mæla fyrir hinu unga og lítið þekkta iiði Stjörnunnar í sumar. Stjarnan hef- ur lengst af leikið í neðri deildum Islandsmótsins en vann sér sæti í þeirri fyrstu fyrir nokkrum árum og hafði þá tveggja ára viðdvöl í keppni þeirra bestu. Nú eru Stjörnumenn komnir upp aftur lásar Porleifssonar oghugsa hátt. „Já, það er víst alveg óhætt að segja að ég bíði spenntur. Ég var ekki nógu duglegur að mæta á leiki liðsins í fyrra í annarri deildinni, en mætti á alla leikina í fyrstu deild- inni tvö árin á undan. Maður þekk- ir auðvitað marga í liðinu og spilaði þótti svona heldur kyndugt að < strákpatti skyldi þurfa að taka vagn frá elliheimilinu á æfingar í öðru hverfi. Samt var, held ég, borin virðing fyrir þessu og félagar mínir sem allir voru harðir KR-ingar vöndust þessu.“ Tengdist þetta KFUM mikið þá? „Já það gerði það. Séra Friðrik kom oft niðureftir í félags- heimili og mikil virð- ing var borin fyrir honum. Maður fór síðan í Vatnaskóginn, sem rekinn er af sam- tökunum, og mætti stundum á samkom- ur líka.“ Er hverfapólitíkin farin úrþessu? „Hún er kannski ekki farin, en hún er á nokkru undanhaldi. Ég hef til dæmis aldr- ei búið í Hlíðahverf- inu, þrátt fyrir að vera rauður í gegn og sjálfur með því í yngri flokkunum. Og það er alveg ljóst að það verður farið á alla leikina í sumar.“ Hvernig er hefðin fyrir knatt- spyrnu í Garðabœnum? „Hún er öll á uppleið, enda ann- að varla hægt. Stjarnan er ný stærð á meðal þeirra bestu og hefur litla hefð á bak við sig. Þess vegna hefur stuðningurinn ekki verið nógu mikill enn sem komið er en von- andi er það að breytast. Ef liðinu gengur þokkalega í ár og nær að festa sig í sessi sem lið í fremstu röð þá er bjart framundan. En það er gríðarlega mikilvægt að fólk mæti vel á völlinn og hvetji liðið sitt áfram, ekki bara kvarta þegar illa gengur.“ „Hefðin fyrir góðu gengi er svo rík“ Saga knattspyrnufélagsins Vals hefur verið umvafin ljóma heil- brigðrar æsku og kristilegu hugar- fari í gegnum árin. þetta er að sjálf- sögðu tilkomið vegna starfa séra Friðriks heitins Friðrikssonar í KFUM & K, en Valur er runnið upp úr rótum þeirra samtaka. Hall- dór Einarsson, eða Henson eins og flestir líklega þekkja hann, er fæddur Valsmaður. Hann þekkir vel þessi trúarbrögð að vera trúr sínu félagi þrátt fyrir að hafa verið alinn upp í Vesturbænum og búa i Víkingshverfmu. „Ég held að fótboltinn hafi verið búinn að taka sér sitt pláss í hugan- um strax við fæðingu. Pabbi spilaði sjálfur knattspyrnu með Vals- mönnum og áhuginn fylgdi ein- faldlega frá föður til sonar, eins og gengur. Þetta var hins vegar á þeim tíma sem fótboltinn var afskaplega viðkvæmt mál og hverfin voru ein- faldlega í eigu ákveðinna félaga. Þá SlGMAR GUÐMUNDSSON StJÖRNUMAÐUR „Stjarnan er ný stærð á meðal þeirra bestu og hefur litla hefð á bak við sig. Þess vegna hefur stuðningurinn ekki verið nógu mikill enn sem komið er en vonandi erþað að breytast. “ komandi tímabil? „Bara nokkuð vel, verð ég að segja. Hefðin í þessu félagi er afskaplega rík og velgengnin hef- ur verið mikil. Meistara- flokkur félagsins í þremur helstu íþróttunum á Islandi hefúr verið í allra fremstu röð og deildirnar alltaf verið að blómstra til skiptis. þetta smitar út ffá sér og leikmenn ganga með höfuðið hátt og miklu minni pressa er á þeim. I sumar er ekki búist við miklu en árangurinn verður samt líklega góður. Hand- boltadeildin er nýorðin meistari og þess vegna er engin krísa þótt fótboltinn sé í lægð. Þetta er sérstaklega mikilvægt þar sem verið er að taka fjár- málin til mér hefur aldrei fundist það skipta neinu máli. Þetta var miklu einfald- ara hér áður fyrr og til dæmis var fáranlegt að skipta um félag. Það jaðraði bara við landráð. Það er helst KR sem hefur tekist að halda Vesturbænum sem sínum. þar eru langflestir KR-ingar og elska sitt félag. Valur er meira mið- svæðis og kannski dreifðari þess vegna. Það er hins vegar afskaplega at- hyglisvert hversu mönnum hættir til að heltast úr lestinni í áhuga á íþróttinni. íslendingar eru alltof viðkvæmir og fýlugjarnir og hvergi nema hér hverfa menn sem hafa kannski verið leikmenn og seinna i stjórn skyndilega og hætta að mæta á leiki. Það er afar sjaldgæft að sjá eldri menn á vellinum og mönnum fmnst þeim kannski misboðið. það eru sjálfsagt margar ástæður fyrir þessu en þetta finnst mér galli.“ Hvernig líst Valsmanninum síðan gagngerrar endurskoð- unar. Eitt er þó afskap- lega mikil- vægt í þessu og það er það að félagið má ekki falla í aðra deild. Það er engin reynsla fyrir slíku og maður þorir ekki að hugsa slíka hugsun til enda. En ég er reyndar á þeirri skoðun að tími hinna rönd- óttu úr Vesturbænum sé runninn upp og þeir vinni titilinn enda eiga þeir hann svo sannarlega skilið. þetta með KR og titlana er ekki einu sinni fyndið lengur." ÁTVR mun blómstra í sumar! Eyjamenn hafa verið afskaplega brokkgengir í knattspyrnunni und- anfarin ár og bjargað sér frá falli með undraverðum hætti. Eitt það merkilegasta við liðið er fjöldi stuðningsmanna þess sem er furðulega mikill, sérstaklega á úti- leikjunum. Brottfluttir Eyjamenn, búsettir á höfuðborgarsvæðinu hafa myndað með sér samtök til Halldór Einarsson Valsari „Ég hef til dæmis aldrei búið i Hlíðahverf- inu, þrátt fyrir að vera rauður í gegn og mér hefur aldrei fundist það skipta neinu máli. Þetta var mikiu einfaldara hér áður fyrr og til dæmis var fáránlegt að skipta um félag. Það jaðraði bara við landráð. “ eflingar á aðsókninni á leikina og til að skapa stemmningu. Félagsskap- urinn er nefhdur ÁTVR (Átthaga- samtök brottfluttra Vestmannaey- inga á Reykjavíkursvæðinu) og einn af forsvarsmönnum hans er Kjartan Ásmundsson. „Þetta er alveg stórskemmtilegur félagsskapur. Aðsóknin á leiki liðs- ins hefur alltaf verið með ágætum og sérstaklega á útileiki, þar sem brottfluttir Eyjamenn hafa fengið gott tækifæri til að hittast. Nú hefur verið ákveðið að halda betur utan um þetta, hittast á Tveimur vinum alltaf tveimur tímum fyrir leik og spjalla og spekúlera um Íeikinn. Við ætlum einnig að styrkja félagið fjár- hagslega með útgáfu á merkjum og húfum og stefnan er að allir þekki stuðningsmenn liðsins á pöllun- um.“ En nú hefur árangurinn oft ekki verið góður. „Það hefur bara sýnt sig að það er ekkert aðalatriði. Þetta er mikið stemmnings- lið og hefur afskaplega gam- an að því að spila knattspyrnu. Það hefur sýnt sig að karakterinn í lið- inu er algjört einsdæmi og það get- ur ekki fallið. Þeir eru manna bestir í að rífa hvern annan upp og alltaf kemur maður í manns stað. I sum- ar eru þeir tiltölulega óskrifað blað en þeir fara alltaf langt á baráttunni og leikgleðinni þrátt fyrir að stjörn- unum sé ekki til að dreifa hjá lið- inu. Ég held að gamla góða Eyja- stemmningin geti hæglega orðið til þess í sumar að liðið geri mjög góða hluti.“ © 22 ÞRIÐJUPAGUR 24. MAÍ1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.