Eintak

Tölublað

Eintak - 24.05.1994, Blaðsíða 6

Eintak - 24.05.1994, Blaðsíða 6
EINTAK Gefið út af Nokkrum íslendingum hf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Framkvæmdastjóri: Hafsteinn Egilsson Auglýsingastjóri: Örn ísleifsson Dreifingastjóri: Trausti Hafsteinsson HÖFUNDAR EFNIS í ÞESSU BLAÐI Andrés Magnússon, Árni E. Bjarnason, Björn Ingi Árnason, Bonni, Friðrik Indriðason, Gerður Kristný, Guðbergur Bergsson, Hilmar Örn Hilmarsson, Jói Dungal, Jón Óskar Hafsteinsson, Jón Kaldal, Loftur Atli Eiríksson, Ragnhildur Vigfúsdóttir, Sigrún Sigurðardóttir, Sigurjón Kjartansson og Styrmir Guðlaugsson. Setning og umbrot: Nokkrir íslendingar hf. Filmuvinnsla og prentun: Prentsmiðjan Oddi. Verð í lausasölu kr. 195. Áskriftarverð kr. 1.200 á mánuði fyrir tvö blöð í viku. Þeir sem greiða með greiðslukorti fá 10 prósent afslátt. Sj álfstæðismenn komnir á skrið í EINTAKI í dag eru birtar niðurstöður skoðanakönnunar sem Skáís gerði fyrir blaðið á laugardaginn var. Samkvæmt þeim hefur Sjálfstæðisflokkurinn náð forystu í kosningabar- áttunni eftir að hafa verið undir allt frá byrjun. Það virðist því kominn meðbyr í segl kosningamaskínu sjálfstæðis- manna og það getur verið erfitt íýrir R-listann að snúa þess- ari þróun við. Viðbrögð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, borgarstjóra- efnis R- listans, við þessum niðurstöðum eru dálítið kostu- leg. Hún segir þær einfaldlega rangar og beitir því helst fyrir sig að karlar séu frekar skráðir fyrir síma en konur. Það vill hins vegar svo til að þegar könnun er gerð upp úr símaskrá er sá sem er skráður fyrir símanum ekkert frekar spurður en aðrir heimilismenn. Svo framarlega sem hann er kominn á kosningaaldur er sá sem svarar í símann spurður. Ef fólk vill trúa því að kannanir sem byggðar eru á símaskrá halli á kven- þjóðina þurfa þeir að trúa því að einhleypar konur séu síður skráðar með síma en eínhleypir karlar. En í raun er það óþarft. Þess er gætt í könnunum Skáls að rétt hlutfall sé á milli kynjanna í hópi þátttakenda. Það er því fráleitt að það j hafi áhrif hvort fleiri en færri karlar séu skráðir fyrir síma. Önnur rök Ingibjargar voru þau að það væri hreint og beint rangt að gera könnun á laugardegi þar sem svo margir væru á faraldsfæti. Þetta minnir á rök Alberts Guðmunds- sonar sem sagði í kjölfar fyrstu skoðanakönnunarinnar sem benti til þess að hann fengi ekki meira fylgi en um ío prósent í kosningunum 1987, að það væri ekkert að marka þá könnun þar sem Borgararflokksmenn hefðu verið út úr bænum þegar könnunin var gerð. Ingibjörg reynir að grípa til svipaðra raka, að sjálfstæðismenn hafi frekar verið heima við þennan ákveðna dag en R-listafólk frekar úti við. Þrátt fyrir að Ingibjörg neiti að kyngja því þá markar þessi könnun vatnaskil í kosningabaráttunni. Eftir að R-listinn hefur haft gott forskot allt þetta ár tekst sjálfstæðismönnum nú í fyrsta skipti að skjótast fram úr. Það þarf engan vitring til að draga ályktun af því. Borgarbúum hugnast betur af mál- flutningi sjálfstæðismanna en R-Iistafólks. Ef R-listafólk telur að sín málefni og sínir frambjóðendur eigi meira erindi en málefni og frambjóðendur D-listans, þá hefur R-listanum einfaldlega ekki tekist að koma þessum málefnum og þessum frambjóðendum á framfæri við borgarbúa. I janúar síðastliðnum mældist fylgi R-listans vel yfir 60 prósentum. Það er nú komið í tæplega 48 prósent af þeim sem tóku afstöðu. Þetta hlýtur að vera aðstandendum listans áhyggjuefni. Þegar framboð listans var svo til ómótað og allt enn óljóst um hvernig listinn yrði skipaður naut hann mikils fylgis. Nú þegar málefni hans og frambjóðendur hafa verið kynntir þá hefúr fylgi listans dalað. Það mun reynast R-listafólki erfitt að snúa þessari þróun við. Þegar kosningabaráttan hófst áttu sjálfstæðismenn mjög undir högg að sækja. Þeir virðast hins vegar komnir á flug og það þarf nokkuð til að snúa þeirri þróun við. Ef sjálfstæðismönnum tekst að halda borginni mun það fyrst og fremst verða Árna Sigfússyni að þakka. Ef hann verð- ur borgarstjóri eftir næstu kosningar mun staða hans innan Sjálfstæðisflokksins verða mjög sterk. Ef til vill svo sterk að hann verði óumdeildur framtíðarformaður flokksins. © Ritstjórn og skrifstofur Vesturgötu 2, 101 Reykjavík sími 1 68 88 og fax 1 68 83. Lengsta sjúkraflugið með Islending Óþægilegt að liggja svona lengi í þyriunni segir Hallgrímur Jónsson, skipverjiá togaranum Snorra Sturlusyni. Lengsta sjúkraflug sem flogið hef- ur veríð með íslending átti sér stað aðfaranótt hvítasunnudags. Tvær þyrlur Varnarliðsins, ásamt elds- neytisvél, sóttu þá veikan sjómann um borð í togarann Snorra Sturlu- son. Togarinn var staddur á úthafs- karfaveiðum um 560 mílur suðvest- ur af Reykjanesi. Sjómaðurinn, Hallgrímur Jónsson, segir að hann hafi verið með meðvitund allan tímann og að óþægilegt hafi verið að liggja svona lengi í þyrlunni. Landhelgisgæslunni barst boð um aðstoð frá Snorra Sturlusyni um klukkan 20.00 á laugardagskvöldið. Þá hafði Hallgrímur fengið botn- langakast og læknir af lettnesku verksmiðjuskipi sem var í grennd- inni komið um borð til að skoða hann. Lettneski læknirinn var flutt- ur á milli skipanna í gúmmíbát og að lokinni skoðun hans var ákveðið að óska eftir aðstoð. Tvær þyrlur Varnarliðsins, undir stjórn Jim Sells höfuðsmanns, héldu af stað um klukkan 22 um kvöldið til að ná í Hallgrím. Hallgrímur Jónsson segir í sam- tali við EINTAK að hann hafl verið með meðvitund allan tímann. „Ég var svo vel deyfður að ég var ekkert hræddur þegar ég var hífður um borð í aðra þyrluna,“ segir Hall- grímur. „Ég hef flogið með þyrlu áður en aldrei lent í svona ævintýri.“ Hallgrímur segir að flugið til Reykjavíkur hafi gengið vel og það hafi verið athyglisvert fyrir hann að á leiðinni hafi þyrlan sem hann var í tekið eldsneyti frá Herkúles-vélinni sem fylgdi með. Hallgrímur er 27 ára gamall, trú- lofaður og íyrsta barnið á leiðinni. Hann hefur starfað til sjós í sex ár og verið skipverji á Snorra Sturlusyni ffá því í febrúar í ár. Þyrlan kom með Hallgrím á Borgarspítalann um klukkan 6.30 á sunnudagsmorguninn og hafði þá verið tæpa 9 tíma á lofti. Hallgrímur gekkst undir aðgerð sem heppnaðist vel og er líðan hans eftir atvikum góð. Hann fær að vita í dag hvenær hann má fara af spítalanum. 0 SL Etienne - popphljómsveit 10. áratugarins St.Etenne Gagnrýnendureriendra tónlistartmarita hafa ausið hljómsveitina lofibæði fyrirplöturog frammistöðu á tónleikum. Á morgun hefst miðasala á tón- leika bresku sveitarinnar St. Eti- enne sem haldnir verða í Toll- stjórahúsinu hinn 10. júní. „St. Etienne er uppáhaldshljóm- sveit 3-400 manns í bænum og þeir sem á annað borð hlusta á hljóm- sveitina elska hana. Hún er að sjálf- sögðu ekki nógu þekkt hér á landi en það breytist núna,“ segir Krist- inn Sæmundsson í Hljómalind sem flytur bandið inn. „St. Etienne er popphljómsveit 10. áratugarins. Tónlistin sem hún spilar er tónlist 7. og 8. áratugarins blönduð saman við danstónlist okkar tíma. Þetta er ofsalega falleg tónlist sem umvefur mann væntumþykju.“ Hljómsveitina skipa þau Sarah Cracknell, Pete Wiggs og Bob Stanley en með þeim leika um sex aðrir tónlistarmenn. Gagnrýnend- ur erlendra tónlistartímarita hafa ausið hljómsveitina lofi bæði fýrir plötur og frammistöðu á tónleik- um. Það er því mikill fengur fýrir tónlistarunnendur að fá að sjá hana spila hér á landi. „Tónleikarnir eru hluti af Lista- hátíð. Hljómsveitirnar sem hátíðin hefur af að státa í ár, St. Etienne og Underworld ásamt Björk, eru heit- ustu nýliðarnir í Bretlandi um þess- ar mundir. Þetta er því svipaður pakki og kom á Listahátíð árið 1986 þegar Lloyd Cole and the Comm- otions, Madness, Simply Red og Fine Young Cannibals léku í Laug- ardalshöllinni," segir Kristinn. Þeir sem hita upp fyrir St. Eti- enne verða Páll Óskar Hjálmtýs- son, hljómsveitin Scope með Svölu Björgvinsdóttur í farar- broddi og Olympía sem er diskó- dæmi Sigurjóns Kjartanssonar úr Ham. Bob Stanley úr St. Etienne tek- ur að sér að vera plötusnúður kvöldsins og ætlar að spila fyrir og eftir St. Etienne. Hljóðkerfi Reykjavíkurborgar verður notað til tónleikahaldsins og einnig laserljós til að ná fram réttri stemmningu. „I kringum 2000 áheyrendur þarf til að hljómleikarnir beri sig,“ segir Kristinn. „Miðinn kostar 1600 krónur sem er 900 króna lækkun frá í fyrra þegar „Race Against the Machine" lék á Listahátíð í Hafnar- firði og 3800 krónur kostaði mið- inn á „Iron Maiden" árið 1992.“ © 6 ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.