Eintak

Tölublað

Eintak - 24.05.1994, Blaðsíða 5

Eintak - 24.05.1994, Blaðsíða 5
Sjálfstæðismenn vinna meirihlutann á ný í skoðanakönnun, sem Skáís gerði fyrir EINTAK var spurt um afstöðu manna til framboðslistanna til borgar- stjórnarkosninga í Reykjavík, Reykjavíkurlistans og lista Sjálfstæðisflokksins. Aðeins 4,3% svarenda kváðust ekki myndu kjósa eða skila auðu, en óákveðnir og þeir sem ekki vildu svara voru 20,2%. Til hægri sést hlutfall þeirra, sem af- stöðu tóku. Öryggismörk eru 4,5%, svo að niðurstöðurnar eru vel innan þeirra marka. Úrtakið var 600 manns og var könnunin gerð í síma laugardaginn 21. maí. 0INTAK ©1994 Skoðanakönnun Skáls fyrir eintak um borgarstjórnarkosningarnar rD-lista virðist hafa tekist að höggva bæði inn í raðir R-listans og ná til sín hluta hinna óákveðnu. Samkvæmt niðurstöðum skoð- anakönnunar sem Skáls gerði íyrir EINTAK á laugardaginn hafa sjálf- stæðismenn náð forystunni í kosn- ingabaráttunni í Reykjavík. Sam- kvæmt þeim hlyti Sjálfstæðisflokk- urinn 52,6 prósent atkvæða ef geng- ið væri til kosninga nú og átta borg- arfulltrúa. R-listinn hlyti 47,4 pró- sent atkvæða og borgarstjóraefni listans og áttundi maður listans, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, næði ekki kjöri. Árni Sigfússon yrði áfram borgarstjóri. Árni Sigfússon BORGARSTJÓRI Sjálfstæðisflokkurinn fær nú 39,7 prósent fylgi en fékk að- eins 32,2 prósent ikönnun sem gerð var í lok apríl og fær nú í fyrsta skipti meira fylgi en R- listinn frá því kosningabaráttan hófst. Efsú þróun heldur áfram mun Árna takast það sem áður virtist ómögulegt; að halda borginni. Niðurstöður könnunarinnar urðu þær að af aðspurðum sögðust 39,7 prósent styðja D-listann, 35,8 prósent R-listann, 16,3 prósent höfðu ekki gert upp hug sinn, 4,3 prósent sögðust annað hvort ekki ætla að kjósa eða skila auðu og 3,9 prósent voru óákveðnir. Ef aðeins eru teknir þeir sem tóku afstöðu sögðust 52,6 prósent styðja Sjálf- stæðisflokkinn en 47,4 prósent Reykjavíkurlistann. I upphafi kosningabaráttunnar, stuttu áður en Markús Örn DÓTTIR BORGARSTJÓRAEFNI R-LISTANS í lok apríl sögðust 41,2 prósent aðspurðra ætla að kjósa R- listann en nú fær flokkurinn aðeins 35,8 prósent fylgi. Kosningabarátta undanfarinna fjögurra vikna virðist því ekki hafa skilað listanum neinu. Fylgissveiflur listanna 100% 90 80 70 60 50 40 30 20 10 Kosningar í maí 1990 febrúar'94 mars'94 apríl’94 maí'94 1 * ö Antonsson sagði af sér í febrúar, sögðust aðeins 37,4 prósent þeirra sem tóku afstöðu ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Eftir borgar- stjóraskiptin í mars mældist fylgi flokksins 45,2 prósent, döluðu nið- ur í 43,8 prósent í lok apríl en stekk- ur núna í 52,6 prósent. Þróun á fylgi Reykjavíkurlistans hefur síðan ver- ið spegilmynd af þessu. Hann missti umtalsvert fylgi eftir borgar- stjóraskiptin, rétti síðan úr kútnum en stendur nú frammi fyrir fyrstu skoðanakönnuninni sem sýnir hann í minnihluta. Þegar skoðað er hvernig fylgi flokkanna skiptist eftir kynjum kemur í ljós að þar er nánast eng- inn munur. Á bak við fylgi sjálf- stæðismanna eru þó örlítið fleiri karlar en það er nánast ekki merkj- anlegt. Meiri ntunur er á fylgi flokkanna eftir aldri. Sjálfstæðis- menn eru mun sterkari meðal þeirra sem eru eldri en fimmtugt og þeirra sem eru yngri en þrítugt. Reykjavíkurlistinn hefur hins vegar meirihluta meðal þeirra sem eru á milli þrítugs og fimmtugs. Það er freistandi að draga þá ályktun að þar vegi hin svokallaða ‘68 kynslóð þungt. Ef allir þeir sem sögðust óákveðnir munu mæta á kjörstað þá er staðan í kosningabaráttunni í upphafi síðustu vikunnar þessi: Sjálfstæðismenn þurfa að sannfæra rétt rúmlega fimm þúsund kjós- enda um að greiða sér atkvæði sitt en R-listann vantar tæplega 8.500 rnanns til að ná meirihluta. Um þessa 13.500 manns mun slagurinn standa þessa siðustu viku fyrir kosningarnar. © Frétt h e l g a r i n n a r Frétt helgarinnar er viðtal Halls Hallssonar á Stöð 2 við Steingrím Hermannsson, Seðlabankastjóra, á föstudags- kvöld. Hallur missti algerlega stjórn á þessu viðtali og um tíma lá við að þeir tveir öskruðu hvor á annan í beinni útsendingu og létu hnefana ráða. Umræðuefnið voru ásakanir um að stjórnar- menn í Mótvægi, útgáfufélagi Títnans, hefðu blekkt hluthafa til þátttöku og að Steingrímur hafi gefið rangar upplýsingar til hlutafélagaskrár um innborgun á 2,5 milljóna króna hlutafé sem hann og fleiri frammámenn í Framsóknarflokknum voru skrifaðir fyrir. Enginn botn fékkst í málið í þessu viðtali. Við grípum hér niður í rifrild- ið á tveimur stöðum. Steingrímur: Hallur, hvaða múlflutningur er ósœtnandi? Ég hef viljað hera virðingu fyrir Stöð 2 og ég hef gert það. Hallur: Að þetta séu árásir á Framsóknarflokkinn. Steingrímur: En ég sé ekkert annað en þetta sé pólitísk árás á frambjóðendur Framsóknar- flokksins á R-listanum. Hallur: Það er skiptastjóri sem hefur sett fram þessar kröfur ekki... Steingrímur: Sií krafa lá fyrir fyrir all löngu, það er rétt viðfeng- um okkur... Hallur: Hárrétt og á miðvikudag í síðustu viku... Steingrímur: Við fengum okkur lögfrœðing... Hallur: Hvencer fenguð þið lög- frœðing? Steingrímur: Við fengum lög- frœðing í síðustu viku til að ganga í málið. Hallur: Síðustu viku, akkúrat. Steingrímur: Já, við gerðum það. Hallur: Ogþið fenguð frest. Steingrímur: Eg meina, það er okkar mál hvenær við fengum okkur lögfrceðing. Hallur: Þetta er að gerast þessa dagana, Steingrímur. Steingrímur: Af hverju ekki að sjá til hver niðurstaðan verður þegarþessifrestur er runninn út? Hallur: Þetta er að gerast þessa dagana. Síðar í þessari beinu útsend- ingu þegar hitnaði verulega í kolunum komu þessi orðaskipti. Hallur: Sex af forystumönnum stjórnmálaflokks á íslandi hafa verið krafðir um greiðslu hlutaflár sem þeir samþykktu 1991, það er frétt og... Steingrímur: En þetta er í at- hugun og við höfum svarað því á móti, Hallur... Hallur: Ég vísa því ábugað það sé eitthvað óeðlilegt á bak við þetta. Steingrímur: Ja, ég get ekki trú að öðru, því miður...Svo glymur þetta hjá ykkur og í ykkar flöl- miðlum dag og nótt. Við gerðutn þetta, við vorum sjáifboðaliðar í þessu starfi, viðþáðum engin laun fyrir starflð...Éf við hefðum tekið við greiðslu fyrir tœkin með ann arri hendinni og afhent með hinni hefði það líklega verið rétt. En af því þetta rennur beint á milli er það ekki talið rétt. Og lái mér hver setn vill þó ég skilji ekki muninn á þessu tvennu. Hallur: Ja, þótt þú skiljir ekki muninn og ég... Steingrímur: Ettda liggur fyrir skriflegur samningur setn gerður var í desember árið 1991, áður en við hófutn þessa tilraun, að við fengum þennan aðgattg að tœkj- unutn. Og þú leyfir þér að segja hér áðan að þetta $é seinni tíma tilbúningur. Hallur: Lái þér hver sem vill þó þú skiljir ekki tnuninn Steingrím- ur, það er ekki hœgt að lýsa Jtessu á neinn annan hátt en að þetta sé rassvasabisness. © h ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ1994 5

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.