Eintak

Tölublað

Eintak - 24.05.1994, Blaðsíða 12

Eintak - 24.05.1994, Blaðsíða 12
Ef fólk utan af landsbyggðinni heldur áfram að flytja suður á höfuðborgarsvæðið mun 70 prósent landsmanna búa á Reykjavíkursvæðinu eftir sextán ár. Það virðist engu skipta hversu margra og margs konar aðgerða stjórnvöld grípa til, fólk heldur áfram að flykkjast suður. En þrátt fyrir djúpar áhyggjur sumra og srfelldar aðgerðir stjórnvalda eru aðrir sem telja þessa þróun ósköp eðlilega. Frbrik Indrbason kannaði flóttann af landsbyggðinni og reyndi að finna ástæðuna fyrir honum. Á árabilinu 1982-1992 var fjölgun íbúa landsins hlutfallslega mest á höfuðborgarsvæðinu, eða 20 pró- sent. Þjóðinni íjölgaði uni 26.749 íbúa á þessu tímabili, þar af um 25.532 íbúa á höfuðborgarsvæðinu eða 95 prósent allrar fjölgunarinn- ar. Og langtímaspár gera ráð fyrir að þessi þróun haldi áfram, mann- fjöldi borgarinnar eykst en stendur í stað á landsbyggðinni fram á næstu öld. íbúar höfuðborgar- svæðisins telja nú um 58 prósent landsmanna en verða orðnir ríflega 70% þeirra árið 2010. Með höfuð- borgarsvæðinu er átt við Kópavog, Hafnarfjörð, Garðabæ, Seltjarnar- nes og Mosfellsbæ auk Reykjavíkur. Þessi þróun er í samræmi við nið- urstöður könnunar sem gerð var meðal 14-16 ára unglinga en þær sýna að ríflega helmingur þeirra vill ekki búa í heimabyggð sinni í fram- tíðinni. Unglingar af landsbyggð- inni vilja helst búa á höfuðborgar- svæðinu og unglingar á höfuðborg- arsvæðinu vilja helst búa erlendis. Ef mannflutningar innanlands eru skoðaðir, ríflega 20 ár aftur í tímann eða til áranna upp úr 1970, kemur í ljós að jafnvægi er milli að- fluttra og brottfluttra af höfuð- borgarsvæðinu og landsbyggðinni fyrri helming þessa tímabils. Það er ekki fyrr en upp úr 1981 sem höfuð- borgarsvæðið tekur til sín fleiri en flytja frá því og hámarki nær sá fjöldi árið 1988 þegar ríflega 1.500 manns fluttu til borgarinnar um- fram brottflutta. Aðeins hefur dregið úr þessari þróun á síðustu tveimur árum og gætir þar áhrifa frá vaxandi atvinnuleysi. Skýringin á þessum búferlaflutn- ingum af iandsbyggðinni til höfuð- borgarsvæðisins liggur einkum í því að í lok áttunda áratugarins lauk mikilli uppbyggingu í sjávar- útvegi á landsbyggðinni í kjölfar út- færslu landhelginnar. Á sama tíma og þessi uppbygging var í gangi var einnig mikið af byggingafram- kvæmdum við grunnskóla og heilsugæslustöðvar sem sköpuðu atvinnutækifæri. Þegar þessari uppbyggingu lauk fækkaði störfum að mun og fólk fór að flytja á möl- ina. Sigurður Gudmundsson hjá Byggðastofnun segir að auk þessa hafi ríkt annað viðhorf til þess að búa á landsbyggðinni og hann nefnir einnig verðtryggingu á lánamarkaði sem áhrifaþátt þess að fólk flytur í auknum mæli á mölina. „Um leið og verðtryggingin kom á varð vart við minni áhuga á því að fjárfesta í íbúðarhúsnæði á lands- byggðinni," segir Sigurður. „Það kostar jafnmikið að byggja úti á landi og í borginni en húsbyggjend- ur á landsbyggðinni töpuðu tölu- vert á sínum byggingum sökum verðþróunar." Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni nam fjöldi þeirra ís- Þróun íbúafjölda frá 1982 til 1992 lendinga sem fluttu af landsbyggð- inni til höfuðborgarinnar síðustu 20 árin samtals rúmlega 14.000 manns. Til samanburðar má nefna að á Vesturlandi bjuggu 14.500 manns á síðasta ári, á Vestfjörðum bjuggu 9.600 manns og á Norður- landi vestra bjuggu 10.400 manns. Ef skoðaðar eru tölur fýrir aldurs- og kynjaskiptingu þeirra sem fluttu til höfuðborgarsvæðisins á síðustu þremur árum kemur í ljós að jafn- vægi er milli kynja þessi ár en hins vegar er töluverður munur á milli aldurshópa. Langflestir sem flytja til borgarinnar eru á aldrinum 20- 40 ára. Næst stærsti hópurinn er undir 20 ára og þar er að stórum hluta um börn stærsta hópsins að ræða. Aðfluttir umfram brottflutta á síðasta ári voru rúmlega 800 tals- ins en af þeim voru ríflega 500 á aldrinum 20-40 ára en aðeins 200 voru yfir fertugu. Mesta fækkunin á Vestfjörðum Ef litið er á tölur Hagstofunnar um þróun mannfjölda í einstökum kjördæmum á árabilinu 1983-1993 kemur í Ijós að mesta fækkunin verður á Vestfjörðum, eða 7,9 pró- sent á þessu tímabili. Til saman- burðar hefur landsmönnum í heild fjölgað um 11 prósent á sama tíma. Árið 1983 bjuggu samtals 10.426 manns í þessu kjördæmi en í fyrra var íbúatalan þar 9.606. Á Vestur- landi hefur íbúum fækkað um 4 prósent á þessu 10 ára tímabili og á Norðurlandi vestra hefur fækkunin numið 2,5 prósentum. Sem fyrr segir hefur mesta fjölg- unin orðið á höfuðborgarsvæðinu. á þessum 10 árum eða um 20 pró- sent, íbúum þess hefur fjölgað úr ríflega 128.000 og upp í ríflega 154.000. Næst mest hefur fjölgunin orðið á Suðurnesjum, eða um 10 prósent, sem er rétt undir lands- meðaltalinu og i þriðja sæti er Suð- urland með 3,5% fjölgun. Á Aust- fjörðum hefur íbúatalan næstum staðið í stað, það er fækkað hefur um 0,5% í kjördæminu og á Norð- urlandi eystra hefur fjölgað um 2 prósent. íbúðabyggingar endurspegla þróunina I riti sem Byggðastofnun gaf út í fyrra og nefnist „Breyttar áherslur í byggðamálum“ er að finna upplýs- ingar um þróun á byggingu íbúðar- húsnæðis á landinu. I ljós kemur að árið 1982 var nánast sami fjöldi af íbúðum fullgerður á landsbyggð- inni og höfuðborgarsvæðinu, tæp- lega 1.000 íbúðir á landsbyggðinni og rúmlega 1.000 íbúðir á höfuð- borgarsvæðinu. Tíu árum seinna voru aðeins ríflega 400 íbúðir full- gerðar á landsbyggðinni en tæpiega 1.200 á höfuðborgarsvæðinu. Og samkvæmt íbúðaspá Byggðastofn- unar er áætlað að þörfin á nýbygg- ingum á landinu öllu verði 1.400- 1.500 íbúðir árlega, þar af 3-600 á landsbyggðinni eftir þróun búferla- flutninga. Fáir viija búa heima Sem fyrr segir hefur Byggða- stofnun áætlað að ríflega 70 prósent landsmanna muni búa á höfuð- borgarsvæðinu innan næstu 16 ára ef búferlaflutningar síðustu 10 ára eru framreiknaðir. Þetta er í sam- ræmi við niðurstöður viðamikillar könnunar sem Rannsóknarstofnun uppeldis- og menntamála hefur gert meðal allra unglinga á landinu. Fyrstu niðurstöður þessarar könn- unar hafa nú birst í bók. Meðal þeirra spurninga sem lagðar voru fýrir 15 til 16 ára ung- linga var hvar þeir vildu helst búa og hvar þeir teldu líklegt að þeir myndu búa í framtíðinni. í ljós kom að meirihluti unglinga á landsbyggðinni vildi helst búa ann- ars staðar en í heimabyggð sinni og þá helst erlendis en höfuðborgar- svæðið kom í öðru sæti. Mest var þetta áberandi hjá stúlkum í sjávarplássum en ríflega 60 prósent þeirfa vildu helst búa annars staðar en í plássinu og þá helst erlendis, eða fjórðungur þeirra. Hins vegar fannst 48 prósentum þeirra líkleg- ast að þær myndu búa áfram í plássinu. Rétt ríflega helmingur unglinga á höfuðborgarsvæðinu og í öðru þéttbýli vill helst búa þar áfram en búseta erlendis er í öðru sæti hjá þeim, 31% á höfuðborgarsvæðinu vill búa erlendis og 22% unglinga í öðru þéttbýli. Um 47% unglinga í sjávarplássum vill helst búa þar áfram og rúmlega 49% unglinga í sveit vill búa þar áfram. Hins vegar telja aðeins 30% unglinga í sveit lík- legt að þeir muni búa þar áfram. Vinna og tekjur skipta miklu máli Þegar skoðaðar eru ástæður þess að unglingar vilja ekki búa í heima- byggð sinni kemur fram að vinna og tekjumöguleikar skipta þar miklu máli. Aðspurðir um þetta tvennt taldi meirihluti ungling- anna, eða tæp 52 prósent, að mestu tekjumöguleikar þeirra í framtíð- inni væru á höfuðborgarsvæðinu. Minnstu tekjumöguleikarnir voru taldir vera í sveit. Flestir, eða 46,5%, töldu einnig að auðveldast væri fyr- ir þá að fá vinnu á höfuðborgar- svæðinu. Þegar kom að öðrum hlutum, eins og til dæmis barnauppeldi, snerust þessi hlutföll við. Þannig töldu 48% að verst væri að ala upp börn á höfuðborgarsvæðinu en að- eins 26% að best væri að ala þau upp þar. Flestir, eða 30 prósent, töldu að best væri að ala upp börn í sveit en aðeins 10 prósent að verst væri að ala upp börn þar. Þegar kemur að spurningum um hvaða störf unglingar vilja helst vinna í framtíðinni er vandséð hvernig sjávarplássin ætla að manna fiskvinnsluhús sín í fram- tíðinni. Þannig vilja aðeins 3,2% stúlkna í sjávarplássum vinna við sjávarútveg. Flestar þeirra, eða 24 prósent, vilja vinna í heilbrigðis- þjónustunni en heimilisstörf eru í öðru sæti með 13,6% og síðan versl- un og kennsla með tæp 10 prósent. Raunar eru störf í heilbrigðisþjón- ustu vinsæl meðal stúlkna hvar sem er á landinu og samtals 43% þeirra vilja vinna þannig störf. Piltar í sjávarplássum vilja í meiri mæli stunda vinnu við sjávarútveg eða rúm 19 prósent, en einhvers konar iðnaðarstörf eru í fyrsta sæti meðal pilta almennt og vilja 45% þeirra stunda þannig vinnu. Á að sporna við? Stjórnvöld hafa með ýmsum hætti reynt að sporna við þeirri þróun að fólk flytjist á höfuðborg- arsvæðið. Landbúnaður hefur þannig notið gífurlegra styrkja frá hinu opinbera, bæði beint og óbeint, og allir þekkja þau ævintýri sem lagt hefur verið út í til að við- halda dreifðum byggðum svo sem loðdýrarækt og fiskeldi. Þetta hefur allt brugðist og fólk heldur áfram að flytja á mölina. Byggðastofnun telur nauðsynlegt að reyna að við- halda byggðastefnu í einhverri mynd og segir til dæmis í fyrr- greindu riti stofnunarinnar að: „Áður fjölgaði íbúum landsbyggð- arinnar þótt miklir flutningar væru til höfuðborgarinnar. Þegar dró úr fæðingum kom að því að búferla- flutningar leiddu til þess að íbúum landsbyggðarinnar fór að fækka. Búið er að byggja upp ýmsa þjón- ustustarfsemi á landsbyggðinni sem auðveldlega og á ódýran hátt getur nýst fleirum. Miklir fjármun- ir eru fólgnir í eignum einstaklinga, bæði íbúðarhúsnæði og öðrum eignum sem ekki nýtast og verða verðlitlar eða verðlausar ef fólki heldur áfram að fækka. Hagkvæmri nýtingu náttúruauðlinda kann að verða stefnt í voða ef byggðin hrörnar.“ Eðlilegur hlutur En menn eru ekki allir sammála um nauðsyn þess að hefta þá þróun sem fyrirsjáanleg er í framtíðinni hvað varðar aukna fólksflutninga á höfuðborgarsvæðið. Þórólfur G. Matthíasson, lektor í Háskóla ís- lands, segir í samtali við EINTAK að þessi þróun sé eðlilegur hlutur og bendir á að ætíð hafi verið talsvert mikið um flutninga á fólki milli landshluta eftir því hvar vinnu var að fá. Má nefna vertíðir í því sam- bandi og hluti eins og síldarævin- týrið fyrir norðan og austan land. í máli Þórólfs kemur fram að þegar litið er á grunnástæður þess að byggð raskist eins og gerst hefur megi til dæmis nefna að tækni- framfarir í landbúnaði hafi verið mjög miklar á meðan eftirspurnin eftir landbúnaðarvörum hefur ver- ið föst stærð. Þetta þýði að færri þurfi til að framleiða þennan varn- ing og störfum hafi því fækkað töluvert. Þegar slík staða kemur upp leiti fólk eðilega annað eftir vinnu. „Hér spilar einnig inn í að fólk leitar til þeirra staða þar sem neyslumöguleikar þeirra eru meiri,“ segir Þórólfur. „Þannig hef- ur fólk út á landi ekki sama aðgang að ýmissi þjónustu og það hefur á höfuðborgarsvæðinu.“ Þórólfur segir að þær leiðir sem reyndar hafa verið í landbúnaði til að snúa þróuninni þar við hafi mis- heppnast enda um mjög vanhugs- Þróun mannfjölda 12 ÞRIÐJUDAGUR 24. MAI 1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.