Eintak

Tölublað

Eintak - 24.05.1994, Blaðsíða 7

Eintak - 24.05.1994, Blaðsíða 7
Rætt urrijað setja kvóta á úthafskarfann Afli Islendinga nemi50.000 tonnum í ár Sameiginlegar hafrannsóknir þriggja þjóða á svæðinu. Maður stunpinn og skonnn á háls Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Granda hf., reiknar með að úthafs- karfaafli íslendinga á miðunum djúpt suður af Reykjanesi muni nema um 50.000 tonnum í ár. Afl- inn nam 25.000 tonnum í fyrra en reiknað er með að veiða megi um 100.000 tonn árlega án þess að ganga nærri stofninum. Nú er um- ræða í gangi um að setja kvóta á út- hafskarfann og í sumar mun Haf- rannsókn senda skip á miðin til rannsókna á slóðinni en að baki þessari rannsókn standa þrjár þjóð- ir, Islendingar, Rússar og Norð- menn. Brynjólfur Bjarnason segir að á vettvangi hafréttarráðstefnu Sam- einuðu Þjóðanna sé nú reynt að setja upp leikreglur um veiðar á al- þjóðlegum hafsvæðum og úthöfun- um. Sé kvótaumræðan í tengslum við þessa vinnu, en áformað er að strandríki hafi eftirlit með þeim svæðum utan 200 mílna landhelgi þar sem vitað er að stofnar gangi inn og út úr landhelginni. Strand- ríkjum er einnig ætlað að úthluta aflaheimildum til þeirra þjóða sem eiga veiðireynslu á viðkomandi svæðum. Úthafskarfastofninn suð- ur af Reykjanesi gengur inn og út úr landhelgi bæði íslands og Græn- lands. Ríflega tvöfalda aflann Grandi hefur haldið úti fimm togurum við veiðar á úthafskarfa- miðunum frá því í apríl til að afla þar sem mestrar veiðireynslu. í fyrra nam úthafskarfaveiði Granda í heild 3.700 tonnum en er í ár orð- in 4.500 tonn og Brynjólfur segir allar líkur á að aflinn nái rúmlega 8.000 tonnum sem er ríflega tvö- faldur aflinn í fyrra. Brynjólfur bendir á að veiðar íslendinga á þessum fiski hafi aukist stórum skrefum á undanförnum árum. Þannig var aflinn aðeins 1.500 tonn fyrir þremur árum en kominn í 25.000 tonn í fyrra. Aðrar þjóðir, einkum Rússar og Norðmenn hafa veitt á bilinu 50- 70.000 tonn af úthafskarfa á und- anförnum árum ef undan er skilið árið 1986 þegar Rússar veiddu hátt í 100.000 tonn. Þótt talið sé að veiða megi 100.000 tonn árlega hafa litlar rannsóknir verið gerðar á svæðinu og er leiðangri Hafrannsóknar- stofnunar í sumar ætlað að bæta þar úr. © Maður var stunginn í síðu og skorinn á hálsinn aftanverðan í heimahúsi að Hringbraut í Keflavík aðfaranótt sunnudags. Samkvæmi var í húsinu og hugðist húsráðandi, Bragi Hilmarsson, vísa einum gestanna á dyr. Hann vildi aftur á móti ekki fara heldur dró upp hníf og réðst á Braga. Bragi var fluttur á sjúkrahús og þegar þangað kom reyndust meiðsli hans ekki eins al- varleg og virtist í fyrstu. Rannsókn- arlögreglan í Keflavík fór með rannsókn málsins og hóf strax leit að manninum. Hann gaf sig sjálfur fram við lögregluna í Keflavík síð- degis í gær og er nú í gæsluvarð- haldi. Árásarmaðurinn hefur kom- ið við sögu lögreglu áður en hefúr ekki gerst sekur um brot af þessu tagi fyrr. © Skoðanakönnun Skáls fyrir EINTAK Einungis sextándi hver ósandi minnst nta fram- kjósa elddr þe X jóðandann Borgarstjómarflokkunum hefuroft verið likt við andlitslausan her. Niðurstöður könnunar EINTAKS bendir til að sú sé raunin. Þrátt fýrirað kosningabaráttan standi nú sem hæst eiga borgarbúar í stökustu vandræðum með að muna hveijir séu í framboði fýrir flokkana tvo. Það hlýtur að teljast sérkennilegt að aðeins 6 prósent kjósenda muni að Steinunn V. Óskarsdóttir, sjötti maður á R-listanum, sé í framboði. Samkvæmt öllum skoð- anakönnunum og spám er næsta víst að Steinunn verði borgarfull- trúi. Eftir sem áður virðast borgar- búar kæra sig kollótta um hver sú kona sé. En þessi bága útkoma Steinunn- ar er ef til vill ekki henni að kenna. I fyrsta lagi hafa báðir listarnir lagt höfuðáherslu á að kynna borgar- stjóraefnin tvö, Ingibjörgu Sól- rúnu Gísladóttur og Árna Sig- fússon. í öðru lagi hafa Reykvík- ingar aldrei verið mjög forvitnir um borgarmálefni eða borgarfull- trúa sína. Þátttakendur í könnuninni voru beðnir að nefna þá frambjóðendur sem þeir vissu að væru í átta efstu sætunum á listunum tveimur. Borgarstjóraefnin tvö komu næst- um því jafn vel eða illa út. 89 pró- sent gátu nefht Árna og 88 prósent Ingibjörgu Sólrúnu. Sigrún Magnúsdóttir var sá al- menni frambjóðandi sem flestir þekktu eða 54 prósent kjósenda. Næstir þar á eftir komu tveir fram- bjóðendur sjálfstæðismanna Vil- hjámur Þ. Vilhjálmsson þekktur af 34 prósentum kjósenda og Inga Jóna Þórðardóttir þekkt af 32 prósentum. Næstir komu fram- bjóðendur af sitt hvorum listanum; Þorbergur Aðalsteinsson, en réttur fjórðungur kjósenda vissu að hann var í framboði, og Guðrún Ágústsdóttir en rétt tæpur fjórð- ungur vissi um framboð hennar. Utkoma annarra frambjóðenda var daprari og enginn þeirra var þekktur af meira en fimmtung kjósenda. Versta útreið fengu fjórir frambjóðendur R-listans; Steinunn V. Ólafsdóttir, Árni Þór Sigurðs- son, Pétur Jónsson og Guðrún Ögmundsdóttir. Útkoma Guð- rúnar er sérdeilis slök þar sem hún er búin að vera í framvarðarsveit minnihlutaflokkanna lengi. Sjálfstæðisflokkurinn keniur heldur betur út en R-listinn. Ástæða þess kann að vera sú að sjálfstæðismenn hafa verið duglegri við að auglýsa allan listann sinn á meðan R-listinn hefur nánast ein- göngu keyrt á auglýsingum með Ingibjörgu Sólrúnu. En útkoma hvers frambjóðenda fyrir sig er rak- in í myndatextum hér til hliðar. Eins og skiljanlegt er nefndu nokkrir þátttakenda í könnuninni fólk sem annað hvort er neðar en í áttunda sæti á listunum eða eru einfaldlega ekki í framboði. Þannig voru Amal Rún Qase, Ólafur Magnússon, Sigríður Snæ- björnsdóttir og Sigurður Sveinsson hanboltakappi nefndir sem frambjóðendur sjálfstæðis- nianna og Arthúr Morthens, Helgi Pétursson, Kristín Ólafs- dóttir og Sigurjón Pétursson sem frambjóðendur R-listans. Þau tvö síðarnefndu eru núverandi borgarfulltrúar minnihlutans en eru ekki í framboði. © Arni Sigfússon Borgarstjóraefni sjálfstæðismanna. Árni er best þekkti frambjóðandinn og 89% kjósenda mundu eftir honum. Þaö getur þó varla talist stórkostlegur árangur af borgarstjóra Reykjavíkur og oddvita sjálfstæö- ismanna. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Borgarstjóraefni R-listans. Rétt aöeins færri mundu eftir Ingibjörgu Sólrúnu en Árna. Munurinn er þó varla telj- andi. Það er Ijóst að fólk telur að kosningarnar snúist um þessi tvö. SlGRÚN MAGNÚSDÓTTIR 1. sæti R-listans. Sigrún er lang þekktust af frambjóöend- um flokkanna fyrir utan borgarstjóraefn- in tvö. Rúmur helmingur kjósenda veit hver hún er. VlLHJÁMUR Þ. VlLHJÁLMSSON 2. sæti R-listans. Vilhjálmur er næstþekktasti frambjóö- enda sjálfstæöismannna. Þaö getur þó ekki talist góður árangur aö aðeins þriöji hver kjósandi þekkir hann þar sem Vil- hjálmur hefur veriö i fremstu röð sjálf- stæðismanna í borginni í mörg ár. Inga Jóna Þóröardóttir 3. sæti D-listans. Þrátt fyrir að Inga Jóna sé nýliði á lista sjálfstæöismanna kemur hún ágætlega út. Tæpur þriðjungur kjósenda veit hver hún er. Ef tii vill má rekja það til frétta af ráðgjafaverkefnum hennar fyrir borgina. Þorbergur Aöalsteinsson 8. sæti D-listans. Fjórði hver kjósandi veit að Þorbergur er í framboði. Hann er líka sá frambjóðend- anna sem er best kynntur fyrir sitt aðal- starf enda landsliðsþjálfari í handbolta. Guörún Ágústsdóttir 2. sæti R-listans. Rétt tæpur fjórðungur veit hver Guðrún Ágústsdóttir er. Hún er því einna verst kynnt af núver- andi þorgarfulltrúum. Guörún Zoéga 6. sæti D-listans. Guörún er verst kynnti fram- bjóðandi sjálfstæðismanna og aðeins rétt rúmlega einn af hverjum sjö kjósendum mundi eftirhenni. Alfreö Þorsteinsson 5. sæti R-listans. Aðeins tæpur fimmtungur kjós- enda þekkir Alfreð Þorsteinsson þrátt fyrir auglýsingaherferð sjálfstæðismanna um hann. GuÖRÚN ÖGMUNDSDÓTT' IR 3. sæti R-listans. Guðrún fær verstu útreið núver- andi borgarfulltrúa þrátt fyrir að hún hafi margsinnis komiö fram í fjölmiðlum og tjáð sigum JÓNA GRÓA StGURÖARDÓTT- IR 7. sæti D-listans. Aðeins færri vita hver Jóna Gróa er en Alfreð, eða um 18% kjósenda. Það er frekar döpur útkoma fyrir borgarfulltrúa. Pétur Jónsson 4. sæti R-listans. Pétur er eini kratinn í átta efstu sætum R-listans. Aðeins 11% kjósenda veit hver hann er og segirþað ef til vill nokkuð um fylgi krata (borginni. Gunnar Jóhann Birgisson 5. sæti D-listans. Gunnar Jóhann er nýliöi en fær sömu útkomu og Jóna Gróa, tæplega fimmti hver kjósandi veit að hann er í framboði. Árni Þór Sigurösson 7. sæti R-listans. Einn af hverjum tíu kjósenda veit hver Árni Þór er. Hann er þvf nokkurs konar huldumaður í framboði. Hilmar Guölaugsson 4. sæti D-listans. Hilmar fær slæma útreið. Þrátt fyrirað hann sé í fjórða sæti listans er hann minna þekktur en bæði Gunnar Jóhann, Jóna Gróa og Þorbergur. STEINUNN V. ÓSKARS- DÓTTIR 6. sæti R-listans. Steinunn er verst kynnti fram- bjóðandinn. Aðeins sextándi hver kjósandi veit að hún er í framboði. 7 ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.