Eintak

Tölublað

Eintak - 24.05.1994, Blaðsíða 30

Eintak - 24.05.1994, Blaðsíða 30
Akranes FH NORSKA LANDSLlðlð I KNATTSPYRNU hefur oft haft ástæðu tit að fagna sigri á undanförnum árum. Þeir unnu öruggleaa sinn riðil í undankeppni HM og eru tilms liklegir i Bandarikjunum i sumar.ÍM Breiðablik KR 3:0 Norðmenn taka þátt í úrslitum HM í annað sinn frá upphafi KR-stúlkur fengu skell íslandsmeistarar KR í kvenna- knattspyrnunni biðu skipbrot í fyrsta leik sínum á íslandsmótinu í gær. Þær heimsóttu þá Blikastúlkur í Kópavoginn og voru teknar í kennslustund, töpuðu 3:0 fyrir bar- áttuglöðum Blikastúlkum. Strax í byrjun leiksins sóttu Blikastúlkur meira og var strax ljóst að þær ætluðu að selja sig dýrt. Vörnin var mjög sterk i leiknum og skyndisóknirnar beittar. Besti maður leiksins, Sigrún Óttarsdóttir, skoraði tvö mörk blikastelpna og bæði glæsileg. Það fyrra kom eftir skemmtilega rispu Unnar Þorvaldsdóttur upp vinstri kantinn þar sem boltanum var rennt út á Sigrúnu sem lagði hann upp í marknetið. Hið síðara var enn glæsilegra, Sigrún tók horn- spyrnu í upphafi síðari hálfleiks og skrúfaði knettinum upp í markið á nærstöngina, stórfurðulegt mark og enn furðulegra sé tekið tillit til þess að Sigrún gerði sams konar mark í vorleik á dögunum á móti Skagastúlkum. KR-stúlkur gerðu tilraun til þess að taka á sig rögg eft- ir þetta en voru of máttlitlar upp við mark andstæðinganna og því fór svo að Ásta B. Gunnlaugs- dóttir innsiglaði sigur Blikanna á lokamínútum leiksins. © IIBK - KR 3:0 Sigrún Óttarsdóttir (22., 53.), Ásta B. Gunnlaugsdóttir (88.) Tíðindalaus sfor- meistamslagur Það var ekki burðug knattspyrnan sem áhorf- endum var boðið upp á í fyrsta leik Skagamanna á > þessu tímabili sem fram fór uppi á Skaga í gær. íslands- og bikarmeistaraliðið náði ekki að sýna sitt rétta andlit og þrátt fyrir að hafa haft boltann meirihluta leiksins tókst þeim ekki að skapa sér nein teljandi mark- tækifæri og sóknartilraunir FH- inga í síðari hálfleik, sérstaklega eft- ir innákomu Harðar Magnússon- ar, voru í heildina hættulegri en heimamanna. FH-ingar mættu ákveðnir til leiks í leiknum í gær, minnugir stórslysanna tveggja frá því í fyrra þegar þeir töpuðu báðum leikjun- um á móti Skagamönnum 5:0. Varnarlínan var styrkt á kostnað sóknarinnar og varist mjög aftar- lega í fyrri hálfleik. Þetta gerði það að verkum að Skagamenn fengu ágætan tíma til að ráða ferðinni og gerðu það mest- an hluta fýrri hálfleiks enda með mikinn vind í bakið. Þetta snerist töluvert við í seinni hálfleik, FH- ingar náðu mun betri tökum á leiknum og nýttu sér vel hversu bit- laus leikur Skagamanna var og áttu ágætar sóknir inn á milli. Mahajlo Bibercic, sóknarmað- ur Skagamanna, hefur líklega aldrei átt jafn slakan dag og í gær. Öll hans orka fór í að reyna að sann- færa Braga Bergmann, dómara leiksins, um það hversu gróflega brotið væri á honum og ekkert gekk hvað sem hann reyndi. The- ódór Hervarsson var ekki nógu ákveðinn og sendingar Skaga- manna aftur á völlinn, í stað þess að spila fram og sækja, eru vonandi bóla sem er þegar sprungin. FH- ingar stóðu sig vel í því sem fyrir þá var lagt, Hörður þjálfari setti upp ákveðna varnartaktík sem tókst fúllkomlega og sóknin í seinni hálf- leik var síðan tilraun til að taka öll stigin í leiknum. Liðið lék skynsam- lega og verður ekki auðunnið í sumar. Skagamenn þurfa hins vegar að taka sig verulega á. Vissulega voru aðstæðurnar ekki góðar, hávaðarok og leiðindakuldi, en það bitnaði auðvitað á báðum liðum. I liðið vantaði þá Bjarka Pétursson, Harald Hinriksson og síðast en ekki síst Ólaf Þórðarson og því munar um minna. Liðin láta þennan leik sér von- andi að kenningu verða og mæta beittari til leiks í næstu umferð. © Maður leiksins: Þóröur Þóröarsson. IA - FH 0:0 Þórður Þórðarson, Ólaf- ur Adolfsson, Theódór Hervarsson, Sigurður Jónsson, Pálmi Haralds- son (Karl Þórðarson 78.), Zoran, Alexander Högnason, Sigur- steinn Gíslason, Mihajlo Biberc- ic, Kári Steinn Fteynisson (Stefán Þ. Þórðarson 72.), Haraldur Ing- ólfsson. VI Stefán Arnarsson, Jón Þ. Sveinsson (Hörður Magnússon 64.), Petr Mazarek, Þorsteinn Hall- dórsson, Þórhallur Víkingsson, Auðunn Helgason, Atli Einars- son, Drazen, Hallsteinn Arnars- son, Þorsteinn Jónsson (Lúðvík Arnarsson 78.), Ólafur H. Krist- jánsson. Helsta von íslendinga á HM WoridCutIUSA94 >V-S Það lið sem stend- ur væntanlega næst hjarta íslenskra knattspyrnuunn- enda, af þeim sem taka þátt í úrslitum heimsmeistara- mótsins í knattspyrnu, er það norska. Frændsemin skiptir þar auðvitað verulegu máli en liðið hef- ur einnig sýnt að það er eitt það besta í heiminum um þessar mundir og er til alls líklegt þegar keppnin hefst í Bandaríkjunum 17. júní. Norðmenn sigruðu örugglega í sínum riðli í undankeppninni og létu gömlu knattspyrnustórveldun- um Hollandi og Englandi eftir að kljást um annað sætið. Eins og allir vita höfðu Hollendingar betur í þeim slag og því sitja Englendingar eftir með sárt ennið. Leikstíll norska liðsins er ekki til þess fallinn að hrífa áhorfendur en árangur liðsins endurspeglar fram- farirnar í norska boltanum eftir að atvinnumennska var leyfð í deilda- keppninni fyrir áratug. Besti árangur Norðmanna í knattspyrnu á alþjóðlegum vett- vangi til þessa var þegar þeir náðu bronsverðlaunum á Ólympíuleik- unum í Berlín 1936. Þá ollu þeir miklu uppnámi með því að sigra þýska liðið að viðstöddum sjálfum kanslara þriðja ríkisins, Adolf Hitl- er. Þeir lutu síðan í lægra haldi fyr- ir ítölum í undanúrslitum en þeir hömpuðu svo gullinu. Tveimur árum síðar komust Norðmenn í úrslit HM í fyrsta og eina skiptið þar til nú. Þeir féllu þá úr keppninni, sem haldin var í Frakklandi, strax í fyrstu umferð. Á eftirstríðsárunum voru Norð- menn ekki hátt skrifaðir í knatt- spyrnuheiminum og allt fram á ní- unda áratuginn var gengi þeirra skrykkjótt. Eftir að Ingvar Stad- heim tók við sem landsliðsþjálfari 1981 fór sjálfstraust leikmannanna vaxandi og hann taldi þeim trú um að þeir ættu erindi í hóp þeirra bestu. Árangurinn ýtti undir þá skoðun. Norðmenn sigruðu Eng- lendinga 2-1 á heimavelli í sept- ember 1981 í undankeppni HM og náðu sanngjörnu 1-1 jafntefli gegn Brasilíu í vináttuleik. Metnaðurinn jókst í kjölfar þess- ara leikja og forystumenn knatt- spyrnuhreyfingarinnar fóru að huga að þvi hvað hægt væri að gera til að örva knattspyrnuáhugann í Noregi og ýta undir enn betri ár- angur. Árið 1987 var tekin upp þriggja stiga regla í deildakeppninni, fram- lengt var ef staðan var jöfn eftir venjulegan leiktíma og gripið til vítaspyrnukeppni ef enn var jafnt. Breytingarnar þóttu of byltingar- kenndar og fyrirkomulaginu var breytt á næsta keppnistímabili í sama horf og hér er viðhaft, þrjú stig fýrir sigur og eitt fyrir jafntefli. Á þessum tíma var vor í norskri knattspyrnu. Þessi áratugur hefur svo verið sannkallaður blómatími. Marx- lenínistinn Egil Oisen tók við stjórn landsliðsins fyrir nokkrum árum. Hann er þekktur fyrir sér- viskuleg uppátæki og fullyrðir sjálf- ur að hann hafi haft meira upp úr pókerspili en knattspyrnuþjálfun. Undir hans stjórn unnu Norð- menn 2. riðil undankeppni HM af- ar sannfærandi. Tónninn var gef- inn í fyrsta leiknum þegar liðið gjörsigraði San Marínó með tíu mörkum gegn engu. í kjölfarið fylgdi 2-1 sigur á Hollandi og jafnt- efli gegn Englandi á Wembley, 1-1. Síðan unnu þeir Englendinga heima 2-0 þannig að eftir fjóra fyrstu leikina höfðu Norðmenn 7 stig í riðlinum og höfðu skorað fimmtán mörk en aðeins fengið á sig eitt. Eftir sigur á Pólverjum á útivelli var HM-sæti í sjónmáli. Þegar upp var staðið hafði norska liðið sigrað í riðlinum með sextán stigum í sjö leikjum. Sigrarnir voru sjö, jafntefl- in tvö og svo gat það leyft sér að tapa fyrir Tyrkjum 2-1 í síðasta leiknum. Það er kaldhæðnislegt að margir leikmanna Noregs leika á Englandi. Þeirra á meðal eru Eric Thorst- vedt markvörður Tottenham, Stig Inge Bjornbye varnarmaður hjá Liverpool, Gunnar Halle og Tore Pedersen hjá Oldham og fram- línumennirnir Jostein Flo hjá Sheffield United, Lars Bohinen hjá Nottingham Forest og Jan Aage Fjortoft hjá Swindon. Egil Olsen hefur nokkrar áhyggj- ur af álaginu sem hefur verið á þessum leikmönnum í vetur, enda eru mun fleiri leikir í ensku deild- arkeppninni. „Leikmennirnir okk- ar eru búnir vegna fjölda leikja og hörkunni í enska boltanum,“ segir hann. „Þeir komu heim örþreyttir og gætu því átt erfitt með að sýna sínar bestu hliðar í Bandaríkjun- um. Þetta getur orðið verulegt vandamál."© port ÞRIÐJUDÁGUR 24. MÁÍ1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.