Eintak

Tölublað

Eintak - 24.05.1994, Blaðsíða 31

Eintak - 24.05.1994, Blaðsíða 31
DlIDöuTnBíl mlJm i | 2 | | I I1 UM j f \H m |||l £bI 1 u ■ ¥ *• t, n* |f Wly l|P Mb llfgpS^I VALUR - ÍBK Rislrtill fótbolti en tvö falleg mörk Er vonandi bara byijunin segir Guðjón Þórðarson, þjálfari KR. Guðjón Þórðarson, þjálfari KR- inga, var að vonum ánægður með leik sinna manna. “Þetta var fínt hjá mínum mönnum, sérstaklega í restina. Menn fóru að leika skemmtilega á milli sín og upskáru eftir því.” Hvernig fannst þér Bett reynast? Hann kom mjög vel út að mínu mati. Þetta er líklega sú staða sem hann kemur til með að spila og þess Valur - ÍBK 1-1 Maður leiksins: Gunnar Odds- son ÍBK. Mörk: Marko Tanasic ÍBK 50. mín., Jón Grétar Jónsson Val 67. mín. Ólafur Gottskálksson, /áwpök Jakob Jónharðsson, Ragnar Steinarsson, Kristinn Guðbrands- son, Karl Finnbogason, Marko Tanasic, Gunnar Odds- son, Einar Ásbjörn Ólafsson, Ragnar Margeirsson, Georg Birgisson. Valur: Lárus Sigurðs- son, Bjarki Stefánsson, Kristján Halldórsson, Jón G.Jónsson, Jón S. Helgason, Davíð Garðarsson, Eiður Smári Guðjonsen, Steinar Adolfsson, Atli Helgason, Sigur- björn Hreiðarsson (Heiðar Örn Ómarsson 82. mín), Guðmundur Gíslason. vegna er afar ánægjulegt að sjá hann smella svona vel inn í þetta” Hvað með framhaldið? Framhaldið er auðvitað spurn- ingamerki fyrir okkur eins og alla en ég ætla að sjá til þess að dreng- irnir ofmetnist ekki og mæti jafn ákveðnir til leiks í næsta leik. Þetta lofar hins vegar mjög góðu og er vonandi bara byrjunin. © mikilvægt segir Tómas Ingi sem gerði þrennu. Þetta var afskaplega mikilvægur sigur hjá okkur og skemmtilega stór að mínu mati. Þetta small sam- an hjá okkur í lokin og við nýttum tækifærin okkar og sigurinn hefði getað orðið enn stærri. Nú gerðu Blikar mikil varnarmis- tök. Já, þeir fóru oft illa að ráði sínu, en það er samt ekkert sjálfgefið að maður nýti sér slíkar skyssur. Það tókst að þessu sinni og sýnir að þol- inmæði er mikilvæg. Nú áttir þú stórleik? Ja, ég var heppinn að þessu sinni. Strákarnir voru örlátir á sendingar og því fór sem fór. Baráttan er hörð um sæti í liðinu og þess vegna verð- ur maður að nýta sína sénsa. En auðvitað er ekkert leiðinlegt að skora þrennu í fyrsta leik. 0 Leikur Vals og Keflavíkur að Hlíðarenda var ekki skemmtilegur á að horfa. Það sem helst gladdi augað í fýrri hálfleik voru tvö ævin- týraleg úthlaup Ólafs Gott- skálkssonar, markvarðar Keflav- íkurliðsins, en tilþrif hans minna á stundum um margt á leikstíl hins Jitríka markvarðar kólumbíska landsliðsins René Higuita sem er sjálfsagt sókndjarfasti markmaður heims. Higuita er reyndar hættur að leika með landsliði Kólumbíu en það er önnur saga. Leikmenn beggja liða voru lengst af í leiknum mjög iðnir við að sparka boltanum hátt í loft upp og út af vellinum og rötuðu fáar send- ingar rétta leið. Leikmönnum ÍBK gekk þó örlítið betur að spila bolt- anum sín á milli og átti Gunnar Oddsson þar drýgstan hlut að máli. Valsmönnum gekk illa að byggja upp sóknir og sakna auðsýnilega að hafa ekki Ágúst Gylfason til að stýra spilinu á miðjunni. Flestar sendingar liðsins voru handahófs- kenndar og náði vörnin litlum tengslum við miðjuna. Fá marktækifæri litu dagsins ljós í fyrri hálfleik og þegar Ari Pórðar- son, dómari leiksins, flautaði til hálfleiks var staðan o-o. Síðari hálfleikur byrjaði hins veg- ar af krafti en strax á fimmtu mín- útu hálfleiksins skoraði Marko Tanasic glæsilegt mark. Rang- stöðutaktík Valsvarnarinnar brást illa þegar Tanasic komst einn inn fyrir eftir glæsilega sendingu frá Georgi Birgissyni. Tanasic lék boltanum rétt inn fyrir vítateigs- hornið hægra megin og lyfti bolt- anum fallega yfir Lárus Sigurðs- son og í hornið fjær á Valsmark- inu. Einstaklega snyrtilega gert og markið ekki ósvipað því sem Dejan Savisevic skoraði fyrir AC Milan gagn Barcelona í úrslitaleik Evr- ópukeppni meistaraliða í síðustu viku. Leikurinn breyttist lítið við markið, leikmenn héldu upptekn- um hætti og mikið var um kýlingar á báða bóga. Keflvíkingar voru þó öllu meira ógnandi. Það var síðan á 22. mínútu síðari hálfleiks sem besti maður Vals og langyngsti leikmað- ur vallarins (verður sextán ára í september), Eiður Smári Guðj- onsen lék skemmtilega upp að vítateig ÍBK og renndi boltanum inn fyrir vörn Keflvíkinga á Jón Grétar Jónsson sem tók boltann viðstöðulaust og sendi hann frá vítateig undir Ólaf sem kom hlaup- andi út úr markinu. Eftir þetta hélt sami barningur- inn áfram. Og jafntefli var nokkuð sanngjörn úrslit. Hjá ÍBK átti Gunnar Oddsson góðan leik á miðjunni, vann flest návígi sem hann fór í og skilaði boltanum þokkalega frá sér. Hann og Marko Tanasic voru bestu menn liðsins og Georg Birgisson var nokkuð sprækur á vinstri kantin- um. Valsmenn áttu ekki góðan dag utan hvað Eiður Smári sýndi í fyrsta leik sínum í fyrstu deild að þar er efhi í mikinn knattspyrnu- mann. © FRAM - STJARNAN Tilþrifalrtill opnunarieikur Sanngjöm úrslit á Valbjamarvelli. Opnunarleikur Islandsmótsins í knattspyrnu milli Fram og nýliða Stjörnunnar var dæmigerður vor- leikur. Bæði lið voru að leika í fyrsta sinn á grasi og hvorugt sýndi sérstök tilþrif. Frammarar byrjuðu leikinn öllu betur og voru meira með boltann. Um miðjan hálfleik fóru Stjörnu- menn að sækja í sig veðrið með Valgeir Baldursson fremstan í flokki og á skömmum tíma átti lið- ið nokkur þokkaleg marktækifæri. Valgeir slapp meðal annars einn inn fyrir Framvörnina en í stað þess að skjóta úr upplögðu færi reyndi hann fyrirgjöf sem Birkir hand- samaði án teljandi erfiðleika. Ing- ólfur Ingólfsson, sem lék með Fram í fyrra, komst stuttu síðar á auðan sjó við Frammarkið eftir að Anton Björn Markússon, sem virkaði þungur og átti frekar dapr- an dag, hafði misst boltann klaufa- lega frá sér rétt inn við miðjuna á eigin vallarhelmingi. Ingólfur sá þó um að Birkir þurfti ekki að ómaka sig og skaut yfir. Það var síðan á 30. mínútu sem virkilega fór að draga til tíðinda. Þá æddi Kristinn Haf- liðason, sem kom til Fram fyrir þetta keppnistímabil frá Víkingi, með boltann upp vinstri kantinn, stakk honum á Helga Sigurðsson sem sendi hann með fyrstu snert- ingu aftur á Kristin sem skaut fal- legu skoti frá vítateigshorni að marki Stjörnunnar. Boltinn hafn- aði í stönginni fjær og Stjörnu- menn máttu prísa sig sæla því hinn smávaxni markvörður þeirra, Sig- urður Guðmundsson, átti ekki möguleika á að verja skot Kristins. Fáeinum mínútum síðar bjargaði Sigurður hins vegar meistaralega eftir fallega sókn Fram. Aftur var það Kristinn sem fór upp vinstri kantinn og var maðurinn á bak við sókn Frammara. Hann sendi bolt- ann á fjærstöng þar sem Steinar Guðgeirsson lagði hann út á Ág- úst Ólafsson sem tók boltann á lofti og skaut að marki. Boltinn stefndi efst í markhornið hjá Stjörnunni en Sigurður náði að slá hann í horn á ótrúlegan hátt. Þessi tvö færi Fram voru það sem helst bar til tíðinda í fyrri hálfleik. Stjörnumenn voru töluvert frísk- ari en tíðindaminni síðari hálfleik. Voru þeir nokkuð ágengir við mark Fram án þess þó að eiga hættuleg marktækifæri og sáu þeir sjálfir um að koma boltanum fram hjá mark- inu. Þurftu hvorki Birkir né Fram- vörnin að koma þar við sögu. Tveimur mínútum fyrir leikslok munaði minnstu að Helgi Sigurðs- son tryggði Fram sigurinn en hann skaut fram hjá úr dauðafæri frá markteig. Þegar á heildina er litið voru Maður leiksins: Kristinn Hafliða- son, Fram. Framarar hættulegri í sínum að- gerðum en Stjörnumenn, sem sást best á því að þeir fengu níu horn- spyrnur í leiknum á meðan Stjarn- an fékk enga. Þetta virðast nokkuð jöfn lið og voru úrslitin sanngjörn. Höfuðverkur Fram í þessum leik var rniðjan, eins og hún hefur reyndar verið í leikjum vorsins, og stærsta verkefni Marteins Geirs- sonar, þjálfara liðsins, verður að bæta miðjuspilið. Helgi Sigurðsson og Guðmundur Steinsson voru lítið áberandi en fengu líka úr litlu að moða. Bestu menn Fram í leikn- um voru Kristinn Hafliðason og Steinar Guðgeirsson sem báðir léku sem bakverðir. Birkir stóð líka fýrir sínu og greip vel inn í leikinn þegar þess þurfti. Það veikti töluvert Framvörnina að Pétur Marteins- son, varnarmaðurinn sterki, var með flensu og gat því ekki leikið með liðinu. Ekki var það til að bæta ástandið að Helgi Björgvinsson, aftasti maður varnarinnar, er ný- kominn frá Bandaríkjunum og var að leika sinn fyrsta leik með liðinu. Fyrir vikið var vörnin mjög óörugg, sérstaklega í fyrri hálfleik, en Helgi hætti sér lítið fram á völlinn og var reyndar furðulega aftarlega á köfl- um. Stjarnan lék þokkalega í gær og hefur alla burði til þess að verða ágætis sóknarlið. Valgeir Baldurs- son var sprækur í fýrri hálfleik, Baldur Bjarnason átti stórhættu- legar rispur upp vinstri kantinn og virðist vera að nálgast sitt fyrra form, Ragnar Gíslason vann vel á miðjunni og Leifur Geir Haf- steinsson var mjög ógnandi í fremstu víglínu en var klaufi að nýta ekki þau færi sem hann fékk. Ekki má gleyma þætti Sigurðar markmanns sem varði tvisvar frá- bærlega í leiknum, frá Ágústi í fyrri Fram: Birkir Kristins- son, Helgi Björgvins- son, Gauti Laxdal, Hólmsteinn Jónasson (Valur F. Gíslason 64. mín.), Ág- úst Ólafsson, Kristinn Hafliða- son, Anton B. Markússon, Guð- mundur Steinsson (Þorbjörn Atli Sveinsson 75. mín), Helgi Sig- urðsson, Steinar Guðgeirsson (fyrirliði), Ríkharður Daðason. Stjarnan: Sigurður Guðmundsson, Her- WW mann Arason (Bjarni G. Sigurjónsson 77. mín), Birgir Sigfússon, Bjarni Bene- diktsson, Lúðvík Jónasson, Leif- ur Geir Hafsteinsson, Ragnar Gíslason, Valgeir Baldursson (Heimir Erlingsson 86. mín), Baldur Bjarnason, Ingólfur R. Ingólfsson, Goran Micic. hálfleik og síðan ágætt skot Hólm- steins Jónassonar í síðari hálf- ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ1994 31 iport

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.