Eintak

Tölublað

Eintak - 24.05.1994, Blaðsíða 19

Eintak - 24.05.1994, Blaðsíða 19
Guðbergur Bergsson og Viðar Eggertsson „Enginn getur rotað mig og sagt að ég sé ekkert skáld, eftir að ég las upp fyrir starfsfólkið hjá Isal og fékk að gjöf hjálminn góða, til að verja mig gegn árás- um gagnrýnenda, styttuna hvítu af heilagri Barböru, til að bræða efnið f væntanlegt snilldarverk, tveggja metra langan tommustokk úr áli til að mæla andlega hæð mína daglega. og blaðapressu, til að halda niðri handritunum, si/o þau fjúki ekki út i veður og vind eða ofan í gleymskunnar gröf, “ segir Guðbergur Bergs- annarsogur ur eftir Guðberg Bergsson og Víðar Eggertsson á listahátíð Maðurínn þroskar tímann og tíminn þroskast með mannmum í tilefni Listahátíðar verður Þjóð- leikhúsið með tvær sýningar 2. júní og 4. júní á smíðaverkstæðinu á verkinu, Sannar sögur úr sálarlífi systra eftir Guðberg Bergsson og Viðar Eggertsson. Leikritið er samansett úr texta úr fjórum bók- um Guðbergs, Það sefúr í djúpinu, Hermann og Dídí, Það rís úr djúp- inu og Anna, sem vöktu mikla at- hygli og fengu harkaleg viðbrögð á sínum tíma. Þar segir frá fólki í sjávarþorpi í skjóli hernáms og stríðs á sjötta áratugnum og í þeim er nöpur og raunsæ lýsing á ís- lensku samfélagi, sem er lyginni lík- ust að sögn Viðars Eggertssonar sem einnig leikstýrir verkinu. „Við vonum að fólk þori að kannast við þann veruleika sem kemur ffam í þessum sögum og að horfast í augu við sjálft sig og kafa í eigin sálar- djúp og íslensks samfélags," segir hann. „Ég fékk þá hugmynd að gera leikverk úr þessum bókum og Guð- bergur gaf mér frjálsar hendur til þess. Það þurfti að gera ýmsar mis- kunnarlausar aðgerðir til að koma þeim á svið og Guðbergur hefur fýlgst með þeirri vinnu og fært í stílinn sinn eigin texta, en látið mig um leikhúsvinnuna.“ f leikritinu leika níu leikarar og einn drengur og þetta er mjög flók- in sýning að sögn leikstjórans. „Það er mikil tækni að baki uppsetning- unni og við notum vídeóskjá sem virkan þátttakanda í verkinu. Það er mikið samspil á milli leikaranna og vídeóskjásins og þeir leika jafn- vel á móti sjálfum sér á skjánum. Þeir eru ýmist á skjánum eða á sviðinu og ganga inn í skjáinn. Þetta er samfélagslýsing síns tíma sem opnar kannski skilning á því sem við erum í dag enda er fortíðin grunnurinn sem við byggjum á ís- lenskt samfélag eins og það þróað- ist eftir stríð.“ Að sögn Guðbergs er verkið leik- ur sem opnast á móti framtíðinni. „Þetta er dæmi um manneskjuna sem er haldin græðgi og er þjáð af fortíðinni en vill ekki horfast í augu við hana. Hún vill vera frjáls en um leið og hún verður ffjáls, bindur hún sig á ný,“ segir hann. „Sögu- þráðurinn byggist í kringum ókunnuga konu sem kemur til að vera við jarðarför og vekur upp minningar og hrindir þannig at- burðarásinni af stað.“ Er þetta dratnatískt verk? „Nei þetta er frásöguleikhús og með aðgöngumiðanum fylgir skýr- ing á því sem fýrirbæri og verkinu sem slíku. Sumir segja að hlutverk höfundarins sé að skrifa og annarra að skilja en ég er ekki sammála því. Ef fólk fær leiðbeiningar um hvern- ig það á að þvo sér um hárið á það alveg eins að fá skýringar til að skilja betur leikverk. Tilgangurinn með verkinu var að semja leikrit með íslenskum einkennum og setja á svið manngerðir og veruleika þeirra án þess að seilast í erlendar fýrirmyndir. Með þetta að leiðarljósi spratt hugmyndin um frásöguleikhúsið og aðferðin varð að lúta því sem hefur löngum einkennt okkur, það er að íslendingar segja ekki bara frá heldur blaðra þeir líka. f frásöguleikhúsinu er hægt sök- um sveigjanleika þess að sýna áhorfendum fleiri blæbrigði í stíl en ef um hreinan harmleik, gamanleik eða fáránleika væri að ræða. Áhersluþunginn í Sönnum sög- urn af sálarlífi systra er á feluleikinn við fortíðina en hann er mjög al- gengt fyrirbæri meðal margra þjóða. Sérhver þjóð verður að horf- ast í augu við sína samtíð og fortíð, óttalaust og á heilbrigðan hátt, til að geta haldið áfram, því framtíðin er afturganga fortíðarinnar. f lok verksins fara tvær þroska- heftar persónur inn í ffamtíðina og margir gætu haldið að í því væri fólgin viss bölsýni en samkvæmt mínum skilningi fara allir menn á ákveðin hátt þroskaheftir inn í hana. Maðurinn þroskar tímann og tíminn þroskast með manninum.“ Sýningarnar á listahátíð eru for- sýningar en verkið verður fýrsta frumsýning leikársins hjá Þjóðleik- húsinu í haust. Helstu leikarar í Friðar- konsert á kosninga- daginn í midju lokauppgjöri borgar- stjórnarkosninganna á sjálfan kosningadaginn 28. maí verða haldnir tónleikar og ljóðaupplestur í Landakotskirkju undir yfirskrift- inni Stríð/Friður, mannréttindi á friðar- og stríðstímum. Þar verður frumflutt verkið „Það var í Króa- tíu“, eftir John Speight, sem er samið fyrir kontratenór, flautu, gít- ar og selló. Textinn er eftir Sæ- mund Norðfjörð og Jónas Þor- bjarnarson og tengist hann ferð sem farin var í fýlgd Júgóslava sem eru búsettir á fslandi til hinna stríðsþjáðu svæða í föðurlandi þeirra. Nýlega var sýndur átakan- legur þáttur um þessa ferð í Sjón- varpinu. Tónlistarfólkið sem kemur fram á hljómleikunum eru Auður Haf- steinsdóttir fiðluleikari, Ármann Helgason klarinettuleikari, Bryn- dís Halla Gylfadóttir sellóleikari, Einar Kristján Einarsson gítar- leikari, Martial Nardeau flautu- Sönnum sögum af sálarlífi systra eru Guðrún Gísladóttir og Ingrid Jónsdóttir en þær fara með hlut- verk systranna sem eru stundum systur og stundum ekki og einnig gera þær tilkall til að vera hvor önnur á köflum. Hjalti Rögn- valdsson og Þóra Friðriksdóttir leikari og Sverrir Guðjónsson kontratenór. Sólókantettan Bænir eftir Atla Heimi Sveinsson er einnig á efnis- skránni en textinn við hana er eftir Sören Kirkegaard í þýðingu Sig- urðar A. Magnússonar. Guðrún Gísladóttir, leikkona, mun lesa upp úr ljóðasafninu Úr ríki samviskunnar, á milli flutnings eru einnig í stórum hlutverkum ,en leikmyndin er eftir Snorra Frey Hilmarsson og Ása Hauksdóttir hefúr hannað búningana. Loks má geta að Jóhann G. Jóhannsson er tónlistarstjóri sýningarinnar en tónlistin setur mikinn svip á þetta óvenjulega leikverk. © tónverkanna, en það kemur út í haust á vegum fslandsdeildar Am- nesty International. Tónleikarnir eru haldnir í samvinnu listafólks- ins, Amnesty International og Barnaheilla en Musica Nova er sér- stakur styrktaraðili þeirra. Tónleik- ana ber upp á afmælisdag Amnesty International en þau voru stofnuð 28. maí 1961. Friðarkonsert á 33. afmælisdegi Amnesty International Tónlistarfólkið sem kemur fram á friðartónleikunum í Kristskirkju, f.v. Martial Nardeu flauta, Ármann Helgason klarinett, Einar Kristján Einarsson gítar, Bryndís Halla Gylfadóttir selló, Sverrir Guðjónsson kontratenór og Auður Hafsteinsdóttir fiðla. Listahátið Ég veit ekki af hverju Listahátíðar- nefnd fer alltaf í vamarstöðu þegar umræða um hátíðina er borin upp. Þeir ættu að vera stoltir af henni. Á verkefnaskránni eru nokkur atriði sem eru svo sannarlega á heimsmæli- kvarða, s.s. einleikstónleikar Vladim- ir Ashkenazy og... ja, það eru alla- vega nokkur atriði sem myndu sórna sér vel á hvaða menningarhátíð sem er. Hátíðartónleikar með Kristjáni Jóhannssyni nýtt íslenskt leikrit eftir Guðberg Bergsson og Viðar Eggertsson, Macbeth í Héðinshús- inu og Niflungahringurinn eftir Ri- chard Wagner í Þjóðleikhúsinu. Það kostar allt peninga. Sannir listamenn virðast ekki gera neitt nema fýrir peninga, enda er listin þeirra lifi- brauo. Fjöldi erlendra listamanna kemur fram á Listahátíð í Reykjavík og má þar nefna Ny Dansk Saxofon- kvartet, Asker kirkjukór, Tönsberg kirkjukór og Guido Pikal tenór. Eins og gefúr að skilja er dýrt að fá erlenda listamenn til landsins þar sem ferðir, uppihald og jafnvel dagpeningar bæt- ast ofan á hefðbundin laun. Það er því ekkert undarlegt við það að miðaverð á atburði listahátíðar sé að jafnaði 2000 krónur. Sá sem vill sjá alla tón- leika, danssýningar og leiksýningar sem í boði eru, alls 19 sýningar, þarfað borga 34.700 krónur ef miðað er við að hann láti sér ódýrustu og verstu sætin duga og fari ekki á ffumsýning- ar. Verðið fer upp í 39.000 ef það er viðkomandi kappsmál að mæta á frumsýningar og sitja á góðum stað. Lægsta miðaverðið er á tónleika Mót- ettukórsins í Hallgrímskirkju þar sem m.a. verður frumflutt verk eftir Pál P. Pálsson. Miðverð á þá tónleika er 800 krónur. Tónverkið Tíminn og vatnið eftir Atla Heimi er metið mun hærra og flytur Kammersveit Reykjavíkur ásamt kór og einsöngvur- um verkið í Langholtskirkju. Kostar 2000 krónur að hlusta á þann flutn- ing. Miðaverð á tónleika Kristjáns Jó- hannssonar í Laugardalshöll er frá 1800 upp í 3200 krónur og hefur miðasala ekki gengið sem skildi. Það vill enginn sitja í verstu sætunum. Miðaverð á tónleika Vladimirs Ashk- enazy sem er heiðurforseti hátíðar- innar er 2700 krónur. Miðaverð á sýn- ingu breska leikhópsins Teatre de Complicité er 2000 krónur á meðan það kostar aðeins 1600 krónur að sjá uppfærslu á leikritinu Sannar sögur af sálarlífi systra eftir þá Guðberg og Viðar í Þjóðleikhúsinu. Opnunaratriði Listahátíðar er Nifl- ungahringurinn efitr Richard Wagner í styttri útgáfú, sem var sérstaklega gerð fyrir Listahátíð í Reykjavík. Sex- tán íslenskir söngvarar, Sinfóníu- hljómsveit fslands og Kór íslensku óperunnar taka þátt í sýningunni en aðalhlutverkin þrjú eru í höndum út- lendinga. Wolfgang Wagner son- arsonur skáldsins, hefúr listræna yfir- umsjón með sýningunni, hljóm- sveitastjórinn er einnig erlendur en Þórhildur Þorleifsdóttir er leik- stjóri. Áætlað er að fimm sýningar verðði á Niflungahringnum. Miða- verð á frumsýningu er 5200 krónur en á aðrar sýningar 3800 krónur. í kynn- ingarbæklingi Listahátíðar segir: „Niflungahringurinn er stærsta og viðamesta tónverk vestrænna tónbók- mennta og ekki ofsögum sagt að það sé eitt samfellt og stórkostlegt ævintýri fýrir unga jafnt sem aldna.“ Niflunga- hringurinn ætti semsagt að vera góð fjölskylduskemmtun en er nokkuð dýrkeypt. Það kostar t.a.m. 15.200 krónur fyrir hjón með tvö börn að fara á sýninguna, 20.800 krónur ef þau fara á frumsýningu. Gerum ráð fýrir að áðurnefnd fjöl- skylda ákveði að sleppa Niflunga- hringnum en fari í staoinn á sýningu fslenka dansflokksins á Lýðveldis- dönsum og á tónleika Sinfóníuhlóm- sveitar fslands. Hjónin fara svo að sjá Macbeth í Héðinshúsinu og kaupa sér miða í verstu sæti á tónleikum Áshk- enazy. Kostar þetta þau 19.800 krónur og er það aðeins tæplega fimm þús- und krónum meira en þau hefðu þurft að borga ef fjölskyldan hefði far- ið á eina almenna sýningu á Niflunga- hringnum. Að meðaltali kostar 6.500 krónur að fara á þrjár sýningar og 13.000 krónur að fara á sex sýningar. Miða- verð á myndiistarsýningar er þá ekki tekið inn í en það er á bilinu ffá 300 til 1000 krónur. Þá er bara að vona að miðasala á Listahátíð gangi vel og sem flestir fái notið þeirra listviðburða sem í boði eru. © ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ1994 FIMMTUDAGUR 20. JANUAR 1994 -jg

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.