Eintak

Tölublað

Eintak - 24.05.1994, Blaðsíða 10

Eintak - 24.05.1994, Blaðsíða 10
Margrét Lóa Jónsdóttir skáld „ Veðrið og atvinnuleysið. “ Auður Haralds ríthöfundur „Mér finnst að þeir ættu að taka saman kostnaðinn sem fólk þarf til að geta lifað afí landinu og ræða hverjir eiga þá upphæð. “ Valgeir Guðjóns- son tónlistarmaður og rithöfundur „Þeir ræða sjálf- sagt eitthvað þarf- legt og taka ákvörðun um eitt- hvert þjóðþrifamálið. “ Málfríður Gisladóttir lögfræðinemi „Þeir gætu rætt um mannrétt- indi, stefnu til frambúðar í ménntamálum og kennslu í lýðræðislegum þankagangi í barnaskólum. Svo geta þeir bætt við umræðu um stríð og frið og hvort bilið milli ríkra og fátækra eigi eftir að breikka. “ Margrét Lóa Jónsdóttir skáld „Já, mér finnst það sjarmerandi og minnir á gamla tíma. “ Auður Haralds rithöfundur „Nei, þeir gætu ofkælst og hvað kostarþað þjóðarbúið? Svo verða þarna örugg- lega um 250.000 manns og bara tvo kló- sett. “ Valgeir Guðjóns- son tónlistarmaður og rithöfundur „Já, þeir hafa ef- laust gott af úti- verunni. “ Málfríður Gisla- dóttir lögfræðinemi „Já, þetta er mjög sögulegt tækifæri. Þing- vellir eru þjóð- garðurinn okkar og var elsta þing i heiminum haldið. Viðeigumað virða það. Þjóð- hátíðin sameinar okkur öll og er skemmtileg. Ég held nú samt að ég nenni ekki að mæta. “ LANDNAM Frá og með fyrsta virka degi eftirnæstu helgi, hvrtasunnuhelgina, mun eintak komaút tvisvarí viku. Annars vegará fimmtudags- morgnum, < sá hæsti. bntak verður þvi fyrst allra blaða með fréttir helgarinnar. Þetta á ekkiaðeins við um höfuðborgarsvæðið heldur landið allt. Hér til hliðar má sjá hvenær á mánudögum blaðið mun berast í verslanir utan höfuðborgarinnar. Á höfuðborgarsvæðinu mun blaðið verða komið á útsölustaði um leið ogþeiropna. * í Z 0 HUN SEQIR HANN SEQIR Við verðum að breyta Höfnum sundrungu og stöðnun - kjósum X-D Reykvíkingar taka nú brátt þátt í merki- legri kosningum en þeir hafa nokkru sinni staðið frammi fyrir. Urslit þessara kosninga geta haft áhrif á gang íslenskra stjórnmála um ókomna tíð. I íyrsta lagi stendur Reyk- víkingum til boða að kjósa konu sem borg- arstjóra, konu sem nýtur almennrar virð- ingar sem heiðarlegur, röggsamur og mál- efnalegur stjórnmálamaður. Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir er einhver mesti vonar- peningur sem komið hefur fram á sjónar- svið stjórnmálanna síðustu ár. Það er því verðskuldað, að hún er sameiningartákn fé- lagshyggjufólks, þeirra sem vilja breyta for- gangsröð málefna, hvar í flokki sem þeir standa. Sigri Sjálfstæðisflokkurinn kosningarnar á laugardaginn, þýðir það stöðnun í stjórn- málalífi Islendinga. Sigur Reykjavíkurlistans gæti á hinn bóginn breytt gangi sögunnar og lyft stjórnmálunum upp úr hefðbundnum flokkakritum. Viðbrögð Sjálfstæðisflokksins segja líka sína sögu. Hið jákvæða er að hann hefur neyðst til að taka upp á arnia sína mála- flokka sem honum hefði ekki dottið í hug að púkka upp á væri stöðu hans ekki ógnað. Neikvæði póllinn er hvernig kosningama- skína flokksins hefur sýnt dómgreindarleysi með því að beita í bland skítkasti og lymsku- fullri væmni. Peningalegir yfirburðir flokks- ins og eign hans, beint og óbeint, á sterkustu fjölmiðlum landsins eru hættumerki sem allir lýðræðissinnar ættu að hafa áhyggjur af. Þróunin í skoðanakönnunum bendir til þess að máttur stöðugs undirróðurs og fjölmiðla sé mikill og það getur allt eins farið svo að sigurvegari kosninganna verði Mammon sjálfur. Annað sem er stórmerkilegt og í raun dá- lítið fyndið, ef dæma má eftir opnuauglýs- ingu í Pressunni, er að í fyrsta skiptið er Reykvíkingum boðið upp á að kjósa sér borgarstjórafrú, eins nútímalegt og það nú er. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sóað pening- um borgarbúa. Þeir gríðariegu fjármunir sem fóru í tómu bíiastæðishúsin sem ekki verða fullnýtt fyrr en seint á næstu öld, væru betur komnir í málaflokkum sem gera mannlífið betra og þægilegra. Sama má svo sem segja um glæsibyggingarnar eða jafnvel bara upphæðirnar sem nota hefði mátt í annað ef þær hefðu staðist áætlun. Fjármálastjórn borg- arinnar, sá þáttur sem sjálfstæðismenn þykjast vera bestir í, er í molum og hvernig í ósköpunum eiga menn þá að fara að því að treysta þeim fyrir málum sem þeir hingað til hafa ekki haft neinn áhuga á, þ.e. daglegt líf og amstur venjulegs fólks? Þeir byggja frekar yfir bíla en börn. Forysta Ingibjargar Sólrúnar í Reykjavík er skref sem við öll gætum verið stolt af. Við gætum líka gengið hnarreistari eftir kosn- ingar ef máttur málefna bæri sigurorð af mætti peninga. Til þess að svo megi verða þurfa menn að skoða málin í stærra sam- hengi og átta sig á nauðsyn breytinga í borg- inni og styðja þær. Vilji menn breyta borg- inni úr furstadæmi fortíðarinnar í lifandi og lýðræðislega framtíðarborg, þá kjósa menn Reykjavíkurlistann, því það kemur ekkert annað til greina. © Vinstri menn gera eina hörðustu hríð að meiri- hluta Sjálfstæðisflokksins í höfuðvígi hans, sem sögur fara af. Sannast sagna má ég vart hugsa þá hugsun til enda. Ég man nefnilega. eftir því þegar vinstri menn unnu sigur hér í borginni síð- ast. Það var ljóta vitleys- an. Man einhver hverju vinstri menn fengu áork- að á fjögurra ára valda- tíma sínum? Ég reyndi að rifja það upp og eftir nokkra umhugsun mundi ég eftir tvennu. Pylsuvagni í Austurstræti, sem var ekki svo aíleit hugmynd, og útitaflinu undir Bakara- brekku, sem er einhver heimskulegasta hug- rnynd, sem komið hefur fram í höfuðborg- inni. Þetta var nú allt og sumt. Annar tími fór í endalaus rifrildi. Þá voru flokkarnir þrír, nú eru þeir fjórir og hálfur! R-listafólk talar mikið um að nauðsynlegt sé að breyta til í borginni, svona eins og það eigi að breyta breytinganna vegna. Hins veg- ar hefur ekki tekist að fá á hreint í hverju stefnan felist að undanskildu almennu hjali um betra mannlíf eins og það sé borgar- stjórnar að útdeila því! En gott og vel, ef breytingar eru málið, þá er hins vegar ljóst að R-listinn er vitlaus listi. Á að gera breytingar með nýju og fersku fólki á borð við Sigrúnu Magnúsdóttur? Guðrúnu Ágústsdóttur? Guðrúnu Ög- mundsdóttur? Alfreð Þorsteinssyní? eða Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur? Þetta er eins og hver annar brandari. Þetta eru annað hvort gamlir bitlingabarónar eða kreddupólitíkusar. Og þetta eru höfuðókostir R-listans. Ann- ars vegar veit maður ekkert hver raunveru- leg stefna hans er og hins vegar veit maður hvers konar lið er á listanum. Jafnvel þeir vinir manns og kunningjar, sem eru yfirlýst- ir stuðningsmenn R-listans, játa að þegar listarnir eru bornir saman beri listi sjálf- stæðismanna af. Fyrir vikið flaggar R-listinn einungis Ingibjörgu Sólrúnu eins og þar sé fundinn endurlausnarinn. En er hún það? Sjálf lýsir hún því yfir að hún hyggist ein- ungis fara eftir eigin samvisku nái hún kjöri! Samstilling strengja R-listans er sumsé ekki til neins, enda varla við því að búast að Ingi- björg Sólrún rekist betur í flokki R-listans en hún hefur gert á öðrum vettvangi til þessa. Sjálfstæðisflokkurinn kemur hins vegar til dyranna eins og hann er klæddur. Það velk- ist enginn í vafa um stefnu hans og það er auðvelt að dæma um það hvernig stefna Sjálfstæðisflokksins í borginni hefur gengið upp, borgin sjálf ber vitni um það. Árni Sigfússon hefur þegar sýnt ótvíræða for- ystuhæfileika sína til þess að leiða meirihlut- ann af röggsemi og með honum á listanum er reynsluríkt fólk eins og Vilhjámur Þ. Vil- hjámsson og Guðrún Zoega í bland við nýtt ungt fólk með ferskar hugmyndir á borð við Ingu Jónu Þórðardóttur, Gunn- ar Jóhann Birgisson og Þorberg Aðal- steinsson. Kosningarnar snúast um það hvort Reyk- víkingar kjósi upplausn og stöðnun eða samheldni og framfarir. R-lista eða D-lista. Valið er ekki flókið, X-D. © Kosningarnar í Reykjavík 10 ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.