Eintak

Tölublað

Eintak - 24.05.1994, Blaðsíða 26

Eintak - 24.05.1994, Blaðsíða 26
Alþjóðaknattspyrnusambandið íhugar að reka Grikki úr sambandinu og það kynni að leiða til þess að íslendingar hrepptu sæti þeirra í heimsmeistarakeppninni „Erum bara áhorf- endur í þessu máli“ segir Geir Þorsteinsson hjá KSÍ. ™ Þróttarar unnu IR Þróttarar úr Reykjavík fengu ná- granna sína úr ÍR í heimsókn og tóku heldur betur vel á móti þeim og sigruðu með tveggja marka mun 3:1. Þróttur var mun sterkari aðil- inn í leiknum og var yfir 2:0 í hálf- leik eftir mörk þeirra Páls Einars- sonar og Ragnars Egilssonar. 1 seinni hálfleik bætti hvort liðið einu marki við; fyrst Páll aftur og síðan Halldór Hjartarson fyrir Breiðhyltinga.O Sveinbjöm meðtvö Sveinbjörn Hákonarson markaði eftirminnilega komu sína í aðra deildina með tveimur mörk- um fyrir lið sitt, Þrótt frá Neskaup- stað, þegar liðið sigraði Leifturs- menn með tveimur mörkum gegn einu. Sveinbjörn, sem er spilandi þjálfari Þróttara, kemur greinilega vel undan vetri og verður mikil- vægur í sumar. Það var síðan Einar Einarsson sem minnkaði muninn fyrir gestina. O Jack Charlton Fegjnn þeg- arlrarféllu úrkeppni Jack Charlton, þjálfari írska lands- liðsins í knattspyrnu, er kunnur stangveiðimaður. Hann viðurkenndi á dögunum að hann hefði verið feg- inn þegar hann komst heim eftir að liðið féll út úr keppni í fjórðungsúr- slitum á HM á Ítalíu fyrir fjórum ár- um því þá hefði hann getað einbeitt sér að því að kljást við hina hreistr- uðu andstæðinga sína á bökkum veiðiánna. írarnir komu á óvart og kom- ust upp úr sín- um riðli í fjórð- ungsúrslitin. Þá hafði Charlton verið að heiman í sex vikur með liðinu og farinn að stirðna illilega í kasthend- inni. (rska liðinu er ekki spáð jafn góðu gengi í Bandaríkjunum í sumar og þvi mun heimþráin væntanlega ekki plaga hann jafn mikið. Líkleg- ast er að hann geti snúið heim strax eftir riðlakeppnina og farið að renna fyrir lax og silung. Charlton getur sjálfum sér um kennt hve góðum árangri [rar hafa náð. Hann tók við liðinu árið 1986 og þá hafði þaó aldrei komist í úrslita- keppni HM og ekki heldur í úrslita- keppni Evrópumótsins. Hann kom liðinu í síðartöldu keppnína 1988 og í sumar leikur það í annað sinn í röð í úrslitum HM. Með Irum í riðli eru lið Ítalíu, Mexíkó og Noregs og fæstir búast við að þeir ríði feitum hesti frá þeim viður- eignum.O Deila Alþjóðaknattspyrnusam- bandsins, FIFA, og grískra stjórn- valda heldur áfram og því er enn óvíst hvort það verða Grikkir eða íslendingar sem keppa í D-riðli úr- slita heimsmeistarakeppninnar í sumar í Bandaríkjunum. Deilan snýst um það hvort stjórnmál og íþróttir eigi einhverja samleið, en grisk stjórnvöld undir stjórn sósíalista vilja ná völdum í stjórn griska knattspyrnusam- bandsins sem stjórnað er af hægri- sinnuðum mönnum. Sepp Blatter, hjá FIFA, hefur hótað Grikkjum að þeir fái ekki að keppa í sumar og leggja þeir þunga áherslu á alvarleika málsins. D-rið- illinn er skipaður Argentínumönn- um, Búlgörum og Nígeríumönnum ásamt Grikkjum og er þetta afar sterkur riðill með stjörnum eins og Maradona hjá Argentínumönnum og Stoichkov hjá Búlgörum. Islendingar blandast inn í þessa umræðu sökum þess að í undan- keppninni vorum við í riðli með Grikkjum. Tvær efstu þjóðirnar í riðlinum, Rússar og Grikkir, kom- ust áfram en við íslendingar urðum í þriðja sæti. Fari svo að Grikkjum verði vísað úr keppni eru það því íslendingar sem sjálfkrafa taka sæti þeirra. Geir Þorsteinsson, starfsmað- ur KSl, segir knattspyrnuyfirvöld aðeins vera áhorfendur í þessu máli. „Þetta er ekkert í okkar höndum og við höfum ekkert um málið að segja. FIFA er greinilega alvara með þessari hótun sinni og þess vegna tökum við þetta inn í umræðuna." Verður ekkert erfitt að raska öllu Islandsmótinu vegna þessa? „Það verður kannski ekkert auð- velt en auðvitað er Ijóst að menn myndu leggja mikið á sig til að fá þetta tækifæri. Maður er auðvitað búinn að setja þetta svolítið niður fyrir sig og ef við gefúm okkur að við komumst ekki upp úr riðla- keppninni er þetta aðeins rúmlega tveggja vikna hvíld og það skiptir ekki öllu máli.“ FIFA hefur ekki mikinn tíma til að fjalla um þetta mál. Stutt er í heimsmeistarakeppnina og lítill tími til stefnu, þannig að frétta af málinu er að vænta á næstunni. © Að rétta skútuna af Rally- kmssið I EINTAKI var í síðustu viku fróð- leg grein um knattspyrnufélagið Víking undir fyrirsögn á forsíðu; „Ris og fall Víkinga - eða hvernig á að eyðileggja félag.“ Vegna þessa nokkur orð. Víking- ur hefúr undanfarin misseri siglt krappan sjó og gengi félagsins í knattspyrnu var afleitt á síðastliðnu sumri þegar Víkingur féll í 2. deild, aðeins tveimur árum eftir að hafa hampað Islandstitli. Af fyrirsögn á forsíðu EINTAKS mátti ráða að forystumenn Víkings hefðu eyðilagt félagið. Slíkt er auð- vitað fjarri sanni og rétt að rifja upp atburðarásina, lesendum EINTAKS til glöggvunar. A haustdögum 1992 var ljóst að fjárhagur knattspyrnudeildar var mjög erfiður, - réttar væri að segja hruninn. Skuldir höfðu hrannast upp án þess að gripið hefði verið í taumana, - námu á þriðja tug millj- óna króna. Þá þegar var hafist handa um að ráðast á þann garð sem nánast virtist óyflrstíganlegur. Frammi fyrir þessu stóð ný stjórn knattspyrnudeildar. Og auðvitað varð að skera niður kostnað sem er eina raunhæfa leiðin til þess að taka á vandanum. Segl voru rifúð í rekstri deildar, Hallur Hallsson formaður Víkings, skrifar. starfsmanni sagt upp og leikmenn tóku á sig byrðar. Þá sneri stjórnin sér til þjálfarans, Loga Ólafssonar, um launalækkun. Hann sættist ekki á það, því miður, og leiðir skildu. Vík varð milli vina, deilur risu. önnur félög höfðu pata af erfið- leikum Víkings og báru í víurnar fyrir leikmenn. I þessum erfiðleikum Víkings kusu margir að fara, því miður. Og félagið féll í 2. deild. Stjórnarmenn í knattspyrnudeild voru í erfiðri stöðu og vissulega voru gerð mis- tök. Þeir voru með bakið upp við vegg, en stóru mistökin voru skuldasöfnun án þess að gripið væri í taumana. Frá sjónarhóli aðalstjórnar Vík- ings var málið í raum einfalt. Það varð að skera niður kostnað og ná tökum á fjármálum deildarinnar. Félagið hafði nýlega flutt úr koti í höll; frá Hæðargarði í Víkina í Fossvogi. Reist mannvirki, - íþróttahús og félagsaðstöðu að verðmæti um 300 milljónir króna. Það kom ekki til greina að fórna þeim ávinningi. Að missa félagið út í skuldir og eignir á uppboð. Því var gripið til harðra aðgerða. Það varð að gera. Þetta var ábyrg afstaða. Auðvitað er það fráleitt, eins og haldið er fram í grein EINTAKS að málið hafi snúist um „nokkur hundruð þúsund krónur“. Það er fjarri sanni. Það var verið að spara milljónir og Logamálið var einung- is liður í heildarlausn. Lárus Guð- mundsson, sá mæti Víkingur, kom félaginu til aðstoðar með því að verða ódýrasti þjálfari í sögu 1. deildar og í raum greiða með sér. Því miður gekk dæmið ekki upp hjá Lárusi, enda starfaði hann við mjög erfiðar aðstæður. En það var ekki einungis knatt- spyrnudeild sem lenti í erfiðleikum. Það kreppti að í fjármálum hand- knattleiksdeildar. I vetur tók aðal- stjórn að sér að vinna félagið út úr þessum fjárhagserfiðleikum og stjórnarmenn beggja deilda ein- beittu sér að hinu félagslega starfi. Víkingur var í hafvillum og skút- an hriplek og félagið sigldi krappan sjó. En nú sér til lands og skútan að rétta af. Aðalstjórn hefur tekist að ná utan um fjármál beggja deilda og greitt niður 70 prósent af tug- milljóna skuldum. Það hefur kost- að mikla vinnu og margir lánar- drottnar sýnt félaginu skilning og það ber að þakka. Framtíð félagsins er björt, enda er Víkingur að byggja upp eitt glæsilegasta félagssvæði landsins og rétt að árétta að skuldir deildanna eru ekki vegna byggingar íþrótta- húss heldur lentu tvær stærstu deildirnar í rekstrarerfiðleikum. Slíkt er ekki einsdæmi í Víkingi; raunar hafa öll stærri félögin í Reykjavík - KR, Valur, og Fram lent í miklum fjárhagserfiðleikum með einstaka deildir. Ekkert stóru félag- anna er undanskilið. Nú er mikil gróska í öllu starfi Víkings - ekki síst kanttspyrnunni. Víkingar vinna að uppbyggingu meistaraflokks. Það tekur tíma, en framtíðin er björt. Og í handknatt- leik hefur Víkingur á að skipa bestu handknattleiksmönnum landsins, konum og körlum. Því er fráleitt að stilla hlutunum þannig upp og spyrja; hvernig eyðileggja eigi félag. Það er þvert á móti. Víkingur hefúr langleiðina unnið sig út úr fjárhagserfiðleikum. Mannvirkin - upbyggingin er félagið fór úr koti í höll hefur verið treyst í sessi. Nú þurfa Víkingar ekki að óttast lög- fræðinga úti í bæ og jafnvel gjald- þrot. Eða að fólk flæmist úr starfi fyrir félagið vegna þess að allur tími fari í betl út um allan bæ og sjái vart högg á vatni. Víkingar geta einbeitt sér að starfmu — að því að byggja upp heilbrigða æsku samfélagsins til heilla. Það er þegar allt kemur til alls kjarni í starfi íþróttahreyfingar- innar. Með vinsemd og virðingu, Hallur Hallsson formaður Víkings. byijað Keppni hófst um helgina í rally-krossi á akstursiþrótta- vellinum við Hafnarfjörð. Hart var barist eins og venjulega en að þessu sinni setti veðrið stórt strik í reikninginn og rigningin og blaut brautin gerði það að verkum að lítið sást út um bílrúðurnar og nokkuð var um gangtruflanir. í rallykrossflokki varð Guð- mundur Fr. Pálsson hlut- skarpastur, Högni Gunnars- son varð annar og Elías Pét- ursson varð i þriðja sæti. í krónuflokki sigraði Rúnar Ólafsson, Sigmundur Guðna- son varð annar og þriðji Kristján Barðason. I opnum flokki sigraði Hjálm- ar Hlöðversson en sú keppni gildir ekki til íslandsmeistara- stiga sökum fámennis. 0 26]~ ‘>port\ ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ1994 -fr

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.