Eintak

Eksemplar

Eintak - 15.08.1994, Side 2

Eintak - 15.08.1994, Side 2
Reykjavíkurhöfn krefst svara við fyrirspurn um styrkveitingar „ViUum að skipasmíða- stöðvar í samkeppni shji við sama borð,“ segirlnga Jóna Þórðardóttir í hafnarstjóm. Stjórn Reykjavíkurhafnar gagn- rýnir undirbúning framkvæmda við Akureyrarhöfn og Helguvíkur- höfn og segir það ámælisvert að ekki hafi farið fram arðsemismat við þennan undirbúning, eins og þó er kveðið á um í nýjurn hafna- Inga Jóna Þórðardottir „Efákveðin fyrirtæki njóta ríkis- styrkja, á meðan önnur gera það ekki, þá erþað auðvitað mismunun. lögum. Þetta kemur fram í fréttatil- kynningu sem hafnarstjórnin sendi frá sér eftir fund sem haldinn var 10. ágúst síðastliðinn. Bent er á að þó að undirbúningur sé hafmn vegna framkvæmda við flotkví á Akureyri og fjölnotahöfn í Helgu- vík, séu þessar framkvæmdir ekki á svokallaðri framkvæmdaáætlun og ekki iiggi íyrir samþykkt Alþingis um það, hvort eða hvenær megi vænta fjárveitinga. „Eftir að nýju hafnalögin voru samþykkt á Alþingi, skrifaði stjórn Reykjavíkurhafnar bréf til Hafnar- málastofnunar og bað um mat á styrkhæfni framkvæmda við upp- tökumannvirki sem eru fyrirhuguð við Reykjavíkurhöfn," segir Inga Jóna Þórðardóttir sem er fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í stjórn Reykja- víkurhafnar. „I lögunum er það ný- mæli að nú má styrkja upptöku- mannvirki og meðal íyrirhugaðra framkvæmda í Reykjavíkurhöfn er flotkví. En á meðan hafnir annars staðar á landinu, m.a. á Akureyri, virðast vera búnar að fá grænt ljós á svipaðar framkvæmdir, hefur ekk- ert svar borist við fýrirspurn okkar. Við viljum einfaldlega ítreka fyrir- spurn okkar til Hafnarmálastofn- Norðmenn hreinsuðu Sval- barðasvæðið af íslendingum: Engin ákvörðun segir Krístján Ragnarsson fonmaðurLÍU um hvort útgerðamienn sameinist um að senda eitt skip á Svalbarðasvæðið til að láta reyna á réttarstöðu íslendinga. „Engin ákvörðun hefur verið tekin um það hvort við munum sameinast um að senda skip á Svalbarðasvæðið," segir Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ. I kjölfar hertra reglna Norðmanna um Svalbarðasvæðið sem settar voru á föstudaginn hefur verið rætt um að útgerðarmenn sam- einist um að senda skip á svæðið og láti reyna á viðbrögð Norð- manna. Kristján segir að ekki hafi verið rætt um þetta á formlegum grundvelli og vill ekki iáta uppi um persónulega afstöðu sína í málinu. Öll skipin sem voru við veiðar á Svalbarðasvæðinu er farin þaðan. Flest þeirra eða um tuttugu skip fóru í Smuguna. Þar voru nokkur íslensk skip fyrir enda fæst þar góður afli. Um þrjú skip eru hald- in heim á leið. „Þeim skipum fer ört fjölgandi sem eru komin með fullfermi og á leiðinni heim,“ seg- ir Kristján. Ekki er búið að taka saman hversu mikið Islendingar hafa veitt á Svalbarðamiðunum enda hefur ekki verið greint á milli Svalbarða og Smugunnar. Sam- kvæmt heimildum EINTAKS hafa Islendingar þó varla veitt yfir þúsund tonn af þorski en ef til vill Kristján Ragnarsson FORMADUR LÍÚ „Öll íslensk skip hafa farið af Svalbarðasvæðinu, flest þeirra í Smuguna þar sem veiðist vel nú. Þeim fer nú ört fjölgandi sem koma heim með fullfermi. “ nokkur hundruð. Fullyrðingar þess efnis að íslendingar væru að „hreinsa miðin við Svalabarða“ sem haldið hefur verið fram í norskum fjölmiðlum eru því úr lausu lofti gripnar því heildar- þorskkvótinn við Svalbarða er 700 þúsund tonn. Til samanburðar má geta þess að á yfirstandandi vertíð er búist við að veitt verði um 200 þúsund tonn á ísland- smiðum. O unar með þessari tilkynningu.“ Inga Jóna segir það ljóst að þess- ar fyrirhuguðu framkvæmdir, meðal annars við flotkví á Akureyri og fjölnotahöfn í Helguvík, breyti samkeppnisstöðu fyrirtækja í skipaiðnaðinum. „Við getum til dæmis tekið Stálsmiðjuna, sem þarf sjálf að endurbæta sín upptöku- mannvirki, á meðan sams konar eða svipaður upptökubúnaður annars staðar er ríkisstyrktur. Hér í Reykjavík eru fyrirtæki að berjast í samkeppni á þessu sviði, og við krefjumst þess auðvitað að þau sitji við sama borð og önnur fyrirtæki í þessari grein. Ef ákveðin fyrirtæki njóta ríkisstyrkja, á meðan önnur gera það ekki, þá er það auðvitað mismunun,“ segir Inga Jóna Þórð- ardóttir. 0 Kvikmyndahátíðin í Lucarno Engin verðlaun til Bíódaga Bíódagar, mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, vann ekki til verð- launa á kvikmyndahátíðinni í Luc- arno í Sviss. Myndin sem sigraði var frá íran. Ekki náðist í Friðrik, en Karl Pétur Jónsson blaðafulltrúi myndarinnar segir hann hafa verið óánægðan með að leikstjórinn Pet- er Bogdanovich hætti við að vera formaður dómnefndar. Hann gerði myndina Last Picture Show og eru myndir hans afar hefðbundnar og ekki ósvipaðar myndum Friðriks. í stað hans settist Chantal Akerman í formannsembættið en hann er einn framúrstefnumanna í kvik- myndalistinni. Karl Pétur segir aðstandendur myndarinnar ekki hafa valið ranga hátíð þrátt fyrir að hún hafi ekki komist á blað en valið stóð á milli hátíðarinnar í Lucarno og hátíðar í Feneyjum en þangað var farið með Börn náttúrunnar á sínum tíma. © Miðbærinn Biðraðir lengjast við pöbba Langar biðraðir hafa verið áber- andi fýrir framan vínveitingahúsin í miðbænum undanfarnar helgar. Staðirnir sem þar er helst um að ræða eru Café List við Klapparstíg, Kofi Tómasar frænda við Laugaveg, - Kaffibarinn við Bergstaðarstræti og Sólon Islandus á horni Ingólfstræt- is og Bankastrætis. Árni Vigfússon aðalvarðstjóri telur ástæðuna fýrir biðröðunum þá að fólk fer of seint heiman að frá sér. „Einhverju sinni varð fólk að vera mætt á staðina kl. 23:30 svo V það kæmist yfirhöfuð inn en nú er það varla mætt fyrr en um kl. 00:30,“ segir Árni. „Ég tók eftir því um síðustu helgi að þrátt fyrir að klukkan væri 02:30 og aðeins hálf- tími í lokun biðu fleiri tugir fólks eftir því að komast inn í Þjóðleik- húskjallarann." Árni segir hátt áfengisverð á vín- veitingahúsum eflaust hafa áhrif á hvað fólk fer seint út að skemmta sér því það kjósi heldur að drekka heima hjá sér áður en það heldur út á lífið. © Lögreglan Telur hvarf VSalgeirs ekki af mannavöldum Málið erþví meðhöndlað eins og hvert annað mannshvarf þrátt fyrir að ítrekaðar ábendingar hafi komið fram um að Valgeir hafi fengið morðhótanir áður en hann hvarf. „Lögreglan í Reykjavík heldur uppi eftirgrennslan eftir mannin- um. Það er ekki í gangi rannsókn hjá okkur þar sem ekki hafa komið fram áreiðanlegar ábendingar í þá veru að einhver beri ábyrgð á hvarfí hans með glæpsamlegum hætti,“ segir Jón H. Snorrason hjá Rann- sóknarlögreglu ríkisins um hvar á vegi rannsókn lögreglunnar á hvarfi Valgeirs Víðissonar, sem hvarf fyrir tæplega tveimur mánuð- um, er stödd. „Við fylgjumst mjög náið með rannsókn Reykjavíkur- lögreglunnar, það er mjög góð samvinna okkar á milli í þessu máli og við munum taka yfir rannsókn- ina ef rökstuddar grunsemdir um glæp koma fram.“ Valgeir sást síðast þann 19. júní síðastliðinn, síðan hefur ekkert til hans spurst. Ættingjar Valgeirs sögðust í samtali við EINTAK vera orðnir vonlitlir um að sjá hann aft- ur og segja að hann væri örugglega búinn að hafa samband ef það væri í lagi með hann. Valgeir hefur komið við sögu í nokkrum fíkniefnamálum og fljót- lega eftir að hans var saknað fór af stað mjög sterkur orðrómur um að hvarf hans tengdist viðskiptum með fíkniefni. Eins og EINTAK hefur áður sagt frá, hafði Valgeir fengið ítrekaðar morðhótanir áður en hann hvarf en samkvæmt heim- ildum blaðsins fór hann daginn sem síðast sást til hans til fundar við þá sem höfðu hótað honum í þeim erindagjörðum að reyna að jafna ágreininginn. Vinir og kunn- ingar Valgeirs sem þekkja til í und- irheimum Reykjavíkur eru þess fullvissir að sá fundur hafi farið úr böndunum og að Valgeir muni ekki finnast á lífi. Lögreglan hefur staðfest að hún hafi fengið ábend- ingar um þetta og að nokkrir aðilar hafi verið yfirheyrðir. Jón H. Snorrason hjá RLR segir hins vegar að enginn sé grunaður og að rann- sóknin sé enn á því stigi að talið er að hvarf Valgeirs sé ekki af manna- völdum. Heimildamenn EINTAKS í fíkniefnaheiminu eru mjög áhyggjufullir yfir því hve lögreglan virðist taka létt á málinu og segja að ef hvarf Valgeirs verði ekki upplýst innan tíðar geti farið svo að harkan í fíkniefnaviðskiptum muni stór- aukast og menn talið sig komast upp með mun meira ofbeldi en áð- ur. Vitað er hvaða fólk hótaði Val- geiri, en það er ákveðið par hér í bæ og samkvæmt heimildum EIN- TAKS eru þau að fara á næstu dög- um til Tælands til langdvalar. 2 MÁNUDAGUR 15. ÁGÚST 1994

x

Eintak

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.