Eintak

Tölublað

Eintak - 15.08.1994, Blaðsíða 6

Eintak - 15.08.1994, Blaðsíða 6
-EIIMTAK Gefið út af Nokkrum íslendingum hf. Ritstjóri: Framkvæmdastjóri: Auglýsingastjóri: Dreifingastjóri: Gunnar Smári Egilsson Árni Etenediktsson Örn ísleifsson Pétur Gíslason HÖFUNDAR EFNIS í ÞESSU BLAÐI Alda Lóa Leifsdóttir, Andrés Magnússon, Björn Malmquist, Björn Ingi Hrafnsson, Bonni, Elías Georgsson, Gauti Bergþóruson Eggertsson, Geröur Kristný, Glúmur Baldvínsson, Jói Dungal, Jón Óskar Hafsteinsson, Jón Kaldai, Loftur Atli Eiríksson, Ragnhildur Vigfúsdóttir, Ragnar Óskarsson Tindur Hafsteinsson, Steingrímur Eyfjörð Kristmundsson, Sævar Hreiðarsson og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson. Setning og umbrot: Fiimuvinnsla og prentun: Nokkrir Islendingar hf. Prentsmiðjan Oddi. Verð í lausasölu kr. 195. Áskriftarverð kr. 1.200 á mánuði fyrir tvö blöð í viku. Þeir sem greiða með greiðslukorti fá 10 prósent afslátt. Einmennings- kjördœmi Kjördæmamálið er enn eina ferðina að komast í brennidepil og þó fyrr hefði verið. Allar götur frá því íslenskur almenningur fékk að velja sér full- trúa á Alþingi hefur þjóðin verið dregin í dilka eftir því hvar á landinu það býr. Henni hefur verið skipt niður í mismerkilegt fólk eftir þeirri þumal- fingursreglu að fólk í þéttbýli sé lélegra en fólk í sveit og eigi þess vegna að búa við skertan kosningarétt. Eða þannig hikuðu að minnsta kosti ekki fýr- irbæri á borð við Jónas frá Hriflu við að setja málin fram þegar þeir vörðu kjördæmaskipunina. Óréttlætið hefur vitaskuld verið mismikið eins og þegar rúmur þing- meirihluti hafði þriðjung þjóðarinnar á bak við sig. Alþingi hefur neyðst til þess að laga kerfið öðru hverju þegar óréttlætið hefur verið orðið slíkt að þingmönnum var vart vært á götum Reykjavíkur. Þær breytingar hafa hins vegar ávallt verið í sem minnstum skrefum tii þess að atvinnuöryggi þing- manna væri ekki um of stefnt í hættu. Þessar smáskammtalækningar hafa líka fyrst og fremst mótast af hags- munum flokkanna, þannig að þingstyrkur stjórnmálaflokkanna endur- spegli heildarfýlgi þeirra. Alþýðubandalagið fékk til dæmis níu þingmenn í síðustu kosningum, sem er í ágætu samræmi við heildarfylgi þeirra. 12.700 atkvæða þeirra komu úr Reykjavík eða Reykjaneskjördæmi, en tæp 10.000 annars staðar af landinu. Samt sem áður eru sex þingmanna flokksins utan af landi, en aðeins þrír úr Reykjavík! Þetta þýðir í raun að landsbyggðar- menn sitja í sætum borgarbúa. Nánar tiltekið eru það þeir Eggert Haukdal, Egill Jónsson, Einar K. Guðfinnsson, Guðjón Guðmundsson, Gunnlaugur Stefánsson, Jón Kristjánsson, Kristinn H. Gunnarsson, Ólafur Þ. Þórðar- son, Ragnar Arnalds, Sighvatur Björgvinsson, Stefán Guðmundsson og Vilhjálmur Egilsson, sem sitja í annarra manna sætum á þingi. Það er þó ekki beinlínis þetta óréttlæti, sem mönnum svíður sárast, þó ekki væri nema vegna þess að það eru aðeins einstaka stærðfræðiséní, sem skilja kosningareglurnar. En mönnum blöskrar að Vestfirðingur geti haft áttfalt atkvæðavægi á við íbúa suðvesturhornsins. Óréttlætið er svo hróp- legt að jafnvel ungir framsóknarmenn álykta gegn því. En hvað er tii ráða? Tvær meginlausnir eru nefndar. Annars vegar að gera landið allt að einu kjördæmi og hins vegar að því sé skipt upp í ein- menningskjördæmi. Helsti kostur þess að gera landið að einu kjördæmi er sá að ekki þarf að gera frekari breytingar á kerfmu það sem eftir er. En ókostirnir eru líka fjölmargir. Slík breyting myndi auka líkurnar á því að smáflokkum fjölgaði á Alþingi, en um leið eykst hættan á því að Alþingi fari að svipa til Knesset í Israel, þar sem ríkisstjórnir hafa hvað eftir annað verið í gíslingu örmsárra öfgaflokka. Enn fremur myndi það festa íslendinga í viðjum núverandi stjórnmálaflokka og einnig verður líka að telja sennilegt að völd flokkseig- endafélaganna myndu aukast við uppstillingu listanna. Helsti ókostur einmenningskjördæma er sá að kerfið þarf að vera í stöð- ugri endurnýjun eftir því sem fólksfjöldi breytist og sennilegast væri einn- ig nokkuð um að færa þyrfti kjördæmamörk til. Þá er ómögulegt að algeru jafnræði milli kjördæma yrði nokkru sinni náð. En kostirnir eru miklu fleiri og þeir vega þyngra á metunum. Einmenningskjördæmi munu auka aðhald þingmanna svo um munar. j Þeir verða dæmdir af verkum sínum og geta ekki falið sig á bak við fjöld- ann. Kjósendur verða líka í mun beinna sambandi við þingmennina. Ein- menningskjördæmi gefa einnig von um að hrist verði upp í hinu staðnaða ! flokkakerfi íslands og eins og Björn Bjarnason hefur bent á gæti ný kjör- dæmaskipan leyst sameiningarvanda vinstrimanna í eitt skipti fýrir öll. j Einmenningskjördæmi bjóða heim tveggja flokka kerfi, sem myndi vafa- laust gera stjórnarfar stöðugra og efnahagslífið sömuleiðis. Það myndi einnig verða til þess að flokkar þyrftu að leggja fram alvöru stefnuskrár fýr- ir kosningar og þeir yrðu líka að standa við þær, því þá verður ekki lengur hægt að skýla sér á bak við samstarfsflokka í ríkisstjórn og pólitískar mála- miðlanir. Auðvitað er einmenningskjördæmakerfið ekki fullkomið frekar en önn- ur mannanna verk. Heimspekingurinn Karl Popper hefur meðal annars fjallað talsvert um kosningafýrirkomulag og lagðist eindregið á sveif með einmenningskjördæmum vegna þess stöðugleika, sem þeim fýlgdi. En hann minnti líka á að lýðræðisfýrirkomulagið snerist ekki um það eitt að kjósa menn til valda, heldur ekki síður um það að „koma þeim frá völdum án þess að þurfa að skjóta þá.“ Einmenningskjördæmi nrunu veita þing- j mönnum það aðhald, sem þeir þurfa, og það verður úr sögunni að flokkar, sem kjósendur refsa, geti samið sig inn í ríkisstjórn. 0 Ritstjórn og skrifstofur Vesturgötu 2, 101 Reykjavík sími 1 68 88 og fax 1 68 83. Tillögur nefndar um breytta kjördæmaskipan Landið eitt kjördæmi Tæknilega besta lausnin, segir Vú- hjálmur Þorsteins- son, kerfísfræðing- ur, sem átti sæti í nefndinni. Um það næst þó liklega ekki samstaða. Einnig tillögur um ein- menningskjör- dæmi. Nefnd sem skipuð var af forsæt- isráðherra til að gera tillögur um ýmsa valkosti í kjördæmamálinu skilaði áliti sínu nýiega. I nefndinni áttu sæti tveir menn frá hvorum stjórnarflokki. Fyrir hönd Sjálf- stæðisflokksins sátu þeir Benedikt Jóhannesson, stærðffæðingur og Eyjólfur Sveinsson, aðstoðar- maður forsætisráðherra, en fýrir hönd Alþýðuflokksins þeir Vil- hjálmur Þorsteinsson, kerfisfræð- ingur, og Eiríkur Briem, hagfræð- ingur. Nefndin velti aðallega fýrir sér þremur kostum, í fyrsta lagi að gera lagfæringar á núverandi kerfi, í öðru lagi að taka upp einmennings- kjördæmi og í þriðja lagi að gera landið að einu kjördæmi. Að sögn Vilhjálms Þorsteinsson- ar felst tillagan um breytingu á nú- verandi kjördæmaskipan annars vegar í því að þingmönnum verði fækkað um einn í hverju kjördæmi og flakkarinn tekinn burt. Með því yrði þingmönnum fækkað niður í 54 og misvægi atkvæða minnkaði úr því að vera 1 á móti 3,1 niður í 1 á móti 2,6. Hins vegar var lögð fram tillaga um það að kjördæmum verði fjölg- að í ellefu. Þrír þingmenn kæmu frá hverju kjördæmi en tuttugu yrðu landskjörnir. Þingmenn yrðu þá 53. Fmnur Ingólfsson Hann og Jóhannes Geir Svein- bjömsson lögðu fram þingsályktun- artillögu um að gera landið allt að einu kjördæmi. Reykjavík skiptist þá niður í þrjú kjördæmi og Reykjanes tvö. I þessu kerfi yrði misvægi atkvæða mest á milli Reykjaness og Vestfjarða eða 1 á móti 2,7 Vestfjörðum í vil. í þriðja lagi var uppi tillaga um að gera landið að einu kjördæmi. 1 því sambandi voru útfærsluleiðir aðallega skoðaðar. Alþýðuflokks- menn eru hrifnastir af þessari til- lögu en hún er nokkuð í anda þeirra hugmynda sem Vilmundur Gylfason heitinn hélt á lofti í upp- hafi síðasta áratugar. Vilhjálmur segir að í raun sé eng- inn ágreiningur um að sú tillaga sé tæknilega best. Hún leysi misvægi atkvæða algerlega til frambúðar og hafi ýmsa aðra kosti. Hann efast þó um að menn séu tilbúnir í svo rót- tæka breytingu, t.d. séu sjálfstæðis- menn ekki reiðubúnir að ganga svo langt. Vilhjálmur bendir á að ef ráðast er í breytingar á annað borð sé al- veg eins gott að stokka spilin upp á nýtt. Það sé ekki erfiðara en að gera breytingar á núverandi kerfi. „Það er mjög erfitt að fara að hringla með kerfið í einhverjum smá- skammtalækningum, þá er betra að fara aftur á byrjunarreit." Tillagan um að gera landið að einu kjördæmi hefur fengið stuðn- Björn Bjarnason Hann og sjálfstæðismenn hafa veríð fylgjandi þvíað taka upp ein- menningskjördæmi. ing úr ólíklegustu áttum og er því ekki einvörðungu haldið fram af Alþýðuflokknum. T.d. fluttu þeir framsóknarþingmenn, Jóhannes Geir Sveinbjörnsson og Finnur Ingólfsson þingsályktunartillögu þess efnis í vor. Einnig hafa nokkrir landsbyggðarþingmenn Aiþýðu- bandalagsins ekki verið mótfallnir slíku. Sjálfstæðismenn eru meira hrifn- ir af því að gera breytingar á núver- andi kerfi eða að taka upp ein- menningskjördæmi og hefur Björn Bjarnason m.a. haldið uppi þeirri hugmynd. Galli núverandi kjördæmaskipunar Helsti galli núverandi kjördæma- skipunar er misvægi atkvæða. Mesta misvægið er á milli atkvæða Vestfirðinga og Reykvíkinga. Þing- maður á Vestfjörðum hefur 1315 kjósendur á bak við sig og ef flakk- arinn er talinn með þá hefur hver þingmaður 1095 atkvæði á bak við sig. Reykvískir þingmenn hafa mesta fjölda atkvæða á bak við sig eða 4078. Misvægið er því 1 á móti 3,1 Vestfirðingum í hag sé flakkar- inn undanskilinn. Því hefur verið haldið fram að misvægi atkvæða sé mannréttinda- VlLMUNDUR GYLFASON Ein afþeim þreytingum sem hann lagði til á stjómkerfínu varað gera landið að einu kjördæmi. brot. Á hverju þingi síðan 1959 hafa setið þingmenn með rétt ríflega fimm hundruð atkvæði að baki sér á meðan ekki hafa náð kosningum frambjóðendur með að minnsta kosti 2200 upp i 3500 atkvæði . Ut- anþingsframbjóðendur eru með allt að fimmfalt atkvæðamagn að baki sér sem duga öðrum til að komast inn á þing. Einnig telst það til galla að möguleikar kjósenda til að hafna einstökum frambjóðendum eru nær engir. Eftir breytinguna á kosningalögunum 1987 þarf helm- ingur kjósenda framboðslista að leggjast á eitt til að ná fram breyt- ingu á röð frambjóðenda en fyrir 1959 þurfti aðeins íjögur prósent. Enn fremur þykir núverandi kerfi alltof flókið. Það var soðið saman með hrossakaupum á sínum tíma og höfðu margir þingmenn puttana í málinu. Nýlega hefur verið bent á að ein skýring á lágu hlutfalli kvenna á Al- þingi gæti verið m.a. fjöldi lítilla kjördæma þar sem flestir listar eiga aðeins möguleika á einum þing- manni, þ.e. efsta manni listans. Hlutur kvenna meðal efstu manna hefur verið rýr í gegnum tíðina og lítið batnað þó konum hafi fjölgað á framboðslistum almennt. 0 Hópur áhugamanna sem stóðu að skoðanakönnun um sam- eiginlegt framboð Ekki ýkja vísindaleg könnun Segir Helgi Hjörvar, formaður Verðandi og einn þeirra sem stóðu að könnuninni. „Það eru ekki endilega allir sem að þessu stóðu sem hafa áhuga á sameiningu flokkanna heldur fýrst og fremst sameiginlegum lista,“ segir Helgi Hjörvar formaður Verðandi sem hefur beitt sér fyrir sameiginlegu framboði vinstriafla í næstu Alþingiskosningum. Hópur manna um sameiginiegt framboð lét Skáls gera skoðanakönnun um fylgi sameiginlegs framboðs Kvennalista, Alþýðubandalags og Jóhönnu Sigurðardóttur. Þessi könnun var birt á Stöð 2 í síðustu viku og sýndi að þess konar fram- boð hlyti 43 prósent atkvæða, einu prósenti meira en Sjálfstæðisflokk- ur. „Þessi áhugi á sameiginlegum lista er aðallega vegna þess að menn sjá ekki fram á að það verði mynd- uð nema tveggja flokka ríkisstjórn. Þannig að ef framboð Kvennalista, Jóhönnu og Alþýðubandalags eiga að eiga einhverja raunhæfa mögu- leika á því að verða aðilar að ríkis- stjórn þurfa þau einfaldlega að fækka sér.“ Á Stöð 2 var sagt að „hópur áhugamanna um sameiginlegt framboð“ hefði látið Skáfs gera könnunina. Þetta er það sama og sagt var um sambærilega könnum sem gerð var af Félagsvísindastofn- un fýrir tæpu ári, þegar kannaður var stuðningur við sameiginlegt framboð vinstriflokkanna í borgar- stjórn Reykjavíkur. Almennt er tal- ið að sú könnun hafi valdið mestu um að R-listinn komst á koppinn. Helgi segir að það sé að híuta til sami hópur sem standi að þessari könnun. Samkvæmt heimildum EINTAKS mun fýrst og fremst vera um að ræða óflokksbundið fólk og félaga í Verðandi, félagi ungra Al- þýðubandalagsmanna og óflokks- bundins félagshyggjufólks. „Þetta var ekki ýkja vísindaleg könnun. Skekkjumörkin voru til- tölulega há og úrtakið lítið. Svo var hún náttúrlega einungis gerð á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Þannig að niðurstaðan er bara vísbending um einhverja möguleika en ekki hávísindaleg mæiing. Ég held hins vegar það að þetta skuli vera mögu- legt og fái þennan stuðning, hljóti að vekja athygli,“ segir Helgi. Aðspurður um hvernig slík könnun sé fjármögnuð segir Helgi að gengið sé á milli fjölmiðla og kannað hver sé tilbúinn til að bera kostnaðinn enda sé niðurstaðan fréttnæm. „Hins vegar ef niður- staðan er ekki fréttnæm fá þeir sem láta gera könnunina skellinn.“ © JÓHANNA StGURÐARDÓTTlR Útganga hennarúrAlþýðuflokknum hefur hleyþt nýju ttfí íhugmyndir vinstri manna um sameiginlegt framþoð ínæstu þingkosningum. 6 MÁNUDAGUR 15. ÁGÚST 1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.