Eintak

Útgáva

Eintak - 15.08.1994, Síða 12

Eintak - 15.08.1994, Síða 12
Svalbarðadeilan er að verða snarpasta utanríkisdeila íslendinga síðan íslensku varðskipin voru að hrella breska togara á íslandsmiðum 1975. Nú er það hins vegar norska strandgæslar sem níðist á íslenskum togurum. Skeytasendingarnar ganga á milli ráðamanna þjóðanna og almenningur fylgist spenntur með. Gauti B. Eggertsson rekur helstu atriði þessarar makalausu deilu. Samkvæmt nýrri reglugerð Norðmanna er nær öllum ríkjum Evmpu heimilaður aðgangur að Svalbarða, nema íslandi. (12 ESB-lönd\ Færeyjar, Grænland, Pólland og Rússland.) Q I ö íslenska þjóðin hefur staðið á önd- inni undanfarna daga vegna Sval- barðadeilunnar vð Noreg. Hún er orðin langharðasta utanríkisdeila Is- lendinga síðan þorskastríðin miklu voru háð. Staðan er orðin það alvar- leg að utanríkisráðherra Isiands hef- ur gefið það í skyn að kalla sendi- herrann í Noregi, Eið Guðnason, heim harðni deilan meira. Með öðr- um orðum eru stjórnmálasamskipti ríkjanna komin á mjög viðkvæmt stig. Norskir ráðamenn kalla Islend- inga þjófa og sjóræningja og íslensk- ir ráðamenn segja að Norðmenn stundi fallbyssu-pólitík. Ekki þarf mikið til að upp úr sjóði. Það er ákaflega margt sem verður til að flækja þessa deilu og gera hana furðulega. Það einfaldar til dæmis ekki málið að Svalbarðasamningur- inn svokallaði sem verið er að deila um var gerður löngu áður en nokk- ur fiskverndunarsjónarmið höfðu skotið upp koliinum eða kvótakerfi. Og það verður að teljast allfurðulegt og jafnvel kaldhæðnislegt að helsta vopn Islendinga í deilunni sé hótun um að stefna málinu til Alþjóða- dómstólsins í Haag. íslendingar hafa aldrei viðurkennt lögsögu Alþjóða- dómstólsins í Haag og mættu ekki fyrir hann í eina máli sínu þar 1973. Norðmenn eru að fara í þjóðarat- kvæðagreiðslu um ESB í haust og ríkisstjórninni er mikið í mun að kaupa sér vinsældir sjómanna með að því er virðist öllum tiltækum ráð- um, því andstaðan er mest við ESB meðal sjómanna. Hvaða Svalbarði er þetta? Svalbarði er eyjaklasi sem liggur í N-tshafi. Kunnugir segja að lands- lagið sé ekki ósvipað og á íslandi, það eru engir skógar heldur einung- is móar og melar. Svalbarði er með öðrum orðum frekar óhrjárlegur staður. Árið 1920 bjó enginn á Svalbarða nema nokkrir sovéskir -og norskir kolanámumenn. Svalbarðj var einskis manns land og deildar mein- ingar voru um hver færi með yfir- ráð. Voru það aðallega Norðmenn og Rússar sem deildu. Til að ieysa þetta var svokallaður Svalbarða- samningur gerður. Fjörutíu lönd skrifuðu undir hann en ísland var ekki meðal þeirra. I honum kemur fram að allar aðildarþjóðir samn- ingsins eigi jafnan rétt til veiða í landi og sjó en Norðmönnum var falið framkvæmdarvald á svæðinu. Rétt er að hafa í huga að samning- urinn var gerður 1920. Þá tíðkaðist ekki 200 mílna landhelgi líkt og nú. I Svalbarðasamningnum er því aðeins gert ráð fyrir fjögurra mílna land- helgi. Hið mikla sjóflæmi utan land- helginnar var alþjóðlegt hafsvæði sem hver sem er gat stundað veiðar á. Eftir því sem árin liðu breyttust hins vegar viðhorf manna til land- helgi og fiskverndunar. Gegndu ís- lendingar forystuhlutverki í að móta viðhorf manna til landhelgismála og skemmst er að minnast þess þegar við færðum landhelgina í 200 mílur 1975. I kjölfarið fylgdu flest strand- ríki heimsins. Þegar kom að Svalbarða vandað- ist aftur málið. Enginn fór með full- kominn fullveldisrétt á eyjunni og því hæpið að færa út landhelgi á svipuðum forsendum og annars staðar. Árið 1977 gripu Norðmenn til þess ráðs að lýsa yfir 200 mílna „verndarsvæði“ umhverfis Sval- barða. Hugtakið „verndarsvæði“ var raunar algjörlega nýtt og hefur aldr- ei verið viðurkennt í alþjóðarétti. Margar hinna þrjátíu og níu aðildar- þjóða Svalbarðasamningsins mót- mæltu þessari gjörð Norðmanna og hefur enginn þeirra viðurkennt „verndarsvæðið" nema Finnar. Norðmenn stóðu hins vegar fast á ákvörðun sinni og er nú svo komið að flestar þjóðanna hafa samþykkt yfírráð þeirra í reynd með því að semja við þá um kvóta. Lagalegur réttur Norðmanna er samt sem áður mjög loðinn sem fyrr. Miklir hagsmunir Við Svalbarða eru mjög gjöful fiskimið. Þar er til að mynda sá þorskstofn sem er talinn í besta ásig- komulagi í heiminum. Það má fyrst og fremst skýra með árangursríkri fiskveiðistjórnun Norðmanna á svæðinu. I ár stendur til að veiða 700 þúsund tonn af þorski á Svalbarða sem er tvöfalt stærri kvóti en í fyrra. Til samanburðar má nefna að Is- lendingar hafa verið að veiða í kringum 200 þúsund tonn af þorski á ári í íslenskri landhelgi. Kvótinn skiptist þannig að fjögur prósent eða 28 þúsund tonn fara til Færeyja, Póllands og Evrópusam- bandsþjóðanna 12 (það eru líklega Þjóðverjar, Englendingar, Spánverj- ar og Portúgalar sem nýta kvótann.) Afgangurinn eða 672 þúsund tonn skiptast á milli Norðmanna og Rússa. Norðmenn veiða því umtals- vert meira af þorski við Svalbarða en Islendingar veiða á öllum ísland- smiðum samanlagt. Hér er því um mikla hagsmuni að tefla. íslendingar gerðust aðilar ao Svalbarða- samkomulaginu á þessu ári tslendingar hafa aldrei haft mik- inn áhuga á því að veiða við Sval- barða, þangað til á allra síðustu ár- um. Að vísu hefur eitt og eitt skip ranglað á Svalbarðasvæðið af og til en engin alvöru sókn hefur verið stunduð á þessu svæði. Fiskimiðin við ísland hafa einfaldlega verið nægilegt viðfangsefni fyrir íslenska sjómenn. Nú þegar þegar þorsk- stofninn er hruninn hafa Islending- ar aftur á móti farið að leita á ný mið. I fyrra byrjuðu íslendingar að stunda Smuguveiðar af krafti og Svalbarðasvæðið komst fljótt inn á kortið. Af þessum sökum lýsti ríkis- stjórn íslands okkur aðila að Sval- barðasamningnum í maí, 74 árum eftir að hann var gerður. Vildu þau með þessu fá aðgang að Svalbarða- miðunum á grunni jafnréttisregl- unnar en sem áður segir var ákvæði um það í Svalbarðasamningnum frá 1920 að öll samningsríki eigi jafnan rétt á veiðum til lands og sjós. Jafnræðisákvæðið var hins vegar sett þegar það var aðeins fjögurra mílna landhelgi um Svalbarða og hafa Norðmenn þybbast við að við- urkenna að reglan gildi um 200 mílna „verndarsvæðið“ frá 1977. Einnig leggja þeir annan skilning í janfnræðisákvæðið svokallaða. Rétt er að hafa í huga að þegar samningurinn var gerður 1920 voru fiskverndurnarsjónarmið ekki farin að skjóta upp kollinum. Með öðrum orðum var samningurinn gerður íyrir daga kvótanna. Norðmönnum finnst þess vegna hæpið að leggja þann skilning í jafnræðisákvæðið að það þýði að Japanir, sem eru aðilar að samkomulaginu, fái jafn mikinn kvóta og þeir á Svalbarðasvæðinu. Japanir hafa aldrei veitt við Sval- barða og búa þar að auki hinum megin á hnettinum. Ef skilningur ís- lendinga yrði lagður í samninginn fengi hver þjóð Svalbarðasamkomu- lagsins 2,5 prósent hluta af heildar- kvóta. Norðmenn telja að í því felist ekkert jafnrétti því þá sé ekki tekið tillit til þess að sumar þjóðir hafi veitt þarna í tugi ára og byggi af- komu sína á veiðum á svæðinu. Norðmenn nota því svokallaðan „hefðarétt“ sem helstu rök sín í mál- inu. Þess verður að geta að „hefða- réttur" er mjög umdeilt hugtak í þjóðarrétti og segja sumir þjóðrétt- arfræðingar að það sé einskis virði. íslendingar hafa ekki viðurkennt lögsögu Al- þjódadómstóísins í Haag Nýverið lét íslenska ríkisstjórnin vinna fyrir sig lögfræðilega álitsgerð um Svalbarðadeiluna af virtum breskum sérfræðingi í alþjóðalög- um. Samkvæmt heimildum blaðsins kemur fram í þessari skýrslu að höf- undurinn telji að Norðmenn séu á mjög veikum lagalegum grunni. Þessi veika lagalega staða Norð- manna lýsir sér til dæmis í því að Svalbarða var að hluta til haldið ut- an við aðildarsamning Noregs að ESB, vegna lagalegrar óvissu. Á hinn bóginn kemur einnig fram í áliti sérfræðingsins breska að Is- lendingar eru ekki í neinni drauma- stöðu á Svalbarða og ekkert sjálfgef- ið um rétt þeirra til veiða á svæðinu. Það er því alls endis óvíst hver nið- urstaðan verður ef málið fer fyrir dómstólinn í Haag. Islendingar yrðu óneitanlega í dá- lítið sérkennilegri stöðu ef þeir færu með málið fyrir Alþjóðadómstólinn í Haag. Þeir mættu nefnilega ekki fyrir dómstólinn í eina máli sínu þar 1973. Þá höfðu Bretar og Þjóðverjar stefnt landinu þangað eftir útfærslu langhelginnar í 50 mílur 1972. Það var ekki aðeins að Islendingar hefðu ekki mætt heldur hundsuðu þeir niðurstöðu dómsins algerlega en hann var Þjóðverjum og Bretum í vil. Ekki er þó talið að þetta hafi áhrif á málsmeðferðina fýrir dómn- um nú vísi Islendingar málinu til Haag. Haglabyssuskotið hleypti málinu upp Deilan um Svalbarða hefur harðnað gífurlega mikið á undan- förnum dögum í kjölfar þess að norska ríkisstjórnin samþykkti nýja reglugerð um Svalbarðasvæðið. I henni er skerpt á lögunum frá 1977 um „verndarsvæði" í kringum Sval- barða og tekið sérstaklega fram 12 MÁNUDAGUR 15. ÁGÚST 1994 Jón Baldvin Hannibals- SON UTANRÍKISRÁÐHERRA Norskir Ijölmiðlar hafa verið fullir af fréttum um að utannTdsnáðherra hafi hótað að kalla Eið Guðnason sendiherra heim. Hann hefursagt þetta á misskilningi byggt en ef deilan harðni mikið sé það ekki úti- lokað. Gro Harlem Brundtland FORSÆTISRÁÐHERRA Noregs Segirað íslendingarfái engan kvóta með frekju ogyfirgangi. Hún segirað það sé ólýðandi að ís- lendingarafli sérkvóta með of- beldi ílögsögu annarra þegarþeir væru búnirað eyða eigin þorsk- stofni. DavIð Oddsson FORSÆTISRÁÐHERRA Heldur því fram að aukin harka Norðmanna sé ítengslum við yfir- vofandi þjóaratkvæðagreiðslu um ESB íNoregi. Hann segirað norska nkisstjómin sé að reyna að hylmayfirlélegan sjávarútvegs- samning. Þorsteinn Pálsson SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA Segist vera að skoða það að senda varðskip við Svalbarða tilað tryggja öryggi íslenskra sjómanna verði þeir fyrir einhverjum áföllum. Norsk blöð túlka það á þann veg að „íslendingar búist við blóðbaði við Svalbarða. “ hverjir mega veiða innan „vernd- arsvæðisins." Þar á meðal eru allar Evrópusambandsþjóðirnar 12, Rússar, Pólland, Grænland og Færeyjar. íslands var hvergi getið. Jafnframt kemur fram að ef ein- hver skip frá öðrum en framan- greindum löndum reyna veiðar in- ná verndarsvæðinu yrði farið með þau líkt og landhelgisbrjóta í norskri landhelgi, það er veiðar- færi og afli gerður upptækur. Þessi reglugerð kemur að mörgu leyti dálítið ankannalega út fyrir norsku ríkisstjórnina. I henni kemur nefnilega skýrt fram að Norðmenn hafa í rauninni verið að útiloka íslendinga, eina mestu fiskveiðiþjóð á Norður-Atlantshafi frá veiðum við Svalbarða, en jafn- framt veita ólíklegustu þjóðum víðs vegar í Evrópu fiskveiðirétt- indi. Þetta lá að vísu alltaf fyrir, en margir Norðmenn höfðu ekki gert sér grein fyrir því að það væru miklu fleiri en Norðmenn sem hefðu rétt til að veiða við Sval- barða. Enda virðist fylgjendum samninga við ísland fara sífellt íjölgandi í Noregi. Ekki þarf annað en að lesa leiðara blaðanna til þess. Þau mæla vel flest með samninga- viðræðum. Tónninn er nú mun gagnrýnni í garð norskra yfirvalda en þegar veiðarfærin voru klippt aftan úr íslensku togurunum við Svalbarða fýrr í sumar. Þá gripu al- menn fagnaðarlæti um sig í norsku pressunni. Haglabyssuskot eins skipsverja Hágangs var líklega litla þúfan sem velti þungu hlassi. I kjölfar þess tók norska strandgæslan skipið til hafnar í Noregi. I Noregi afhjúpað- ist hins vegar í hvers konar klúðri lagaleg staða Noregs hefur verið. Norðmenn gátu ekki stefnt íslend- ingum fýrir ólöglegar veiðar held- ur einungis fyrir ofbeldi gagnvart strandgæslunni. I kjölfarið slógu fjölmiðlar í Noregi málinu upp á þann veg að Islendingar væru bún- ir að vinna „þorskastríðið," sem þeir kalla svo. Ljóst var að norska ríkisstjórnin var að missa málið út úr höndunum. Á ríkisstjórnar- fundi á föstudagsmorgun settu norsk yfirvöld hins vegar áður- nefnda reglugerð til þess að unnt væri að taka íslensku skipin til hafnar og dæma í málum „veiði- þjófanna.“ Það er í raun merkilegt hversu mikið deilan hefur harðnað í kjöl- far þessarar reglugerðar. I rauninni voru norsk yfirvöld með henni að koma til móts við kröfur Islend- inga fyrr í sumar um að þeir ættu að taka skip íslendinga til hafnar og dæma í málum þeirra í stað þess að stunda hryðjuverk á togaraflota íslendinga með því að klippa aftan úr þeim veiðarfærin án dóms og laga. Það má því segja að með þess- ari nýjustu aðgerð Norðmanna séu þeir samkvæmari sjálfum sér en áður og loksins búnir að setja um það skýrar reglur að erlend skip megi ekki veiða innan „verndar- svæðisins." Hitt er auðvitað allt annað mál að það má efast ræki- lega um hvort þessi reglugerð standist alþjóðalög. Reiði ísienskra ráðamanna á undanförnum dögum í garð þeirra norsku er því líkast til ekki vegna reglugerðarinnar. Miklu frekar vegna fádæma hrokafullra og glannalegra yfirlýsinga sem norskir ráðherrar hafa látið falla í kjölfar hennar. Sjávarútvegsráðherra Norðmanna hefur sagt að það komi ekki til greina að „semja við þjófa og ræningja" og Gro Harlem Bruntland forsætisráðherra Norðmanna hefur sagt að Islend- ingar fái aidrei kvóta með frekju og yfirgangi. Islendingar hafi engan rétt til að seilast inn á norsk mið bara vegna þess að þeir séu búnir að skemma eigin fiskimið með lé- legum fiskstjórnaraðferðum. „Þeir vita að þetta er lögbrot,“ segir Bruntland. Undirbúningur fyrír ESB atkvæoagreiðslu Það er mjög slysaleg staða sem íslensk og norsk stjórnvöld eru komin í. Norðmenn voru sú þjóð sem studdi Islendinga hvað dygg- ast í þorskastríðunum og þjóðirnar hafa að jafnaði verið bandamenn á alþjóðavettvangi. Því hefur oftlega verið haldið fram að Norðmenn séu sú þjóð sem íslendingar hafi unnið best með á undanförnum áratugum af norrænu þjóðunum, þar sem þær eru að mörgu leyti lík- ar og hafa svipaðra hagsmuna að gæta. Nú standa þær hins vegar í harðvítugri deilu og er óvíst hvort sambandið verði nokkru sinni jafn náið og áður. Sú harða afstaða sem Norð- menn hafa tekið gegn veiðum Is- lendinga á svæðinu vekur vissulega athygli. Á undaförnum árum hafa Norðmenn reynt að forðast deilur við þjóðir sem stundað hafa veiðar á Svalbarða og reynt að leysa þær frekar með samningum um kvóta. Þegar Grænlendingar reyndu til dæmis veiðar við Svalbarða fyrir nokkrum árum leysti norska ríkis- stjórnin málið með því að veita þeim kvóta í norskri landhelgi gegn því að þeir hættu. Norðmenn hafa því forðast í lengstu lög að láta sverfa til stáls vegna þess hversu lagaleg staða þeirra er umdeild. Þeir hafa reynt að láta tímann vinna með sér og freistað þess að smám saman fallist þjóðir heims á yfirráð þeirra án þess að til árekstra þurfi að koma. Það hefur tekist þangað til núna. Ýrnsar ástæður eru fyrir þessari hörðu afstöðu. Sú sem þeir nefha, og vegur eflaust þungt, er að engin hefð er fýrir veiðum íslendinga á svæðinu og þeir gerðust aðeins að- ilar að Svalbarðasamkomulaginu á þessu ári, og það eftir að „ólögleg- ar“ veiðar íslenskra skipa voru hafnar þar. Það séu því engin rök fyrir því að veita þeim kvóta. Norðmenn segja að frjálsrar veiðar Islendinga kippi fótunum undan veiðistjórn á Svalbarða og fýrr í sumar voru blöð Norðmanna full af hryllingssögum um að Islend- ingar væru að „hreinsa miðin við Svalbarða.“ Auðvitað voru það ýkjur í meira lagi því úthlutað hef- ur verið 700 þúsund tonna kvóta við Svalbarða til hinna ýmsu þjóða og Islendingar hafa varla verið að afla nema nokkur hundruð tonna, í besta falli rétt yfir þúsund. Það sem Norðmenn segjast óttast er að veiti þeir íslendingum kvóta, þá fylgi fjöldi annarra þjóða í kjölfarið eins og til dæmis Kanadamenn, en þorkstofninn er einmitt hruninn við strendur Kanada. Islenskir ráðmenn telja þó að þessar ástæður sem að framan eru taldar sé síður en svo hinar réttu. Þeir telja að ástæðan fýrir hörku Norðmanna í garð Islendinga sé þjóðaratkvæðagreiðslan um ESB. Mikil andstaða hefur verið meðal norskra sjómanna við samninginn og segir Davíð Oddsson forsætis- ráðherra að með þessu sé norska ríkisstjórnin að reyna að „breiða yfir lélegan sjávarútvegssamning." Þetta kann að vera rétt. Það er alls ekkert vist að Norðmenn muni samþykkja að ganga í ESB. Skemmst er að minnast þess þegar þeir höfnuðu því fyrir tæpum tutt- ugu árum. Vera má að norska rík- isstjórnin sé með þessu að reyna að kaupa sér vinsældir norskra sjó- manna og reyna að sýna þeim fram á að hún muni standa fast á þeirra hagsmunum hvort sem það er á Svalbarða eða í Brussel. 0 DQUpHIN Varahluta -og viðgerðaþjónusta. Stólarnir eru settir saman hjá Pennanum og einnig bólstraðir hérlendis eftir óskum kaupenda t.d. með íslensku áklæði, já - takk! 60 cnm 26.900“ áðy»i3ð?(57§ b 82.538' Meiri Gæði Lægra Verð Nú er ódýrara en áður að auka afköst og vellíðan starfsfólksins. 29.900kr áðij&4í5Í7“ 23.900kr áðiis-Sð'^558 ^ 174.700kr leður. ^ÖStórlækkað verð vegna hagstæðra magnkaupa og betri samninga. jSFullkomnari stólar á betra verði en nokkru sinni. JBtíí afgreiðslu samdægurs. V Sjö daga reynslutími. 114.914kr leður 141.539 ^ MÁNUDAGUR 15. ÁGÚST 1994 13

x

Eintak

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.