Eintak

Útgáva

Eintak - 15.08.1994, Síða 14

Eintak - 15.08.1994, Síða 14
Tónlistarmaðurinn David Byme er á leið til landsins og ætlar að halda tónleika í Háskólabíói 5. og 6. september. Hann var aðalsprautan í bandarísku hljómsveitinni Talking Heads en hefur nú hafið 0 sóló-feril. Loftur Atu Eiríksson og Gerður Kristný tóku viðtal við kappann. Islandsvi | „Ég fékk áhuga á að koma íslands og halda tónleika :ftir að hafa séð myndir það- ;n. Myndirnar voru ólíkar 'llu því sem ég hafði áður ð. Landslagið gæti hæft öðrum hnetti. Ég hef hvergi séð neitt annað því líkt,“ segir Byrne. Umboðsmaður Byrne hitti Sigtrygg Baldursson fyrir á tónleikum hjá Björk í Bandaríkjunum og purði hann þá hver gæti tekið að sér að sjá um tónleika hans á ís- landi. Smekk- 1 e y s a , sem þau Sigtryggur og Björk eru meðal eigenda að, þóttist geta tekið að sér starfið en þó ekki fyrr en að Bjark- artónleikunum hér á landi yfir- stöðnum. Einar Öm Benediktsson segir hins vegar íslenskt brennivín eiga stóran þátt í heimsókninni. Þegar Byrne var viðstaddur tónleika Risa- eðlunnar í Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum var honum boðið upp á brennivín og hafi það vakið upp ást hans á landinu. Byrne kemur hinn fjórða sept- ember til landsins og dvelur hér í fjóran og hálfan dag sem er nokkuð langt miðað við tónleikaferðalög. Tónleikarnir hér á lándi eru upphaf tónleikaferðar um Evrópu. „Mér skilst að nokkrir Sykurmol- anna ætli að segja mér hvað ég eigi helst að sjá og upplifa á íslandi. Ef til vill ferðast þeir eitthvað um með mér og vel má vera að ég fari í hjól- reiðaferð. Ég er mikið fyrir hjólreið- ar enda er það mun þægilegra í stórborgum í stað þess að sitja fast- ur í bíl í umíerðaröngþveiti." Af íslenskri tónlist segist Byrne aðeins þekkja til Sykurmolanna og t Bjarkar. „Mér finnst Debut plata Bjark- ar mjög góð. Það er skrýtið að henni skuli ekki hafa verið tekið jafn vel í Bandaríkjun- um og í Evrópu. Ég skil það ekki en það er heldur ekki mitt hlutverk að útskýra því um líkt,“ segir Byrne. Persónulegasta platan til þessa Býrne gaf út nýja plötu síðastliðið vor og ber hún einfald- lega heitið David Byrne. Eftir að hafa fengist við suður- ameríska tónlist undan- farin ár hefur ann aftur núið sér að ónlist líka eirri sem 'alking Heads lék. „Ég held að essi plata sé ersónulegri n önnur verk aín. Ef til vill r það vegna ess að mér er prðið alveg sama hvað fólki finnst um mig,“ Segir Býrne. Með honurn á plöt- unni leika þeir Todd Turkisher á trommur, Paul Soc- olow á bassa og Mauro Refosco á marimba og önnur hljóðfæri. Byrne leikur sjálfur á gítar og syngur. Bandið hefur ferðast víða að und- anförnu og er nú nýkomið frá Arg- entínu og Orúgvæ. „Hljómleikarnir sem við höldum eru ekki mjög umfangsmiklir enda er þetta aðeins fjögurra manna hljómsveit. Við leikum lög af nýju plötunni sem og nokkur lög með Talking Heads. Við byrjum eflaust á því að leika órafmagnað en verðum svo smám saman háværari. Þetta er um tveggja tíma dagskrá. Mér fmnst mun meira gaman að koma fram nú en áður og reyni að leggja mig allan fram við það,“ segir Byrne. Talking Heads leikur aldrei aftur saman Hann lagði strax mikið upp úr sviðsframkomu meðan hann starf- aði með Talking Heads og áhrifin gæddi jafnt frá gjörningalist sem og evangelískum predikunum. Talking Heads var stofnuð árið 1975 af þeim Byrne, Tinu Wymouth, Chris Frantz og Jerry Harrison. Hún fór brátt fremst í flokki nýbylgjuhljómsveita með tónlist hlaðna áhrifum af fönki og afrískri tónlist. Plötur hennar urðu tíu talsins áður en yfir lauk. „Talking Heads á ekki eftir að koma saman afitur. Það yrði of erfitt því við erum öll farin í sitt hvora áttina í tónlistinni,“ segir Byrne. Hann hóf sólóferi! eftir að Talk- ing Heads leystist upp og árið 1989 kom platan Rei Momo út þar sem Suður-Amerískir tónlistarmenn fluttu tónlist hans enda var tónlistin frá áhrifum þess heimshluta. Þremur árunr síðar kom svo út platan Uh-Oh sem naut þó nokk- urra vinsælda. Þar voru einnig lög með suður-amerískum takti. Byrne fékk þar eðaltónlistarmenn til liðs við sig eins og trompetleikarann og hljómsveitarstjórnandann Angel Fernandez. Á tónleikaferðalaginu sem farið var í kjölfar útkomu plöt- unnar var smokkum dreift til tón- leikagesta til að minna þá á alnæm- ishættuna. Af þeirn plötum sem Byrne er hvað ánægðastur með af þeim sem hann hefur gert eru þær sem hann vann með Brian Eno og platan Naked sem Talking Heads gerði. Hann hefur einnig samið tónlist fyrir leikhús og kvikmyndir. Árið 1988 gerði hann til að mynda tónlist við myndina Síðasti keisarinn sem Bernardo Bertolucci leikstýrði. Sama ár stofnaði Byrne útgáfu- fyrirtækið Luaka Bop sem hefur það að markmiði að koma heims- tónlist á framfæri á Vesturlöndum og gaf meðal annars út plötu með hinni fyrna góðu söngsveit Zap Mama. Einnig gaf Luaka Bop út fyrstu kúbönsku plötuna í Banda- ríkjunum eftir að viðskiptabann var sett á landið árið 1961. Næstu útgáf- ur fyrirtækisins verða meðal annars með ungri hljómsveit sem heitir Geggy Tah sem Byrne segist hafa sérstaklega miklar mætur á. „Tónlistin hefur breyst síðan ég fór að fást við hana sem og allt sem henni fylgir,“ segir hann. „Nú er ekki lengur talað um tónlistar- bransann heldur tónlistariðnaðinn. Á því sést að hann er orðinn mun umfangsmeiri en áður. Þegar ég byrjaði í tónlistinni tíðkuðust til dæmis engin tónlistarmyndbönd. Nú eru þau alveg ómissandi og geta haft áhrif á hvort hlustað er á tón- listina eður ei. Það er dálítið órétt- látt en til allrar hamingju hef ég gaman af að gera myndbönd." Þáttagerð og Ijós- myndun En Byrne hefur fengist við rnargt fleira en tónlist um dagana. Hann hefur unnið fyrir sjónvarp og í þátt- um hans er húmorinn sjaldnast langt undan. Hann hefur meðal annars gert heimildamynd urn hér- aðið Candomblé Nago í Brasilíu og stutt er síðan hann gerði þátt um Texas þar sem skotið var inní leikn- um húmorískum atriðum. Byrne segist hafa mikinn áhuga á að vinna meira fyrir sjónvarp í framtíðinni. En hugur hans stendur til fleira og Ijósmyndun er eitt af því. Mynd- ir hans hafa birst bæði í tímaritum og verið sýndar á sýningum. „Ég er með Ijósmyndasýningu á Edinborgarhátíðinni sem fram fer um þessar mundir og þegar henni lýkur verður sýningin send til Berl- ínar. Ég tek aldrei myndir af fólki heldur aðeins af hlutum og stund- um af landslagi. Myndavélin verður að sjálfsögðu með í farangrinum til íslands." Byrne hefiir reynt fyrir sér í kvik- myndabransanum og ár er síðan hann gerði síðustu mynd sína. Hún vakti hins vegar ekki athygli. „En ég held þó áfram að reyna,“ segir Byrne. Hann er mikill fjölskyldumaður og á fimm ára gamla dóttur. Hann segir hana stundum fá að koma með í tónleikaferðir. „Oftast nýt ég föðurhlutverksins en það reynir á rnann og stundum er það alveg að gera mig brjálaðan,“ segir Byrne. „Ég er ekki frá því að föðurhlutverkið hafi haft áhrif á tónlistina nrína en ég vona þó að það hafi ekki gert hana of 14 MÁNUDAGUR 15. ÁGÚST 1994

x

Eintak

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.