Eintak

Eksemplar

Eintak - 15.08.1994, Side 23

Eintak - 15.08.1994, Side 23
1. deild Staðan ÍA 13 25:5 30 FH 13 15:10 24 IBK 13 26:15 22 Valur 13 18:20 19 KR 13 18:11 17 Fram 13 18:20 15 ÍBV 13 15:17 15 Þór 13 18:25 11 UBK 13 14:30 11 Stjarnan 13 11:26 8 Markahæstir: Mihajlo Bibercic, ÍA: 10 Bjarni Sveinbjörnsson,Þór: 9 Ragnar Margeirsson, ÍBK: 9 Óli Þór Magnússon, ÍBK: 8 Sumarliöi Árnason, l'BV: 7 Mihajlo Bibercic, ÍA, er markahæstur í deildinni. ÍBK - Stiarnan 4:1 Ragnar Margeirsson (49.), Kjartan Einarsson (65.), Ragnar Margeirs- son (73.), Sverrir Þór Sverrisson (90.) - Leifur Geir Hafsteinsson (84.) son, [BK: Ólafur Gottskálksson - kKarl Finnbogason, Ragnar r Steinarsson, Kristinn Guð- brandsson, Gestur Gylfa- Guðjón Jóhannsson, Gunnar Oddsson, Marko Tanasic, Ragnar Margeirsson, Kjartan Einarsson (Sverrir Þór Sverrisson 85.), Georg Birgisson æW Stjarnan: Jón Otti Jónsson - ^^Rðotto K. Ottósson, Hermann Vy Arason, Baldur Þ. Bjarna- son, Lúðvik Jónasson, Leif- ur Geir Hafsteinsson, Ragnar Gísla- son, Heimir Erlingsson (Ingólfur R. Ingólfsson), Birgir Sigfússon, Bjarni G. Sigurðsson (Rögnvaldur Rögn- valdsson), Ragnar Árnason. Áminningar: Ragnar Steinarsson og Guðjón Jóhannsson í IBK og Baldur Þ. Bjarnason í Stjörnunni. Maður leiksins. Ragnar Margeirsson ÍBK Keflavík-Stjarnan Stiaman ein á botni deildarinnar égi Elías Georgsson skrifar Ef marka má leik ÍBK og QSJl: Stjörnunnar í Keflavík í (Oty gær> eru bæði liðin á rétt- um stað í deildinni. ÍBK í baráttunni á toppnum og Stjarn- an ein á botninum. Úrslitin, 4-1 fyrir Keflavík segir flest sem segja þarf um leikinn. Fyrri hálfleikur var heldur bragðdaufur og einkenndist af mikilli baráttu. Stjörnumenn voru oft á tíðum ákafir og stund- um vírtist helsta markmið þeirra frekar vera að stöðva spil Keflvík- inga heldur en að spila boltanum. Pétur Pétursson þjálfari Reflvíkinga gerði veigamiklar breytingar á liði sínu frá því í Evrópuleiknum á fimmtudaginn. Þeir Sigurður Björgvinsson og Jóhann B. Magnússon duttu út úr liðinu óg inn í vörnina kómu Karl Finnbogason og hinn átján ára gamli Guðjón Jó- hannsson. Georg Birgisson lék einnig í byrjunarliðinu í stað Óla Þórs sem er meiddur í baki. Ragnar Margeirsson fékk síð- an framherjastöðuna í afmælis- gjöf- Það var einnritt mark Ragnars í byrjun síðari hálfleiks sem varð vendipunktur þessa leiks. Hann hafði fram að þessu fengið nokk- ur dauðafæri, en ekki getað nýtt sér þau. Stjörnuliðið bar ekki barr sitt eftir fyrsta mark Keflvík- inga. Heimamenn gengu á lagið, sóttu linnulítið og áttu vel út- færðar sóknir. Kjartan Einars- son skoraði annað mark Keflvík- inga á 65. mínútu og skömmu síðar fiskaði Ragnar Margeirsson vítaspyrnu, en Jón Otti Jóns- son markvörður Stjörnunnar varði glæsilega frá Marko Tan- asic. En áður en mínúta var liðin frá vítaspyrnunni hafði Ragnar hins vegar bætt um betur og skorað þriðja mark heimaliðsins. Eftir það gáfu Keflvíkingar töluvert eftir, en öllum á óvart náðu Stjörnumenn að skora á 84. mínútu. Þar var að verki Leifur Geir Hafsteinsson sem náði að setja boltann í netið af stuttu færi, eftir heldur klaufaleg mistök í vörn Keflvíkinga. Sverrir Þór Sverrisson kom inná fyrir kjartan Einarsson þegar skammt var eftir af leiknum og skoraði fjórða mark Keflvíkinga á síðustu mínútu leiksins. Það var Ragnar Gislason fyr- irliði Stjörnunnar, sem bar af í liði Garðbæinga í þessum leik. Hann barðist allan tímann og náði að halda miðjumönnum ÍBK niðri. Án efa er það þó Ragn- ar Margeirsson, IBK, sem telst vera maður leiksins. Hann setti eitt mark, fiskaði víti og vann flest návígi sem hann lenti í. „Ég fann mig vel í stöðu fram- herja,“ sagði Ragnar Margeirsson eftir leikinn. „Reyndar fór ég nokkuð illa með færin í þessum leik, en eftir fyrsta markið fannst mér ekkert geta stöðvað mig.“ Ragnar Gíslason, fyrirliði Stjörnunnar sagði að þetta hefði verið erfiður leikur. „Eftir að við fengum á okkur mark, fannst mér eins og félagar mínir tryðu því ekki að við gætum jafnað eða komist yfir. Við eigum erfiða leiki framundan í deildinni, auk bikarleikja og það getur verið að það hafi dregið þrótt úr mönn- um.“ Bragi Bergmann var dómari í þessum leik og var ekki nógu sannfærandi. Hann virtist ekki lesa leikinn vel, dæmdi oft seint og beitti hagnaðarreglunni stundum ranglega. Hálfrar mínútu þögn var fyrir leikinn og Keflvíkingar léku með sorgarbindi til minningar um ungan stuðningsmann Keflavík- ur, Auðunn Garðarsson sem lést nýlega eftir erfið veikindi. © Valur - Fram 1 :0 Ágúst Gylfason (40.) Valur: Lárus Sigurðsson - Davíð Garðarsson, Kristján Halldórsson, Guðni Bergs- son - Steinar Dagur Adolfs- son, Atli Helgason, Hörður Már Magnússon (Sigurbjörn Hreiðarsson 66.), Jón Grétar Jónsson, Ágúst Gylfason - Kristinn Lárusson, Eiður Smári Guðjohnsen (Arnaldur Loftsson 91.) _Fram: Birkir Kristinsson - /Helgi Björgvinsson, Valur Gíslason Guðmundur Steinsson 66.), Pétur Hafliði Marteinsson, Ágúst Ólafsson - Hólm- steinn Jónasson, Kristinn Hafliðason, Gauti Laxdal, Steinar Guðgeirsson - Helgi Sigurðsson, Rikharður Daða- son. Áminningar: Jón Gr., Kristinn og Davíð hjá Val og Steinar og Helgi B. hjá Fram. Maður leiksins: Davíð Garðarsson, Val. MÁNUDAGUR 15. AGUST 1994 Frammarar baráttu- og andlausir Valsmenn vinna enn I Bjöm Ingi Hrafnsson skrifar V Valsmenn halda enn <ó C5> áfram sigurgöngu sinni í 1. deildinni, og í gær- kvöldi urðu andlausir leikmenn Fram þeim að bráð. Við sigurinn fara Valsmenn upp fyrir KR-inga í fjórða sæti deildarinnar en Frammarar sitja eftir í því sjötta. Leikurinn í gærkvöldi var ekki mikið fyrir augað. Aðstæður til iðkunar fótbolta voru mjög slæm- ar og strekkingsvindur tók kraft- inn úr flestum sendingum lið- anna. I fyrri hálfleik voru Valsmenn sterkari og gerðu fleiri tilraunir til sóknaraðgerða. Davíð Garðars- son og Eiður Smári Guðjohn- sen börðust feiknavel og oft skapaðist hætta upp við rnark Frammara. Vörn hinna blá- klæddu var ekki sannfærandi, frekar en svo oft áður í sumar, og oft kom það í hlut landsliðsmark- varðarins Birkis Kristinssonar að bjarga málunum fyrir horn á síðustu stundu. Ríkharður Daðason fékk tvö gullin mark- tækifæri en nýtti þau illa og Lár- us Sigurðsson greip oft vel inn í en mætti að skaðlausu gera sér ljóst takmörk sín í úthlaupum. Fimm mínútum fyrir leikhlé kom eina mark leiksins. Þá átti Atli Helgason laglega rispu upp vinstri kantinn og inn í vítateig Frammara þar sem hann lagði boltann fyrir Ágúst Gylfason sem átti ekki í neinurn erfiðleik- um með að leggja boltann undir Birki og í netið. I seinni hálfleik byrjuðu leik- menn Fram mun betur og settu leikmenn Vals dálítið út af laginu en alltaf virtist þó skorta viljann til að rífa sig upp. Enn fór Rík- harður illa að ráði sínu og sömu- leiðis gekk Helga Sigurðssyni illa að fóta sig gegn öflugri Vals- vörninni. Lokatölurnar urðu því 1:0, Valsmönnum í hag, og þar með virðast Valsmenn vera komnir í baráttuna unt Evrópu- sæti en Frammarar sigla nokkuð lygnan sjó eins og er þrátt fyrir að þeir megi ekki slaka á ef ekki á illa að fara. Bestir Valsmanna voru þeir Lárus í markinu, Guðni Bergs- son og Davíð Garðarsson. Atli Helgason virðist vera að rétta úr kútnum eftir magra byrjun í vor og eins er Steinar Adolfsson óð- um að koma til. Erfitt er að tína til bestu menn Frammara. Þeir áttu ekki góðan dag og verða að rífa upp barátt- una fyrir næsta leik. Marteinn Geirsson sagði að hugarfarið hafi ekki verið rétt og það eru orð að sönnu. Kristinn Björnsson var hinsvegar kátari í lokin. „Þetta var sætur sigur og sýnir að við er- um á réttri leið,“ sagði hann. „1 byrjun voru starfsaðstæður hjá okkur ákaflega óhagstæðar og menn voru með bölsýnistal sem ekki átti sér stoð í raunveruleik- anum. Nú þegar gengur betur er umhverfið rólegra og þá er meira gaman að þessu,“ sagði Krist- inn. © I? 23 >port

x

Eintak

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.