Vikublaðið


Vikublaðið - 02.07.1993, Blaðsíða 1

Vikublaðið - 02.07.1993, Blaðsíða 1
Kiddi kanína Ingibjörg Stefánsdóttir tók þetta líka hámenningarlega viðtal við Kidda kanínu í Hljómalind, athafnaskáldið unga í Austurstræti. Sjá baksíðu Einkalífíð og kvennabaráttan Samkvæmt nýrri sænskri rann- sókn er það misskilningur að ójafnréttið í hjónabandinu hefjist íyrst þegar börnin koma. Bls 6 Palestína I tilefni heimsóknar krisma klerksins sr. Younan frá Vesmr- bakkanum hingað til lands bir- mm við samantekt á ástandinu nú þegar friðarviðræður eru að hefjast að nýju. Bls. 16 25. tbl. 2. árg. 2. júlí 1993 Ritstjóm og afgreiðsla: sími 17500 250 kr. Sukkaðmeð borgarsjóð Sjálfstæðismenn í borgarstjórn nomðu fé úr borgarsjóði til að fjármagna undirbúning að tillögugerð um breytt rekstar- fyrirkomulag SVR. Þessa vinnu eiga borgarfulltrúar sjálfir að leysa af hendi ellegar að fá samþykkta sérstaka þárveitingu fyrir henni í borgarstjórn eða borgarráði. Sjálfstæðismenn tóku 800 þús- und krónur úr borgarsjóði til að undirbúa tillögur sínar um að gera SVR að hlutafélagi. Þegar upplýs- ingarnar lágu fyrir lét Olína Þor- varðardóttir, borgarfulltrúi Nýs Vettvangs, bóka eftirfarandi: „Það er að mínu rnati alvarlegt trúnaðar- brot gagnvart Reykvíkingum að fjármagna tillöguflutning Sjálf- stæðismanna með almannafé. Eg tel að hér hafi borgarstjóri gerst sekur um glöp í starfi enda engin fordæmi fyrir því að fjármunir Reykvíkinga séu nýttir í pólitískt áróðursstarf stjórnmálaflokka.“ Borgarstjóri, Markús Orn Ant- onsson, svarar gagnrýninni með þeim orðum að það sé alvanalegt að borgin og stofhanir hennar fái aðkeypta ráðgjafaþjónusm. Markús hefur hinsvegar ekki nefnt nein fordæmi fýrir því að borgarmálaráð stjórnmálaflokkanna komist upp með það að kaupa slíka þjónusm án þess að fá fjárveitingu samþykkta á vettvangi borgarstjórnar eða borg- Markús er siðblindur og lítilsvirðir lýðneðislegar leikreglur segir Ólína Þorvarðardóttir. arráðs. - Afstaða borgarstjóra er sorg- legt dæmi um lítilsvirðingu fyrir lýðræðislegum leikreglum og ber Mynd: Ól.Þ. vott um ákveðna siðblindu, segir Ólína Þorvarðardóttir, borgarfull- trúi Nýs Vettvangs. pv Ferða- blað og áskrift Vikublaðinu fylgir að þessu sinni vandað ferðablað, þar sem athygl- inni er beint að ferðum inn- anlands. Af þessu tálefhi er upplag þessa tölublaðs auk- ið til muna og það m.a. sent fyrirtækjum á höfuðborg- arsvæðinu til kynningar. Jafnframt býður Viku- blaðið fýrirtækjum og stofh- unum kynningaráskrift að blaðinu í einn mánuð án endurgjalds. Hringið í síma 17500 og pantið firía áskriff að Viku- blaðinu í einn mánuð. Pólitísk gengisfelling - sem leiðir okkur í vítahring verðbólgu segir Ólafur Ragnar Grímsson um efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar Gengisfelling krónunnar var pólitísk aðgerð sem á sér ekki efhahagsleg rök. Aðgerðin færir okkur skrefi nær vítahring verðbólgu og endurtekinna gegnisfellinga sem flestir héldu að væri liðin tíð í íslensku efnahagshfi. Þannig metur Olafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins, efhahagsaðgerðir ríkisstjómar- innar. - Fyrir nokkrum mánuðum var tekin upp markaðsskráning á ís- lensku krónunni og gengi hennar var stöðugt áður en ríkisstjórnin felldi gengið með pólitísku hand- afli, segir Olafur Ragnar og bendir á þverstæðurnar í málflutningi forystumanna Sjálfstæðisflokksins sem hafha því að lækka vexti með handafli en þykir sjálfsagt að nota þá aðferð við að fella gengið. Gengisfellingar voru áður notaðar til að vega upp á mótd mikilli verðbólgu en þetta varð úrelt hagstjórnartæki þegar svo var kom- ið að verðbólgan elti gengisfell- inguna og gengisfellingin verð- bólguna. Þessi vítahringur var rofinn í tíð síðustu ríkisstjórnar með samstilltu átaki stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins. Nú er hætt við að efhahagslífið lendi í gamalkunnum farvegi. - Það kemur fram í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar að þegar nýtt fiskveiðiár hefst í haust þá muni staða sjávarútvegsfýrirtækja verða jafn slæm og hún var fýrir gengis- fellinguna. I röksemdafærslunni sjálfri er þar með vísað til nýrrar gengisfellingar í haust eða vetur. Það yrði þriðja gengisfelling rík- isstjórnarinnar á rúmu ári, segir Ólafur Ragnar. Annar þáttur að- gerða rikisstjórnarinnar er frarn- lenging lána sjávarútvegsfýrirtækja í opinberum sjóðum. - Framlenging lána og sjóðatil- færslur var kallað „sjóðasukk" af Davíð Oddssyni forsætisráðherra fyrir nokkrum misserum og eru annað dæmi um mótsagnir sjálf- stæðismanna. Þessar sjóðatilfærsl- ur mismuna sjávarútvegsfýrirtækj- um. Þær nýtast aðeins þeim fýrir- tækjum sem skulda í opinberum sjóðum, ekki hinum sem eru í við- skiptum við bankakerfið. Þau fýrir- tæki bera aftur á móti þyngri vaxta- byrðar vegna þess að erlend lán hækka og sömuleiðis vextir í inn- lendum bönkum. - Hér er á ferðinni gamaldags gengisfelling og sjóðatilfærsla sem snertir ekki á grundvaliarvan- damálum íslensks efnahagslífs, er skoðun Ólafs Ragnars sem telur að fara hefði átt allt aðra leið til að bregðast við aflasamdrættinum. Sjá viðtal við Ólaf Ragnar Grímsson á bls. 4 14% virðisaukaskattur á bækur, blöð og tímarit Vikublaðið hækkar ekki áskriftarverð Frá og með 1. júlí leggst 14 % virðisaukaskattur á bæk- ur, blöð og tímarit og er Viku- blaðið þar ekki unandskilið. Vikublaðið mun hinsvegar ekki hækka ákriftarverð sitt af þessum sökum en reyna þess í stað að draga úr útgáfúkostn- aði með ýmsum ráðstöfunum. Virðisaukaskattur á blöð, bæk- ur og tímarit mun yfirleitt hækka áskriftarverð fjöliniðla, einnig ríkisútvarpsins og Stöðvar 2, og bætast þær hækkanir við verð- hækkanir sem koma í kjölfar 7 1/2% gengislækkunar og virka munu til allt að 3 % beinnar kaupmáttarskerðingar hjá al- menningi. Það er því full ástæða til þess að leita annarra leiða en að hækka áskriftarverð blaðsins. Efnahagsaðgerðirnar: Þurfum sókn, ekki undanhald - segir Ögmundur Jónasson formaður BSRB Við þurfum að mæta minni sjávarafla með sókn en ekki undanhaldi. Það er ekkert annað en undanhald þegar ríkisstjóm- in fellir gengið og skerðir kjörin með reglustrikuaðgerð, segir Ögmundur Jónasson formaður BSRB. BSRB er með lausa kjara- samninga og segir Ögmundur að ótti opinberra starfsmanna hafi reynst á rökum reistur um að lítið hald væri í kjarasamningum sem ríkisstjórnin getur grafið undan með gengisfellingu og öðrum að- gerðum. - Eftir þessa gengisfellingu, sem er ranglát og úrelt aðferð, verða að koma til opinberar ráðstafanir til kjarajöfnunar. Það gengur ekki upp að láta gengisfellinguna standa óbætta, segir Ögmundur Jónasson. pv Skólarnir semja við Securitas Fyrirtækið Securitas mun í haust að öllum Iíkindum taka að sér ræstingar í mörgum framhaldsskólum í Reykjavík. Skólamir hafa hingað til séð um ræstingar og þeim var í sjálfsvald sett að taka þátt í samningum við Securitas, að undangengnu útboði men- ntamálaráðuneytis á ræstingum framhaldsskólanna. Deildar meiningar eru um hagkvæmni þess að skipta við Securitas. - Meginþorri skólanna ætlar að vera með í þessu. Við höfum ekki náð í fjóra skólameistara til að fá þeirra niðurstöðu, en allar líkur eru fýrir því að samið verði við Securitas, segir Örlygur Geirsson, skrifstofustjóri fjármálaskrifstofu menntamálaráðuneytis. Tilboð Securitas miðaðist við að tiltekinn fjöldi skóla myndi semja við fýrirtækið, en þegar í upphafi höfnuðu stórir skólar á borð við Fjölbrautaskólann í Armúla og Tækniháskólinn að breyta fýrir- komulagi sínu við ræstingar. Rökin voru þau að tilboð Securitas væri hærra en nemur raunkostnaði. Menntamálaráðuneytið hyggst spara allt að 20 milljónir króna á ári með því að bjóða út ræstingar í skólum á höfuðborgarsvæðinu. Bolli Thoroddsen hefur um árabil mælt upp húsnæði víðsvegar um land og samið verklýsingar fýrir ræstingu. Hann efast um að spar- naður náist með breyttu fýrir- komulagi enda verklýsingarnar sambærilegar við þær sem farið hefur verið eftir til þessa. - Svarið gæti falist í lægra kaupi, skemmri staðaltíma á hverja útmælda verkeiningu, færra starfsfólki eða minni notkun hreinsiefna, er haft eftir Bolla í Vinnunni, n'mariti ASI. pv

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.