Vikublaðið - 02.07.1993, Blaðsíða 17
VIKUBLAÐIÐ 2. JÚLÍ 1993
Félagi Jón Torfason (ís-
lenskuffæðingur) stíngur
niður penna í síðasta Viku-
blaði í framhaldi af fyrstu grein
minni um „nýja róttæka hug-
myndafræði fyrir nýja öld“ í sama
blaði áður. Aðallega gerir Jón þó
nafngift greinar minnar að umtals-
efhi eins og ráða má af fyrirsögn
hans „Hvers vegna nýtt“, og spyr
einnig hvaða nýju öld sé verið að
tala um?
Spurningarnar eru báðar rétt-
mætar og verðskulda svör og ég vil
taka þá seinni fyrir á undan. Hvaða
nýja öld er þetta sem maðurinn
(ég) er að tala um?
Svarið er eiginlega hvorki 21.
öldin, sem senn bjarmar af, né hin
hugmyndafræðilegu tímamót er
tengjast gengisfalli ffjálshyggjunn-
ar, heldur þetta hvorutveggja og
fleira. Hin svarthvíta heimsmynd
kaldastríðstímans leystíst upp með
undraskjótum hætti og við tók ó-
vissa. Samtímis falli flokkseinræð-
isins í austrinu hriktir í stoðum
hinna grónu fjármálavelda í vestr-
inu. Umhverfisváin seni að mann-
kyninu steðjar og nauðsyn þess að
takmarka vöxt umsvifa Qg eyðslu
(les: græðgi) hinna betur megandi í
samfélagi þjóðanna er orðin öllum
hugsandi mönnum ljós hversu
lengi sem það dregst að gera nokk-
uð í málinu. Þetta og margt fleira
gerir það að verkum að í ýmsu til-
Nýja róttæka hugmyndafræði - fyrir nýja öld
Hvers vegna nýtt?
- eða hvers vegna ekki?
liti eru að verða tímamót, vatnaskil,
aldahvörf eða hvað sem við kjósum
að kalla það. Sem sagt; með tali um
nýja öld á ég fyrst og fr emst við þau
aldahvörf sem breytt heimsmynd
(með óvenju skjótum og stórfelld-
um hætti) og breyttar aðstæður
valda.
Sá gamli vani að
kvarða tíma og rúm...
En Jón, það er einnig að koma
ný öld samkvæmt tímatalinu og þó
svo kvörðun tímatalsins í áratugi
og aldir — að ekki sé nú minnst á
val á upphafspunkti (fæðing barns
eða flótti spámanns) — sé vissulega
ekkert efnislegt tilefhi til kafla-
skipta í nútímanum er nú samt
ærið víða við þessi strik miðað. Það
sem gildir er að taka hlutina ekki of
bókstaflega. Einfölduð viðmiðun
við tímatal, áratug eða öld þjónar
sama tilgangi og gróf staðsetning á
landakorti. Með slíkri viðmiðun er
ekki sjálfkrafa verið að segja að ein-
hver skörp skil hafi orðið nákvæm-
lega þegar klukkan sló á miðnæti
við upphaf áratugar eða aldar.
Nóg um það, en hitt er annað að
margt á verr við þegar köflum er
skipt í starfi sósíalísks stjómmála-
flokks en að miða við fæðingu fé-
laga Jesú, sem ýmsir telja fyrsta
jafnaðarmanninn.
Og þá að „nýrri hugmynda-
fræði“. Er þetta ekki allt meira og
minna gamalkunnugt? Svar: Jú
vissulega enda er nafhgiffin hreint
aukaatriði í mínum huga og um
það getum við Jón vonandi orðið
sammála. Það er innihaldið sem
skiptir máli, afleiðingarnar, áhrifin
- en ekki nafngiftir, tímabil eða
umbúðir. Eg get nákvæmlega eins
komið hugmyndum mínum á blað
(tilburðum til þess að skrifa unt al-
vörupólitík) á því herrans ári 1993
undir fyrirsögninni „róttækar
lausnir eiga enn við“, eða „svarið
felst í grundvallarhugmyndum sós-
íalismans um jöfnuð“, sem er að
vísu nokkuð þvælinn titill.
Nú er það svo að flest höfum við
tileinkað okkur í meira eða minna
mæli þá tækni að láta þá hluti sem
við viljum koma á framfæri eða
selja líta sæmilega út. Við förum
ekki með bílinn grútskítugan á
bílasölu nema við séum þeim mun
heimskari eða latari, enda ekkert
bogið við það að hafa hann u.þ.b.
eins vel útlítandi og eiginlegt á-
stand hans gefur tilefni til. Hitt er
verra ef búið er að „flikka“ þannig
upp á aflóga garm að hann sé í
reynd svikin vara. Affur komum við
að því sama. Það er innihaldið, eig-
inleikarnir sem skipta máli. Það er
ekkert að hressilegum fyrirsögnum
og jákvæðum nafngiffum ef inni-
stæður eru fyrir slíku.
Pólitískur viðsnúningur
á tungunni
Til eru þeir sem byggja allt á
þeirri meginreglu í ræðum, skrif-
um og störfum að raða hinum já-
kvæðu formerkjum sín megin;
- þeir eru lýðræðissinnar og
andstæðingar þeirra þá væntanlega
ólýðræðislegir
- þeir eru ungir (hinir aldraðir)
- þeir eru nýir (hinir gamlir)
- þeir vilja breidd (hinir
þrengsli)
- þeir eru opnir, víðsýnir,
ffamtaksamir, eru í sókn
o.s.frv. ,
I samsetningum kemst svo þessi
tækni hinna jákvæðu formerkja í
hæstu hæðir. Til verður „hin unga
lýðræðiskynslóð" sem væntanlega á
í höggi við hina gömlu og ólýð-
ræðilegu. Svo ekki sé nú minnst á
það sem hinir „víðsýnu og ffam-
sæknu" glíma við.
Eg rek þetta hér til að taka að
lokum undir það sem ég leyfi mér
að lesa milli línanna hjá Jón, sem
sagt skömm á innihaldslausri fyrir-
sagnapólitík, umbúðum utan um
ekki neitt, ffoðu á yfirborðinu sem
þvf rniður allt of margir sjá ekki í
gegnum.
Að allra síðustu er það svo von
mín að fyrirsagnirnar þurfi ekki að
þvælast um of fyrir okkur. Vilji Jón
eða aðrir merkja hugsanir sínar um
stjómmál líðandi stundar „göml-
um hugmyndum á nýju fornú“ er
það ekki ágreiningsmál við mig,
aðalatriðið er að þær komi ffam.
Höfundur er þingmaður
Alþýðubandalagsins og
varaformaður sama flokks.
Hrokuð borð af list
Menning. Jahá. Það er
meira en að segja það,
eða við hvað er átt?
Hvaða tegund menningar? Er
það uppfyllingarefnið í fféttum
Sjónvarpsins þegar allt annað
þrýtur? Eða grillmenning sum-
arsins? Ef marka má auglýsing-
amar og þá léttu brunalykt sem
einkennir Reykjavík á góðviðr-
iskvöldum er hún sú tegund
(menningar)neyslu sem á hug
flestra um þessar rnundir.
Þetta ætti kannski að vera út-
listun á grillmatarlist eða -lyst?
En það er fleira í kýrhausnum
og ber fyrst að nefna listahvið-
umar þrjár sem hér em í gangi
þegar þetta er ritað, hafnfirska
hátíðin, sú ólétta og myndlistar-
hviðan í Nýlistasafninu, sem
stendur ffam í miðjan júlí með
fyrirlesmim, gerningum, vídeói
og annarri myndlist. Hvorki
meira né minna en þrjú hrokuð
veisluborð af list, gerðiði svo
vel, meira en nóg handa þeim
sem vilja nota sér hana, en gæt-
um að, tilboðið varir skamma
stund, svo er allt búið. Sú spum-
ing hvarflar óneitanlega að ein-
földum sálum hvers vegna þurfí
allar þessar hátíðir í einu, hvort
ekki inegi skipuleggja einhvern
veginn öðmvísi, kannski pínu-
lítið dreifðara í tímanum, ha?
En hvað um það, oss ber að
þakka það sem vel er gert og
sleppa því að nöldra yfir smáat-
riðum , nóg er víst samt.
Til dæmis er hægt að nöldra
yfir þessari skringilegu strætó-
hagfræði sem nú nær til bóka.
Fyrirmyndin að bókaskattinum
hlýtur að vera sú stefna Strætis-
vagna Reykjavíkur að bæta stöð-
una með því að rninnka þjónust-
una og hækka verðið og hcfur
sennilega sjaldan heyrst um jafn
sérkennilega hagræðingu hjá
fyrirtæki sem væntanlega vill ná
til sem flestra. Eða var það
kannski misskilningur? For-
dæmi strætó hlýtur að vera
svona bráðsmitandi, aðra álykt-
un er ekki hægt að draga af því
að það skuli hafa verið lagður
skattur á bækur og annað lesefhi
þegar menn komust að því að
þjóðin væri hætt að lesa. Ræður
þar væntanlega ferðinni sjónar-
mið strætóhagffæðinnar með
því að minna ffamboð fylgir
væntanlega í kjölfar hærra verðs.
En það segir sig sjálft að það
þýðir ekki að taka jafh alvarlegu
máh og því að lesa af einverri
léttúð.
Fara til dærrús barasta í bóka-
búð og fá sér bók eins og ekkert
sé, eins og ekkert sé sjálfsagðara
en að gefa út allan skrattann, ha,
orð em dýr, það vitum við, dýr-
ari skulu þau verða! Það er þá
gott til þess að vita að það verð-
ur hægt að bregða sér í Morg-
unblaðshöllina fyrri og fá lánað-
ar bækur ef lestrarþörfin verður
alls ekki hamin og miðað hana
við fjárhaginn, og það verður
væntanlega hægt þangaðtil
ffjálshyggjan tekur öll völd,
breytir Borgarbókasafninu í
hlutafélag -, og leggur það svo
niður?
Jæja. Hvað varð nú um þetta
blessaða þema? Komið á flakk
einsog Þjóðleikhúsið, Sinfónían
og Brúðubíllinn, sem öll em á
ferðalagi með það besta sem þau
eiga í pokahorninu og það er
kannski full ástæða til að minna
fólk á þann ágæta Brúðubíl sem
seiglast með leikhúsmenning-
una til smáfólksins og reyndar
allra sem á vilja hlýða jafii
traustur og áreiðanlegur og...
nei, við skulum ekki segja orð
um veðrið núna. Það em hvort
sem er allir að tala um það. En
þessi bíll hefur lengi tilheyrt
sumarmenningunni sem varla
væri svipur hjá sjón ef hann léti
sig vanta og talandi um sumar-
menningu: Er það ekki svolítið
sérkennilegt andleysi hjá fjöl-
miðlungum að birta myndir af
bem (kven)fólki í sólbaði í hvert
sinn sem sést til sólar? Er ekld
komið nóg? Er ekki hægt að
sanna að veðrið hafi verið gott á
annan hátt? En nei, kannski er
það ekki hægt, svonanokkuð
getur jú orðið (séð með gleraug-
um umburðarlyndisins) næstum
eins og myndlistarsýning um
þema sem engan svíkur og alltaf
má treysta að farið verði með á
sama hátt og venjulega. Sjálfsagt
bara gott að hafa eitthvað að
halda sér í núna á þessum síð-
ustu og verstu. Reyndar er ekki
einsog það vanti myndlistarsýn-
ingar. Hreint allir að sýna alls-
staðar og ekki mikil fjárfesting
að skoða, að vísu dýrara en að
skoða sólarlagið á góðviðris-
kvöldi en við vimm nú hvemig
það er með veðrið. Duttlunga-
fyllra en fastgengisstefnan góða.
Það gemr verið ágætt að hafa
eitthvað annað í bakhöndinni.
Tónleika innan ramma lista-
hviðanna sem utan skortir held-
ur ekki þó Sinfónían sé í sumar-
fríi ffá Háskólabíói, en þeir
verða náttúrlega ekki taldir upp
hér frekar en annað enda er
þetta augljóslega einn óábyrgur
pistill, hreinasti óskapnaður sem
bara vex, og það hefur hann sér
til afsökunar. Hann ógnar ekki
menningunni hvort sem er, hún
læmr hvorki skatta né skrítin
skrif slá sig út af laginu og þá
ekki heldur að vera kölluð
neysla, jafnvel þó fólk segi
stundum menningarneysla í tón
sem kallar ffam mynd af vesöl-
urn neytanda sem reynt er að
breyta í aligæs.
Ætli sú bráðabirgðaniður-
staða verði ekki að duga hér að
þó við vimm ekki nákvæmlega
hver hún er þessi menning eða
hvernig hún lítur út er hún á-
byggilega víðar en við höldum -
og það er líka meira af henni en
ætla má í fljótu bragði, hún er
allsstaðar. Svo það er ágætt að
að líta í kringum sig, ef menn
þora, því vissulega er hætt við að
flestir finni eitthvað við sitt hæfi
á menningarmarkaði sumarsins.
BARNASKÓR
fri 4.400,-
HARTMAN
plasthúsgögn
SU AR
PRT^iTEX
Póstsendum samdægurs!
HARBO
FURUHÚSGÖGN
SYNING AfflLBOÐ:
4 sólstólar á 2.400.-
Gönguskór frá 3.900.-
vatnsheldir frá 7.200.-
1913
1993
opið laugardag kl. 10 - 6
surmudagkl. 13-16
..þar sem ferðalagið byrjar!
SEGLAGERÐIN
ÆGIR