Vikublaðið


Vikublaðið - 02.07.1993, Blaðsíða 10

Vikublaðið - 02.07.1993, Blaðsíða 10
10 Ferðir og náttiira VIKUBLAÐIÐ 2. JÚLÍ 1993 Ferðamennska innanlands Vaxtarbroddur eða ógnun við náttúruna Það er ekki svo ýkja langt síð- an að ferðamennska var nær eingöngu stunduð af nátt- úruunnendum. Þeir Islendingar sem ferðuðust ótilneyddir uin landið voru álitnir hálfgerðir sér- vitringar. Varla var farið lengri leiðir nema brýna nauðsyn bæri til og þegar erlendir fræðimenn og auðmenn fóru að ferðast hér um til náttúruskoðunar þóttí það að sjálf- sögðu undarlegt háttalag og menn- irnir skrýmir í meira lagi. Síðan þá hafa miklar breytingar orðið á ferðalögum fólks og ferða- mennskunni, en á henni eru fjöl- margar hliðar. Sumar þessara hliða eru langt frá því að hlíta skilyrðum náttúrunnar, eða réttara sagt, að- laga sig að lögmálum náttúrunnar. Hið gagnstæða á sér jafnvel stað. Það virðist sem horft sé til ferða- mennskunnar sem hins eina sanna vaxtarbroddds í íslensku atvinnu- h'fi, hér á landi jafnt sem í ná- grannalöndum okkur. Frændur okkar Danir hafa sett sér ákveðin markmið um að efla ferðamennskuna í sínu landi og í því skyni höfða þeir meðal annars tíl hinnar sérstæðu norrænu menn- ingar, hreins lands, hreins lofts, náttúrulegs umhverfis og útílífs. Að þessu kunna margir að brosa, náttúrulegt umhverfi - í Dan- mörku, en svona er það nú samt. Þeir leggja mikla áherslu á skipulag og uppbyggingu náttúrulegra svæða, svæða sem nýtast tíl úrivist- ar á margvíslegan hátt. Ekki útí- vistar sem íslenski meðaljóninn og gunnan líta á sem hámark sælunn- ar, þ.e.a.s. jeppaferðir um hálendið eða snjósleðaferðir að vetri þar sem áherlsan er lögð á hraða, spennu og tækni, heldur náttúruskynjun, skoðun, það að geta komist í snert- ingu við gott umhverfi án of mikill- Auður Sveinsdóttir ar fyrirhafnar, kostnaðar eða tækni. Sú var tíðin að Islandi stafaði á engan hátt hætta af umgengni ferðamanna. Fjöldi þeirra var ekki mikill og átroðningur víðast hvar í hófi. Hins vegar hefúr rányrkja á landinu verið smnduð um aldir með mikilli beit, hrístekju, kola- gerð og öðrum mannanna verkum er tengdust harðri lífsbaráttunni. Nú eru hins vegar aðrir tímar. Innlendum og erlendum ferða- mönnum stendur tíi boða að ferð- ast um landið þvert og endilangt, hvert sem er, hvenær sem er og nánast hvernig sem er. En hvað er verið að kalla yfir sig? Eitt er að hafa hag af ferðaviennsku, annað að búa við hana. Það er tvennt ólíkt. Það gæti nefhilega orðið ó- bærilegt, ekki síst fyrir íslenska náttúru. Staðreyndin sem blasir við er nefnilega sú, að nú þegar stefhir víða í óefni vegna átroðnings og fjölda ferðamanna. Árið 1981 komu hingað rúmlega 70 þúsund ferðamenn. Árið 1991 voru þeir orðnir um 140 þúsund og markmiðið er að um aldamótin verði þeir um 200 þúsund eða jafn- vel fleiri. Möguleikarnir eru ótak- markaðir segja ferðamálafrömuðir. Ferðamálaráð hefúr skilgreint nokkur markmið í landkynningar-, markaðs- og umhverfismálum sem ganga m.a. út á að fjölga skuli ferðamönnum ffam tíl aldamóta, Jöklaævintýri Snjósleða- og snjóbílaferðir á Skálafellsjökul 55 km frá Höfn. Við skipuleggjum snjóbíla- eða snjósleðaferðir á jökulinn daglega frá 1. júní til 9. september. Leiðin liggur um Birnudal (1250 m hæð) og á jökul- hnúkinn Miðfellsegg (1128 m), en þaðan er stórkost- legt útsýni yfir Vatnajökul og landið í kring. Frábærar skíðabrekkur í grenndinni. Veitingar og svefnpokapláss. Daglegar rútuferðir frá Upplýsingamiðstöðinni á Höfn. JÖKLAFERÐIR HF. Höfn Hornafirði Sími: 97-81701 Fax: 97-81901 helst um nokkra tugi þúsunda. Einkum er stefnt að því að fjölga gistínáttum. Hvert beina á öllum þessum nýju ferðamönnum og hvar uppbygging þarf að eiga sér stað í tengslum við þessi markmið vantar hins vegar alveg inn í stefh- una. Að mínu álití breytir það engu þó gert verði skipulag af hálendinu, þar sem gerð er grein fyrir stað- setningu vega, línulagna, þjónustu- staða, áningastaða, því allar for- sendur vantar. Hvemig á að fara um hálendið, hverjir, hve margir, hvenær, hvað á að vernda, allt, ekkert? Þessum spurningum eigum við enn eftír að svara. Það er í raun og vem undar- legt að ekki hafi verið uppi háværar kröfur um að stefna verði mörkuð varðandi útilíf og ferðamennsku á forsendum náttúruverndar. Oll ferðaþjónusta í sveitum landsins hlýtur að verða að byggja á slíku. Við hvað er stuðst í dag? A að byggja upp þjónustu í hálendis- brúninni, eiga að vera skipulagðar afmarkaðar ferðir inn á markverð- ustu staði hálendisins, o.s.frv? A að byggja skíðalyftur í hverju byggða- lagi eða hvernig á að leggja göngu- leiðir um hémð? Munu menning- arminjar verða varðveittar og leiðir lagðar um þá staði? Eg fullyrði að varðandi þessi og fleiri atriði ræður tílviljun ein ríkjum. Stefnumörkun vantar alveg og ég get ekki séð ann- að en það standi almennri byggða- þróun og uppbyggingu fýrir þrif- um. Hvar em bændasamtökin og sveitastjórnirnar? Em þessir aðilar nógu meðvitaðir um nauðsyn nátt- úmverndar og útílífs við mótun markvissrar ferðamálastefnu? Hvernig á svo að hafa ofan af fyrir öllum þessum erlendu ferða- mönnum? Eiga þeir að fa að reika að vild um hálendið, heiðar og dali? Það sama gildir um innlenda ferðamenn. A útilíf og ferðalög að vera fyrir alla og ef svo, hvaða að- gerðir em bestar til að ná þeim ár- angri? Eða á útílíf að vera fyrir suma, þá sem meira mega sín og þá sem koma fyrstir? Segja má að þeir sem hafa rúm fjárráð geti nú keypt sér aðgang að náttúrunni, t.d. sum- arbústaði, ferðalög, veiðileyfi, bíla. Þeir sem minna mega sín hafa ekki sömu möguleika. A mörgum tjaldstœðum sjást merki þess að umferð bíla er óskipu- lögð og það veldur gróðurskemmdum og öðrum spjöllum. I Ameríku er þróunin þannig að þar er talað um "country club" menningu fyrir hina efnuðu á með- an hinir fátæku verða að láta sér nægja yfirfullar og mengaðar stór- borgirnar. Þar er orðinn tíl aðall útilífs, ferðalaga og náttúmvernd- ar. Ef við hér heima leggjum hönd á hjarta og emm heiðarleg (alla vega í einrúmi) þá hljótum við að viðurkenna að hér á landi hefur þegar orðið tíl íslenskur aðall útí- lífsins. Hvað era laxveiðimennimir annað en aðall með þjón á hverjum fingri meðan á dýmm laxveiðitúr- unum stendur. Svo ekki sé talað um jeppa- og vélsleðamenninguna. Auðvitað em þeir sem smndað geta útilíf með þessum hætti aðall ís- lenskrar ferðamennsku. Þannig eiga útilíf og ferða- mennska ekki að verða. Náttúran á að vera fyrir alla. Utilíf, ferða- mennska og náttúmvernd má ekld verða munaður hinna efnameiri. Margir ferðamenn leggja leið sína á háhitasv<eði landsins. Engar merkingar eru þar af neinu tagi og bteði ferðamönnum og náttúrunni hætta búin. A neðri myndinni sést glöggt dæmi um viðkvæma nátt- úru sem orðið hefurjyrir meiri ágangi en hún þolir. Myndimar hér á síðunni tók Jóhanna B. Magnús- dóttir. Hvert á að stefna? Kannski óskar þjóðin ekki eftir neinun hömlum. Kannski vill hún að frelsið sé algert. A frelsið að ráða þegar komið er upp fyrir einhverja ákveðna hæðalínu og eiga þeir að ráða sem fara hraðast, og hrópa hæst? Má veiða alls staðar, skjóta alls staðar, tína fjallagrös í tonna- tali, keyra hvaða slóða sem er? Það er líka stefna að taka ekki ákvarðanir um hvernig við viljum að ferðamennskan þróist. Stöðugt fjölgar þeim sem smnda einhvers konar útílíf og ferða- mennsku. Notkunin eða nýtingin á landinu verður þvf æ fjölbreyttari. Ohjákvæmilega verða árekstrar og hætt er við að þeir verði stærri og fleiri áður en hendi er veifað. Enginn einn er rétthærri en ann- ar. Nema þá hin íslenska, við- kvæma náttúra. Hana á að vernda, annast og bera ótakmarkaða virð- ingu fyrir. Hún á að hafa forgang. Því verður líka að taka ákvarðanir um þróun ferðamennskunnar. Það er skylda kjörinna yfirvaida. Það er hins vegar ekki nóg að setja sér markmið, það þarf líka að tryggja fjármagn. I dag er það alveg með ólíkindum hve náttúmvernd- armál og hverskyns úrbæmr á ferðamannastöðum era í miklu fjársvelti, sérstaklega í ljósi „hins mikla vaxtarbrodds í íslensku at- vinnulífi,“ sem flestir era sammála um að ferðamennskan sé. Óhætt er að fullyrða að verið er að saga greinina sem setið er á! Því er nú spáð að á komandi ámm og nýrri öld verði Norður- löndin effirsóttasta útilífs og ferða- mannasvæði Evrópu. Ferða- mennska tengd náttúmvernd og náttúmskoðun muni aukast og Norðurlöndin séu stærsta auðlind- in á því sviði. Island er vafalaust perla Norðurlandanna að þessu leyti og því brýnt að búa sig undir það sem koma skal. A frelsið að ríkja - og þá frelsi hverra? Enn og aftur, hver er stefnan? Verður það eins og Tómas Guð- mundsson segir í öðm erindi í kvæðinu Hótel Jörð: En það er margt um manninn á svona stað og meðal gestanna er sífelldur þys og læti. Allt lendir í stöðugri keppni um að koma sér að og krækja sér í nógu þægilegt sæti. Þörfin til að njóta náttúmnnar á sér djúpar ræmr í manninum. Ef þær ræmr slitna og við missum tengslin missum við líka mikilvæg- an hluta af sjálfum okkur. Við missum líka tengslin við landið, þjóðina og þá er illt í efiii. Að njóta náttúmnnar leiðir tíl skilnings og það leiðir áfram tíl kærleika og umhyggju. Náttúran, líffíkið, þarfnast kærleika en ekki meiri tækni og hraða. Utilíf og ferðamennska þar sem enginn er rétthærri en annar, þar sem virðing og auðmýkt er borin fyrir náttúm og inenningu þessa lands cru vaxtarbroddar framtíðar-

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.