Vikublaðið - 02.07.1993, Blaðsíða 19
VIKUBLAÐIÐ 2.JULI 1993
19
Rithöndin
Gaman
Skriftin þín segir að þér sé ekk-
ert mannlegt óviðkomandi.
Áhugamál og hæfileikar
spanna yfir mjög vítt svið. Þú hefur
viðkvæma lund en hefur náð ágætri
þjálfun í að harka af þér og bíta á
jaxl. Það er orðið þér íþrótt og gef-
ur þér sjálfsöryggi. Þú virðist vinna
mikið, bæði að þínum daglegu
störfum og eins áhu'gamálum. En
þegar þú ræður sjálf tíma þínum
finnst þér gaman að dunda og
dútla, skoða gamla hluti og rifja
upp gantlar minningar.
Þú ert lengi að tengjast öðru
að dunda við gamla hluti
fólki og virðist varfær-
in í allri náinni um-
gengni. Þó þú þekkir
margt fólk verðurðu
ekki mörgum hand-
gengin eða það þér.
Við börn ertu ffjáls-
lynd og ljúf, en þó
leiðbeinandi. Stund-
um virðistu fá andleg
þreymköst, einkum í
viðureign við kerfi og
staðlaða hluti. Tónlist
virðist mikilvægur
þáttur hjá þér. Eink-
Sigrún Sverrisdóttir
uin ljóðræn og ljúf
tónlist. Þú virðist hafa
þörf fyrir mikla útivist
en aðstæður leyfa það
líklega ekki alltaf. Þér
mundi trúlega falla
best að vinna störf
sem ferðalög fylgdu.
Listræn störf gemrðu
smndað.
Þú sýnist vera vax-
andi persónuleiki á
þroskaleið og uppleið.
Þú tekur dálitla útúr-
dúra og sveiflur ef þér
þykir þurfa en aðeins á yfirborðinu.
I rauninni heldurðu alltaf þínu
striki. Þú gefur þér ekki oft tíma til
að hlæja. Það ættirðu að gera oftar,
þó annríki skyggi oft á það einfalda
og broslega.
Varast þarffu að horfa of inikið á
ffamtíðar„plön“ ffam hjá hinum
góða hvunndegi.
Besm framtíðaróskir.
R.S.E.
Dagskráin
Legg
hlustir við kliðmjúkt talmálið á rás 1
S
tvarpið hefur verið mér
hugleikið um langa hríð,
ekki hvað síst á þeim áram
er ég starfaði sjálfur innan veggja
þess. Um tíma átti ég ekki sjónvarp
og þá hlustaði ég mun meira á út-
varp en í seinni tíð. Það er fyrst og
fremst Rás 1 sem ég legg eyran við,
en þó hlýði ég endram og sinnum á
ákveðna dagskrárliði Rásar 2.
Aðrar útvarpsstöðvar hlusta ég
minna á, en renni gjarnan upp og
niður skalann þegar ég er í bílnum
til að kanna hvaða tónlist stöðvarn-
ar leggja áherslu á þá smndina.
Starfsins vegna hlusta ég þó mest á
nýja óútgefha tónlist eða gamla
tónlist sem er löngu hætt að heyr-
ast í útvarpinu. En inér þykir gott
að hvíla eyran öðra hvora og
leggja við hlusdr þegar kliðmjúkir
talsmálsliðir era á dagskrá svo sem
Laufskálinn á morgnana og Þjóð-
arþel síðdegis.
Þættir eins og Skíma, Leslamp-
inn og Sumarvakan fá athygli mína
óskipta þegar svo ber undir. Sjón-
varpið virkar oft á mig sem segull
og hættir mér við að sökkva alger-
lega inn í myndheiminn þegar sá
gállinn er á mér. Eg vinn hinsvegar
mjög langan vinnudag og það er
því margt sem fer framhjá mér í
sjónvarpsdagskránni. Þessa dagana
skiptir það sáralitlu rnáli því dag-
skrár beggja sjónvarpsstöðvanna
era frekar bragðlausar fyrir minn
smekk. A fösmdaginn hlusta ég á
Jónatan Garðarsson.
óskalögin sem Hermann Ragnar
spilar í morgunútvarpinu og ég
reyni að hlýða á Skímu og Þjóðar-
þel síðdegis.
Um helgina ætla ég að rækta
garðinn minn og þá er gott að hafa
kveikt á útvarpinu á meðan graflað
er í moldinni. Ætli ég hlusti ekki á
Þorstein J á laugardag, Hljóðnem-
ann hans Stefáns Jökulssonar og
Laugardagsflétm Svanhildar um
kvöldið. A sunnudag er það Ljós-
brot, þátmrinn unr Odáðahraun og
Erjálsar hendur Illuga Jökulssonar.
Eg fylgist öragglega með sjón-
varpsfréttunum eins og vant er, en
annað sjónvarpseffii fer sennilega
fyrir ofan garð og neðan þessa
helgi.
MÍMÍ 06 (ÁWi ír : Æjarni f^ihnUvoh
VaiúdðmiliS er bara
$ rollomai' bt'cyt-
slltaf
£9 noia gömlu 90^0
lcjja-Kollmr^í^ferSini
afcttir 38 Yeym hama.
Mikið ágætis vinafólk mitt á
við alvarlegt vandamál að
stríða. Það er alltof kurt-
eist. Sem bein afleiðing þessa blasir
persónulegt gjaldþrot, uppboð, fjö 1 -
skylduupplausn og alkohólismi við.
Hvernig kurteisi gemr leikið fólk
svona grátt er flestum sjálfsagt tor--^>
ráðin gáta. Svo mikið er víst að ég
man ekki efrir að þeir sem skrifuðu
lestrarbækumar þegar ég var í barna-
skóla hafi vakið atliygli á vandamál-
inu. Þar var kurteisi og hjálpsemi vís-
asti vegurinn til gæfu og gengis. En
nú er öldin önnur.
Þau era fórnarlömb símasölu-
inanna. Húsnæði þeirra er að verða
óíbúðarhæft vegna alls þess er þar
hrúgast inn. Varla líður svo dagur að
ekki bætist í búið. Slökkvitæki,
sjúkrakassar, öryggishjálmar, heyma-
hlífar og fallhlífar er bara hluti þeirra
bráðnauðsynlegu öryggistækja sem
einhver Lionsklúbburinn kom inn á >.
þau. Kjallarinn er fullur af 25 kerta
peram sem kvennadeild sama klúbbs
losnaði við jtar. Og enginn notar 25
kerta perar!
Þau hafa þurft að fjölga ffystikist-
unum hjá sér í þrjár til að koma fyrir
rækjuin sínum, smokkfiskum og
ýmsum torkennilegum neðansjávar-
dýrum sem einn sölumaðurinn fékk
þau til að taka í áskrift. Eg held að
hann komi annan hvern dag. Elsta
dóttir þeirra er flutt að heiman eftir
að hafá lent í því að vera milli tann-
anna á skólafélögum sínum fyrir að
lykta óvenjulega. Og tilfellið er að-^
þegar menn era komnir með nokkra
sekki af harðfisk inn í íbúðina sína þá
verður lyktin óneitanlega nokkuð
sterk. Raunar hefur verið boðað til
fundar í húsfélaginu í næstu viku til
að ræða hvort eigi að henda þeim út
sökum stækjunnar.
Almenna bókafélagið ffegnaði
fljótlega af þessu og dælir nú rimm
sínum til þeirra og er raunar hætt að
spyrja hvort þau vilji. Bækurnar bara
koma og síðan er tekið af VISA
reikningnum. Fleiri virðast reyndar
hafa áttað sig á möguleikanum því
síðast þegar ég kom í heimsókn vora ^
þau hjónin í blóðspreng að reyna að
koma fyrir ritverkum Lenins. Öllum
bindunum 52. Rússneska sendiráðið
hafði verið að taka til hjá sér. Og af
því þau tóku öll bindin fá þau
Bresnjev í kaupbæti. En það era þó
ekki nerna 24 bindi,
Þau era svo sem vel meðvituð um
vandann og harðákveðinn í að falla
aldrei aftur í ffeistni. En meðan ég
var hjá þeim hringdi síminn einn
ganginn enn og þar var einn
tungulipur ffá SAM-útgáfunni. Og
þrátt fyrir „nei takk" og „órnögu-
lega" þá endaði samtalið með því að
heimilið var orðið áskrifandi að öll-
um tímaritum útgáfunnar. Allt frá
Vikunni til Eros.
Að vísu fá þau í kaupbæti nokkur
ástalífsmyndbönd frá Playboy. Þau
verða hins vegar að muna eftir að
segja þeim upp nákvæmlega 31. sept-
ember því annars era þau komin með
fimm ára áskrift að myndböndum
þess fyrirbæris.
Og allt er þetta bölvaðri kurteis-
inni að kenna. Þessar ágætu lestrar-
bækur vora líka skrifaðar fyrir daga
símasölumennskunnar og þeirrar
kramarahyggju sem menn stofna nú
félög um og kenna við ffelsi og ff jáls-
lynda jafnaðarmennsku.