Vikublaðið


Vikublaðið - 02.07.1993, Blaðsíða 6

Vikublaðið - 02.07.1993, Blaðsíða 6
Yiðhttrf VIKUBLAÐIÐ 2. JULI 1993 EINKALIFIÐ - hinn gleymdi vígvöllur kvennabaráttunnar J[" afhrétti kynjanna snertir öll svið mannlegs lífs. Almenn ' skynsemi (og ýmsar rannsókn- segja okkur að það sé margþætt gangverk sem viðheldur undirokun kvenna. En í leitinni að skýringum hefur eitt svið öðrum fremur orðið útundan en það er einkalífið, sam- band karls og konu sem stundum er kallað ást. Islenskar konur hafa síðustu vik- ur skrafað sig heitar um afturkipp í jafnréttisbaráttunni. Andstæðing- urinn er alls staðar og hefur mynd- að andspyrnuhreyfingu ef trúa skal bandarísku blaðakonuni Susan Faludi. Það er auðvitað ffeistandi að sjá samhengi í hlutunum en vörumst að falla í gryfju einfaldana og alhæfinga. I þessari grein ætla ég að beina sjónum að tilraunum norrænna kvenna sem hafa reynt að skerpa fókusinn án þess að missa sjónar á heildinni. Ungafólkið, ástin og jafnrettið Ein sem alveg nýlega gaf skít í ffiðhelgi einkalífsins og prófaði hugmyndir sínar á lifandi fólki er Carin nokkur Holmberg sem í vor varði doktorsritgerð í félagsffæði við Gautaborgarháskóla. Carin hafði áhuga á að skoða hvað það væri sem viðhéldi karlveldinu í einkalífi fólks. Ef eitthvað er til í því að við lifum í karlasamfélagi ættu að sjást þess merki í samskipt- um kynjanna. Hún álítur það mis- skilning að valdamisræmi kynjanna hefjist fyrst þegar ungt fólk axlar foreldraábyrgðina og því kýs hún að rannsaka ung barnlaus hjóna- bönd eða sambönd. Aðferð höfundar er að taka ítar- leg viðtöl við tíu pör. Hún er ekki að spá í hve margir svöruðu ná- kvæmlega svona eða hinsegin held- ur leitast hún við að finna hvar Þorgerður Einarsdóttir straumþunginn er mestur og horfa fram hjá hliðarsprænum. Auðvitað eru til undantekningar, en þær eru einmitt undantekningar og ber að skilja sem slíkar, segir höfúndur. Verkin tala I stórum dráttum birtist undir- okun kvenna á tvennan hátt á vett- vangi einkalífsins, annars vegar f ójafhri verkaskiptingu á heimili og hins vegar í samskiptamynstri kynjanna. Til eru hillumetrar af könnunum sem sýna að ábyrgð kvenna á heimilisverkum er um- talsvert meiri en karla, vinnustund- ir þeirra fleiri o.s.frv. Framlag Car- inar er hér ekki alveg nýtt af nál- inni. Þó er frumleg sú skoðun hennar að samkomulag ungu par- anna um verkaskiptingu sýni stað- festingu þeirra hvors á öðru sem kynveruin. Hans störf, karlmanns- verkin, teljast þung þótt þau séu í sjálfú sér ekki erfiðari eða meira slítandi en verk sem teljast létt. Oll pörin hafa ekki endilega sömu verkaskiptinguna, en sammerkt þeim er sú skoðun að það sem karl- inn geri sé þungt. Dæmi: Sjái karl- maðurinn um innkaup telst það INNLAUSNARVERÐ VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS í 1.FL.B.1986 Hinn 10. júlí 1993 erfimmtándi fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs með vaxtamiðum í 1. fl.B 1986. Gegn framvísun vaxtamiða nr.15 verður frá og með 10. júlí n.k. greitt sem hér segir: Vaxtamiði með 50.000,-kr. skírteini = kr. 4.812,30 Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10. janúar 1993 til 10. júlí 1993 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1364 hinn 1. janúar 1986 til 3282 hinn 1. júlí 1993. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga. Innlausn vaxtamiða nr.15 fer fram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 12. júlí 1993. Reykjavík, 30. júní 1993. SEÐLABANKI ÍSLANDS þungt, geri konan það telst það létt. Stórhreingerningar sem hjá flestum paranna er í verkahring kvennanna teljast ekki til erfiðis- verka. Sálfræði valdsins - „ég er bara svona...“ Nýrra sjónarhorn og meira spennandi er hvernig höíúndur skoðar samskiptamynsmr kynj- anna. Ein leið til þess að greina vald í samskipmm manna er að skoða hverjir taka hlutverk hvers, þ.e. hverjir setja sig í spor hverra. Sá sem ekki (eða aðeins í lidum mæli) semr sig í spor hins í sam- skiptum tveggja einstaklinga er sá sem valdið hefur. Hann sér heim- inn aðeins ffá sínu sjónarhorni, krefst þess að aðrir lagi sig að honum en leyfist sjálf- um að segja „ég er bara svona“. Það er sá aðilinn sem ræður ferðinni, tekur ákvarðanir, ræður um- ræðuefnum, hvað er tekið á dagskrá, hvenær mál eru útrædd. Það er einmitt þetta sem einkennir samskipti ungu paranna sem höfúndur ræddi við. Karlarnir hafa jafnan undirtökin og það er í verkahring kvennanna að sjá til þess að valdinu sé ekki ögrað. Það stendur upp á konuna að halda friðinn, reita hann ekki til reiði, leggja mál þannig upp að hann fáist til að ræða þau. Ilann kemst upp með að „vera bara eins og hann er“. Segði hún slíkt hið sama færi allt í bál og brand. Astin er eins og... Konurnar leggja meira upp úr nánum samskipmm en karlamir og þær em flinkar að lifa sig inn í að- stæður annarra. Hug- myndir þeirra um ástina tengjast því að þekkja þarf- ir og óskir hins aðilans til þess að geta uppfyllt þær. Astfanginni konu finnst sælla að gefa en þiggja. Mörgum konum finnst ranglega að í þessu innsæi felist einnig völd, t.d. þau að geta séð fyrir viðbrögð makans, „stjórnað" honum með tiltekinni hegðun o.s.frv. En þegar eigin þarfir og langanir stangast á við þarfir makans er hins vegar næsta víst að hans þarfir gangi fyrir, fúllyrðir höfúndur. Konan yfirtekur fljót- lega gildismat karlsins. Finnist henni að eitthvað þurfi að ræða sem hann telur óþarft afgreiðir hún það sem „nöldur“ í sér. Varðandi ffísmndir og á- hugamál ræður hann ferð- inni. Hún ýmist „tekur þátt“ eða „tekur ekki þátt“ í hans áhugamálum, aldrei er spurt að hve miklu leyti hann deili með henni hugðarefnum eða tóm- smndaiðju hennar. Þetta mynsmr birtist í stóra og smáu, hann ákveður hvað sé dýrt og hvað ekki, hverju eigi að fjárfesta í og hverju ekki. Stangist raunveruleikaskyn þeirra á, er það hans sem blífúr. Samið um hlutina Það er tímanna tákn nú á jafú- réttistímum að samið er um hlut- ina. Verkaskiptingin á heimilinu er samningsatriði. Samningsstaðan er þó ójöfn. Konan hefur fengið öll heimilisstörfin í vöggugjöf, það sem henni tekst ekki að semja sér- staklega um að þau deili með sér, fellur í hennar hlut. Það stendur upp á hana að viðhalda andrúms- loffi til samninga. Hún þarf að sýna lagni og gæta þess að styggja hann ekki. Verði hún t.d. pirmð á seina- ganginum í honum gemr það snú- ist gegn henni. Missi hún stjóm á sér og verði reið vekur það upp andstöðu hjá honum og þá er verr farið en heima setið. Það er hennar verkefni að halda í alla þræði og bera ábyrgð á skapferli hans og samskiptunum í heild. Asættanleg undirokun Carin fylgir að máli norsku ftæðikonunni Hanne Haavind sem gefur nú mörgum skandinavískum feminismm línuna. Hún segir fjarri lagi að jafnrétti hafi náðst; misrétti kvenna sé nú einungis dulið frá því að hafa áður verið opinbert og við- tekið. Undirokun kvenna í dag við- gengst undir yfirskini samkomu- lags og verkaskiptingar - og enn sem fyrr er þess krafist af konunni að hún hylji misréttið. Hjá nútímalegum jafnréttissinn- uðum pömm eins og Carin Holm- berg rannsakaði er einmitt „samið“ um hluti; ekki út frá kynferði eða kynhlutverkum heldur persónu- leika fólks. Að konan sé iðulega skörinni lægra en karlinn er af- greitt sem hrein tilviljun með skírskotun í persónuleika hvors fyrir sig. (I atvinnulífinu birtist þetta „samkomulag" t.d. í því að konan velur hjúkmnarstarfið með- an makinn velur læknastarfið, vita- skuld með tilvísun til persónulegra eiginleika). Millimetrajafnréttið Hfi Þessu er að sjálfsögðu hægt að breyta. Stærsta hlutverk kvenna- hreyfinga og kvennarannsókna er að fletta ofan af þessu dulda valdi karla segir Haavind. Lámm ekki blekkjast af því að konur taki sjálfar þátt eigin kúgun. Það er að sjálf- sögðu ekki þannig að karlveldinu sé viðhaldið af ásetningi einstakra karla. En boðskapurinn er sá að karlar hafi hag af valdamisræmi kynjanna, því megi aldrei gleyma. Og á sömu nómm heldur Carin Holmberg því fram að ójafnrétti á heimili og ójafnræði í samskipmm kynja sé ekkert náttúmlögmál. Það sem gildir er þrotiaus vinna, að vera stöðugt á verði, spoma við fótum, ræða málin, semja, semja bemr, berjast ef því er að skipta, uns jafnrétti næst. Jafnrétti við þann heittelskaða. Vísindin og femínisminn Nú skal enginn halda að þessi rannsókn hafi mnnið sársaukalaust gegnum færibandið og fengið stimpil hinna viðurkenndu vísinda. Höfundur var margsinnis beðinn að staldra við, rökstyðja bemr og gaumgæfa, ekki síst aðferðafræð- ina. Margir hafa efasemdir um nið- urstöður, finnst hún falla í þá giyfju einfaldana sem ég varaði við í byrjun. („Allt sem hún sér túlkar hún sem kúgun.“) Margir feminist- ar átm svar á reiðum höndum: við- brögðin vom álitrin táknræn fyrir vísindasamfélag karla þegar vald- inu er ögrað. Það er rannsóknar- verkefni út af fyrir sig hvort gerðar séu strangari kröfur til feminískrar fræðimennsku og hún metin á öðr- um forsendum en önnur firæði- mennska. Kannski er það reyndin, en meðan ekkert liggur fyrir um það er hæpið að halda því fram. Það má aldrei verða konum neitt sjálfgefið að rannsókn sé góð bara af því að höfundurinn er kona og feministi. Höfundur er félagsfræðingur. Jóhannes Straumland Góður sjónvarpsþáttur Já, vistarbandið var hrœðilegt ánauðarok og allt annað kerfi en Tryggingastofnun ríkisins. Að lögskipa fólkinu húsnæði, faði ogfót var ferlegast alls í glæparegistri mannkynsins. En norðlenskir bændur hófðu þann háttinn á þegar han var í ári, - (í stað þess að gera út togara) - aðfleygja konum og börnum í kjaftinn á hvítabjömum, (og veiða þá síðan spikfeita). Nú sannleikans Ijós hefur lýst gegnum thna og rúm, við lifum eiframar íþoku ogfánýtum blekkingum: Því helvítis bændumir nauðguðu konum og kúm, og komu þannig í vegjyrir litgerð á þilskipum.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.