Vikublaðið - 02.07.1993, Blaðsíða 4
4
VIKUBLAÐIÐ 2. JÚLÍ 1993
Pólitísk gengisfelling sýnir hug-
myndafátækt ríkisstjórnarinnar
- segir Ólafur Ragnar Grímsson formaður Alþýðubandalagsins
„Ríkisstjómin hefur hvorki hugntyndir né kraft til að leggja grundvöll aðskipulagsbreytingu i íslensku efnahagslífi.
Það er eins og ráðherrar rikisstjómarinnar hafi á engan háttfylgst með Jrví sem er að gerast i efnahagsumrieðu á
Vesturlóndum. “
etta er önnur gengisfellingin
á átta mánuðum sem gerð er
á þeirri stundu þegar verð-
bólga er minni en í viðskiptalönd-
um okkar. Aður fyrr var gengið
fellt til að vega upp á móti mikilli
verðbólgu. Ríkisstjórn Davíðs
Oddssonar fellir gengið með póli-
tísku handafli," segir Ólafur Ragn-
ar Grímsson, formaður Alþýðu-
bandalagsins, um efoahagsráðstaf-
anir ríkisstjómarinnar.
„Það sést best á því að fyrir
nokkrum mánuðum var tekin upp
markaðsskráning á íslensku krón-
unni. A markaði sem Seðlabankinn
hefor umsjón með er krónan seld
og keypt á verði sem framboð og
eftirspum ráða. Þannig leggur
markaðurinn mat á það hvort
krónan sé sterk eða veik. I aðdrag-
andanum að gengisfellingimni var
krónan stöðug á þessum markaði.
Ef eitthvað var þá styrktist krónan
dagana og vikumar á undan geng-
isfellingunni. Þess vegna er gengis-
fellingin hvorki knúin ffam af
markaðsöflunum né Seðlabankan-
um heldur ffamkvæmd með póli-
tísku handafli, svo notað sé þekkt
orðalag sjálfstæðismanna.“
Vítahringur gengis-
fellinga
Ólafúr Ragnar bendir á þann tví-
skinnung sem einkennir málflum-
ing sjálfstæðismanna.
„Sjálfstæðisflokkurinn vill láta
markaðinn ráða vöxtum, en þeir
em tilbúnir að nota handaflið til að
lækka gengið. Annað sérkennilegt í
þessu máli er að yfirlýstur tilgang-
ur ríkisstjómarinnar er að vega upp
á móti skerðingu veiðiheimilda á
næsta fiskveiðiári. Engu að síður
kemur það ffam í yfirlýsingu ríkis-
stjómarinnar, og reyndar líka í um-
mælum forystumanna í sjávarút-
vegi, að þegar nýtt fiskveiðiár hefst
í haust þá muni staða sjávarútvegs-
fyrirtækja verða jafo slæm og hún
var fyrir gengisfellinguna. Aðgerð-
irnar létta aðeins tímabundið á tap-
rekstri sjávarútvegsins."
Ólafúr er ekki í vafa um að
ríkisstjómin hafi nú tekið stefatma
á vítahring endurtekinna gengis-
fellinga.
„I röksemdafærslunni sjálffi er
vísað til nýrrar gengisfellingar í
haust eða vetur vegna þess að þá
verður tap sjávarútvegsins komið í
8-9%. Það yrði þriðja gengisfelling
ríkisstjórnarinnar á rúmu ári. Rík-
isstjóm sem fyrir tveim ámm tók
við stöðugu gengi og efaahagslífi í
jafavægi er komin í vítahring end-
urtekinna gengisfellinga sem því
miður minna á gamla tíma í ís-
lenskri hagstjóm sem ég hélt að
allir væm sammála um að bæri að
varast.“
I fjármálaráðherratíð Ólafs
Ragnars náðist sá árangur með
samstilltu átaki ríkisvalds, verka-
lýðshreyfingar og atvinnurekenda
að verðbólgan var slegin niður,
nánast í einu vetfangi. Núverandi
ríkisstjóm er í þann veginn að
spilla þessum sigri. Og lítdð hefúr
orðið úr heitstrengingum ríkis-
stjórnarinnar um að hætta að bralla
með opinbera sjóði.
Sjóðasukk og sér-
teekar aðgerðir
„Forystusveit Sjálf-
stæðisflokksins hefor
gengið lengra en nokkrir
aðrir í því sem hún kallaði
sjóðasukk fyrir fáum
misserurn," segir Ólafúr.
„Ekki nóg með að hún er
í annað sinn að ffam-
lengja og skuldbreyta lán-
um í Atvinnutrygginga-
sjóði heldur ætlar ríkis-
stjómin líka að vaða í
Fiskveiðisjóð og aðra
sjóði sem hingað til hafa
fyrst og fremst verið not-
aðir til uppbyggingar.
I fyrra þurrjós ríkis-
stjómin Verðjöfaunar-
sjóð sjávarútvegsins en
þegar fyrri ríkisstjórn fór
ffá var innistæða sjóðsins
um þrír milljarðar króna.
Þessar sjóðatilfærslur
mismuna sjávarútvegsfyr-
irtækjum þar sem tilfærsl-
unar nýtast aðeins þeim
fyrirtækjum sem era sjóð-
unum skuldug. Tilfærsl-
umar gagnast ekki þeim
fyrirtækjum sem em í við-
skiptum við bankakerfið,"
segir Ólafur og rifjar upp
að forsætisráðherra hafi
haft mörg orð um það að
ríkisvaldið ætti ekki að
grípa til sértækra aðgerða
heldur leggja almennar
forsendur fyrir atvinnu-
rekstur í landinu.
„Davíð Oddsson og
Sjálfstæðisflokkurinn hafa
sokkið djúpt í „sjóðasukkið“ og sér-
tækar aðgerðir sem sjálfstæð-
ismenn hafa verið að andmæla hin
síðustu ár. Aðgerðir ríkisstjórnar-
innar hækka vexti, bæði raunvexti
og nafavexti, og þar með verða að
engu ítrekuð fyrirheit ríkisstjóm-
arinnar um vaxtalækkun. Þvert á
móti þurfa fyrirtæki að greiða
nokkra milljarða í aukna vexti, auk
annars kosmaðarauka sem af geng-
isfellingunni hlýst.
Hér er á ferðinni gamaldags
gengisfelling og sjóðatilfærsla sem
snertir ekki á grundvallarvanda-
málum íslensks efaahagslífs. Þetta
em deyfilyf sem duga í nokkra
mánuði og strax í haust mun sjávar-
útvegurinn hrópa á nýja sprautu."
Alþjóðavteðing sjávar-
útvegsins
Ólafúr Ragnar segir hugmynda-
fátækt og kjarkleysi einkenna ríkis-
stjórnina og ekki verði séð að hún
hafi þann dug sem þarf til að vekja
atvinnulífið úr þeim dmnga sem
það hefúr lagst í.
„Ríkisstjómin hefur hvorki hug-
myndir né kraft til að leggja grund-
völl að skipulagsbreytingu í ís-
lensku efaahagslífi. Það er eins og
ráðherrar ríkisstjómarinnar hafi á
engan hátt fylgst með því sem er að
gerast í efaahagsumræðu á Vestur-
löndum.
Ríkisstjómin hefur ekki pólitísk-
an kraft til að safaa liði í þann
björgunarleiðangur sem nauðsyn-
legur er. Það þarf nýja hugsun í ís-
lenskt efaahagslíf. Ef auðlind eins
og þorskurinn minnkar eigum við
að hefja nýja sókn í aðrar auðlindir.
Þær þjóðir sem búa við mestan
hagvöxt byggja á auðlindum sem
felast í hæfileikum þegnanna;
menntun, viðskiptaviti og tækni-
kunnáttu. Hér á ég ekki bara við
smáríki Asíu heldur gildir þetta líka
um Dani og Hollendinga. Engin
þessara þjóða hefur náttúmauð-
lindir í hefðbundnum skilningi
heldur er mannauðurinn virkjaður.
Þótt þorskurinn sé þverrandi
auðlind býr íslenskur sjávarútvegur
yfir miklumog vaxandi mannauði.
Hann felst í einstakri hæfai og
kunnáttu íslenskra sjómanna og
fiskverkafólks, mikilli markaðs-
þekkingu íslenskra sölusamtaka í
öllum heimsálfúm, framleiðslu á
vélum og tækjum þar sem nútíma-
tækni er tvinnuð saman við verkvit.
Þessi mannauður í íslenskum sjáv-
arútvegi getur skapað okkur stór-
kostleg sóknarfæri ef við bemm
gæfú ti! að ffamkvæma það sem ég
hef kallað alþjóðavæðingu sjávarút-
vegsins.
Alþjóðavæðingin felst í því að
setja okkur það markmið að verða
framleiðslu- og viðskiptaaðilar sem
ynnu úr afla sem fenginn væri víða
að, ekki bara úr íslenskri landhelgi.
Fjöldi þjóða er reiðubúinn til sam-
starfs við íslenska aðila um slíkt
sóknarátak.
Alþjóðavæðing íslensks sjávarút-
vegs þýðir að við verðum ekki að-
eins framleiðendur á síminnkandi
afla af Islandsmiðum heldur einnig
viðskipta-, þjónustu og fram-
leiðslumiðstöð á vélum og tækjum
á heimsmælikvarða."
Ólafar Ragnar nefair sem dæmi
INNLAUSNARVERÐ
VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA
SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS
í 1.FLB.1985
Hinn 10. júlí 1993 er sautjándi fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra
spariskírteina ríkissjóðs með vaxtamiðum í Lfl.B 1985.
Gegn framvísun vaxtamiða nr. 17 verður frá og með 10. júlí nk. greitt sem hér segir:
Vaxtamiði með 5.000,- kr. skírteini = kr. 538,30
" “ 10.000,- kr. " = kr. 1.076,60
" " 100.000,-kr. " = kr.10.766,00
Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið
10. janúar 1993 til 10. júlí 1993 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun
sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1006
hinn 1. janúar 1985 til 3282 hinn 1. júlí 1993.
Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjaiddaga.
Innlausn vaxtamiða nr.17 fer fram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka íslands,
Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 12. júlí 1993.
Reykjavík, 30. júní 1993.
SEÐLABANKI ÍSLANDS
Með nýrri bugsun og kraftmikilli
landsljóm er hægt qð snúa þróun-
inni við, segir Olafur Ragnar
Grímsson.
að Hollendingar hafi fyrir
nokkram áram einkum verið
þekktir fyrir túlípanarækt. Þeir
hófa markvissa sókn inn á alþjóð-
leg viðskipti með blóm og hafa náð
þeim árangri að núna annist hol-
lensk fyrirtæki 90% af heimsvið-
skiptum með blóm.
Við eigurn marga
möguleika
Ólafar Ragnar telur að það sé
ekki bara á vettvangi sjávarútvegs
sem vannýttir möguleikar bíða eft-
ir átaki og uppörvun.
„Ferðamannaþjónusta er önnur
atvinnugrein sem á skömmum tíma
getur skapað milljarða í gjaldeyris-
tekjur og þúsundir nýrra starfa ef
hugmyndaauðgi, viðsldptavit og
mannauður er þrinnað saman við
íslenska náttúra. En í stað þess að
styrkja þennan vaxtarbrodd ætlar
ríkisstjórnin að skattleggja ferða-
mannaþjónustuna sérstaklega.“
Að álid Ólafs Ragnars mættum
við fylgja fordæmi Frakka sem hafa
gert menningu sína að gjaldeyris-
skapandi þjónustugrein. Hann
bendir á við eigum mjög frambæri-
legt fólk sem þegar hefar náð ár-
angri á alþjóðavettvangi, til dæmis
Sykurmolana og Björk og Friðrik
Þór með mynd sína Böm náttúr-
unnar. Þá sæki fjöldi ferðamanna
Island heim til að skoða sögustaði.
„En hvað gerir ríkisstjómin?
Hún sker niður ffamlög til menn-
ingarmála og í ofanálag leggur hún
nýjan skatt á þessa starfsemi.“
Þá nefair Ólafúr Ragnar frum-
kvæði Davíðs Schevings Thor-
steinssonar í Sól hf. sem er að berj-
ast við að koma íslensku vatni á
markað erlendis án þess að njóta
stuðnings stjómvalda sem að öllum
líkindum leiði til þess að fram-
leiðslan flyst senn úr landi.
„Þannig mætti lengi telja fjölda
íslenskra fyrirtækja sem byggja öll
á nýrri hugsun f efaahags- og at-
hafaalífi. Lítil og meðalstór fyrir-
tæki með fjölþætta starfsemi eru
okkar von. Ef við höldum áffarn að
miða allt við hefðbundnar auðlind-
ir hafsins og búum við skammsýn
og duglítil stjórnvöld þá er nánast
öraggt að enginn árangur næst.
Með nýrri hugsun, virkjun auð-
linda sem fyrst og ffemst búa í fólk-
inu sjálfu og kraftmikilli og bjart-
sýnni iandsstjórn er hægt að snúna
þessari þróun við,“ segir Ólafúr
Ragnar Grímsson.