Vikublaðið - 02.07.1993, Blaðsíða 12
12
Alþjjóðlegar
sumarbúðir
24-30 júlí í Suður-Svíþjóð
Misstu ekki af þessu tækifæri tii að hitta 1000 unga
uppreisnarseggi víðvegar að úr Evrópu! í sumar-
búðunum verður ungt fólk frá Svíþjóð, Bretlandi, ír-
landi, Rússlandi, Ítalíu, Póllandi, Frakklandi, Spáni,
Bandaríkjunum... og kannski líka frá íslandi; friðar-
sinnar, andkapítalistar, byltingarseggir, andstalín-
istar, umhverfissinnar, femínistar, andófsmenn
gegn kynþáttastefnu... fólk sem berst gegn vald-
níðslu af hvaða tagi sem er. Svo geturðu synt,
hlustað á fyrirlestra, spilað fótbolta, rökrætt fram á
morgun, hlustað á rokk, legið í leti og margt, margt
fleira.
Ef þú vilt frekari upplýsingar: Fylltu út seðilinn hér
fyrir neðan og sendu okkur. Verðið er 750 sænskar
krónur og innifelur aðgang að dagskrárliðum, tjald-
stæði og mat. Hlægilega ódýrt!
Já, ég vil frekari upplýsingar um alþjóðlegu
sumarbúðirnar!
Nafn-----------------------------------------------
Heimilisfang_______________________ Sími___________
Setjiö í umslag og póstsendið til:
Ungsocialisterna Box 235 S-129 02 Hágersten Svíþjóð
Skipuleggjendur sumarbúðanna eru Ungsósfalistarnir
(Ungsociaiisterna) í Svíþjóð og Fjórða Aiþjóðasambandið
UPPREISNIN LIFI!
VERSLUNIN
MINNIBORG
jr
Stykkishólmur
ígulkerahrogn og hörpu-
diskur heint úr sjónum...
Breiðafjarðareyjar hafa mikið
aðdráttarafl og þegar siglt er
á milli þeirra öðlast þær æv-
intýrablæ, svo margbreytilegar og
heillandi sem þær eru. Eyjarnar
hafa verið sagðar óteljandi, en
áætlað er að þær séu nálægt 2.700
talsins. Nú er aðeins búið í fáum
eyjum, en áður fyrt voru blómleg
býli á mörgum þeirra, enda auðvelt
um aðdrætti þar sem sjósókn,
fuglaveiði og eggjataka hafa verið
stunduð ásamt venjulegum búskap
í eyjunum.
Á hverjum degi fer fólk á öllum
aldri í ævintýarferð um suðureyjar
Breiðafjarðar og nýtur hins stór-
kostlega útsýnis og fjölbreytta
náttúrulífs þar. Eyjafararnir sigla
með mótórbámum Hafrúnu sem
er 33 tonna bátur ffá Stykkishólmi
og skoða eyjarnar, fúglalífið og
gömul eyðibýli frá borði. Skarfur
og rita ásamt margvíslegum berg-
myndunum eru vinsælt myndefni
ferðalanganna og eyjarnar sjálfar
eru endalaust augnayndi í fjöl-
breytileika sínum.
Venjuleg sigling með Hafrúnu
um suðureyjar Breiðafjarðar tekur
rúma tvo tíma og gestir um borð
geta látið fara vel um sig, því um
borð eru sæti fyrir alla. Þeir sem
vilja vera ofan þilja hafa einnig gott
pláss og geta látið fara vel um sig,
en þeir þurfa auðvitað að vera bet-
ur búnir. Það þarf þó hvorki sér-
stakan sjóklæðnað eða sjóhreysti til
að bregða sér í siglingu. Að sögn
Svanborgar Sigurgeirsdóttur hjá
Eyjaferðum sem reka Hafrúnu hef-
ur enn enginn orðið sjóveikur í
þessum ferðum þótt margir hafi
lagt í ferðina þess fullvissir að þeir
yrðu fyrstir til þess.
Margyísleg skemmtun
ogfróðleikur
I öllum ferðunum er leiðsögu-
maður sem segir sögu eyjanna fyrr
og nú og þar má fræðast um allt
inilli himins og jarðar sem viðkem-
ur Breiðafjarðareyjum og lífinu
þar.
Eyjaferðir hafa lagt metnað í að
bjóða upp á skemmtun og fjöl-
breytileika í ferðunum um Breiða-
fjörð. Farið er á skelveiðar með
plógi og ferðalangarnir geta skoð-
að það sem kernur úr hafinu og
smakkað á því hráu.
Svanborg segir að allir hafi gam-
an af og fólkið smakki á hráum
hörpudiski og ígulkerahrognum
sem eru hið mesta lostæti. I sumum
ferðum er boðið í heimsókn til
Guðrúnar Jónasdóttur listakonu
sem býr í Galtarey. Guðrún er
sönn eyjakona sem á sitt einkagall-
erí í eyjunni og tekur á móti gest-
um með mikilli prýði og af sannri
gestrisni.
Svanborg Sigurgeirsdóttir segir
að fólk á öllum aldri hafi jafn gam-
an af ferðunum og mikið sé um að
starfsinannahópar og klúbbar komi
í ferðir um Breiðafjarðareyjar. Síð-
an komi farþegarnir aftur í sams
konar ferðir með fjölskyldur sínar.
Margir ferðalanganna koma hvað
eftir annað og Svanborg telur að
það sé besta auglýsing sem hægt sé
að fá. Sigling um Breiðafjarðareyj-
ar er þægileg og skemmtileg lífs-
reynsla sem höfðar jafht til allra í
fjölskyldunni.
GRIMSNESI
Alim ferhmnmt/öm
Plágurinn dreginn um borð stútfull-
urafalgeru hnossgteti. Ekki versnar
bragðið þegar haft er í huga aðfyrir
svona mat sem veittur er ókeypis um
borð er borgað stórfé fyrir á fínustu
veitingahúsum heims - og komast
þeir réttir þó ekki í hálfkvisti við
ferskt hrámetið.
Upplifið töfra Vestmannaeyja
í skoðunarferðum á landi og sjó
Öll ferðaþjónusta á einum stað!
Móttaka ferðamanna og skipulagðar skoðunarferðir á landi og sjó.
Ferðaþj ónusta Vestmannaeyj a
Sími 98-12922
Margt er að skoða á siglingu með Eyjaferðum, m.a. þessar sérkennilegu
stuðlabergsmyndanir, en stuðlaberg er víða að finna á eyjum í Breiðafirði.
Myndin er einmitt tekin úr Hafrúnu.
Veitingahúsið
Við brúarsporðinn
Eyrarvegi 1, Selfossi
Fiskréttir, pasta og
kjötréttir.
Góð áning til allra átta.
STAÐUR SEM ALLIR
MÆLAMEÐ!
VIKUBLAÐIÐ 2. JÚLÍ 1993
Þó hestamaðurinn virðist hafa
dregið athygli veiðimannsins til
sín um stutid er víst fátt sem
lceknað getur veiðibakteríuna. Nú
getttr öll jjölskyldan sameinast um
að eyða degi við veiðar í ám og
vötnum og það þatf alls ekki að
vera svo dýrt!.
Mynd: Kristinn Ingvarsson/Ljós-
myndasafn Reykjavíkur
Fjölskyldan
í veiðitúr
Stangveiði í ám og vötnum
ffeistar margra. Því fylgir
sérstök stemmning að sitja
eða standa við vatnið, hlusta á
kyrrðina og bíða eftir því að bitið
sé á.
Börn kunna vel að meta að eyða
tíma með fullorðnum við vatnið.
Við það myndast oft tengsl sem
endast ævilangt.
Það þarf ekki endilega að fara
langt né borga mikið til að komast
í veiði og víða um landið er hægt að
kaupa veiðileyfi þar sem hægt er að
renna fyrir silung heilan eða hálfan
dag fyrir viðráðanlegt verð. Eins
og dærnin sanna þurfa veiðigræj-
urnar heldur ekki að vera dýrar til
að hægt sé að veiða á þær stóran
fisk.
Veiðileyfi er víða hægt að fá á
staðnum en einng er hægt að leita
til Stangveiðifélags Reykjavíkur
(Sog, Hítarvatn) og Stangveiðifé-
lags Hafnarfjarðar (Djúpavatn,
Hlíðarvatn og Kleifarvam).
Ferðaþjónusta bænda hefur gefið
út bækling sem heitir Veiðiflakkar-
inn og býr yfir upplýsingum um 64
veiðistaði um allt land. Margar
sportvöruverslanir selja veiðileyfi
og Landsamband veiðifélaga hefur
tekið saman upplýsingar um
veiðivötn á landinu og hafa þær
verið gefnar út í 12 litlum heftum
sem seld eru saman á sanngjörnu
verði. Þar er einnig að finna góðar
upplýsingar fyrir þá sem leggja í
langferð með stöngina í farangrin-
um.
Feröuwíst
Ferðaskrifstofa
Suðurlands
Hveragerði