Vikublaðið


Vikublaðið - 02.07.1993, Blaðsíða 5

Vikublaðið - 02.07.1993, Blaðsíða 5
VIKUBLAÐIÐ 2. JÚLÍ 1993 S^érnmálin 5 Ríkisstjórnin blekkir og launafólk borgar S Verðdæmi II haldi að sér höndum þegar skuldug fyrirtæki verða gjaldþrota en grípa ekki til gengisfellinga og lánabreyt- inga til að reksturinn haldi áfram. Það þarf pólitískt þor að horfast í augu við þessi einföldu sannindi. Hvorugur ríkisstjórnarflokkanna þorir og þess vegna grípa þeir til blekkinga. Sjálfstæðisflokkurinn blekkir með því að þegja og kenna ein- göngu utanaðkomandi aðstæðum um erfiðleikana og Alþýðuflokkur- inn blekkir með þvx að nefna vand- ann öðru nafni en hann raunveru- lega heitir. Gengisfellingin var til þess gerð að taka fjármuni ffá launafólki til að viðhalda óbreyttri byggð í land- inu. Það er ekkert merkilegt við það. Það sem vekur furðu er að eng- inn hefur kjark til að segja það upp- hátt. pv Afundi ríkisstjórnarinnar á sunnudagskvöld náðist samkomulag um eitt atriði sem var pakkað inn í sjö blaðsíður af texta og kallað efnahagsaðgerðir; gengi krónunnar var fellt um 7,5 prósent. Þar með var ákveðið að taka nokkra milljarða ffá launafólki og færa fyrirtækjum í útgerð og vinnslu. Yfirlýsingar Jóns Baldvins Hannibalssonar, formanns Af- þýðuflokksins, um að nú væri tekið á „strúktúrvanda" sjávarútvegsins eru ekki útfærðar í textanum sem rílcisstjórnin sendi ffá sér og ólík- legt að sjávarútvegsfyrirtækjum fækki í kjölfar ákvarðana ríkis- stjórnarinnar. Akvörðunin um heildarafla á næsta fiskveiðiári var ekki tekin á sunnudaginn heldur fyrir nokkrum vikum. I þjóðfélaginu var samstaða um að fylgja tillögum Hafrann- sóknarstofnunar og létt verk fyrir ríkisstjórnina að ganga frá þeirri hlið málsins. Hitt er sýnu erfiðara að mæta aflasam- því markmiði að draga úr af- kastagetu útgerðar og vinnslu. í Sjónvarpsfréttum á mánu- dagskvöld skaut Kristján Ragnarsson, formaður LIU, þessa hugmynd í kaf. Ekki vegna þess að hann er á móti grisjun í sjávarútvegi, heldur vegna þess að hann er raunsær. Kristján sagði það vera óþurft- arverk að koma togurum Bol- víkinga, Heiðrúnu og Dag- rúnu, til veiða og hefja að nýju starfsemi í vinnsluhúsum gjal- þrotabús Einars Guðfinnsson- ar hf. Kristján veit hvað hann syngur því að þessa dagana ráðgast þingmenn Vestfirð- inga við bæjarstjórnarmenn Bolvíkinga um leiðir til að tryggja útgerð togaranna. Togararnir verða ekki gerðir út nema með stuðningi hins opinbera og þegar þingmenn kjördæmisins, bæði úr stjóm og stjórnarandstöðu, leggjast á eitt þá eru sterkar líkur á að þeim takist að útvega það fé úr opinberum sjóðum sem til þarf. Þetta er viður- kennd aðferð í íslenskri stjómsýslu og stjórnmálaflokkamir leggjast ekki gegn þessum vinnubrögðum. Fyrirgreiðslan er byggðapólitík Það em sögulegar skýringar á „strúktúrvandanum". Allt ffá lok- um seinni heimsstyrjaldar hafa stjómvöld tekið virkan þátt í að efla og endumýja útgerð og vinnslu í öllum landshlutum. I áratugi var þetta að mörgu leyti skynsamleg og rökrétt pólitík enda góður markað- ur erlendis fyrir sjávarafurðir og gnægð fiskjar. Þegar gekk á fiski- stofnana og takmarka varð sóknina átti þessi stefna ekki lengur við. Þrátt fyrir að liðinn sé hálfur annar áratugur frá því að vemdunarsjón- armið urðu ofaná í fiskveiðistefn- unni hefur íslenska stjómkerfið ekki lagað sig að breyttum aðstæð- um. Opinbert fé er enn notað til fjárfestinga í útgerð og vinnslu þó að vitað sé að á heildina litdð er þetta sóun á verðmæmm. Skýring- in á tregðu stjórnkerfisins við að láta af úreltri fyrirgreiðslupólitík við sjávarútveginn liggur í því að víðast hvar við sjávarsíðuna má setja samasemmerki milli stöðu sjávarútvegs og byggðar. Byggð í sjávarplássum er háð af- komu útgerðar og vinnslu og stuðningur stjórnvalda við fyrir- tækin er samofin byggða- og kjör- dæmapólitík. „Strúktúrvandinn“ sem Jón Baldvin talar um er ekki í sjávarút- veginum heldur í íslensku samfé- lagi. Valið stendur á milli þess að halda byggðinni í landinu í núver- andi horfi, og greiða fyrir það með hærri sköttum, eða að grisja byggð- ina með þeim hætti að stjómvöld drættinum með skynsamlegum ráð- stöfunum. Ríkis- stjórnin kaus að fara þægilegustu leiðina sem er jafn óskyn- söm og hún er auð- veld. Aðgerðimar svo- kölluðu em fyrst og ffemst breytingar á skjölum þar sem op- inber lán til sjávarút- vegsfyrirtækja era ffamlengd. Það þarf ekki meira til en „einfaldar yfirlýsing- ar,“ eins og Guð- mundur Malmquist, forstjóri Byggða- stofnunar, orðar það. Til viðbótar lofar ríkisstjórnin að leggja fram fram- varp í haust um Þró- unarsjóð sjávarút- vegsins. Þetta loforð kemur til vegna málamiðlunar í rík- isstjórn, þar sem Al- þýðuflokksmenn neituðu að sam- þykkja gengisfell- ingu nema að gripið yrði til ráðstafana til að fækka sjávarút- vegsfyrirtækjum. A þessari málamiðlun byggir Jón Baldvin yfirlýsingar sínar um að nú verði ráðist að rótum vandans, tek- ið verði á „strúktúr- vanda" sjávarútvegs- ins; offjárfestingu í fiskiskipum og vinnsluhúsum. Kristján R. veit hvað hann syngur Það er ósennilegt að eitthvað verði úr Jón Baldvin kallar hlutina ekki réttu nafni þegar hann segir „strúktúrvand- ann“ vera í sjávarútveginum. Vandinn heitir öðru nafni. Ferðaþjónusta bænda Frábær uppskrift ao trnnu i ar 1 <,. Verðdæmi I: ~ 4RA MANNA FJÖLSKYLDA - gisting í góðu svefnpokaplássi. Eldunaraðstaða og góð setustofa til boða á x flestum stöðunum. Verð kr. 3.450.* Pr. mann á nótt 862. x BÆKLINGURINN OKKAR ER ÓMISSANDI FÖRUNAUTUR Á FERÐALAGINU Verðdæmi III: 4RA MANNA FJÖLSKYLDA - sumarhús í viku (fl. B) Verð kr. 24.500.* Pr. mann á nótt 875. 4RA MANNA FJOLSKYLDA — gisting í uppábúnum rúmum. Frábær morgunverður að sveitasið og Ijúffengur kvöldverður. Verð kr. 11.100.* Pr. mann á nótt 2.775. * Tilboð miðast við 2 fullorðna og 2 börn, 6-11 ára. Ferðaþjónusta bænda, Hótel Sögu v/Hagatorg, símar 623640/43, símbréf 623644. FerðaþjónUSta

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.