Vikublaðið


Vikublaðið - 02.07.1993, Blaðsíða 16

Vikublaðið - 02.07.1993, Blaðsíða 16
16 Af eriendnm vettvangt VTKUBLAÐIÐ 2. JÚLÍ 1993 ísrael - Palestína Friðarviðræður LIBANON [AZAR! ISALEM ISRAEL Síðan ísraelsríki var sett á stofn 1948 hefur fimm sinnum brotist út stríð milli gyðinga og araba. I því síðasta, þ.e. innrás ísraelska hersins Tsahal í Suður- Líbanon, var Yasser Arafat leiðtogi PLO neyddur til að flytja höfuð- stöðvar sínar til Túnis. Þáttaskil urðu í þessu andrúmslofti rótgró- ins haturs og ofbeldis þegar Anw- ar-al-Sadat Egyptalandsforseti kom í sögulega heimsókn til Jer- úsalem í nóvember 1977. Ari síðar hafði ríkisstjórn Carters forgöngu um friðarviðræð- orðið að ræða var að víðtækar póli- tískar breytingar yrðu í þessum heimshluta. Hrun Sovétríkjanna og hernaðarlegur ósigur Saddam Husseins Iraksforseta breytti valdahlutföllum verulega. Eftír Flóabardaga 1991 voru hörðustu andstæðingar friðarvið- ræðna - Irak, Lybía og hluti Palest- ínumanna - í upplausn. I október 1991 hófust í Madrid samningavið- ræður um frið fyrir botni Miðjarð- arhafs og eru það fyrstu viðræðum- ar af þessum toga milli araba og gyðinga í þessum heimshluta. Bush og Gorbatjof setm fyrsta samn- ingafimdinn og gáfu þannig tóninn fyrir áframhaldandi viðræður. 1 fyrsta sinn hafði tekist að draga sendinefndir frá Israel, Sýrlandi, Líbanon og Egyptalandi ásamt jórdanskri-palestínskri sendinefhd til sameiginlegrar ráðstefnu sem haldin var að frumkvæði Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna. Þegar Yitzhak Rabin forsætisráðherra ísraels lét reka 415 palestínumenn úr landi 17. desember sl. var friðar- viðræðunuin frestað. Tengslin rofnuðu þó ekki alveg. 19. janúar 1993 fól ísraelska þingið, Rnesset, stjórnvöldum í Israel að efha til fundar með leiðtogum PLO. 1 febrúar heimsótti utanrík- isráðherra Bandaríkjanna Warren Christopher Kaíró, Amman, Damaskus og Jerúsalem og hitti jafnvel Fahd, konung Saudi-Arab- íu. Það er ótvíræður stjórnmálaleg- ur sigur fyrir Bill Clinton að ffiðar- viðræðunum var fram haldið í Washington í byrjun inaí. Þrátt fyrir að viðræðurnar hlypu svo í strand um tíma vegna ágreinings, hófust þær að nýju nú um miðjan júní. Sendinefhd Palestínumanna er nú undir forystu Faisal-al- Hussein sem er ffá Jerúsalem og telst til hófsamari manna. Útlagamir Brottrekstur Palestínumann- anna 415 sem tilheyra hinum svo- kallaða Hamas-armi var algerlega óverjandi þar sem þeir voru gerðir útlægir án þess að hafa verið á- kærðir eða dæmdir. Abou Hazem Siouri sem er fáðir þess yngsta í hópnum, hins 16 ára Bassem, lýsti atburðarásinni með þessum orð- um: „Hermennirnir komu. Þeir vildu yfirheyra son minn. Daginn effir sá ég hann í sjónvarpinu innan um aðra útlaga uppi í fjöllum í Lí- banon.“ Brottflutningur Palestínumann- anna var brot á fjórða Genfarsátt- málanum um leyfilegt framferði hernámsafla. Það er ómannúðlegt að halda fólki nauðugu uppi í Bernard Granotier urnar í Camp David þar sem frið- arsamningar milli ísraels og Eg- yptalands voru undirritaðir 26. mars 1979. Forsenda þess að um ffekari þróun í átt til ffiðar gæti DAMASKUS SYRLAND GÓLANHÆÐIR VESTURBAKKINN •AMMAN DAUÐA- HAFIÐ JORDANIA Undir hernámi (sraels Innlimað í ísrael Öryggissvæði í Suður-Líbanon hafnar að nýju Uppreisnin á Vesturbakkanum, Intifada, hófst um sama leyti og Hamas-samtökin voru stofiiuð, en þau hvetja til „heilags stríðs“ og njóta stuðnings um jjórðungs íbúanna á Vesturbakkanum. Verði ekki fljótlega hcegt að sýnafram á árangur af friðai~viðrceðunum er hætt við að stuðningur við heittrúarstefnuna atikist. óbyggilegu fjallendi um hávetur og meina öðrum að nálgast þá. Þegar birgðir Palestínumannanna af olíu og lyfjum voru þrotnar neitaði rík- isstjórn ísraels að heimila að neyð- araðstoð yrði send í gegnum svo- kallað öryggissvæði meðfram landamærum íraels. Þá neita stjórnvöld í ísrael að fallast á álykt- un Sameinuðu þjóðanna númer 799 þar sem þess er krafist að út- lagarnir fái tafarlaust að snúa til síns heima. Þá hafa Palestínumenn hafiiað samkomulagi Rabins við Bandaríkjastjórn um að 100 útlög- um verði leyft að snúa heim strax og 300 fyrir árslok. Hamas-samtökin eim í sam- keppni við Fatah, forystuaflið inn- an PLO, um stöðu stjórnmálalegs fulltrúa Palestínumanna á her- nuindu svæðunum. Þau voru stofn- uð af Bræðralagi Múslima í desem- ber 1987, um sama leyti og Intifa- da-uppreisnin braust út. I fyrstu ýttu ísraelsk stjórnvöld undir Hamas-saintökin í þeim tilgangi að veikja PLO, en ásaka þau nú um að vera svipuð múslímsk ógn og íran, egypskir heittrúarsinnar eða ís- lamska hreyfingin FIS í Alsír. Orðið hamas er arabíska sem þýðir „takmark" eða markmið, en er líka skammstöfun á heiti And- ófshreyfingar múslima sem nýtur stuðnings fjórðungs íbúanna á Vesturbakkanum og yfir 40% á Gaza svæðinu. Gagnstætt PLO, sem viðurkenndi Ísraelsríki 1988, hvetur Hamas enn til Jihad, eða heilags stríðs, og stefnir að stofnun íslamsks ríkis Palestínumanna í gervallri Palestínu. Þó Hamas- samtökin séu andvíg friðarviðræð- unum vilja þau koma fulltrúum sínum inn í Þjóðarráð Palestínu, æðstu stjórn PLO, og gera þau kröfu um 40% sætanna þar. Intifada . I ísrael eru 4 milljónir gyðinga og 1,8 milljón araba. Arabar eru þar annars flolcks borgarar. Svipað- ur fjöldi Palestínumanna lifir í út- legð víðsvegar um heim. A síðustu þremur árum hafa um 400.000 gyðingar flust frá fyrrum Sovétríkj- unum til ísraels. Eitt af þeim land- svæðum sem ísraelar náðu á sitt vald í sex daga stríðinu 1967, Aust- ur-Jerúsalem, hefur verið innlimað í Ísraelsríki. Á hinum tveimur, Gaza-svæðinu og Vesturbakkanum, eru aðstæður íbúanna hinar hrikalegustu. Aróð- ur heittrúarmúslima hefur náð að skjóta hvað dýpstum rómm á Gaza-svæðinu þar sem tæplega ein mifljón flóttamanna reynir að þrauka við vatnsskort og atvinnu- leysi og undir stöðugu útgöngu- banni. ísraelsmenn hafa þráfald- lega neitað að hlíta samþykkt Or- yggisráðs Sameinuðu þjóðanna númer 242 frá 22. nóvember 1967 um að þeir yfirgefi hernumdu svæðin. Þrátt fyrir að ísraelsmenn haldi hinu gagnstæða fram þá gild- ir fjórði Genfarsáttmálinn um „vernd fólks á hernumdum svæð- um“ um íbúa Vesturbakkans og Gaza-svæðisins. Intifada uppreisnin hófst í lok ársins 1987 sem dæmigert grasrót- arandóf. Samkvæmt skýrslu Am- nesty International í Bandaríkjun- um voru meira en 700 Palestínu- menn drepnir frá upphafi upp- reisnarinnar og ffam til maímánað- ar 1990 og þúsundir hafa særst. A fyrstu þremur inánuðum þessa árs hafa hefndaragerðir ísraelsmanna vegna óskipulagðra drápa á 12 Gyðingum kostað rúmlega 70 Palestínumenn lífið. A Gaza-svæð- inu og Vesturbakkanum fóru íbú- arnir í verkföll þegar friðarviðræð- urnar voru hafnar að nýju vegna þess að margir óttast að allt tal um „sjálfstjórn" eða heimastjórn þýði að settar verði á fót einhverskonar hjálendur í stíl við Bantústan-ríki blökkumanna í Suður-Afriku því ísrael berst hatrammlega gegn á- formum um stofhun raunverulegs Palestínuríkis. Þá er ekkert lát á þeirri stefnu að stofna byggðir ný- lega aðfluttra gyðinga á hernumdu svæðunum og hafa nú um 120.000 gyðingar sest þar að. Höfuðáhersla Rabin stjórnar- innar sýnist vera á sainkomulag við stjórnvöld í Sýrlandi um „land fyr- ir frið“ í Gólanhæðunuin. Hússein Jórdaníukonungur hefur látið af kröfum sínum til Vesturbakkans, en þar er hugsanlegt að ríki Palest- ínumanna lfti dagsins ljós einhvern tíma í ffamtíðinni. En nú þegar friðarviðræðurnar eru hafnar að nýju er Ijóst að ríkisstjórn Clintons er mikið í mun að þær leiði til ár- angurs áður en öfgamenn á báðum vígstöðvum inagna öldu ofbeldis- ins að nýju. mmmm m mmmmm m mmmm ■ ’mmmm m mmmmm Á íslandi hafa starfað stuðnings- samtök við Palestínumenn síðan 1987 undir nafhinu Island-Palest- ína. Þau gefa út fréttabréfið Frjáls Palestína. í maí 1989 samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu um að íslensk stjórnvöld skuli koma á vinsamlegum samskiptum við PLO. BESTU KAUPIN í LAMBAKJÖTI 1/2 skrokkur af fyi'sta flokks lambakjöti í poka. Ljúffengt og gott á grillið. Fæst í næstu verslun.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.