Vikublaðið


Vikublaðið - 02.07.1993, Blaðsíða 9

Vikublaðið - 02.07.1993, Blaðsíða 9
VIKUBLAÐIÐ 2. JULI1993 9 Reykholt í Biskupstungum Farfuglaheimili er ódýr kostur og góður Reykholt í Biskupslungum er eitt 24 farfuglaheimila á landinu þar sem hcegt er að fá góða gistingu fyrir lítið verð ogyfirleitt bjóða þau uþp á aðstöðu jyrir gestina til að elda únn eigin mat. Valkostur sem Islendingar nota í vaxandi rnæli. Farfuglaheimilin hafa ekki verið mikið notuð af Islendingum fram að þessu. Sennilega kemur það til af því að í gamla daga settu menn þau í samband við skítugar skonsur þar sem hver liggur um annan þveran á gólfum og bekkjum. En þar er um mikinn misskilning að ræða. Tuttugu og fjögur far- fuglaheimili eru á landinu og misjöfh eins og þau eru mörg, en þau eru öll mjög frambærileg og langt fyrir ofan þau gæði sem hin Iágu verð gefa til kynna. Hjónin Ragnheiður Jón- asdóttir og Unnar Þór Böðvarsson ráða ríkjum á farfuglaheimilinu í Reyk- holti í Biskupstungum, en þetta er sjöunda sumarið sem þau reka staðinn. Fram að þessu hafa gestirnir að mesm verið útlendingar en það er að breytast. Húsið í Reykholti er stórt og tekur um 70 manns í rúm og enn fleiri ef um svefh- pokapláss er að ræða, en þau hjónin segjast helst ekki taka svo marga gesti í einu því þau vilji að sem best fari urn þá. Húsið er afar sjaldan fyllt. I þau fáu skipti sem það hefur gerst voru haldin þar ættarmót, þar sem fólk vill vera allt saman. Ættarmótin eru alltaf að verða vinsælli og Reykholt hefur ekki farið varhluta af þeim. Þar hafa komið saman stórir hópar ættingja sem vilja skemmta sér saman og kynnast. Ragnheiður segir að meðan ættarmót hafi staðið yfir í Reykholti hafi verið lokað fyrir útlendinga þar sem þá hafi orðið að sveigja reglurnar örlftið til á meðan. Venjulega tekur fjöl- skyldufólk eitt herbergi sam- an og þegar fólk er á eigin vegum fær það lítið herbergi. Ragnheiður segir aðsóknina að Reykholti vera mjög góða og fara batnandi með hverju árinu eins og á öðrum far- fuglaheimilum. Nú í ár er bullandi aðsókn og telur Ragnheiður fjár- hagslegar þrengingar eiga sinn þátt í því. Neyðin kenn- ir naktri konu að spinna og þegar kreppir að fara menn að leita að ódýrum mögu- leikum. Farfuglaheimilin eru óneitanlega eitt af því ódýr- asta sem þú færð. Ef gestirnir eru handhafar farfuglaskírteina kostar svefnpokapláss 1000 krónur á nóttu fyrir fullorðna og 500 fyrir börn. Annars er verðið 1250 fyrir fullorðna og 625 fyrir börn. Vilji ein- hver fá uppbúið rúm kostar það 350 krónur aukalega á mann. Það er ekki bara hægt að búa ódýrt, heldur einnig borða ódýrt því á farfugla- heimilunum er eldhúsað- staða sem gestir geta notað sér og eldað sinn eigin mat. Farfuglaheimilið í Reyk- holti er á góðum stað fyrir þá sem eru á leið norður eða suður Kjalveg og einnig er heimilið stutt ffá Gullfossi, Geysi, Laugarvatni og Skál- holti. Allir sem þar gista fá frítt í sundlaugina á staðnum en auk hennar eru heitir pottar og gufubað á staðn- um. Hið góða verð á gistingu á farfuglaheimilum stafar af því að þau eru fjölskyldufyr- irtæki sem heimilisfólkið hjálpast að við að reka. Oll þjónusta miðast við að gest- irnir séu sem mest sjálf- bjarga, hafi aðgang að allri nauðsynlegri sjálfsþjónustu og fari eftir þeim reglum sem hvert heimili setur þeim. Hægt er að gerast félagi (farfugl) á skrifstofu Banda- lags íslenskra farfugla og verða uin leið fullgildur meðlimur í alþjóðasamtök- um farfugla (International youth hostel federation). Meðlimir fá skírteini sem auðveldar þeini að ferðast og búa á farfuglaheimilum sem eru urn 6000 um allan heim. Því ekki að byrja heima? Farfuglaheimilin eru á eftirtöldum stöðum: Reykjavik, Akureyri (2), Bakkafirði, Beru- rtesi við Djúpavog, Breiðuvtk, Fljótsdal, Fosshóli, Harrtri við Borganies, Hítscy við Egilstaði, Hveragerði, Höjii, Lcirubakka Landssveit, Lónskoti við Hofsós, Osum V-Hún, Patreksfirði, Reyðarfirði, Reykholti, Reynisbrckku við Vík, Runnum við KIcpp- járnsreyki, Seyðisftrði, Stafafelli í Lóni, Stykkishólmi, Sæbergi í Hrútafirði og í Vestmannaeyjum. / „Eg legg skylduspamaðinn beint á Stjörnubók.“ Svala Björk Arnardótdr, fegurðardrotming íslands. Qóðar fréttir fyrir þá sem vilja treysta fjárhagsstöðu sína í framtíðinni! -----------0--------------- Reglulegur sparnaður hefur margoft sannað gildi sitt þegar ungt fólk leggur í kostnaðarsamt nám, stofnar heimili eða kaupir húsnæði. Nú, þegar skyldusparnaður heyrir sögunni til, er brýnt að sparnaður haldi áfram á raunhæfan hátt. Spariáskrift að STJÖRNUBÓK er tvímælalaust góður kostur. & Verðtryggð inneign með háurn vöxtum. X Lánsréttur til húsnæðiskaupa, allt að 2,5 milljónum króna til allt að 10 ára. X Spariáskrift - öll innstæðan laus á sama tíma. X 30 mánaða binditími. Unnt er að losa bundna innstæðu gegn innlausnargjaldi. Það er auðvelt að safna í spariáskrift - með sjálfvirkum millifærslum af viðskiptareikningi eða heimsendum gíróseðlum. STJÖRNUBGK BUNAÐARBANKINN Traustur banki

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.