Vikublaðið


Vikublaðið - 02.07.1993, Blaðsíða 20

Vikublaðið - 02.07.1993, Blaðsíða 20
Munið áskriftarsímann 17500 í hæsta máta menningarlegt viðtal við Kidda kanínu í Hljómalind Athafnaskáld í Austurstræti Rætt við Kristinn Sæmundsson verslunar- og útvarpsmann um líf hans og lífsviðhorf. Viðtalið er tekið við erfiðar aðstæður á heimili Kidda. Þangað kemur nefnilega straumur fólks, að skoða nýfæddan son hans. Hvers vegna e?-tu kallaður Kiddi kanína? - Þetta fæddist 1988, þegar ég var með þátt á Rótinni. Heimspeki mín og hug- myndafræði er nefnilega öll sótt í Bugs nokkurn Bunny, "fastest rabbit in town." Ha? - Þú verður að horfa á Bugs Bunny til að skilja þetta, segir Kiddi og býður gulrætur. Hvers vegna fórstu að vera með þa'tt á Rót- inni? - Eg var að vinna í Gramminu og lang- aði að koma tónlist, sem ekki heyrðist annars staðar, að í útvarpi. Athafnasamur í æsku Kiddi segirfrá bemsku sinni á meðan hann þvter upp eftir kvöldmatinn. - Ég var athafnasamur og gerði flest möguleg bernskubrek. Móður minnar vegna vil ég ekki rifja þau upp. Æskan var líka rosalega fjörug og lífleg hjá mér. Kiddi sást og sést enn smndum með fé- lögum úr Súrrealistahópnum Medúsu sem í voru m.a. Þór Eldon skáld og gítarleikari í Sykurmolunum, Sjón og Jóhamar skáld, Olafur Engilbertsson myndlistargagnrýn- andi DV og Einar Melax tónlistarkennari í Vík í Mýrdal, en þeir eru allir eldri en Kiddi. Hver voru tengslþtn við Medúsu? - Við Bessi Jónsson komum inn í lokin, þegar Medúsa var í andarslitrunum. Þetta var gott fjör. Ortirþú líka? - Ég var að reyna. Ég hélt á tímabili að ég væri skáld Þá var þetta ekki spurning um skáldskap heldur athafnir. Ég er svona „gerari“. Mér finnst rosalega gaman að gera það. A allan hátt, ekki bara kynferðislega. Þessi þörf hefur smndum komið mér í koll. Ertu svona duglegur? - Nei, athafnasamur. Mér finnst þetta orð - duglegur - svo leiðinlegt. Það minnir á „verm nú duglegur strákur“ eða eitthvað í þeim dúr. Nomrn ffekar hugtak Einars Ben. - athafnaskáld. Uppáhaldsfrasinn er: „Málið er ekki hvað rnaður gemr, heldur hvað rnaður gerir.“ Pönkhugmyndafræðin. Rauðirfánar í Hljómalind- inni Athafnasemi Kristins hefur tekið á sig ýmsar myndir. I kringum jólin 1985 sást hann á öldurhúsum bæjarins að selja litla bleika bók, „Sjö ævintýri“, með ævintýrum eftir sjö ára dreng, Ada Jónsson, bóndason á bænum sem Kiddi hafði verið að vinna á þann vemrinn. Ekki hefur frést af fleiri út- gáfum á verkum Atla, en bókin rann út. Kiddi, tetlarðu að gefa út sögur sonarins? - Nei, hann gefur frekar út sögur pabba síns. Jú kannski, ef hann sýnir hæfileika og langanir. Hér er gert smá hlé til þess að ræða þetta við soninn, sem sýnir lítinn áhuga á út- gáfumálum. Núna er Kiddi þekkmr sem Kiddi í Hljómalindinni, plömbúðinni sem er rétt hjá Ríkinu í Austurstræti. Ef eitthvað er að marka auglýsingar þá er Hljómalind ung, óháð og ögrandi og minnsta hljómplöm- verslun Norðurlanda. Fyrir ffídag verka- lýðsins 1. maí auglýsti Kiddi: „Opið í þágu alþýðunnar“ og gerði sér fulla grein fyrir mótsögninni. I búðinni eru rauðir fánar, hamar og sigð og myndir af leiðtogum Sovétríkjanna sálugu upp um alla veggi. Hvers vegna? - Ég er hrifinn af slagorðum, flotm útliti og markaðsemingu. Ekkert fyrirbæri hef- ur verið bemr markaðsett en kommún- isminn. Rauði fáninn, hamarinn, sigðin, á- róðursplakötin og allt það. Þetta er snilld og ætti að veita Göbbelsverðlaunin fyrir. Hvað? - Leynileg áróðursverðlaun sem eru veitt af og til hér á landi. Ef Kommúnism- inn væri íslenskur væri hann löngu búinn að fá þessi verðlaun. Hann fær kannski heiðursverðlaun við tækifæri. Jicja, en hvers konar bnð er Hljómalindin? - Hljómalindin fyllir í skarðið sem varð til þegar Grammið féll ffá. Við sinnum sérhæfðum markaðsþörfum, sem eru sold- ið "in" núna. Við erum parmr af þeirri tísku. Það er fámennur en góður og traust- ur hópur sem skiptir við okkur. Við reyn- um að lesa út þarfir hvers kúnna fyrir sig. Eðlisávísun götudrengsins Hvert er ykkar sérsvið? - Danstónlist og ræflarokk í víðusm Kolrössu Krókríðandi. Yukatan vann Músíktilraunir Tónabæjar í ár og Kolrassa í fyrra. Þar er greinilega vettvangurinn fyrir metnaðarfullar hljóm- sveitir, en gefum Kidda orðið: - Besm hugmyndirnar fæðast alltaf hjá unglingunum. Nú fer spennandi tímabil í hönd. Spurningin er hvort liðið hefur þann kraft og údtald sem þarf. Það á að gefa þeim tækifæri. Ekki misskilja mig. Það má ekki vera of auðvelt að koma sér á frain- færi. Þetta er ekki allra, en allir geta látið sig dreyma. Við urðum áþreifanlega varir við þessa grósku þegar við auglýsmm eftir hljómsveimm á safndiskinum Núll og nix, sem gefinn er út í tengslum við tímaritið Núllið - "0". Fyrst átti þetta að vera einn diskur, en það sendu svo inargar góðar sveitir inn efni að gefnir vom út tveir disk- ar með 33 ungunt og ögrandi hljómsveit- uin. Hljómalind, Smekkleysa (já, hún er enn til) og Núllið standa saman að útgáfunni. Affæðingardeildinnni í beina útsendingu Rótin er ekki eina útvarpsstöðin sem Kiddi hefur verið með þætti á. Hann var lengi með þætti á Sólinni. Þar spilaði hann nær eingöngu nýja tónlist og fékk, að eigin sögn, nokkuð góða hlustun. Kiddi vill ekki meina að frjálsu útvarpsstöðvarnar hafi hamlað tónlistarsköpun í landinu. - Meirihluti þjóðarinnar vill bara vel- meltanlegan graut. Þó mætrn dagskrár- gerðarmennimir vera opnari, annað gæti orðið þeirra banabiti. Það em góðir hlutir að gerast á Utvarp Berlín, Aðalstöðinni og það vom góðir hlutir að gerast á Sólinni. Nú er hún útbmnnin. FM og Bylgjan byrj- uðu líka sem graðar og góðar stöðvar. Þátmr Kidda á Sólinni, mánudaginn 14. júní, varð eftirminnilegur. Þar átti að kynna Núll og nix og tala við hljómsveit- irnar í beinni útsendingu. Kiddi mætti - beint af fæðingardeildinni. Eftir að hafa verið viðstaddur fæðingu fmmburðarins var Kiddi ekki alveg eins vel upplagður og hann hefði þurft að vera. Hann stóð sig svel, en þegar leið á þáttinn varð hann yfir- kominn af eftirfæðingarstressi og varð að yfirgefa hljóðstofuna - urn smndarsakir. Við tók vinur Kidda sem sá um þáttinn á meðan drengurinn róaði sig nógu mikið niður til þess að geta haldið áfram útsend- ingu. Erþetta hugsjónastarf? - Ég geri ekkert sem ekki er í takt við mína hugsjón. Hún hefur að vísu aldrei verið skilgreind, en ég rek Hljómalind til þess að hafa í mig og á. Það er frábært að geta unnið við það sem ég hef áhuga á. Best væri ef allir gæm það. Erþetta katinski leiðin til þess að verða rík- Kiddi kanína í Hljónialindinni í Austurstræti segir að það sé ekkert vafamál að bestu hugmyndimar fieðist alltaf hjá unglingunum. Mynd: Eva Lísa. merkingu þess orðs. Við teljum það líka okkar hlutverk að styðja við bakið á nýjum hljómsveimm. Er mikið að gerast áþvísviði núna? - Það er mjög mikið aðfara að gerast. Ég hef mikla trú á krökkunum sem em á aldr- inum 14 til 18 ára núna. Þau hafa verið í svelti, lítið sem ekkert skapandi verið að gerast. I þrjú til fjögur ár hefur ástandið verið líkt og fyrir þá bylgju sem myndin Rokk í Reykjavík lýsti. Gömlu jálkarnir með sínar klisjur höfðu ráðið markaðinum og ástandið núna er svipað. Stóm böndin, SSSól, Stjórnin, Tod- mobile, GCD og fleirí hafa einokað mark- aðinn. Það er kominn tími á kynslóða- skipti. Hver tekur mark á mönnum sem verða að fá'ða í allt sumar? (Hér vitnar Kiddi til samnings SSSólar og GCD við Pepsi, þar sem slagorðið er: Verð að fá'ða í allt sumar). Þessi bönd hafa verið alltof hrædd við að hleypa öðmm að, þau em of frek. Þau gætu tekið ungar, óþekktar hljómsveitir með, leyft þeim að hita upp. Það gerðu Sykur- molarnir með góðum árangri. Þetta fólk er hrætt um að ef það hleypir öðmm að verði þeirra sneið af kökunni minni. Þetta er misskilningur. Ef þau vinna með krökkun- um, þá em þau á slagæðinnni. Annars staðna þau. Fylgi þessara banda, a.m.k. hér í bænum, hefur fallið niður úr öllu valdi. Ég veit ekki með liðið úti á landi, það er alltaf nokkmm mánuðum á eftir. Þetta er ekki sagt til að móðga, þetta er bara eðli- legt. Reykvfkingar eru lfka almennt á eftir því sein er að gerast úti. Nema ég! Ha, ha. Erþaðjá, hvemigferðu að? - Ég hef svo galopin augu. Svo beiti ég eðlisávísun götudrengsins. Ég bý að þeirri reynslu að hafa verið götudrengur. Ég get t.d. sagt þér hverjar verða næstu stórstjörn- ur Islands. Nú? -Já. Hljómsveitin Bubbleflies. Blaðamaður Vikublaðsins hefur aldrei heyrt þessa hljómsveit nefnda, en það er líldega eins gott að leggja nafnið á minnið. - Bubbleflies er málið, ásamt fullt af öðmm sveitum, t.d. Curver, Yukatan og REYNDU ÍSLENDINGINN Í ÞÉR Njóttu íslands - ferðalands íslendinga .. Olíufélagið tif Feröamálaráð Islands - ávallt f alfaraleið Nýttu þér upplýsingaþjónustu vítt um land varðandi ferðir, gistingu, veitingar og afþreyingu á hverjum stað. B AÐ MIÐNÆTURSÓL • FJÖRUFERÐ ÁRNIÐUR STEINRUNNIN TRÖLL • Þ Ö G N • SÖGUSLÓÐIR i ÆVINTVRABJARMA • DORG 1X3 Ö - Nei, en ég vinn 20 tíma á sólarhring svo að það væri garnan að hafa eitt- hvað upp úr þessu. Ertu sannfœrður um að Hljómalind verði enn til eftir tíu ár? -Já, algjörlega. Verður Kiddi enn í Hljómalindinni þá? - Eg lofa engu um það... Ingibjörg Stefánsdóttir

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.