Vikublaðið


Vikublaðið - 02.07.1993, Blaðsíða 11

Vikublaðið - 02.07.1993, Blaðsíða 11
VIKUBLAÐIÐ 2. JULI1993 11 Ferðir oe náttára íslendingar í hálendisferðum á hestum voru þrefalt fleiri ífyrra en árið áður. Á hestbaki um ísland Hestaferðir eru ekki bara fyrir útlend- inga. Það sannaðist á 10 ára afinæli Ishesta í fyrra þegar þátttaka Islendinga í hestaferðum þeirra þre- faldaðist! Nærri hundrað Is- lendingar tólcu þátt í hálend- isferðunum Ishesta og þótt styttri ferðir hafi alltaf verið vinsælar meðal landans varð einnig aukning í þær á síðasta ári. Hestaleigur eru víða um landið og flestar bjóða upp á skipulagða útreiðatúra með leiðsögumanni. Þessar hesta- leigur eru vinsælar á sumrin og sýna og sanna vinsældir ís- lenska hestsins og áhuga inn- lendra og erlendra ferðam- anna á hestamennsku. I hestaferðunum getur hver valið sér ferð við hæfi því þær eru mislangar og miserfiðar. Hestarnir eru líka ólíkir og hver og einn ætti að geta fundið hest sem passar hans reynslu og getu. Ferðalögin eru mislöng og krefjandi, allt frá eins til tveggja daga ferðum og upp í átta daga ferðir með gistingu í fjallaskál- um á leiðinni. Viðvaningar ogþaul- vanir hestamenn Ishestar eru orðið stórt og mikið fyrirtæki. Alls eru um 700 hestar og 50-60 manns á þeyt- ingi um landið með ferðamenn allt sumarið. Þeir óvönu geta brugðið sér á bak í Miðdal við Laugarvatn eða í Kópavogi (í Heiðmörk) en þar er boðið upp á 1 -2 og 4-6 stunda reiðtúra með Ishestum. Þá er einnig hægt að komast í smttar ferðir ffá Stóra Kálfalæk á Mýr- um, Syðra Langholti í Hruna- mannahreppi, Leirabakka í Landsveit, Eyvindarmúla Fljóts- hlíð, Sigmundarstöðum í Hálsa- sveit, Húsavík og Egilsstöðum. Fyrir þá sem vilja komast í nokkurra daga ferðir er meðal annars hægt að fara þriggja og fjögurra daga ferðir á Snæfells- nes (m.a. Löngufjörar), um ná- grenni Heklu, uppsveitir Arnes- sýslu og í Þórsmörk. Einnig er hægt að fara lengri hring um uppsveitir Arnessýslu en þá er gist á ferðaþjónustubæjum og Hótel Geysi og stoppað meðal annars í Skálholti, Syðra- Lang- holti, Flúðum, Gullfossi og auðvitað Geysi. Þessi ferð er Einar Bollason í Ishestum áir á Löngujjörum. ekki eins erfið og hún hljómar og þarf ekki sérstaka reiðkappa til að komast heilu og höldnu á leiðarenda. Með í verði á lengri ferðum era ferðir til og frá hót- eli fyrir þá sem þurfa, fullt fæði og allar gistingar, svefhpoki, reiðhjálmur, reiðtygi, regngalli, hnakktaska og 2-3 hestar á mann. Hálendisferðir Aðalsportið era þó auðvitað hálendisferðirnar. Þær era að öllu jöfnu átta dagar, sjö dagar á hestbaki en síðasti dagurinn fer í bílferð heim. Þessar ferðir henta ekki nema vönum hestamönn- um og hægt er að velja milli nokkurra þekktra leiða. Þær era; Kjölur firá Syðra Vatnsholti að Steinsstaðaskóla í Skagafirði, Landmannalaugar ffá Eyvind- arstöðum að Leirabakka í Land- sveit, Snæfellsnes ffá Stóra Kálfalæk að Arnarstapa, Eg- ilstaðir ffá Arnhólsstöðum í Skriðdal inn að Snæfelli og að Eyrarlandi, og Vatnsdalur ffá Sigmundarstöðum í Hálsasveit í tíu daga og komið við á mörgum merkum stöðum, m.a Húsafelli og yfir Haukagils- og Arnar- vatnsheiði til baka. Sú síðasta er svo frá Mývatni og er þá riðið um Þingeyjarsýslur. A þessum ferðurn er gist í fjallaskálum eða ferðaþjónustubæjum og með í ferðum er fjöldi manna, eldhús- bíll með trúss og fjöldi hesta, því skipt er um hesta a.m.k. einu sinni á dag. Fjölbreytnin í hestaferðum er alltaf að aukast og að sögn Einars Bollasonar hjá Ishest- um er skipulagður fjöldi sér- ferða fyrir hópa á hverju ári. Hestaferð með eigin hesta er ein nýjung sem virðist ætla að verða vinsæl í framtíðinni, en þá er um að ræða hópa hestamanna sem fara fjalla- ferðir á eigin hestum en fær fararstjórn, skipulagningu og fæði hjá Ishestum. Draumur fjalla- Ijónsins I tilefni af 10 ára affnælinu ætla Ishestar að fara sérstaka hátíðarferð í sumar en hún gengur undir nafhinu „Draumur fjallaljónsins“. Þar er um að ræða 28 daga ferð frá Hellissandi, þvert yfir hálendið og austur að bænum Sléttu í Reyðarfirði. I þessa ferð fara bara fáeinir útvaldir fjalla- og hestamenn, enda er hún hugsuð sem eins konar affnælis- gjöf handa þeim þrautseigustu. Það er ekki vidaus hugmynd að láta drauminn rætast og bregða sér á bak í sumar. Tossalisti hesta- mannsins Að lokum látum við fylgja með lista yfir það sem Ishestar telja nauðsynlegt í ferðalagið ef það skyldi verða öðram hesta- mönnum tíl góðs í sumar: 1. Góð, há stígvél (reiðstígvél ekki nauðsynleg). 2. Reiðbuxur og hlýrjakki eða úlpa. 3. Ullarpeysa. 4. Nóg af sokkum og ullarhos- um. 5. Hanskar, trefill, hiífa eða eymaband. 6. Hlý merfót, helst síðar nær- buxur. 7. HandkLeði, sápa og snyrti- vörur. Sundfötfyrir þá sem ætla að bleyta í sér. 8. Iþróttagalli (til að vera í á áningarstað) og etv. inni- skór (ífjallakofann). 9. Myndavél - kíkir. 10. Sólarolía, - sólin ersérstak- lega sterk á hálendinu og margir brenna illa þar. Og auðvitað reiðhjálmur, regnfát, hnakktaska og svefn- poki. Umboðsmenn um land allt: Á.G. Guðmundsson sf.. Húsavík • Ásbyrgi hf., Akureyri • Ásgeir Björnsson, Siglufirði • Guðrún sf., Vopnafirði • Hafsteinn Vilhjálmsson, Isafirði • Reynir sf., Blönduósi • Sigbjörn Brynjólfsson, Egilsstöðum • Svanberg hf., Vest- mannaeyjum • Umboðssala Rósu Bachmann, Patreksfirði • 3 Góðir saman Góðgætifrá Góu... Umboðsmenn um land allt: Á.G. Guðmundsson sf„ Húsavik • Asbyrgi hf. Akureyri • Asgeir Björnsson, Siglufirði • Guðrún sf„ Vopnafirði • Hafsteinn Vilhjálmsson, isafirði • Reynir sf„ Blönduósi • Sigbjöm Brynjólfsson, Egilsstöðum • Svanberg hf„ Vest- mannaeyjum • Umboðssala Rósu Bachmann, Patreksfirði • Rúsínur V2 Kg. Dökkar Umboðsmenn um land allt: Á.G. Guðmundsson sf„ Húsavlk • Asbyrgi hf. Akureyri • Asgeir Björnsson, Siglufirði • Guðrún sf„ Vopnafirði • Hafsteinn Vilhjálmsson, Isafirði • Reynir sf„ Blönduósi • Sigbjörn Brynjólfsson, Egilsstöðum • Svanberg hf„ Vest- mannaeyjum • Umboðssala Rósu Bachmann, Patreksfirði •

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.