Vikublaðið


Vikublaðið - 23.07.1993, Side 5

Vikublaðið - 23.07.1993, Side 5
VIKUBLAÐIÐ 23. JULI 1993 stjórnar Byggðastofhunar að hún leiti til ráðunauta Bún- aðarfélags Islands um fag- lega þekkingu og reynslu í landbúnaðarmálum." Und- irmálin eru þau að stjórn Byggðastofnunar viti lítið um landbúnað. í stjórn Byggðastofnunar sitja meðal annarra Pálmi Jónsson þingmaður, bóndi og fyrrverandi landbúnaðar- ráðherra og Egill Jónsson þingmaður, bóndi og vara- formaður Búnaðarfélagsins. komast með fingurna í hluta af því fé sem félagskerfi bænda hefur til ráðstöfunar. Samkvæmt búvörusamningi fær Framleiðnisjóður landbúnaðarins 300 milljónir króna á næsta ári og síðan 200 milljónir árlega tvö ár þar á eftir. Byggðastofnun leggur til að það fé sem sparast við lækkun framlaga til Framleiðnisjóðs renni tii verkefna á vegum Byggðastofn- unar. Bændur voru allt annað en á- nægðir með uppkastið að byggðaá- ætluninni sem þeir fengu til um- sagnar í vetur. Búnaðarþing mót- rnælti því að peningar sem áður runnu til Framleiðnisjóðs skyldu fara til Byggðastoftiunar. Jafnframt kvörtuðu bændur undan því að landbúnaður fengi litla umfjöllun í skýrslunni og gerðu þá kröfu að landbúnaðurinn fái „raunhæft mat við áætlanagerð á sviði atvinnu- mála.“ Og svo galt Búnaðarþing Byggðastofnun rauðan belg fyrir gráan með því að beina því „til Bandasamtökin telja að sér vegið t skýrslu Byggðastofnunar og átelja stofnunina fyrir að ástelni ífé sem með réttu tilbeyri Framleiðnisjóði landbúnaðarins. (Ljósm: OÞ.) ara byggðarlaga til samvinnu hvort tekst að treysta byggðina. A Norð- Austurlandi eru Raufarhöfn með tæplega 400 íbúa og Kópasker með rúmlega 150 íbúa á gráa svæðinu. Stjórn Byggðastofnunar tók þann kostinn að tengja ekki upp- byggingu opinberrar þjónustu við lán og styrki opinberra aðila til at- vinnufyrirtækja, eins og forsætis- ráðherra vildi. Hugmynd Davíðs Oddssonar gekk út á það að vaxtar- svæðin myndu ekki aðeins fá til sín aukna opinbera þjónustu heldur skyldi fyrirtækjum á vaxtarsvæðum jafnframt verða hyglað á kostnað jaðarsvæða. í staðinn segir stjórn Byggðastofnunar að nauðsynlegt sé að „marka mismunandi stefnu varðandi stuðning ríkisvaldsins við atvinnustarfsemina annars vegar og stefhu í uppbyggingu opinberrar þjónustu hins vegar.“ Þrátt fyrir að hafa kveðið upp úr með það að ekki sé hægt að við- halda óbreyttri byggð í landinu er það í raun andi íhaldssemi og hæg- fara breytinga sem svífur yfir vöm- um í nýrri byggðaáædun. Ekki ein heldur tvennskonar landsbyggð I starfi sínu hefur Byggðastofh- un einkum haft afskipti af útgerð- arplássum en miklu minni af land- búnaðarhéruðum. Byggðastofhun hefur að sumu leyti verið sjávar- plássum það sem hið öfluga félags- kerfi bænda, Búnaðarfélagið og Stéttarsamband bænda, hefur verið landbúnaðinum. I skýrslunni kemur fram meiri samúð með hefðbundnum skjól- stæðingum Byggðastofnunar, sjáv- arplássunum, en með landbúnaðar- héruðum. Ein róttækasta tillagan gengur út á það að bændur í af- skekktum byggðum skuli fá pen- ingagreiðslu til að hætta búskap. A einum stað í skýrslunni er skotið á Framleiðnisjóð þar sem sagt er að sjóðurinn eigi mikið verk óunnið við að endurskipuleggja landbún- aðinn, við markaðsöflun og eflingu nýrra greina. Þetta er endurómur af gagnrýni sem stundum heyrist, að bændaforystan lagi sig seint og illa að breyttum aðstæðum. í skýrslunni er einnig spurt hvort ekki sé svo kornið að framleiðslu- stýring standi landbúnaði fyrir þrifum. Byggðastofnun vill gjarnan Hvað gera þéttbýl- isþingmennimir? Tillaga Byggðastofnunar að þingsályktun um nýja byggðastefhu kemur til um- ræðu á Alþingi í haust. Hingað til hafa eingöngu landsbyggðarþingmenn í stjórn Byggðastofnunar unnið að áætluninni, að vísu undir þrýstingi þingmanns Reykvíkinga, Davíðs Odds- sonar forsætisráðherra. Þegar kemur til kasta þingmanna úr Reykjanes- og Reykjavíkurkjördæmi mun á það reyna hvort grundvöllur er fyrir því að móta heil- steypta áætlun um þróun byggðar í landinu. Og hvort stjórnmálaflokkarnir sín á milli, og ekki síst innbyrðis, eru tilbúnir til að ná sam- kontulagi sem felur það í sér að markalínan í byggða- stefhu ríkisvaldsins er færð til, þannig að sumar byggðir lenda á svæði sem hið opin- bera telur sig ekki hafa efni á að veita saina stuðning og öðrum. pv Að reyna íslend- inginn í sér Eg fór að tilmælum Ferða- málaráðs og Esso og reyndi í mér Islending- inn. Eg þeyttist á grænu lödunni minni norður í land ákveðin í að láta það eftir mér að fara í firí og „endurnýja og auka kynnin við náttúruna" eins og segir í aug- lýsingunni. Auglýsingin snart einhvern streng í mér, ég hafði ekkert komist út úr bænum það sem af var surnars og fannst tím- inn vera að hlaupa ffá mér. Það var ár síðan ég hafði sofið í tjaldi og mörg ár frá því að ég fór í „útreiðar í sumarnóttinni“. Ég gat ekki beðið þess að „finna ís- lenskar taugar“, fá mér kaffi í hraunbolla, baða mig í miðnæt- ursólinni, hlusta á hjalandi læki og finna mannaþef í helli. Það hvarflaði þó ekki að mér að ég sæi tröll í fjöllum eða huldufólk í álfaborgum. Auðvitað notaði ég ferðina og fór með nýútkomna bók Söfn á íslandi í söfnin á Reykjum, Blönduósi, Varmahlíð, Glaum- bæ, Dalvík, Siglufirði, Akureyri, Grenjaðarstað og Húsavík. Eg skrifaði einnig smtta hugleið- ingu í eitt glanstímaritanna, veitti faglega ráðgjöf á Minja- safninu á Akureyri og fór að Laugum til að taka myndir fyrir Veru. Ég er nefnilega svo nhkill íslendingur í mér að ég verð að Ragnhildur Vigfúsdóttir sameina vinnu og frí. Ég var dauðþreytt þegar við komumst loksins út úr höfuð- borginni, enda tímafrekt að aka um allan bæ og snapa saman úti- legudót. Auðvitað fékk ég mér pylsu og kók í einum söluskál- anna við hringveginn. Það er ó- tækt að fólk taki nesti með sér og eyði engu á ferðum sínum um landið. Því miður fór landslagið að mestu fram hjá mér því um leið og samferðarmaðurinn tók við af mér við aksturinn steinsoíhaði ég og varð því að láta mér nægja að líta á póstkort og lesa vegahandbókina. Það reyndi fyrst virkilega á „íslensku taugarnar“ þegar veislustjórinn á ættarmótinu til- kynnti að þar sem við værum ís- lendingar skyldunt við syngja ís- land er land þitt. Sem betur fer fékk hann dræmar undirtektir og lagið var aldrei flutt. Eins og mér finnst stundum gaman að syngja ættjarðarlög þoli ég ekki þetta tiltekna dægurlag. Mér finnst textinn fullur af þjóð- rembu, væminn og leiðinlegur. Ég naut frísins þótt það væri ekki í anda auglýsingarinnar frá Ferðamálaráði. Ég fór á tónleika með stórsöngvaranum Olafi Bjarna, skoðaði söfn og hitti vini og kunningja. Eg lagði mig í líma við að rétta við fjárhag sveitarfélaganna sem ég átti leið um. Og ég lét hvorki leiðinda- veður né vonda vegi eyðileggja fríið. Þetta tvennt reynir ekki á Islendinginn í mér. En það gera hins vegar ökuníðingar, illa hirt hús og bóndabæir og sú stað- reynd að íslenskt snakk er ekki á boðstólum nema í örfáum sölu- skálum. Mestu vonbrigðin voru þó að koma til Akureyrar sem mér hef- ur alltaf þótt allra bæja fallegast- ur. En nú er búið að eyðileggja aðra aðkomuna að bænum. Það er búið að rjúfa eina fallegustu og heildstæðustu götumynd bæjarins með risastóru og for- ljótu glerhýsi. Og turnþvotta- húsið við hliðina bætir gráu ofan á svart. Það hlýtur að reyna á ís- lendinginn í Akureyringum að skapa bænum nýja ímynd. Því vegna fáránlegs skipulags er ekki lengur hægt að markaðssetja Ak- ureyri sem fallegan ferðamanna- stað. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 p Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Gatnamála- stjórans í Reykjavík, óskar eftir tilboðum í gatnagerð: Suðurlandsbraut - Skeiðarvogur, hringtorg. Helstu magntölur eru: Gröftur 10.000 m3 Fylling 10.000 m3 Flatarmál gatna 5.000 m3 Lengd holræsa um 400 m Verkinu skal að fullu lokið fyrir 1. nóvember 1993. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkju- vegi 3, Reykjavík, frá og með miðvikudeginum 21. júlí, gegn kr. 15.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 29. júlí 1993, kl. 11.00. Þínor myndir ó bol ósamt skondnum texfla HfiNS PETERSEN HF

x

Vikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.