Vikublaðið - 23.07.1993, Qupperneq 17
VIKUBLAÐIÐ 23. JULI 1993
Þorbjöm Atli Sveinsson: Var oftast langminnstur á vellinum.
Mynd: Spessi.
FOTBOLTI,
BILUARÐOC
ZEPPELIN
Hann verður 16 ára í lok ágúst, hefur spilað átta leiki
með meistaraflokki Fram og er yngsti leikmaður sem
nokkru sinni hefur spilað með meistaraflokki í 1.
deild fótbolta. Nafnið er Þorbjöm Atli Sveinsson, Þorbjöm
efdr samnefndu fjalli í nágrenni Grindavíkur, en þar bjó hann
fyrstu ár ævinnar.
Bjössi, eins og hann er kallaður, æfir fótbolta og spilar sömu
íþrótt með 3., 2. og meistaraflokki Fram. Þrátt fyrir annir gef-
ur hann sér tíma til að veita Vikublaðinu viðtal.
Hvað varstu gamall þegarþú byrjaSir að tefa fótbolta?
- Sex ára. Þá æfði ég með strákum sem vom allt upp í tíu,
ellefu ára gamlir. Það vora ekki til flokkar fyrir yngri stráka í
Grindavík.
Varstu þá ekki langminnstur?
- Jú, þeir vom allir miklu stærri en ég. Það hefúr yfirleitt
verið þannig. Eg hef kannski ekki verið langminnstur en með
þeim minni. Þegar ég var í S. og 6. flokki Víkings var ég lang-
minnstur og líka ffaman af í 4. flokki. Ég skipti yfir í Fram fyr-
ir tveimur ámm og hef spilað þrjú tímabil með þeim núna.
Hvemig hefur þér gengið í Meistaraflokknum, hefur þér tekist
að skora einhver tnörk?
- Já, ég er búinn að skora fjögur mörk í Reykjavíkurmótinu.
Ertu ekki hræddur um að verðafyrir meiðslum?
- Auðvitað er maður stundum hræddur. Maður má ekki gefa
mikið eftir, þá verður maður bara undir.
Gætirðu hugsað þér að verða atvinnumaður?
- Ef það tækifæri byðist hefði ég varla neitt á móti því en
fyrst þarf ég að koma mér vel af stað hérna. Það væri gaman að
geta lifað af fótboltanum og verða kannski soldið ríkur.
Fótboltinn er ekki eina íþróttin sem Bjössi hefur keppt í.
Hami er líka meðal bestu billjarðspilara landsins og komst í 6.
sætið á heimsmeistaramóti umdir 21 árs í þeirri íþrótt í Brunei
Daressalem fyrir réttu ári.
Hve lengi hefurðu lagt stund á billjarð?
- Ég byrjaði á billjarðinum fyrir þremur og hálfu ári. Síðan
hef ég spilað hann með hléum. I vetur varð ég í 11. sæti á stiga-
listanum hérlendis þó að ég hafi aldrei náð að spila í mótunum
vegna fótboltans.
Hefurðu einhvem tímafyrir billjarðinn núna?
- Það er alltaf dauft yfir honum á sumrin svo að þetta passar
ágætlega saman. Það er gott að hafa billjarðinn ef maður meið-
ist.
Bjössi lauk gmnnskólanum í vor og næsta haust fer hann í
Fjölbraut við Armúla og auðvitað á íþróttabraut.
Hefurðu einhver önnur áhugamál?
-Já, ég hef mjög gaman af körfubolta.
Eg meinti önnur m íþróttir.
- Eg hlusta mikið á tónlist, mest á Led Zeppelin. Um helg-
ar skrepp ég stundum niður í bæ með félögunum eða fer í bíó.
Ætlarðu á útihátíð um Verslunarmannahelgina?
- Nei, ég verð að að keppa í fótbolta í Færeyjum. Þar verð-
ur Norðurlandamót 16 ára og yngri.
Með það kveðjum við þennan mikla keppnismann og óskum
honum velfamaðar í fótboltanum og öðra sem hann kann að
taka sér fyrir hendur. Ef í því felst einhver keppni er engin
hætta á öðra en hann verði með þeim besm - ef ekki besmr.
- is
ÞESSI SKRIFU9U BLAÐI9 UNCLINCAR OG
VERSLUNARMANNAHEL6IN
Stcfáti Ingibjörg Kristjáti Guy Bcrgþór Hóltnar Þ.
Pálsson Stefánsdóttir Burgess Bjamason Filipsson
Við seljum
••
anægju, oryggi
og vellíðan
Það er tilfinningin. Ilmurinn, kyrrðin
Ioftið, hreyfingin. Ekkert jafnast á
við að vera vel búinn úti í náttúrunni.
Þetta er ekkert pjatt. Maður líður áfram
á góðum gðnguskóm og þreytist mun minna.
Þeir verða vinir manns.
Matarlystin, maður! Það er svo gott að borða!
Ég vil geta eldað almennilegan mat í útilegu.
Já, já, ég veit að ég mátti ekki
heyra minnst á útilegu en svo
þegar maður kynnist þessu þá
verður útiveran hluti
af lífsstílnum.
Bakpoki er ekki það sama og
bakpoki. Það er málið.
Þetta þarf allt að vera létt,
traust, öruggt og einfalt.
Sumum leiðist í rigningu en mér \
finnst ekkert betra en hola mér \
ofan í góðan svefnpoka í góðu tjaldi I
og láta rigninguna sem fellur /
á tjaldhimininn svæfa mig. ^
" Þeir vita náttúrlega hvað þeir eru að tala
um í Skátabúðinni því þeir hafa reynsluna.
Svo kom verðið mér verulega á óvart.
-SK/iP/íK fWMUR
Snorrabraut 60 • Sími 61 20 45
Póstsendum samdægurs. Biöjiö um mynda- og verölista okkar.