Vikublaðið


Vikublaðið - 17.02.1994, Síða 1

Vikublaðið - 17.02.1994, Síða 1
I Framtíð félags- Jon Ormur m i fy i hyggjmmar Halldórsson SjpjlpÉk I Mcirihlutinn í Rcykjavík skilur p Gekk 12 ára í Sjálfstæðisflokk- ekkert ncma hið pólitíska vald, inn en nú kallar Björn Bjarna- , " &fS§r' í sctíir Intjibjöríí Sólrún Gísla- son hann vinstrimann fyrir að MfcbE* r. ' pPPÍV * ‘ H dóttirborgastjóraefni R-listans mam § f ^ benda á ábyrgð vesturvelda á | m.a. a bls. 3 -JMr h L: fátækt þriðja heimsins. Bls. 8-9 Veiðileyfi á aldraða Byggingaverktakar hafa komist upp með að selja svokallaðar þjónustuíbúðir háu verði án nokkurrar þjónustu. Frumvarp Svavars Gestssonar á að girða fyrir það. BIs. 4-5 7. tbl. 3. árg. 17. febrúar 1994 Ritstjóm og afgreiðsla: sími 17500 250 kr. Atvinnuleysið rýkur upp Eins milljarðs króna gat á Atvinnuleysistryggingasjóð. 6 til 7 prósenta atvinnuleysi næstu rnánuði, en Þjóðhagsstofiiun spáði 5 prósent. Aðgerðaleysi er eitt, en tilfinningaleysi ráðamanna annað, segir Svavar Gestsson. Tí- unda hver kona er án vinnu. Atvinnuleysið í landinu í janúar samsvarar því að um 10 þúsund manns hafi verið án vinnu og hefur aldrei mælst jafn mikið attinnuleysi eða 7,7 prósent. Utlit er fyrir að endurskoðuð þjóðhagsáætlun um 5 prósent atvinnuleysi á þessu ári sé sprungin og telur Pétur Sigurðsson forseti Alþýðusambands Vestfjarða og formaður Atvinnuleysistrygginga- sjóðs horfur á allt að eins milljarðs króna gati á sjóðnum í ár. „Bæði er að atvinnuleysi er að auk- ast frá því sem endurskoðuð þjóð- hagsáætlun gerði ráð fyrir og það er verið að útvíkka bótaréttinn. Mér sýnist að við getum aðeins greitt út sem nemur þremur fjórðu hlutum okkar fjárhagsáætlunar og það blasir að óbreyttu við eins milljarðs króna gat. Þá fjármuni verður ríkið að skaffa. Astandið er slíkt að ef við höldum áfram að vera hráefnisútflutningsþjóð eins og þróunarlöndin þá sitjum við fyrir rest uppi með 10 til 12 prósent atvinnuleysi", segir Pétur. Um hríð hefur skýrsla félagsmála- ráðherra um afleiðingar atvinnuleysis frá því í nóvember síðastliðnum verið á dagskrá Alþingis, en ekki komið til umræðu. „Þessi skýrsla, sem tekin var saman að beiðni okkar alþýðubanda- lagsmanna, sýnir rneðal annars að hver atvinnulaus maður í eitt ár þýðir tap fyrir þjóðarbúið upp á unt 1,5 milljón króna“, segir Svavar Gestsson. „Atvinnuleysið er því ekki aðeins sóun á ómælanlegum mannlegum verð- mæturn hcldur og fjármunum. Og atv'innuleysið nú er hryllilegt og ólíð- andi. Aðgerðarleysi er atriði út af fyrir sig, en annað er tilfinningaleysi ráða- manna andspænis þessum hrikalega vanda, þar sem tíundi hver maður er atvinnulaus í heilu byggðarlögunum.“ Nýjustu upplýsingar frá vinnu- málaskrifstofii félagsmálaráðuneýtis- ins sýna að í janúar var atvinnuleysið 7,7 prósent sem svarar til þess að 10 þúsund manns hafi verið án vinnu. Verkfall sjómanna spilaði þar nokkuð inn í, en þó má gera ráð fyrir því að atvinnuleysið verði 6 til 7 prósent urn hríð. I janúar var atvinnuleysið mest á Norðurlandi og Austurlandi, 12 til 15 prósent og var nær 10 prósent hjá konum á móti 6,2 prósent hjá körlum. Sagan og samtíminn Alaugardag boðar Sagnfræð- ingafélag Islands til ráð- stefnu um sögnskoðun íslend- inga í Komhlöðunni, Banka- stræti 2. Meðal framsögumanna verða Pémr Gunnarsson rithöfundur sem ræðir um ímynd Islands og Guð- mundur Hálfdanarson dósent sem nefnir erindi sitt Endurskoðun Islandssögunnar. Anna Agnarsdótt- ir dósent mun spyrja hvort Is- landssagan sé einangruð og Gunnar Karlsson prófessor velta fyrir sér hvernig ný söguskoðun verður til. Aðrir fyrirlesarar eru Einar Már Guðmundsson rithöfundur, Jón Hjaltason sagnfræðingur og Gísli Gunnarsson dósent. Að loknum framsögum verða pallborðsumræður. Ráðstefnustjóri er Guðmundur Jóns'son en Stefán F. Hjartarson formaður Sagnfræð- ingafélagsins mun setja ráðstefnuna kl. 13.15. Kvóti risanna stækkar og byggðum fækkar Hagræði kvótakerfisins felst í því að fiskveiðiheimildimar færast á æ færri hendur sem aftur þýðir að byggðarlögum mun fækka. Viljum við þessa hagræðingu? Ef menn verja kvótakerfið á þeim forsendum að það sé gott tæki til að fækka einingum í sjávarútveginum og byggðarlögum í framhaldinu þá vil ég að menn séu heiðarlegir og hrein- skipmir en tali ekki í hálfkveðnum vís- um. Þessi orð lét Steingrímur J. Sig- fússon varaformaður Alþýðubanda- lagsins falla í umræðum urn frumvarp ríkisstjórnarinnar til laga um stjórnun fiskveiða aðfaranótt miðvikudags. Steingrímur sagði tíma til kominn að menn hættu að hugsa um kvótakerfið út frá þröngum sérhagsmunum ein- stakra byggðarlaga. - Mér hefur alla tíð fallið illa sú um- ræða sein gengur út á það að taka af- stöðu til kerfísins eftir því hvort þetta eða hitt byggðarlag eða kjördæmi er að hagnast, sagði Steingrímur og k\raðst oft hafa heyrt þá röksemd í sínu kjördæffii, Norðurlandi eystra, að vegna þess að Akureyri hefur aukið Hrafnsmál ins skríður Aþriðjudag lagði Hrund Haf- steinsdóttir, lögmaður Hildar Jónsdóttur, ritstjóra og ábyrgðar- manns Vikublaðsins, frarn greinar- gerð fyrir Héraðsdómi Reýkjavíkur í máli því sem Hrafn Gunnlaugsson hefur höfðað gegn Hildi persónu- lega og Olafi Ragnari Grímssyni hlut sinn í aflaheimildum þá ættu kvótinn hefur minnkað annars staðar. Norðlendingar ekki að kvarta. Er það frá heildarhagsmunum séð já- - En hvað þýðir það? Það þýðir að kvætt, spurði Steingrímur. Vikublaðs- úr vör fyrir hönd útgefanda blaðsins. Greinargerðin er fyrsta andsvar af hálfu Vikuhlaðins við stefnunni, sem 'þingfest var í desember síðastliðnum. Það næsta sein gerist er að málið fer til úthlutunar innan dómsins og verð- ur í framhaldi af því brátt ljóst hvaða dómari mun fara með málið. Skuldir borgarinnar 10.000 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 2,5 MILLJARÐA KRONA RIÐLAUNAREIKNINGUR! Eiríkur Jónsson hjá Kennarasambandinu: Biðlaunarétturinn er ekki samningsmál. Biðlaun eiga menn að fá bjóðist þeim ekki sambærilegt starf hjá ríkinu sjálfu Að óbreyttu eiga grunnskól- amir að flytjast frá ríkinu til sveitarfélaganna 1. ágúst 1995 ogum leið eiga milli 2.000 og 2.500 maims að fara af launaskrá ríkisins. Samkvæmt lauslegu mati Eiríks Jónssonar hjá Kennarasam- bandi Islands myndast þá biðlauna- réttur upp á nálægt 2,5 milljarða króna, réttur sem er lögbundinn en ekki samningsatriði. Hver og einn þessara einstaklinga gæti sótt til dómstólanna um þennan rétt, burtséð frá því hvort menn fara í starf hjá sveitarfélögunum. Ólafur G. Einarsson menntamála- ráðherra skilaði nýverið skriflegu svari við fyrirspurn Ragnars Arnalds um hver biðlaunaréttur starfsmanna ríkisins við sérskóla ríkisins á grunn- skólastigi, í Námsgagnastofnun, á fræðsluskrifstofúm og í grunnskólum væri nú í krónum talið. I svarinu kernur ekkert ffarn um heildarupp- hæðir, enda reyndist ekki unnt að sundurliða upplýsingarnar eftir því hverjir hefðu rétt á 6 inánaða eða 12 rnánaða biðlaunum. 1 ljós kont þó að ársverk þessara starfsmanna ríkisins eru um 2.400 og dagvinnulaun þeirra í október sl. voru 212,6 milljónir króna, þar af 162,2 milljónir hjá óbreyttum grunnskólakennurum. Eiríkur Jónsson undirstrikar að biðlaunarétturinn er ekld samnings- atriði. „Stéttarfélögin hafa ekki um- boð til að semja um slíkan rétt. Þegar störf eru lögð niður hjá rfkinu er ljóst að biðlaunaréttur myndast bjóðist mönnum ekki sambærileg störf hjá ríkinu sjálfu, ýrnist 6 mánaða réttur eða 12 mánaða réttur eftir því hver starfsaldurinn er, en skiptingin miðast við 15 ár í starfi. Lauslega reiknast mér til að biðlaunaréttur starfsmanna grunnskólanna gæti numið allt að 2,5 milljörðum króna.“ Eiríkur segir að þeir hjá Kennara- sambandinu væru nú að skoða þessi inál í ljósi tilflutnings grunnskólanna. Hingað til hefðu einkum lffeyrisinálin verið skoðuð, en önnur réttindamál fylgdu í kjölfarið. „Hvað biðlaunin varðar er þetta ekki á samningssviði félagsins. Það er hvers og eins að meta hvort hann telji eðlilegt að sækja bið- launarétt sinn. Hver og einn gæti leitað til dómstólanna í því sam- bandi." Ragnar Arnalds telur öll mál varð- andi fyrirhugaðan tilflutning vera óljós. „Það er knappur tími til breyt- inganna og mörgum spurningum ósvarað. Flver á í raun að taka við grunnskólunum? Sveitarfélögin? Hvað með fámenn og fátæk sveitar- félög? Eiga þau að sameinast? Eiga skólarnir að fara til byggðasamlaga eða héraðsnefnda? Allt er þetta á huldu og hið sama gildir um stór mál eins og biðlaunaréttindi og lífeyrisrét- tindi. Hver á að standa fyrir þessum réttindum?“ spyr Ragnar.

x

Vikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.