Vikublaðið - 17.02.1994, Page 6
6
Háskólinn
VIKUBLAÐIÐ 17, FEBRÚAR 1994
Kosningar til Stúdenta- og Háskólaráðs eftir helgi
V"'M
Kosið verður til Stúd-
entaráðs Háskóla Is-
lands á þriðjudag
um helming fulltrúa ráðsins.
Ovænt hefur þriðja ffam-
boðið bæst við en síðustu sex
ár hafa Röskva og Vaka tek-
ist á um völdin. Óháða
framboðinu er stefnt gegn
landsmálapólitík í Stúdenta-
ráði og ætlar eingöngu að
beita sér fyrir menntamálum
og beinum hagsmunum
stúdenta.
Stighækkandi og
tekjutengdar end-
urgreiðslur
Heimir Örn Herbertsson,
efsti maður á lista Vöku, fé-
lags lýðræðissinnaðra stúd-
enta, segir þá baráttu sem
haldið hafi verið uppi í
Stúdentaráði síðan ólögin
um Lánasjóðinn voru sam-
þykkt hafi ekki skilað ár-
angri. Forsvarsmenn stúd-
enta hafi of mikið beitt þeim
aðferðum að gera stórar
kröfur sem engu þoki. Vaka
leggur áherslu á að mánað-
argreiðslur verði teknar upp að nýju
fyrir námsmenn sem hafa lokið tveim-
ur önnum. „Flestir skila fullum náms-
árangri eftir fyrstu misseri og þetta
myndi þýða gífurlegar úrbætur fyrir
mjög marga. Námsmenn þyrftu þá
ekki að hafa bankagrýluna yfir sér all-
an námstímann. Endurgreiðslur lán-
anna í núgildandi kerfi eru alltof erf-
iðar og forsvarsmenn Lánasjóðsins
hafa sagt að þeir sem taki fúllt lán eigi
eftir að vera í vandræðum alla tíð.
Þess vegna viljum við lækka endur-
greiðslur í byrjun en þær verði stig-
hækkandi og tekjutengdar eftir því
sem líður á greiðslutímann."
Mánaðargreiðslur náms-
lána til baka í skrefum
Dagur B. Eggertsson er efsti maður
á Stúdentaráðslista Röskvu, samtaka
félagshyggjufólks. Hann segir kjarna
hagsmunabaráttu Röskvu vera að
tryggja öllum rétt til að stunda nám
við Háskóla íslands og að Háskólinn
standist gæðakröfur. „Við erum með
raunhæfar og vandaðar tillögur í lána-
málum og leggjum ífarn fjöhnörg mál
sem eiga að stuðla að betri Háskóla.
Einnig leggjum við fram hugmyndir í
atvinnumálum fyrir hópa sem ekki
hefúr verið sinnt áður, þ.e. nýútskrif-
aða námsmenn,11 segir Dagur.
Tillögur Röskvu í lánamálum fela í
sér að í skrefum verði aftur farið að
greiða út námslán mánaðarlega en
ekki að prófum loknum eins og gert
hefúr verið frá því að ný lög tóku gildi
vorið 1992. Það að mánaðargreiðsl-
urnar voru afnumdar hefur haft í för
með sér að námsmenn verða að
treysta á bankalán til að fjármagna
námið fram að útborgun sjóðsins.
Röskva vill að Lánasjóðurinn meti
námsframvindu á ársgrundvelli en
ekki eftir hvert misseri eins og nú er
gert. Þá getur fólk haft meiri sveigjan-
leika ef eitthvað kemur uppá í prófum,
svo sem veikindi, og hægt er að vinna
upp tafir síðar. Röskva leggur einnig
áherslu á að endurgreiðslur verði létt-
ar.
Nú hefur menntamálaráðherra
stofúað vinnuhóp sem á að endur-
skoða lögin ffá 1992 og meta áhrif
þeirra og telur Röskvufólk það sigur
Þessi þiju etn efst a listum stiídenta til Stiidentaráðs, en
kosið verður á þriðjudag um helmingfulltnía í ráðinu. Til
vinstri er Hcimir Om Herbertsson, efsti maður á lista
Vöku, þá Helena Jónsdóttir, oddviti Óháða framboðsins
sem er nýtt og til htegri er Dagur B. Eggertsson, efsti
maður á lista Röskvu, samtaka félagshyggjufólks. Röskva á
núna meirihlutann en spumingin er hvort Óháða fram-
boðið muni raska valdahlutfóllunum.
.' ■ ir.
Röskva hélt upp á afmælið sitt á iaugardaginn var á Sólon Islandus.
fyrir námsmenn að loksins megi sjá
fram á vilja til breytinga.
Hjarta Háskólans
Eitt af kosningamálum Röskvu í ár
er kallað hjarta Háskólans. Fyrsta des-
ember 1994 er áætlað að taka í notkun
hina nýju Þjóðarbókhlöðu og þangað
flyst Háskólabókasafn. Við þetta losn-
ar töluvert rýnti í kjallara og á fyrstu
hæð aðalbyggingar Háskóians en
einnig flyst lesrými stúdenta í nýja
húsið. Þetta húspláss vill Röskva að
verði nýtt fyrir e.k. stúdentamiðstöð
eða samkoinustað með veitingastofu,
ráðstefnusvæði og rými fyrir listavið-
burði. Fleiri hafa þó rennt hýru auga
til þessa rýmis. Til dæmis vill stjórn-
sýsla Fláskólans fá plássið og háskóla-
kennarar vilja opna sína einkabjór-
stofu eða klúbb.
Nýtt framboð setur
menntamál á oddinn
Þegar framboðsfrestur fyrir Stúd-
entaráðskosningarnar rann út 11.
febrúar sl. kom óvænt fram nýtt fram-
boð, Óháða ffamboðið, eins og for-
svarsmenn þess kalla það. Framboðið
ædar að berjast fyrir beinum hags-
munum stúdenta óháð stjórnmála-
Bergþór
Bjarnason
flokkuin, sem að þeirra mati eru
menntamál. Helena Jónsdóttir skipar
fyrsta sæti listans. Hún segir það tíl-
komið vegna óánægju með starfsemi
Stúdentaráðs eins það er nú. „Við
höfum fengið mikinn stuðning stúd-
enta. I síðustu kosningum voru 8,6
prósent atkvæða auð og kjörsókn um
57 prósent. Það hljóta því margir að
vera óánægðir með skipan mála og því
ætlum við að breyta og fá einnig
námsmenn til að hugsa um atkvæðis-
réttinn áður en hann er notaður."
Helena segir Óháða framboðið
standa sjálft straum af kostnaði og
ekki vera styrkt af neinum stjórnmála-
flokki. Framboðið á ekki að beinast
gegn hinurn fylkingunum heldur fyrst
og ffemst að veita þeim aðhald og
halda Stúdentaráði við efúið. „Við
einbeitum okkur að menntamálum
stúdenta sem við teljum mikilvæg.
Sem dæmi má nefúa bætta lestrarað-
stöðu og aukinn bókakost Háskóla-
bókasafús en þessi mál eru bæði í
miklum ólestri.“ Helena segir nógu
marga vera tilbúna til að leggja fram
tillögur í lánamálum en það ætli þau
ekki að gera. Þó munu fulltrúar
Óháðra taka afstöðu til þeirrar um-
ræðu sem kann að fara ffam í ráðinu
um lánamál telji þau hana ekki vera
litaða af pólitík.
Vilja gera grundvallar-
breytingar
Heimir segir Völcu leggja áherslu á
að breyta uppbyggingu og starfi Stúd-
entaráðs til að auka skilvirkni í þágu
hagsmunabaráttu stúdenta. „Fjöl-
mörg hagsmunamál eru fylkingunum
sameiginleg og okkur finnst ekki rétt
að meirihlutinn skipi öll sæti í stjórn
Stúdentaráðs og Félagsstofnunar
stúdenta og að ritstjóri Stúdenta-
blaðsins komi úr röðum meirihlutans.
Við viljum gera þær grundvallarbreyt-
ingar að minnihlutinn fái fulltrúa í
stjóm SHI og FS og að ritstjórinn
verði valinn faglega."
Heimir segir Völcu vilja fækka
fullrúum úr 30 í 15 í ráðinu og að kos-
ið verði á hverju ári um alla
fulltrúana. „Þá geta stúdent-
ar skipt strax um valdhafa ef
þeir telja starfsemi SHI ekki
hafa heppnast sem skyldi
starfsárið á undan.“
Hafiia meirihluta-
samstarfi meðfylk-
ingunum
Öháða framboðið hafnar
alfarið meirihlutasamstarfi
eftír kosningar. Helena seg-
ist ekld tilbúin að semja við
aðra hvora fylkinguna. „Við
emm ekki komin til að vera
heldur til þess að knýja á um
breytingar. Hvað gerist í
ffamtíðinni verður að koma
í ljós en frambjóðendur okk-
ar era tilbúnir að axla þá
ábyrgð sem fylgir ef við
komum okkar fulltrúum inn
í Stúdentaráð."
Hvar eru konum-
ar ?
Ef litið er á ffamboðslista
MHi liðinna ára má sjá að hlutur
kvenna hefur ekki verið
nærri því á við hlut karla. Á
fjórum árum, frá 1990 til 1994, hefúr
aðeins ein kona skipað efsta sæti til
Stúdentaráðs, hjá Röskvu 1990. Finun
karlar hjá Vöku en fjórir hjá Röskvu.
Á sama tímabili hafa þrjár konur og
tveir karlar orðið Háskólaráðsfulltrú-
ar Röskvu og ein kona og fjórir karlar
verið fulltrúar Vöku þar. I nærri 80
ára sögu SHÍ hafa aðeins fjórar konur
gegnt embætti formanns Stúdenta-
ráðs. í ár er kona í fyrsta skipti síðan
1990 í efsta sæti til Stúdentaráðs, hjá
Óháðum, en á móti má benda að það
er eina konan sem er ofarlega á þeim
lista.
Dagur segir ff amlag kvenna vera al-
veg jafnt á við karla hjá Röskvu og
sætaskipan sé ekki það stórmál sém
sumir vilji meina. „Við erarn stór,
samstilltur hópur stúdenta og hver
leggur sitt til málanna óháð kynferði.
Hins vegar eru á lista hjá okkur val-
kyrjur sem taka okkur strákunuin
ffam í flestu."
Heimir segir að líta verði á hlutina í
víðu samhengi þegar hlutur kvenna er
skoðaður. I stjómmálum almennt hafi
konur átt erfitt uppdráttar. ,Jafnrétt-
isbaráttan hefur ekki skilað þeim ár-
angri sem til var ætlast í upphafi. Ef
einhvers staðar er auðveldara fyrir
konur að ná árangri er það á vettvangi
Stúdentaráðs því þar er hægt að sam-
einast um markmið. Eg vil líka benda
á að í baráttusæti Vöku til Stúdenta-
ráðs er kona. Eftir sem áður er það
merkilegt að konur hafa ekki valist í
ábyrgðarstöður.“
Æsispennandi kosningar
á þriðjudag
Dagur og Heimir segja baráttuna
vera málefúalega og ekki vera mildð
um blóðug vígaferli. Ilraustlega verði
samt tekist á um málin, af nógu sé að
taka. Helena segir að Óháða ffam-
boðið verði til þess að kosningabarátt-
an fari betur ffam en áður og minna
verði um persónulegar árásir og karp.
Þó sjaldan skorti spennu í kosning-
ar í Háskólanum er ljóst að hið nýja
framboð breytir stöðunni nokkuð og
erfitt er að sjá fyrir hvað gerist í kosn-
ingunum á þriðjudag.