Vikublaðið


Vikublaðið - 24.02.1994, Blaðsíða 4

Vikublaðið - 24.02.1994, Blaðsíða 4
4 Kjaramálin VIKUBLAÐIÐ 24. FEBRÚAR 1994 Réttur bænda til atvinnuleysisbóta: Fábætur ef þeir gefast upp 16 bændur hafa sótt um atvinnuleysisbætur. 5 fengu en 11 umsóknum var hafnað Þótt samþykkt hafi verið lög á síðasta ári sem opnuðu sjálfstætt starfandi einstak- lingum leið til að fá atvinnuleysisbætur eru skilyrðin í gildandi reglugerð afar ströng. Svo ströng að menn verða hreiniega að gefast upp og hætta allri sjálfsbjargarviðleitni. Meira að segja er „kerfið“ búið að viðurkenna þetta og boða endurskoðun á reglunum. Má þá væntan- lega búast við því að bændur, vörubílstjórar, trillukarlar og aðrir sjálfstætt starfandi öðlist rétt til bóta án þess að leggja upp laupana. Umræður um þessi mál fóru fram á Alþingi í síðustu viku þegar Svavar Gestsson, Hjörleifur Guttormsson og Jón Helgason spurðu um greiðslur atvinnuleysisbóta til ofangreindra þriggja stétta sjálfstætt starfandi einstaklinga. Það vakti að vonum athygli þegar Jóhanna Sig- urðardóttir félagsmálaráðherra svaraði til um umsóknir bænda um bætur, að ffá því lögin tóku gildi á síðasta ári hafa Í6 bændur sótt um bætur, en aðeins 5 fengið jákvæða afgreiðslu. 11 um- sóknum var synjað. Ráðherrann upplýsti að til að öðlast bótarétt þurfa bændur að vera hættir rekstri eða hafa tilkynnt til launagreiðendaskrár ríkisskattstjóra að búrekstri sé hætt. Þeir þurfa að hafa skilað inn virðisaukaskattsnúmeri og staðið í skilum með greiðslur tryggingagjalds síðustu 12 mánuði sem þeir störfuðu. Synjanirn- ar áðurnefndu stöfuðu af því að umsækjendur höfðu ekki staðið í skilum með tryggingagjald eða tekið sig út af virðisaukaskattsskrám. Ofstrangar reglur segir ráðherra Jón Helgason, fyrirspyrjandi og formaður Búnaðarfélags Islands, sagði við þetta tækifæri vegar hafa verið settar svo þröngar skorður að lokað hafi verið allt of mikið fyrir þann rétt,“ sagði Jón. Undir þetta tók Páll Pétursson. „Það er verið að gera mönnum það skyjt að gefa upp alla von, gefa sig upp á bátinn og hætta allri sjálfsbjargar- viðleitni." I umræðunum kom ffam hjá Jóhönnu að hún teldi einsýnt að reglurnar hefðu yerið hafðar mjög strangar og að alltaf hefði verið gert ráð fyrir að endurskoða þær í ljósi fenginnar reynslu. „Mér finnst reynslan sýna okkur þótt stuttur tími sé að það hafi komið ffam á þessu ýmsir annmarkar þannig að fyrr en seinna þarf að end- urskoða alveg þessa reglugerð um skilyrði þess að sjálfstætt starfandi einstaklingar fái atvinnu- leysisbætur,“ sagði hún. Reiknað endurgjald hækkaði í niðurskurðinum Skilyrðið um greiðslu tryggingagjaldsins er reyndar ekki eina skattadæmið sem plagað hefur bændur undanfarið. Eins og ástatt hefur verið í atvinnugreininni hefur greiðsla tekjuskatts ekki íþyngt mjög mörgum bænduin. Þó hefur það gerst hjá bændum sem orðið hafa að skera niður jafiivel allan stofn sinn vegna riðu eða hafa dreg- ið rekstur sinn mikið saman að ekki hafi verið tekið tillit til þess við álagningu skattyfirvalda. Nefnt er dæmi um að á síðasta ári hafi orðið 15 prósent flatur niðurskurður í sauðfjárbúskap, en þó hafi ríkisskattstjóri hækkað reiknað endur- gjald bænda um 1,7 prósent. Þetta nefndi einn viðmælandi blaðsins sem dæmi um að forysta bændasamtakanna hefði brugðist. Friðrik Þór Guðmundsson að engin stétt hefði orðið fyrir jafnmiklum tekjusamdrætti á síðustu þremur árum og sauð- fjárbændur. Vegna samdráttar hefðu launatekjur þeirra dregist saman um nálægt helming á tíma- bilinu. Á búum þar sem tveir unnu áður sé ekki lengur næg vinna nema fyrir einn. Með lögum á síðasta ári sé gert ráð fyrir rétti sjálfstætt starf- andi einstaklinga til atvinnuleysisbóta. „Hins Til aðfá atvinnuleysisbxtur þurfa bænchir að hætta búrekstri, skila inn virðisaukaskattsnúmeri og hafa staðið í skihim með tryggingagjaldið síðustu 12 mánuði sem þeir störfuðu. Mynd: Ol.Þ. BÆNDUR - VERKTAKAR. SVEITARFÉLÖG K.R. tækin vinsælu eru nú til afgreiðslu strax eða með stuttum fyrir- vara á góðu verði og greiðslukjörum. KR H estiriis irxrrré 11 irrgcir KR Cjcxmcir fyrir sorp og örxnvtr nrgctngsefni KR Myícjudceiur KR JS/Lylcjnsniglctr fyrir ctflnttctlc e<5ct <völc<vctlcniknir KR Losxtnctrbitncið'itr fyrir vothteystnrnct 1 og 3 fctsct KR 13 ciggcxt ímtr KR Æfrnllctrctr fyrir rtíllttbctggct KR Stctnrctborctr> þvermál eftir óslcitm lcctttpendct KR Steypvdxrcerivélctry tvcer stceröir KR 5/ctltctrctr, vcttnsfyllir KR Qjctfctgrindvtr fyrir ritllxtbctggcty prjctr geröir KR Httrðir, Httröctlctmir og lcesingctr, mctrgctr geröir Áralöng reynsla okkar í smíði tækja fyrir íslenskan landbúnað tryggír gæði og notagildi KR tækjanna. Kaupfélag Rangæinga Hvolsvelli Sími: 98>78225 & 98-78136

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.