Vikublaðið


Vikublaðið - 24.02.1994, Blaðsíða 18

Vikublaðið - 24.02.1994, Blaðsíða 18
18 VIKUBLAÐIÐ 24. FEBRUAR 1994 / Aþriðjudagskvöld var enn einn umræðuþátturinn í Sjónvarp- inu á vegum stuttbuxnadeild- arinnar - afsakið - á vegum skrifstofu ffamkvæmdastjóra. Þáttastjórnandinn var Oli Björn Kárason, sá sem stýrði í- haldsfyrirtækinu Almenna bókafor- laginu á leið þess í gjaldþrot ásamt stjómarmönnum fyrirtækisins sem margir hafa tekið til við að stjórna þjóðarskútunni í staðinn. Einkavinur- inn Baldur Hermannsson var síðan stjórnandi útsendingar. Þátturinn hét því kostulega nafni I skjóli þinghelgi, en í naffiinu og upplegginu að þættin- um fólst að honum væri ætlað að fjalla um þá ósvinnu að þingmenn skuli get- að tjáð sig ffítt og án þess að eiga málshöfðun yfir höfði sér (nema þingið aflétti þinghelginni af þeim) um það sem þeim finnst miður fara í samfélaginu. Sá flækingsköttur sem þetta ritar var eiginlega hálfhissa á kurteisinni í þeim sem lögðu þáttinn upp, því það er honum með öllu ó- skiljanlegt hvers vegna þátturinn hét ekki einfaldlega: Af hverju má Hrafn Gunnlaugsson ekki fara í mál við Svavar Gestsson og alla hans attaní- ossa á þingi - sem eru auðvitað Olafur Ragnar Grímsson, Kristín Astgeirs- dóttir, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Páll Pétursson og uin það bil restin af gervallri stjórnarandstöðunni. Enda varð ekki betur fundið á þátttakend- um í untræðunni en að þeim liði hálf illa yfir því að þurfa að tala um þetta mál f hálfkveðnum vísum og undir einhverju almennu yfirskyni þegar jafn greinilegt var hvaða mál var raun- verulega á dagskrá. Hvaða áætlanir skyldu allir „einka- vinirnir" vera með á prjónunum til að ráða bót á þessum bráða vanda sem málfrelsi þingmanna er? Auðvitað er ekki nóg að stjórna Sjónvarpinu, Stöð 2 og Mogganum og auðvitað er ckki nóg að elta einstaka blaðamenn með brugðnum hrandi úreltrar meiðyrða- löggjafar. Sjálfstæði þingsins og mál- frelsi þingmanna er auðvitað stór- hættulegt fyrirbæri sem þegar í stað þarf að stemma stigu við. Ilér eru nokkrar einfaldar lausnir sem má íhuga. Hægt er að láta ríkisstjórnarmeiri- hlutann greiða urn það atkvæði að aflétta þinghelgi allrar stjórnarand- stöðunnar á einu bretti. Slíkt væri bæði skilvirkt og fljótvirkt. Og til að þurfa ekki að gera það slag í slag má lögleiða að stjórnarandstaða hafi yfir- höfuð ekkert málffelsi. Með því væru slegnar margar flugur í einu höggi því komið yrði í veg fyrir öll fjölmiðla- upphlaupin sein fara svo í taugarnar á jafnvel sómakærum hæstaréttardóm- urum. Stofna mætti embætti fram- kvæmdastjóra Alþingis sem ákveddi hvað mætti segja og hvað ekki hverju sinni og hver mætti segja það. Fyrsta apríl verður væntanlega ágætur fram- kvæmdastjóri á lausu á vinnumark- aðnum sem hefur reynslu af slíku og ekki ætti hann að gjalda þess að eiga vini á æðstu stöðum frekar en aðrir flokksgæðingar sem þurfa að kornast í góða vinnu. Svo má líka einkavæða þetta úrelta fyrirbæri sem Alþingi er og stofna í staðinn fyrirtækið Alþingi hf og selja hlutabréfin hæstbjóðendum. Þá fengjust kannski loksins hæfir menn inn á þennan vinnustað, sem skilja þann sannleika að það er markaðurinn sem á að ráða og hann einn. Og með markaðinn í öndvegi þarf maður ekk- ert málfrelsi. Að gera Sögnin að „gera“ er samkvæmt niðurstöðum orðtíðnikönnunar, sem þrír fræðimenn á Orðabók Háskólans önnuðust fyrir fáeinum árum og gáfu út í ffóðlegri og mildlli bók, í tíunda sæti yfir algengustu sagn- orð í nútímaíslensku. Gullverðlaun hreppti sögnin „vera“ (hún reyndist langalgengasta sagnorð í íslensku eins og nærri má geta), „hafa“ náði í silffið (mjög örugglega) og „koma“ hlaut bronsið. I næstu sætum, skammt á eft- ir, lentu sagnirnar „verða“ og „segja“ og síðan, nokkru aftar, „fara“, „geta“, „taka“, „eiga“ og svo loks „gera“. Eg gæti þó trúað, af því sem ég hef heyrt undanfarið, að „gera“, þessi notadrjúga sögn, nái áður en Iangt um líður að skjóta sumum ofantalinna sagna aftur fyrir sig. Björk Guðmundsdóttir, óskabarn íslands nú um stundir, sagði til að mynda um daginn í viðtali, aðspurð um glæsilega sigra sína, að upphefðin skipti hana litlu í sjálfu sér, hún myndi halda sínu striki, því hún hefði allt frá tólf ára aldri verið að „gera“ tónlist. Sviðsljós Síðustu sýningar á Elínu Helenu Nokkru áður hafði ég í öðru viðtali heyrt hana segja frá því að hún hefði „gert“ eitt þúsund (eða tvö þúsund) viðtöl síðastliðið ár. Þá rifjaðist það upp fyrir mér að önnur ung og snjöll tónlistarkona, að vísu ekld úr popp- heiminum eins og Björk, sagði eitt sinn við mig, nýkomin ffá Bretlandi, að hún hefði „gert“ tónleika þar. Og nú í vikunni heyrðist einn skíðagöngu- mannanna íslensku á ólympíuleikun- um í Lillehaminer tala um að „gera“ göngu. Þessi notkun sagnarinnar er ekki samkvæmt því sem mér þykir eðlilegt og eflaust munu margir geta tekið undir það. Ilægt er að gera margt án þess að særa málvitund venjulegra manna, en samt tæplega neitt af því sem að ofan var talið. Nú um helgina, föstudaginn 25. febrúar og laugardaginn 26. febrúar, verða síðustu sýningar á leikritinu Elín Helena eftir Árna Ibsen í Borgarleikhúsinu. ELÍN HELENA er spennandi og átakamikið verk sem segir ffá uppgjöri ungrar íslenskrar konu við föður, móður og móður- systur. I fortíð sinni finnur Elín Helena fyrir óupp- gerðum atvikum og reynir að grennslast fyrir um hvað hafi gerst. Hún fer vestur um haf og heimsækir arner- ískan föður sinn, Rikka, fyrrum hermann á Kefla- víkurflugvelli, og Helenu, móðursystur sína. Heima kveður hún móður sína El- ínu, fyrrverandi konu Rikka. Það er Ingunn Ásdísar- dóttir sem leikstýrir verkinu en Guðrún S. Haraldsdóttir gerir leikmynd. Lárus Björnsson hannar lýsingu en Hilmar Örn Hilmarsson hljóðmynd. Hlutverkin í leikriti Árna eru skipuð þeim Hönnu Maríu Karls- dóttur, Margréti Helgu Jóhannsdótt- ur, Sigrúnu Eddu Björgvinsdóttur og Þorsteini Gunnarssyni. Sýningin hefur fengið góða dóma gagnrýnenda og áhorfendur hefa tek- ið leikritinu með eindæmilm vel. Sýn- ingar á Elíu Helenu er nú orðnar 54. lVlargrét Helga 'jóhannsdottir og for- steinn Gnnnarsson t sýningn Borgar- leikhiíssins á Elín Helenit. Hjartagátan Setjið rétta stafi í reitina neðan við krossgátuna. Þeir mynda þá karlmannsnafn. - Lausnarorð krossgátunnar í síðasta blaði er Strandhöfin. 1— 2 3 T" <o ? 7— 9 10 ll '5 13 ¥ A= 1 = Á= 2 = B = 3 = D = 4 = Ð = 5 = E - 6- É = 7 = F= 8 = G = 9 = H = 10 = 1= 11 = í = 12 = J= 13 = K = 14 = L = 15 = M = 16 = N = 17- 0= 18 = Ó= 19 = P = 20 = R = 21 = S = 22 = T = 23 = U= 24 = Ú= 25 = W- jsr Ua 10 7 ii i9 J? W ' (9 T 12 20 u > L II 9 (p d 22 22, 7- 18 V Z‘J- V To 18 23 T~ 8 V 20 & T— U lV ¥ T~ ,0 2f M- 2S 10 ib 1 y 20 \ 2? ZV 23 f 8 7 ý 28 10 22 ¥ T 8 II 11 2* T ií zz 9 b> L 2S 7- 22 18 & lo 2.0 7o ía 8 10 b 2S 2? d X )o sr £ 7 T~ 9 10 Ú 2? 7 ¥ 28 30 9 17 10 V 18 1? 12 1+ T Zf ¥ 6 * V li ZD S S2 II T~ >8 ? V 3 2V ~2S‘ V 31 20 ¥ 27 9 zí- 2T IV- 9 10 ¥ V T 22 l (e 8 t V= 26 = X= 27 = lo 32 1 £2 20 IV- 2T- k> Z.o 10 r /9 7 Y = 28 = Ý = 29 = w~Y 'L f í 1 z> j/£ 1? n \lú Æ = 31 = Ö= 32 =

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.