Vikublaðið


Vikublaðið - 24.02.1994, Blaðsíða 12

Vikublaðið - 24.02.1994, Blaðsíða 12
12 Framtíð landbúnaðarins VIKUBLAÐIÐ 24. FEBRÚAR 1994 Hér á eftir verður yfir þá nið- urstöðu sem liggur fyrir í GATT og EES santningun- um og því velt fyrir sér á hvern hátt hún kemur til með að hafa áhrif á ís- Ienskan landbúnað. GATT samningamir Fram að Uruguay-umferð GA'ri' samninganna hefur landbúnaðurinn verið ineðhöndlaður á sérstakan hátt innan GATT ásamt fataiðnaðinum. Þegar Uruguay-umferðin hófst árið 1986 töldu ráðherrar aðildarlanda GATT mikla nauðsyn á að ná land- búnaðinum með. Markmiðið var að gera heimsverslun með búvörur skipulagðari og ná fram stöðugra verðlagi. Þegar endanleg niðurstaða GATT samninganna liggur fyrir þá kemur í ljós eins og fyrirsjáanlegt var að hún felur í sér miklar breytingar á ytra umhverfi landbúnaðarins. Markvisst er stefnt að því að draga úr opinberum stuðningsaðgerðum við landbúnaðinn ásamt því að innflutningshömlur verða „sýnilegar“ í formi tollígilda. I landbúnaðarkafla samningsins eru þrír meginkaflar: innri stuðningur, útflutningsbætur og markaðsað- gangur. I sérstökum kafla er fjallað um heilbrigðisreglur sem einnig geta virkað sem tæknilegar hindranir. Samningurinn nær yfir 6 ár og tekur að líkindum gildi þann 1. júlí 1995. Hér verður fjallað nánar um helstu atriði hans. Markaðsaðgangur Ollum innflutningshömlum, þar með taldar beinar innflumingstak- markanir, á að breyta í fasta tolla (krónur eða %), svokölluð tollígildi.*1* Tollígildin eiga að lækka að meðal- tali um 36% miðað við meðalinn- flutningsvernd á viðmiðunarárunum 1986 - 1988. A einstökum tegundum á tollígildið að lækka um 15% að lág- marki. Hér er ekki reiknað með vegnu meðaltali heldur flöm meðaltali. Fyrir utan almenna lækkun inn- flutningshindrana skuldbinda aðildar- löndin sig til að tryggja innflutning sem nemur 3% af innlendri neyslu búvara að lágmarki. Hann á síðan að stíga upp í 5% á sex ára tímabili. Þennan innflutning á að tryggja með því að halda tollaígildunum almennt á því stigi að innflutningur verði mögulegur, fella tollinn niður eða lækka hann á vissum tegundum. Ekki liggur fyrir á hvern hátt útfærslu tolla- ígildanna verður háttað, en ntiklar lík- ur eru á að þau verði á ýmsan hátt verðleiðandi fyrir innlenda sam- keppnisvöru. Það hefur í för með sér að verðlagning innlendrar búvöru mun taka verulegt mið af verði inn- fluttra búvara. Innri stuðningur Innri stuðningur við landbúnaðinn á að minnka um 20% í hlutfaili við meðaltalsstuðning á árunum 1986- 1988. Lækkun styrkja miðast við heildarstuðning, sem þýðir að einstök lönd geta valið hversu mikið og í hvaða greinum dregið er úr styrkjum. Með innri stuðningi er átt við allan stuðning sem tengist búvöruverði og beinan smðning við bændur, að þeim stuðningi undanskildum sem tengist framleiðslutakmarkandi aðgerðum.(2l Fjárveitingar sem tengjast eftirfar- andi aðgerðum verða ekki lækkaðar kerfísbundið; almenn þjónusta eins og rannsóknir, menntun, dýralækna- þjónusta og markaðssetning, birgða- hald í varnarskyni, matvælaaðstoð, neyðaraðstoð, félagslegar aðgerðir og aðgerðir sem eiga að leiða til kerfis- bundinna breytinga á landbúnaðin- m. Þær síðasttöldu mega ekki tengj- ;t framleiðslonni á neinn hátt. Sú niðurstaða að styrkir, sem tengj- ;t á einhvern hátt aðgerðum til að raga úr framleiðslunni, falla ekki ndir 20% niðurskurð á samnings- manum er árangur af samningavið- ræðum og samningi milli Bandaríkj- anna og Evrópubandalagsins. Þetta hefur í för með sér að á þessu 6 ára samningstímabili er hægt að breyta styrkjakerfinu yfir í smðning við framleiðslutakmarkandi aðgerðir og þannig uppfylla skilyrðin um 20% samdrátt án þess að draga úr fjárveit- ingum til landbúnaðarins. I sambandi við innri smðning eru einnig settar reglur fyrir mismunandi smðningsform. Þar er fjallað uin eftir- farandi meginhugtök: „Gulur stuðningur“ er stuðning- ur sem tengist innflumingshömlum og öðrum opinberum fjárframlögum sem tengjast framleiðslu eða vöm- verði. Gulur smðningur er reiknaður út frá árunum 1986-1988. Hann á að dragast saman um 20% á samnings- tímanum ffam til ársins 1999 (reiknað í óverðtryggðum krónum). „Blár stuðningur" er niðurstaða sainkomulags milli Bandaríkjanna og Evrópubandalagsins frá árinu 1992. Smðningur í landbúnaði er nefhdur „blár“ þegar hann er greiddur innan frainleiðslutakmarkandi aðgerða, ef hann er greiddur út á ákveðið land eða ákveðinn fjölda húsdýra, eða allt að 85% af framleiðslunni. Hægt er að uppfylla kröfúr um niðurskurð á „gula“ smðningnum með því að flytja fjárframlög yfir í „bláan“ smðning. Opinber fjárffamlög sem falla undir þetta fyrirkomulag verða ekki færð niður, eins og þau sem falla undir „gulan“ smðning. Uiflutningsbcetur Aðildarlönd samningsins sam- þykkja að lækka útflutningsbætur um 36% í krónum talið og að lækka út- flutt magn sem nýmr útflutningsbóta um 21%. Aðgerðirnar eiga að miðast við meðaltalsútflutning á tímabilinu 1986-1988. Varðandi viðmiðunarárin er ákveðinn sveigjanleiki. Þar sem út- flutningur var meiri á tímabilinu 1991-1992 en á fyrrgreindum viðmið- unarárum er möguleiki gefinn til að nota það tíinabil til viðmiðunar. Ahrif þessa eru að samdrátmr í útflutnings- bótum verður minni en ella ásamt því að heildarútflutningur á samnings- tímabilinu verður inciri. Ekki eru lengur greiddar útflumingsbætur með útflutningi búvara hérlendis, eins og kunnugt er, þannig að það er í raun og veru óhagstætt fyrir íslenskan land- búnað að útflutningsbæmr skuli drag- ast minna saman en gert var ráð fyrir. Hver verða áhrifin? Það liggur fyrir að þær reglur, sem um var samið á síðustu stigum samn- ingaviðræðnanna, fela í sér ýmsa möguleika á aðgerðum, sem munu létta áhrif þeirra á landbúnaðinn,

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.