Vikublaðið


Vikublaðið - 24.02.1994, Blaðsíða 9

Vikublaðið - 24.02.1994, Blaðsíða 9
VIKUBLAÐIÐ 24. FEBRÚAR 1994 l Samkeppnin 9 með útflutning því verðjöfnunargjald- ið hvíldi á hæpinni lagastoð og bænd- ur gátu hafnað þátttöku í þessu átaki. Það gekk þó eftir að kúabændur féllust á að greiða verðjöíhunargjald- ið. Þegar þessu var kornið í kring átti efdr að finna útflutningsmarkað. Hann fannst ekki og því var kjötið á endanum gefið til Albaníu. Utanríkis- ráðuneytið hafði milligöngu um gjöf- ina sem var færð í bækur sem þróun- araðstoð. Sögur eru til af kyndugri leið þessa kjöts um Evrópu, þar sem Evrópubandalagið geymir 1,6 milljón tonna af óseljanlegu nautakjöti, og yfir til Albaníu. Loksins alvöru útflutn- ingur? Kjötið sem fór til Albaníu var í heil- um og hálfum skrokkum. Sáralítil at- vinna verður til við að slátra nautgrip- um og flytja þá út óunna. En á meðan ekkert verð fæst fyrir kjötið er lítið vit í því að leggja út í ónauðsynlegan kostnað við að koma umffamífam- leiðslunni úr landi. Núna sjá sumir fyrir sér að alvöru útflutningur geti hafist á nautakjöti ffá Islandi. I samstarfi við útflutnings- aðila hefúr Landssamband kúabænda unnið að því að fá bandaríska vottun fyrir því að íslenskt kjöt sé vistvænt og ferskt. I kjölfarið er fyrirhugað að selja kjöt unnið kjöt í neytendapakkn- ingum til Bandaríkjanna. Fari svo að ffamtakið heppnast eru bundnar von- ir við að hægt verði að selja íslenskt kjöt til Bandaríkjanna með hagnaði. Ráðgert er að Kaupfélag Þingey- inga á Húsavík vinni kjötið og einnig gætu afurðastöðvar á Höfn í Horna- firði og á Hvammstanga sinnt þessu verkefni, verði útflutningurinn ábata- samur. Fyrsta kastið verður útflutningur- inn niðurgreiddur með ffamlögum úr sjóðum landbúnaðarins. Sú staðreynd hefur orðið tilefni til skeytasendinga á milli manna. Ófriður milli bænda, Neytendasamtakanna og kjötvinnslumanna 1 síðustu viku kom Jónas Þórir kjöt- verkandi frarn í fféttatíma Sjónvarps- ins og sagði eðlilegt að kjötvinnsian fengi til sín kjöt á sambærilegu verði og fæst í Bandaríkjunum. Orð Jónasar verður að skoða í samhengi við skeytasendingar sem hafa síðusm misserin gengið á milli talsmanna kúabænda annarsvegar og kjötvinnsl- unnar hinsvegar. Asökunum bænda um að kjötvinnslan hafi ekki skilað til neytenda verðlækkununt á nautakjöti hafa kjötverkendur mætt með gagná- sökunum um að heimaslátrun bænda eyðileggi markaðinn. Guðmundur Lárusson svarar Jónasi í Tímanum á þriðjudag og seg- ir sérkennilegt að kjötverkendur ætli að bregða fæti fyrir þessa tilraun til að flytja kjöt á erlendan markað og skapa í leiðinni atvinnú hér heima. Neytendasamtökin hafa blandast inn í þessa deilu. Kúabændur telja að samtökin hafi ekki gætt hagsmuna fé- lagsmanna sinna með því að þau hafa látið undir höfuð Ieggjast að kanna það hvort verðlækkun fi-amleiðenda hafi skilað sér til neytenda. Neytenda- saintökin kalla þetta tilhæíúlausar á- rásir á samtökm og spyr á móti hvers vegna Landssamtök kúabænda birti ekki nöfn þeirra aðila sem talca til sín verðlækkanir sem með réttu ættu að skila sér til neytenda. Brigslyrðin og tortryggnin á milli þessara aðila er vísbending um þá ör- væntingu sem ríkir í nautakjötsfram- leiðslunni sem allt fram á síðustu ár naut þess jafnvægis sem lengi ein- kenndi íslenskan landbúnað. Sumir telja að ástandið eigi enn effir að versna. Tifar tímasprengja Kjötmarkaðurinn á Islandi er einn, sem þýðir að nautakjöt er í samkeppni við aðrar kjöttegundir svo sem kinda- kjöt, svínakjöt og kjúklingakjöt. Of- framleiðsla á einni kjöttegund sem þrýstir kjötverðinu niður hefur áhrif á aðrar. Núna þegar líkur eru á að kúa- bændur nái tökum á umframfram- leiðslunni í sinni búgrein óttast sumir að offramleiðsla á kindakjöti muni koma í veg fýrir að jafúvægi náist á þessurn markaði. Með búvörusamningnum sem tók gildi 1. september 1991 var tekið upp greiðslumark í stað fullvirðisréttar í sauðfjárrækt og í leiðinni voru út- flumingsbætur ríkissjóðs afnumdar. Markmiðið með búvörusamningnum var að markaðstengja framleiðsluna þannig að bændur framleiddu aðeins það magn kindakjöts sem markaður er fyrir. Smðningur ríkisins við bændur í beingreiðslukerfinu er með þeim hætti að bændur fá leyfi til að fram- leiða ákveðið magn, svokallað greiðslumark, og fá beinar greiðslur fyrir ffá ríkissjóði. Þegar greiðslumarki var fyrst út- hlutað, haustið 1991, var tekið mið af innanlandsneyslu almanaksárið 1990 og fyrstu sex mánuði ársins 1991 og neysla næsta verðlagsárs áætluð út frá þessu tímabili. Bændur fengu bein- greiðslur í samræmi við þessa áætluðu neyslu en vandinn varð til þegar áætl- unin gekk ekki eftir. Kindakjötssalan minnkaði og umframbirgðir söfnuð- ust upp í afúrðastöðvum. Ekki er leyfilegt að flytja „beingreiðslukjötið" til útlanda því að það er merkt innan- landsmarkaði. Þetta kjöt er eins og tímasprengja á markaði sem er þegar í uppnámi. Páll Vilhjálmsson International Pen Friends er alþjóðlegur penna- vinaklúbbur stofnaður á írlandi árið 1967. Hann lætur þér í té a.m.k. 14 jafnaldra, pennavini frá ýmsum þjóðum, eftir þínum óskum. Fáðu þér umsóknareyðublað. I.P.F. Pósthólf 4276 124 Reykjavík ZANOTTI fyrir fulivinnsluna og framleiðsluna í heimabyggð ZANOTTI kæli- og frystibúnaður. Áreiðanlegur og einfaldur í uppsetningu ALKUL Sími657470 HENTU EKKI BILUÐUM HLUT - SPURÐU OKKUR FYRST RENNISMIÐI - Viljum leysa vanda þinn velkominn sértu vinurinn FRÆSIVINNA - SLÍPUN - VÉLAVIÐGERÐIR / Endurbyggjum bensín- og díselvélar / Slípum sveifarása, borum blokkir / Réttum af höfuðlegusæti í blokkum / Lögum legusæti og kambása í heddum / Breytum og endurnýjum drifsköft / Plönum hedd, blokkir o.fl. / Rennum ventla og ventilsæti / Lögum legu- og slitfleti með stál-, kopar-, keramikefnum o.fl. / Margs konar nýsmíði Þú finnur traust í okkar lausn VÉLAVERKSTÆÐIÐ EGILL HF. SMIÐJUVEGI 9A KÓPAVOGI - SÍMI 91-44445 - 44457 SÓTTHREINSANDI ÞVOTTADUFT FYRIR MJALTAKERFI VINNUR GEGN MJÓLKURSTEINSMYNDUN SÓTTHREINSANDI SPENA- 0G JÚGURÞVOTTALÖGUR EIGINLEIKAR: Júgrex inniheldur hreinsi- og sótthreinsiefni og er því tvívirkur hreinsilögur. Með notkun Júgrex ásamt Joðexi minnkar hætta á júgurbólgu, þar sem þá eru meirí líkur á að bakteríum sem ónæmar eru fyrir joði verði eytt. NOTKUN: Við júgurþvott skal nota 1% lausn af Júgrexi í heitu vatni, eða sem svarar einum tappa í tvo lítra af heitu vatni. Látið þvottaklúta liggja í lausnini milli þvotta til þess að þeir haldist sótthreinsaðir. Blandið nýja lausn fyrir hvern mjaltatíma. Sem spenadýfu skal nota 20% lausn af Júgrexi í volgu vatni. (1 hl. Júgrex í 4 hl. af volgu vatni). Júgrex má enn fremur nota óþynnt til handsótthreinsunar t.d. fyrir mjaltir. Skola skal hendur vel á ettir með hreinu vatni. INNIHALD: Vatn, tensíd, glyseról, sorbitól, klórhexidingluconat, pH (óþynnt) u.þ.b. 5.5 MAGN: 5 lítrar — VARÚÐ! Berist efnið í augu, skolið þá vandlega með vatni og leitið læknis. Ef efnisins er neytt, drekkið þá vatn eða mjólk og leitiö læknis. GEYMIST ÞAR SEM BÖRN NÁ EKKI TIL : i GEYMSLA: Geymist í lokuðu íláti fjarri sólarljósi. F Austursíðu 2 ZÁ Goóatúni 4 603 Akureyri Sími 96-30425 EFNAVERKSMIÐJAN SJÖFN 210 Garðabæ Sími 91-657000 HREINSUN A MJOLKURSTEINI: Nýja alfa alfa duftiö vinnur gegn mjólkursteinsmyndun.Samt sem áður þarf aö sýruþvo ööru hverju í samráöi við eftirlitsmann. Best er aö nota sulfamin duft til þessa. Gerð mjaltakerfanna og gæöi vatns er mjög mismunandi á milli búa. Þess vegne er ráðlegast að hafa samráð við mjólkureftirlitsmann um öll þrif. UM NOTKUN: Eftir tæmingu röra og tanka skal strax skola út allar mjólkurleifar með volgu vatni, þó ekki heitara en 35°C. Leysa skal alfa alfa þvottaduftiö upp í heitu vatni 60°* 80°C og láta upplausnina vinna á óheinindum í um 10 mín. Skolið með köldu vatni sem fullnægir kröfum hvað bakteríur varðar. Reikna má með að u.þ.b. 40 lítra af vatni þurfi á kerfi fyrir 30 kúa fjós, og að 35 g af alfa alfa þurfi í hverja 10 lítra af vatni. INNIHALD: Alkalísk hreinsiefni. Sílíköt. Natríum glúkonat. Virkur klór 5% MAGN NOTKUNARMAGN Hættulegt við inntoku.Myndar hættulegt klórgas í snertingu við sýru Ertir augu, öndunarfæri og húð. Varist innöndun. Berist efnið í augu skal skola vandlega með vatni og leita læknis. 35 g eða 0,5 dl í 10 I af vatni 12 kg GEYMIST ÞAR SEM BORN NA EKKI TIL

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.