Vikublaðið - 24.02.1994, Blaðsíða 11
VIKUBLAÐIÐ 24. FEBRUAR 1994
Ú Ifliitnin jgurinn
11
Lambakjöt
á lúxusmai
Hvernig litist þér á hormónakjöt í kvöldmatinn? Eöa kjöt sem er mengaö af
skordýraeitri, illgresiseyði og aðskiljanlegum öðrum lyfjum og eiturefnum?
Iiefurðu ekki lyst? Það er ekki von. Evrópubúar og Bandaríkjamenn eru líka
að tnissa lystina á svona mat og hafa œ meiri áhuga á lífrænt ræktuðu kjöti
og öðrum landbúnaðarafurðum sem eru lausar við aukaefni. Það getum við
íslendingar boðið og á þessu sviði eigum við mikla möguleika til útflutnings.
Að vísu er verðið sem okkur býðst enn ekki nógu hátt til þess að borga
kostnað en flestir telja að eftirspurn muni fara vaxandi og verð hœkkandi. í
þessu eins og öðru þurfum við að sýna þolinmœði, ekki gera okkur of miklar
vonir en halda áfram að vinna að markaðs- og sölumálum.
að er ekki einfalt mál að ákveða
hvort kjöt telst vistvænt eða
ekki. I sumra augum dugir ekki
að varan sjálf sé hrein og án aukaefna,
hún þarf líka að vera framleidd á nátt-
úruvinsamlegan hátt. Landnýtingin
þarf að vera sjálfhær þannig að ekki sé
gengið uni of á landið. Ekki er víst að
allir samþykki að allt íslenskt kjöt sé
framleitt á vistvænan hátt, ef þessi
skilgreining er notuð, þó að líklega
myndi stór hluti þess uppfylla öll skil-
yrði.
Gunnar Steinn Pálsson sem hefur
unnið að markaðssetningu fyrir ís-
lenskan landbúnað þekkir þetta vel.
Hann segir að nóg sé af ffamleiðend-
um erlendis sem geti lækkað verð á
kjöti niður úr öllu valdi. A þeim mark-
aði getum við ekki keppt, en verðum
þess í stað að einbeita okkur að því að
selja til þeirra sem hafa áhuga á hreinu
og ómenguðu kjöti, sem megi vera á
hærra verði. „Þróunin á allra næstu
árum verður sú að verð á klassavöru
hækkar, neyslan verður stéttskipt,"
fullyrðir hann.
Erum við náttúruvemd-
arþjóð?
Gunnar segir að enn sé verið að
selja kjötið á of lágu verði en við verð-
urn að sætta okkur við að sígandi
lukka sé best. „Enn er þörfin ekki orð-
in veruleg, við erum ekld að missa af
neinum tækifærum, en við eigum að
vanda okkur. Þetta er spurning unt í-
mynd þjóðarinnar. Við getum ekki
þóst vera einhver náttúruverndarþjóð
á sama tíma og við stundum rányrkju
á fiskimiðunum. Hins vegar er sauðfé
ekkert að naga landið ofan í rót, því
hefur fækkað urn helming á síðustu
árum og nú er kornið jafnvægi. Það er
mjög viðkvæmt þegar menn eru að
tala um að eitthvað sé vistvænt, hvað
þá lífrænt og við verðum að vanda
mjög þessa markaðssetningu enda er
þetta spurning um að selja rándýra
lúxusvöru,“ segir Gunnar.
Uppfyllum næstum öll
skilyrði
Enn er ekki mikill gróði af útflutn-
ingi kjöts á þennan lúxusmarkað. Þó
telja margir að þær viðurkenningar
sem fengist hafa og eru að fást séu á-
fangar sem munu slála okkar lengra á-
fram. Einn þeirra er Ari Teitsson, for-
rnaður útflutningsnefndar Fram-
leiðsluráðs og sauðfjárræktarráðu-
nautur í Suður-Þingeyjarsýslu. Hann
segir að Islendingar séu komnir með
samþykki fyrir því að fá vottun um
hreinleika. I Bandaríkjunum séu til-
tölulega ströng ákvæði um hvernig
megi merkja og auglýsa matvöru. Til
þess að uppfylla þau þurfi íslenskir
bændur ekki að breyta mildu í sínurn
búskaparháttum: „Vegna loftslags
þurfuin við hvorki skordýrareitur né
illgresiseyði, hormónalyf hafa aldrei
Við verðum að vanila mjögþessa mark-
aðssetningu enda er þetta spuming um
að selja rándýra lúxusvöm, “ segir
Gunnar Steinn Pálsson.
verið notuð í íslenskum landbúnaði
og íslenskt sauðfé gengur aðeins að
litlu leyti á högum sem tilbúinn á-
burður er notaður á. Það eina sem
þarf að gæta að er notkun fúkkalyfja.
Bændur þurfa að merkja hvert einasta
lamb og fylgjast nteð svo tryggt sé að
kjöt af skepnum sem hafa fengið
fúkkalyf fari ekki á þennan markað. I
því skyni þarf að gera skýrslur sem
fylgja kjötinu svo að hægt sé að rekja
hver á hvaða kjöt. Þetta er mikilvægt í
þeim tilvikum þegar kjöt stenst ekki
gæðakröfur."
Ari segir samkeppni hafi valdið því
að menn fóru að nota hormóna til
þess að auka og hraða vexti og að
mengun í Evrópu og Bandaríkjunum
hafi líka áhrif á gæði landbúnaðarvara.
Sala á vistvænum afurðum sé að
aukast og ef sú þróun haldi áfram séu
miklar líkur á því að verðmunurinn
aukist og hærra verð fáist fyrir ís-
lenska kjötið á þessum markaði. Salan
fari hægt af stað en við eigum mikla
möguleika. „Enn vantar þó samræmd-
ar reglur um gæði kjöts hjá EB. Þeirra
reglur snúast meira um meðferð bú-
stofúsins, t.d. að honum sé hleypt út
daglega. Nokkuð sem á ekki við ís-
lenskar aðstæður."
Ari segir að til þess að eiga mögu-
leika í samkeppni þeirra sem bjóða
upp á vistvænar vörur þá þurfum við
að hafa eftirlitsaðila, annað hvort á
vegum ríkisins eða sjálfstæða. Ætlun-
in sé að hefja þetta eftirlit þegar lömb-
in fæðast í vor. Ekki munu allir bænd-
ur taka þátt, enda hafa aðeins fá slát-
urhús sláturleyfi á Bandaríkin.
Landbúnaður erlendis
hefur verið á villigötum
Islenskir markaðsmenn hafa verið
að kynna kjöt héðan bæði í Bandaríkj-
unuin og Evrópu. Einn þeirra er Er-
lendur A. Garðarsson hjá Kaupsýsl-
unni hf. Hann hefur í samráði við
Landssamband kúabænda og yfir-
dýralækni unnið að gerð vottorðs fyr-
ir nautakjöt sem á að fara á markað í
Bandaríkjunum og segir það vera allt
annað en einfalt mál. Þróun vottunar-
kerfisins hafi tekið heila sjö rnánuði.
Vandinn er sá að þó að kjötið sé selt á
30-40% hærra verði en almennt gild-
ir á markaðinum þá er verðið of lágt ef
miðað er við framleiðslukostnað á ís-
landi.
„Á síðustu misserum hafa viðhorf
neytenda breyst, þeir sem efni hafa á
eru farnir að gera kröfur. Landbúnað-
urinn hefúr verið á villigötum erlend-
is, en það gefur okkur færi á að nýta
Amór Karlsson Amarholti.
Okkar
eina von
eir Arnór Karlsson, formaður
Landssamtaka sauðfjárbænda
og Þorsteinn Sigurjónsson, stjórn-
armaður í saintökunum segja mik-
inn áhuga vera fyrir gæðavottun
meðal bænda.
Þorsteinn segir um þetta: „Það
er engin spurning að okkar eina
von er að við getum selt út á gæði
og hreinleika vörunnar.“
Arnór segir að sú skriffinnska
sem óhjákvæmilega komi til með
að fylgja þessu sé ekki mikið mál
fyrir þá sem hafa haldið einhverjar
skýrslur fyrir. En hann bætir við:
„Þessi útflutningur kemur ekki til
með að verða nein heildarlausn.
Ilins vegar finnst mér vera mjög
mikill áhugi hjá bændum á nátt-
úruvernd og á þvf að auka gæði
framleiðslunnar. Við búum mjög
vel ef miðað er við meginland Evr-
ópu sem er allt meira og rninna
mengað.
Þorsteinn er dálítið uggandi um
að menn séu fullfljótir á sér að
básúna þessa útflutningsleið. „Mér
sýnist vera Iangt í að þetta gefi ein-
hvern pening en,“ bætir hann við:
„hins vegar veitir ekkert af því að
hleypa bjartsýni í fólk.“
sérstöðu okkar. Hver einasti íslend-
ingur er sannfærður um að íslenska
lambakjötið sé það besta í heimi og ég
tel að nautakjötið okkar sé engu síðra.
Nú þurfum við bara að sannfæra aðra
um þetta,“ segir Erlendur og er viss í
sinni sök.
Gæðaþróun eða ársgamlir
skrokkar á útsölu
Erlendur segir það nússkilning að
bændur séu íhaldssamir skarfar, þetta
sé framsýnt fólk sem skilji að það kosti
tíma, tuð og peninga að vinna mark-
aði og halda þeim. Hins vegar hafi
með landbúnaðarkerfinu eins og það
var, verið búið að slíta á tenginguna
milli bóndans sem framleiðanda og
neytandans. „Þær milljónir sem fóru í
útflutningsbætur voru notaðar í að
borga niður ársgamla skrokka í grisj-
um á útsölumarkaði í útlönduin. Ef þú
gefúr bóndanum kost á að þróa sína
framleiðslu þá gerast góðir hlutir.
Sjálfur er ég algerlega á móti krafta-
verkalausnum. Fólk verður að gera sér
grein fyrir því að vottunin er ekki nóg,
varan verður líka að vera góð á bragð-
ið. Við berum ábyrgð á vörunni frá
því að hún hleypur hér um haga og
þangað til að hún er kominn upp í
neytandann." Erlendur bætir því við
að íslendingar séu líklega eina þjóðin í
heiminum sem geti staðist auðveld-
lega allar gæðakröfur sem nú sé farið
að gera til kjöts.
Fólk vill vottorð
„Á Nýja Sjálandi inega aðeins milli
50 og 60 bændur merkja vöruna sína
þannig að hún sé laus við illgresiseyði
og slík efni. Vaxtarhormónar hafa
verið notaðir víða um heim. Þegar
dýralæknar í Belgíu gerðu rassíu til
þess að skoða þessi mál fóru bændur
svo illa út úr rannsókninni að þeir
tóku reiði sína út á effirlitsmönnunum
og brenndu hús þeirra til grunna! I
kjötbúð í Belgíu sá ég fallegt og búst-
ið lainbalæri. Slátrarinn sagði mér að
þetta kjöt færi aldrei inn í hans eldhús,
svona vöxt fengi enginn gripur hjálp-
arlaust. Enda er fólk hætt að treysta
því að fallega útlítandi kjöt sé í lagi.
Það vill fá vottorð."
Erlendur segir að þessi bylgja á-
huga á lífrænt ræktuðum afurðum sé
að valda því að bændur hverfi frá verk-
smiðjubúunum. Framleiðslan, sem
hafi verið allt of mikil, minnki um leið
og hún verði heilnæmari. Það verður
því ekki annað séð en að það sé öllum
til góðs að áhersla á líffæna ffarn-
leiðslu verði aukin, bæði neytendum,
bændum og síðast en ekki síst náttúr-
unni.
Ingibjörg Stefánsdóttir
RAFMAGNSVEITUR
RÍKISINS
lifandi afl