Vikublaðið


Vikublaðið - 24.02.1994, Blaðsíða 8

Vikublaðið - 24.02.1994, Blaðsíða 8
Samkeppnin 8 VIKUBLAÐIÐ 24. FEBRÚAR 1994 Allt f steik á kjötmarkaðnum s reiða viðgengst í nauta- kjötsfiramleiðslunni á Is- landi sem sést best á þeim mörgu leiðum sem kjötið getur farið til neytandans. Stundum kemur kjötið efdr „gömlu leiðinni" frá bónda í gegnum afurðastöð og úr kjötborði verslunar. I öðrum til- vikum fer nautakjötið frá bónda til verslunar með stuttri viðkomu í sláturhúsi. Þá er til í dæminu að neytandinn kaupi beint frá bónd- anum, heimaslátrað. Það er ólög- legt en viðgengst engu að síður. Ymis verð eru í gangi og nær öll undir samþykktu Iágmarksverði Framleiðsluráðs sem byggir á kostnaði við rekstur kúabúa. Bændur eru að tapa peningum og sér ekki fyrir endann á því. Hvers vegna? - Framleiðendur nautakjöts eru að ganga á eigur sínar núna. Verðið er það lágt að þeir fá ekki upp í beinan kostnað og alls engin vinnulaun. Það er Guðmundur Lárusson formaður Landsambands kúabænda sem slær þessu föstu. Hann telur ástandið vera svona bágborið vegna þess að hvorki bændur né afurðastöðvar hafa borið gæfu til þess að standa saman. Guðmundur leggur dæmið upp þannig að á síðustu árum hafi smá- söluverslunin komist á æ færri hendur með þeim afleiðingum að styrkleika- hlutföll milli framleiðenda og seljenda hafa raskast. I krafti stærðarinnar hef- ur Hagkaup/Bónusveldið þrýst niður verði á nautakjöti meðan samtaka- máttur afurðastöðva, sem að mestu eru í eigu bænda, er lítill sem enginn. - Samstaðan hefur engin verið og að sumu leyti er það skiljanlegt. Af- urðastöðvarnar standa margar höllum fæti fjárhagslega, meðal annars vegna þess að þær hafa tapað peningum á gjaldþrotum í smásöluversluninni, segir Guðmundur. Gunnar Guðmundsson fram- kvæmdastjóri afurðastöðvar Kaupfé- lags Borgfirðinga viðurkennir að sam- staða afurðastöðvanna sé ekki mikil. Hann segir þó að samtök bænda ættu að fara varlega í gagnrýni sinni á af- urðastöðvar. - Sumir bændur selja kjöt í sam- keppni við afurðastöðvarnar. Þeir kaupa slátrun hjá afúrðastöðvum og selja beint til verslana á lægra verði en okkar, segir Gunnar. Sömuleiðis bendir Gunnar á að rökstuddur grun- ur er um marktæka heimaslátrun sem dregur enn úr „opinberri" eftirspurn eftir kjöti. Offramleiðsla Sterk staða verslana gagnvart af- urðastöðvum og bændum gefur þeim tök á að þrýsta heildsöluverðinu nið- ur. En smásöluversluninn gæti ekki knúið á um verðlækkanir nema af þeirri ástæðu að umframbirgðir eru í landinu af nautakjöti. Engin framleiðslustýring er á nautakjöti líkt og tíðkast í kindakjöts- framleiðslunni. Það þekktist að sauð- fjárbændur keyptu kálfa til að ala í sláturstærð og reyna með þeim hætti að drýgja tekjurnar. Guðmundur Lár- usson telur að stórlega hafi dregið úr slíkri búmennsku. Kjötverð er svo lágt að menn hafa ekkert upp úr því að kaupa kálfa af kúabændum til að ala, hvorki sauðfjárbændur né aðrir. Guðmundur gerir sér vonir um að þegar líða tekur á þetta ár muni draga úr offfamleiðslunni og byggir það á upplýsingum sem Landssamband kúabænda safnar um ffamleiðslu fé- lagsmanna sinna. Framleiðslutími nautakjöts er langur og hægt að spá fyrir kjötframboð á grundvelli fjölda kálfa sem settir eru á. Það eru ýmsir ó- vissuþættir í þessurn áætlunum. A kjötmarkaðnum hefur ríkt hálfgert upplausnarástand síðustu árin og til- raunir til að ná jafnvægi hafa ekki bor- ið árangur. Albaníuleið úr ógöngum Kúabændur fengu samþykki Hall- dórs Blöndal landbúnaðarráðherra fyrir töku verðjöfnunargjalds í nóv- ember 1992. Þá var mönnum orðið ljóst að grípa þyrfti til aðgerða ef ekki ætti illa að fara.Verðjöfnunargjaldið, fimm prósent, var hugsað til að niður- greiða útflutning á kjöti og draga þannig úr umframbirgðum. Að auki átti að nota hluta kjarnfóðurgjalds í sama tilgangi. Skömmu síðar náðu kúabændur samkomulagi við slátur- leyfishafa sem gerði ráð fyrir að bændur fyrir sitt leytá flyttu úr landi 350 tonn af nautakjöti og drægju úr framleiðslu gegn því að sláturleyfis- hafar tryggðu fullt skilaverð til bænda með því að hætta undirboðum. Samkomulagið hélt ekki nema að litlu leyti. Bændur komu ekki út nema um 200 tonnum af kjöti og afurða- stöðvarnar héldu áfram að gefa afslátt af lágmarksverði, einfaldlega til að koma kjötinu frá sér. Um hríð leit reyndar heldur illa út Nautakjötsmarkaðurinn hefur verið t upplausn og þó tekist hafi að draga úr umframframleiðslunni getur allt einsfarið svo að offramleiðsla í sauðfjárrakt verði til þess aðjafnvægi næst ekki á þessum markaði. OLÍUFYLLTIR RAFMAGNSOFNAR Glæsileg vara á ótrúlegu verði - Gerið verðsamanburð Olíufylltir rafmagnsofnar, á hjólum, í gamla stílnum, 1200-2500 W. Veggfestingar, sjálfvirk hitastýring. Verð: 1200W kr. 9.790.- 1500W kr. 10.794.- 2000 W kr. 11.911.- 2500 W kr. 13.031.- 2500 W Turbo blástur kr. 15.387.- Landsins mesta úrval af rafmagnsofnum Póstsendum Olíufylltir rafmagnsþilofnar. Gólf- eða veggfestingar fylgja. Verð: 750 W kr. 10.189.- 1000W kr. 10.527.- 1500 W kr. 11.638.- Sjálfvirk hitastilling - Veggfestingar fylgja Víkur Vagnar KERRUSALURINN Síðumúla 19-108 Reykjavík - Sími 684911 - Fax 684916

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.