Vikublaðið


Vikublaðið - 24.02.1994, Blaðsíða 14

Vikublaðið - 24.02.1994, Blaðsíða 14
14 VIKUBLAÐIÐ 24. FEBRUAR 1994 Framlög stjómvalda tíl land- græðslumála minnka nú ár frá ári... Arlegt íjármagn tíl að sinna landgræðslu og gróður- vemd á öllu landinu er t.d. um þriðjungur af rekstrarkostnaði Seðlabankans. Kostnaður við Perl- una samsvarar framlögum tíl Iand- græðslu í fimmtán ár... Það er með öllu óvíst að Landgræðslunni takist að sinni að fjármagna aukið sam- starf við bændur um uppgræðslu heimalanda. Ofan.greind tilvitnun er úr grein eftir Andrés Arnalds hjá Landgræðslu ríkisins sem hann skrifaði nýverið í búnaðarblaðið Frey. Þar greinir Andrés frá því að Landgræðslan hafi um árabil tekið þátt í margvíslegum samvinnuverkefnum með bændum um uppgræðslu lands. Má geta þess að 120 bændur voru á síðasta ári í sam- starfi við Landgræðsluna innan verk- efnaflokks sem kallast „heimalanda- verkefnið“, en um 1.000 hektarar gróðurvana lands eru á ýmsum stigum uppgræðslu á vegum þessa verkefnis. Hvað ef vistvænir Þjóð- verjar koma.... Fyrirkoinulagið er þannig að Land- græðslan hefur lagt til helming áburð- ar á móti viðkoinandi bónda, en legg- ur jafnframt til allt fræ sem er veruleg- ur kostnaðarliður. Bóndinn fær síðan greiddar 10 þúsund krónur á tonn fyr- ir flutning og dreifingu á áburðinuin. Alls var dreift 320 tonnum af áburði í tengslum við heimalandaverkefnið síðasta sumar og nam kostnaður Landgræðslunnar um 12 milljónum króna. Landgræðslan hefur mikinn á- huga á að bæta a.m.k. 100 bændum við í verkefnið, en vantar fjármagn. Bændur hafa auk þess unnið mikið fyrir Landgræðsluna við uppsetningu girðinga, fræöflun, sáningu, áburðar- dreifingu o.fl., en Andrés leggur áherslu á að uppgræðsla heimalanda sé mikilvægur hlekkur í því að gera landbúnaðinn umhverfisvænan. I samtali við Vikublaðið sagðist Andrés hafa orðið var við mikinn og vaxandi áhuga meðal bænda um að efla uppgræðslustarfið, ekki síst í þeim tilgangi að bæta heimalöndin. „Ann- ars vegar er unnið að því að styrkja land til áframhaldandi beitar, land sem hefur í aldanna rás farið illa. Það er liður í beitarskipulagi. Uppgrædda landið er þá notað til beitar á vorin og haustin og það léttír á sumarhögunum á viðkvæmasta tímanum. Ahuginn er geysilega mikill og til okkar berst mikill íjöldi fyrirspurna um 'stuðning við slíka uppgræðslu. Hins vegar lítum við til umhverfis- málanna. Nú er mikið rætt um að markaðsmöguleikar erlendis, einkum á dilkakjöti, felist í því að vera með vistvæna vöru. Það er ansi hætt við því að það forskot sem við höfum með því að hafa hreint kjöt, þ.e. kjöt sem er laust við lyf og hormóna, nýtist ekki nema tryggt sé að landið sé í lagi sem varan er framleidd á. Það gætí komið bakslag í okkar stöðu ef t.d. vistvænir Þjóðverjar kæmu og vildu skoða land- ið með þetta í huga. Það fer ekki hjá því að nú er mikil umræða í heiminum um jarðvegseyðingu. Það kom fram a ráðstefnu nýverið á Selfossi að árlega tapast um 13 millj- arðar tonna af jarðvegi vegna land- notkunar mannsins en um leið blasir við að vegna fólksfjölgunar þarf að tvöfalda matvælaframleiðsluna á næstu 40 árum. Umræðan er því rétt að byrja og erlendis munu umhverfis- samtök ekki samþykkja framleiðslu, nema tryggt sé að ekki sé gengið á landið." Óflug starfsemi Land- grœoslufélags Oræfinga En hvað eru þá bændur að gera í þessum málum? Landgræðsla ríkisins er núorðið í samvinnu við fjölda bænda um uppgræðslu, meðal annars við Landgræðslufélag Oræfinga, en formaður þess er Orn Bergsson bóndi að Hofi. „Félagið okkar er aðeins 15 mán- aða, en við munum halda áfrain starf- inu eins og við getum og fjármagn leyfir. Við höfum sérstaklega mikinn áhuga á því að taka til hendinni á söndunum fyrir ofan Ingólfshöfða. Það er mikið verk, fleiri þúsund hekt- arar. Þar lónar Kotá og þyrfti að breyta rennsli hennar í því sainbandi. Þá erum við búnir að friða svokallað Sker, sem er 5 þúsund hektara svæði milli Hofs og Hnappavallar. Við höf- um gert frumdrögin að skipulagningu á sáningu þar, aðallega lúpínu, en einnig baunagrasi og birki. Við höfum unnið inikið í samvinnu við Land- græðsluna og fengið frá henni fjár- magn til uppgræðslu." Orn segir að viðbrögð bænda hafi yfirleitt verið mjög góð, en að það vanti að virkja þá miklu betur í þessu, ekki síst nú þegar fjölmiðlaímynd bænda er með verra mótí. „í land- græðslustarfi hefur allt of lítið verið gert fram til þessa. Fjölmiðlar hafa gert sitt til að stilla Landgræðslunni og bændum upp sem andstæðum fylk- ingum, en staðreyndin er sú að við eigum mjög mikla samleið og það er að mínu mati mjög auðvelt að starfa með Landgræðslunni. Okkar samstarf við hana hefúr verið einstakt. Við verðum að leggja áherslu á að senda frá okkur vistvænar afurðir og frain- leiða í sátt við landið. Annars er hætta á því að neytendur hafni afurðunum. Hitt er annað mál, að gróðureyðing er á mjög takmörkuðum svæðum. I dag er frekar hægt að tala um ofbeit hrossa við þéttbýliskjarna, en að einblína á sauðféð. Það má ekki gleyma því að sauðfé hefur fækkað verulega á um- liðnum árum, t.d. um 40 prósent hjá mér á 15 árum.“ Okkar dæmalausu kindur.... I Öxarfirði hefur einnig farið fram mildð uppgræðslustarf um árabil. Þar varð fyrir svörum Björn Benediktsson að Sandfellshaga. „Það hefur mikið breyst í upp- græðslumálum bænda í seinni tíð og mættí gerast miklu meira“ segir Björn. „Við höfum verið að græða upp mela í tuttugu ár og nú er ég hættur búskap og synirnir teknir við. Við höfum breytt melum í dýrmætt beitiland og hlífum þá öðru landi á meðan. Hér er mikið landrými fyrir okkar dæmalausu kindur, en við höf- um haft áhyggjur af beitinni. Við höf- um friðað svæði á sumrin og margir tekið það upp. Eitt af því sem við ger- um og skiptír miklu máli er að brenna ekki eða henda úrgangsheyi heldur leggja það á gróðurlaust land. Það er fátt sem græðir betur gróðurlausa •mela en einmitt þetta.“ Björn segir að skúrka megi finna í öllum stéttum, en telur að bændur hafi farið óþarflega illa út úr þjóðfé- lagsumræðunni á undanförnum miss- erum. „I uppgræðslumálum höfum við vissulega verið eins og nátttröll, en nú á sér stað vakning. Við í Oxarfjarð- arhreppi höfum beitt okkur fyrir mjög róttækum aðgerðum, sem bitnuðu á sumum hér, en með því að Land- græðslan studdi við bakið á þeim sem urðu fyrir skakkaföllum hefur tekist samvinna sem er ofboðslega jákvæð.“ I upphafi greinarinnar var vitnað til Andrésar Arnalds hjá Landgræðslunni um blikur á lofti varðandi fjármögnun á landgræðslu almennt og þá ekki síst á samstarfi um uppgræðslu við bænd- ur. Andrés segir í samtali við Viku- blaðið að menn hafi eðlilega talsverð- ar áhyggjur af peningamálunum. „Þrátt fyrir fögur fyrirheit hafa fjár- framlög minnkað í ár, þriðja eða fjórða árið í röð. Almenn landgræðsla dregst saman, en ætli verði ekki hægt að láta heimalandaverkefnin standa í stað þótt æskilegast væri að stórauka þau. Ekki vantar áhugann og þörfin er mikil. í þessu sambandi þá byggðu menn miklar vonir við bókun 6 í kjarasamningi ríkisins og bænda, en þar var því heitíð að tveir milljarðar færu í landgræðslu og skógrækt á samningstímanum, á 6 árum, til viðbótar við aðrar fjárvetingar til þessara mála. Nú eru liðin nokkur ár og ætli megi ekki segja að nokkrar milljónir hafi farið í þetta og túlkun- aratriði hvort þær milljónir hafi ekki verið teknar af öðru innan þessa mála- flokks,“ segir Andrés. Friðrik Þór Guðmundsson Mikill og vaxandi áhugi bænda á uppgræðslu: Að gera landbúnað- inn umhverfisvænan LANDSBANKI Landsbanki íslands auglýsir nú fimmta árið í röð eftir umsóknum um NÁMU-styrki. Veittir verða 7 styrkir. Q| Einungis aðilar að NÁMUNNI, námsmannaþjónustu Landsbanka íslands, eiga rétt á að sækja um þessa styrki. 3 Allir þeir sem gerst hafa félagar í NÁMUNNI fyrir 15. mars 1994 eiga rétt á að sækja um styrk vegna þessa námsárs. H§ Hver styrkur er að upphæð 150 þúsund krónur. Þeir verða afhentir í apríl 1994 og veittir NÁMU-félögum skv. eftirfarandi flokkun: 2 styrkir til háskólanáms á íslandi, 2 styrkir til náms við framhaldsskóla hérlendis, 2 styrkirtil fram- haldsnáms erlendis og 1 styrkurtil listnáms. íjjUmsóknum ertilgreini námsferil, námsárangur, heimilishagi og framtíðaráform, skal skilað til Lands- banka íslands eigi síðar en 15. mars næstkomandi. [§ Umsóknir sendist til: Landsbanki Islands, Markaðssvið b.t. Berglindar Þórhallsdóttur Bankastræti 7, 155 Reykjavík L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Andrés Amalds: Landbúnaðurinn þarf að vera vistvænn. Ahugi hænda á upp- græðslu fer vaxandi, en Landgræðsluna vantar pening. Mynd: Ol.Þ.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.