Vikublaðið


Vikublaðið - 24.02.1994, Blaðsíða 6

Vikublaðið - 24.02.1994, Blaðsíða 6
VIKUBLAÐIÐ 24. FEBRUAR 1994 Verða Búnaðarfélagið og Stéttarsambandið sameinuð? Félagskerflð gert ein- faldara og skilvirkara Framleiðslustjórnun var tekin upp og bændum fækkaði en þó hefur starfsmönnum Búnaðarfélagsins og Stéttarsambandsins fjölgað á fimmtán árum úr 33 í 44. Sex manna starfshópur á vegum Búnaðarfélags Islands og Stétt- arsambands bænda mun leggja fram tillögur fyrir komandi Búnaðar- þing þar sem langt er gengið til móts við kröfur fjölmargra búnaðarsam- banda um sameiningu og hagræðingu í stofnanakerfi landbúnaðarins. Verða þar lögð fram drög að nýjum sam- þykktum vegna sameiningar Búnaðar- félagsins og Stéttarsambandsins. Þess má geta að á milli áranna 1978 og 1993 eða á 15 árum fjölgaði starfs- mönnum þessara tveggja stofnana úr 33 í 44 eða um þriðjung. A síðasta ári samþykkti Stéttarsam- bandið ályktun um sameiningannál og áskoranir bárust frá flestum bún- aðarsambandanna og félögum um aukna samvinnu og sameiningu. Þá heyrast raddir um sameiningu og fækkun búnaðarsambanda og að Rannsóknarstofnun landbúnaðarins (Rala) sameinist Búnaðarfélaginu og jafnvel að starfsemi Rala verði flutt að Hvanneyri. Meginmarkmiðið að sameina bændastéttina „Ég vil ekki úttala mig um hvað felst í tillögum starfshópsins, en þarna er einfaldlega verið að reyna að koma til móts við kröfur bænda um að fé- lagskerfið verði gert einfaldara, ódýr- ara og skilvirkara," segir Haukur Halldórsson formaður Stéttarsam- bandsins í samtali við Vikublaðið. „Vinnan fólst einkum í því að finna leiðir til spamaðar og hvernig mætti nýta þá fjármuni sem sparast. Ég vil ekki fara nánar út í sparnaðartillög- umar, en vitaskuld snerta þær fjölda starfsmanna. Ég get bent á samein- ingu hjá Samtökum iðnaðarins, sem leiddi til 20 prósent fækkunar starfs- fólks. Almennt get ég bætt því við að nefndin eða starfshópurinn var ein- huga um þær tillögur sem verða lagð- ar fram og á ég ekki von á öðm en að undirtektir verði góðar á Búnaðar- þingi,“ segir Haukur. Jón Helgason þinginaður og for- maður Búnaðarfélags íslands vill heldur ekki tjá sig náið um þær tillög- ur sem verða lagðar fram. „Kveikjan að þessu era samþykktir búnaðarsam- bandanna á síðasta ári og það var gengið í þessar viðræður með opnurn huga. í nu'num huga er meginmark- miðið að sameina bændastéttina og gera hana sterkari og þá má spyrja hvort það geti gerst með þessum hætti sem í tillögunum felst," segir Jón. Fcekkun búnaðarsam- banda og „einkavæðing“ Rala? & Einn viðmælenda Vikublaðsins segir að það gæti orkað tvímælis að taka undir einn og sama hattinn fag- mál og kjaramál, en þessu er Jón ósammála. „Þetta þyrfti ekki að vera andstætt hvort öðru. Kjarabaráttan hefur breyst talsvert, hún er orðin allt önnur en áður. Leiðbeiningarþjón- usta og ráðgjöf era orðin stærstu lið- irnir í kjaramálum bænda, sem ekki lengur snúast fyrst og fremst um krónur og aura í samningum við ríkið. En það er Búnaðarþingsins að taka á þessu og bændanna að ákveða þetta sjálfir," segir Jón. Þess má geta að Stéttarsambandið klofnaði út úr Bún- aðarfélaginu árið 1947, einmitt til að aðskilja fagmálin frá kjaramálunum, en nú era tímamir sem sé aðrir. Vikublaðið heyrði í ýmsum mönn- um um sameiningarmálin og finnst flestum „báknið" vera orðið of stórt á sama tíma og bændum hefur fækkað veralega. Vilja sumir ganga lengra en bara sameina Búnaðarfélagið og Stéttarsambandið. Einn viðmælenda blaðsins telur að sameina eigi Búnað- arfélagið og Rala (sem er með 60 starfsmenn), sem raunar fæli í sér e.k. einkavæðingu því Rala er ríldsstofn- tm, og annar nefnir um nauðsyn þess að sameina og fækka búnaðarsam- böndum og félögum. Það þarfað taka á leið- beinmgarþjónustunni Undir þetta síðasta tekur Bergur Pálsson formaður Búnaðarsambands Suðurlands. „Ég er sannfærður um þörfina á sameiningu, en það er spumingin hvar eigi að byrja. Ég teldi rétt að byrja á því að sameina búnað- arsamböndin sem era of mörg, fá- menn og veik. Ég hygg að þau séu 15, en ættu að vera 5 til 6 í mesta lagi. Það kemur kannski ekki úr réttri átt að ég skuli segja þetta, formaður lang stærsta sambandsins, en þetta er samt mitt viðhorf. Ég vil byggja upp stór og sterk búnaðarsambönd með mikla og virka leiðbeiningarþjónustu, en það er einmitt á henni sem þarf að taka,“ seg- ir Bergur. Bergur segist sammála því að yfir- bygging landbúnaðarins sé orðin of stór. „Það er brýn þörf á hagræðingu og það er nauðsynlegt að menn skoði alla möguleika í því sambandi. Það að taka upp framleiðslustjórnun hefur leitt til fjölgunar starfsmanna, hún er dýr í ffamkvæmd. Og það á að skoða fleira. Ég nefni t.d. að það væri vit í því að hafa starfsemi Rala samhliða Bændaskólanum að Hvanneyri," segir Bergur. Vilja hafa tillögumar jyrirframan sig Guðmundur Sigurðsson hjá Bún- aðarsainbandi Borgarfjarðar segir erfitt að tjá sig um sameiningarmálin fyrr en ákveðnar tillögur Iiggja á borðinu. „En aukið samstarf er æski- legt, þótt það sé reyndar fyrir hendi í töluverðum mæli milli Búnaðarfélags- ins og Stéttarsambandsins. Ég vil hafa fyrir ffaman mig tölur um hagræðing- una áður en ég tek einhverja afstöðu. Ég þykist vita að það sé hægt að spara heil ósköp, en það má ekki gleyma því að hagræðing hefur verið í gangi,“ segir Guðmundur. Þá innti Vikublaðið Egil Bjarnason hjá Búnaðarfélagi Skagafjarðar effir hans afstöðu. „Ég er ekki búinn að sjá hvernig tillögurnar líta út og út af fyr- ir sig hafa þessi mál ekki mikið verið rædd hér, ekki þannig að menn hafi sett sig inn í þau. Það er því ekki gott að tjá sig um þetta nú, þótt ekki fari hjá því að það er alltaf ástæða til að skoða möguleika til sparnaðar," segir Egill. Friðrik Guðmundsson Eigum fyrirliggjandi landbúnaðar- drifsköft ásamt tilheyrandi varahiutum, t.d. drifskaftsrör, hjöruliðskrossa, o.fl. 800 Selfoss Sími98-22000 Fax 98-22039 Einnig drifsköft fyrir snjóblásara. Flytjum einnig inn hjólbarða og felgur fyrir dragtengd landbúnaðartæki eins og mykjudreifara, haugsugur og sturtuvagna. Sendum hvert á land sem er. Verðið er hvergi betra. imöttí* HÚ? Tveggja sólahringa loðnutöm til að arýgja tekjumar Á Sandhóli í Olfúsi smndar Páll Auðar Þor- láksson sirrn fjár- búskap.Við hittum hann í grenjandi rign- ingu þegar hann var nýkominn ffá þvf að vinna í loðnu í Þorláks- höfh. Þá átti hann eftir að sinna sínum venjubundnu búverkum. Það er auðséð að bændur, sumir hverjir að minnsta kosti, þurfa að leggja mikið á sig úl að hafa om' sig og á. Páll Auðar telur að bændur þurfi einna helst að standa sam- an gegn kaupmannaveldinu í Reykjavík og segir að það sé augljóst á allri þeirri umræðu, sem átt hefur sér stað, að það eina sem kaupmenn hugsi um sé að brjóta niður samstöðu bænda. Þær sög- ur ganga um sveitina, segir Páll Auðar, að kaupmenn í stórmörkuðum láti garðyrkjubændur leggja inn grænmeti og kartöflur, sem svo eru reiknisfærð effir fimmtán daga og bændur verði síð- an að taka við víxlum sem fálli svo eftir þann tíma sem kaupmenn ákveða sjálfir. Það verður að sporna með einhverjum hætti á móti þessari þróun, segir Páll. Telurþú að bændutn stafi einbver hcetta af innflutningi landbúnaðarvara? - Það held ég ekki ef við stöndum á jafnréttísgrundvelli og innflutningurinn skellur ekki of hratt yfir okkur. Og sem alveg grjótharður ffamsóknarmaður í gegn verður maður að færa þakkir til í- haldsmannsins Halldórs Blöndal. En við þurfúin langtum harðari áróður og verðuin að standa miklu betur saman. Við getum líka bætt aðstöðu okkar með því að vinna út ffá búunum og aukið þannig tekjumar, þannig að rækmnin bæði á túnum og Sústofni fjúki ekla út í buskann. Það er í sál hvers einasta manns að hann vill ekld láta ævistarf sitt fara í ekki neitt. Við verðum að leita allra leiða til að þrauka í a.m.k. áratug, því eftir það skýrist hvemig fer með ís- lenskan landbúnað. Eflum útflutning á ís- lenska hestinum Á reiðtamningastöð að Ingólfehvoli í Ölfusi hittum við Friðþjóf Vignisson tamningamann þar sem hann var að þjálfa einn afþessum fallegu íslensku hestum. Frið- þjófur telur að bændur þurfi að aðlaga sig breyttum að- stæðum í kjölfar EES og verða samkeppnisfærir bæði í verði og gæð- um. Einnig finnst honum að það verði að hlúa að þeim greinum sem virðast standa uppúr í íslenskum landbúnaði, eins og t.d. hrossaræktinni. Hann vill efla útflutning á íslenska hestinum og segir það skila arði í þjóðarbúið. Hvaðfinnst þér um fjölmiðlaumntðiina um bœndur upp á síðkastið? - Hún hefúr að mörgu leyti verið mjög neikvæð. Hvað kostar bændasam- féíagið okkur? Það er auðvitað alltof dýrt að reka þetta batterí og allt í kring- um það, bændamafian sem sumir kalla svo og allir milliliðimir taka of mikið af kökunni. Það þarf að stokka þetta upp. Spjótin beinast þó allt of milcið að bændum sjálfúm, ég held að það séu ekki þeir sem stjómi, heldur stjóm- málamennimir sem stjóma þeim. Hvaðfinnst þér um innflutning á land- búnaðarv'órum? - Það kemur að þessu fyrr eða síðar og við verðum bara að búa okkur sem best undir þá holskeflu sem yfir okkur ríður. En svo lengi sem við verðum samkeppnisfærir í verði og gæðum þurfum við engu að kvíða. Eg held að ungt fólk í dag kaupi alveg eins og jafii- vel frekar góða íslenska vöru heldur en erlenda. Mín skoðun er sú að það eigi að auka sjálfetæði bænda og ffjálsræði, fækka milliliðum og minnka yfirbygg- inguna. Ég er sannfærður um það að hægt er að selja íslenskt lambakjöt er- lendis og fá fyrir það gott verð. I raun- inni þarf ekki svo mikla sölu tíl að allar umffamhirgðir séu úr sögunni. Ætli sá markaður sé ekki á stærð við meðal- hverfi í New York. Hinn nýi bóndi Ferðaþjonusta bænda hefúr stórauk- ist á síðari ámm og er ekki lengur hlið- arbúgrein, a.m.k. ekki hjá Jóni Halldóri Hannessyni á Hjarðarbóli í Ölfúsi. Þar hefur hann byggt upp glæsilega aðstöðu fyrir ferðafólk og hefúr af því fúlla at- vinnu allan ársins hring að sinna ferða- fólki ffá öllum heimshomum. Jón Halldór telur h'ffæna ræktun vera brýnasta um þessar mundir og þar eigi ís- lenskir bændur leik á borði: - Það er núk- ið talað um út- flutning á líf- rænt ræktuðum matvælum, en ég vil snúa þessu við og rækta hf- rænt fyrir okkur Islendinga, þó ekla væri til annars en að bæta heilsu land- ans. Baráttan gegn innflutningi á land- búnaðarvömm felst m.a. í því, að við eigum eingöngu að framleiða lífrænt, ffamleiða matvæh án allra aukaefúa. Eg hef mikla trú á að með þessu vemdum við bændur best og allur innflutningur á landbúnaðarvörum verði þar með ó- þarfur þar sem íslensk ffamleiðsla væri þá orðin holl. Og spurningin er þá hvort við gætum sett reglur um að allar innfluttar landbúnaðarvörur yrðu að hafa sarna lífræna gæðastimpilinn og ís- lenskar vömr. Hvað varðar fjölmiðlaumræðuna um bændur finnst mér bændur vera of hör- undsárir og taka þessa umræðu of nærri sér. Mér finnst t.d. að bændur í dag þurfi ekki að taka nærri sér þættí Bald- urs Hermannssonar, „Þjóð í hlekkjum hugarfarsins". Það vita allir að nútíminn er ekki svona. Þessir þætrir hans vom miklu ffekar söguskoðun en árás á bændur nútímans. Hvemig geta bændur bætt st'óðu sina í íslensku þjóðfélagi? - Æ, ég veit það ekld. Égheld að 9 rétta leiðin sé að vera frjór í hugsun og staðna ekki í einhverju fari. Möguleikar okkar em óþrjótandi og menn verða bara að líta í kringum sig. Ég vil nú eigna þetta öllum, ekki bara bændum. En þeir sem búa í sveit þurfá off að sæta afarkostum. Það era í gildi allskonar höft og reglur, t.d. um sölu og sldpt- ingu bújarða, sem hefta fólk og éru þannig gerðar að þær vemda hefð- bundna ffamleiðsíu og veita henni for- gang ffam yfir allt annað. Þessar reglur hindra það að fólk geri búið í sveitum og unnið eitthvað allt annað en venju- bundin sveitastörf. Breytingar á þessum reglum gætu stuðlað að því að fleiri settust að í sveitum landsins og þar með styrkt bændur sjálfá. Ég er sjálfúr ágætt dæmi um þetta þar sem ég er líklega sá eini hér í sveitinni sem lifi af jörðinni en stunda engan búskap. Brýnt að lækka raf- magnsverðið Gróðurhúsabændur em á þessmn ársrima að sinna sínum venjubundnu vetrarverkum. Skúli Sæland í Varmagerði, Laugum, var hinsvegar við barnapössun þegar okkur bar að garði. Tal okkar barst strax að innflutningi landbúnaðar- vara: - Ef maður lítur ril þessarar greinar sem ég stunda þá hefúr maður örlitlar áhyggjur af þessum tollffjálsa innflutn- ingi á blómum eftir tilkomu EES. Það er nokkuð sem ekld er hægt að fá bætt, það er meira að segja verra en GATT, þar höfum við þó smá vemd. Við eruin að keppa við niðurgreidd blóin ffá öðmm löndum og þau sem flutt em imi koma ffá löndum utan Evrópubandalagsins, sem er náttúra- lega ennþá verra. Við gætuin frainleitt miklu meira, en hið háa rafmagnsverð gerir okkur erfitt fyrir og okkur er neit- að um raffnagnslækkanir. Það má búast við því að gúrkufram- leiðsla leggist bara af hér á landi verði ekkert gert í þessum máluin. Ég held að garðyrkjubændur og aðrir bændur í landinu verði að fara að taka sig ril í andlitinu ef þetta á ekki að ganga af þessum greinum dauðum.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.