Vikublaðið


Vikublaðið - 15.04.1994, Síða 1

Vikublaðið - 15.04.1994, Síða 1
Smáríki er fyrirmynd Þótt smáríki séu langt frá því að vera fullkomin eru þau miklu betri kostur en stór- veldi og ríkjablokkir á borð við ESB. Bls. 12-13 Auminga hagfræðin Nýpólitíkin haftiar hagfræði- hugsun sem reynir að fá okkur til að fallast á eymd atvinnu- leysisins. A fundi Birtingar braust andófið fram. Bls. 5 Ofbeldi gegn konum Miklar upplýsingar liggja fyrir um ofbeldi gegn konum en þær eru ekki teknar saman. Svavar Gestsson og Ingibjörg Sólrún vilja breyta þessu. Bls. 3 14. tbl. 3. árg. 15. apríl 1994 Ritstjóm og afgreiðsla: sími 17500 250 kr. Randýrum hugdettum Ingu Jónu fleygt Borgarbúar greiddu þrjár milljónir og þar af fékk Inga Jóna Þórðardóttir tvær milljónir fyrir að setja saman óskalista Sjálfstæðisflokksins um einkavæðingu sem Árni Sigfússon nú hafnar. Inga Jóna fékk mánaðarlaun 20 til 30 verka- manna fyrir að leggja til almenningssalerni í miðbænum og útboð á hundaeftirliti og fótsnyrtingu aldraðra. Borgarbúar voru látnir greiða alls tæpar þrjár milljónir króna þegar Markús Öm Antonsson fyrrum þorgsr»í)ófi Sjairstæðisflokksins fékk Ingu Jónu Þórðardóttur til að varpa fram hugmyndum um einkavæðingu og útboð. Þrátt fyrir kröfur Sigrúnar Magnúsdóttur um skýrslu eða greinargerð firá Ingu Jónu hefur borgarstjómarmeirihlutinn ekkert lagt ffarn nema minnispunkta fyrr- verandi borgarstjóra, þar sem hann tíundar ýmsar hugmyndir um cmKavæðíngu trá Ingu Jónu. Núverandi borgarstjóri hefur nú hafnað einkavæðingarstefnu Ingu Jónu Þórðardóttur, þriðja manns á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir kom- andi borgarstjórnarkosningar. Sam- kvæmt punktum Markúsar eftir minni hefur vinna Ingu Jónu - munnlegar tillögur að stórum hluta að því er virðist - einkum farið í hugdettur og óskalista - seni-'eðiíJsgTa héíoí vérið að Sjálfstæðisflokkurinn sjálfur greiddi fyrir og ályktaði um á landsfundi. Þetta eru hugdettur um einkavæð- ingu, útboð og sameiningu er lútað að aðilum eins og SKYRR, Jarðborun- um, Pípugerð Reykjavíkur, útboði á hundaeftirliti, plöntukaupum, ræst- ingum, hárgreiðslu og fótsnyrtingu aldraðra, öryggisvörslu og fleira. Þá má nefna hufrmvnd nm salerni í miðbænum. Inga Jóna segir í samtali við Viku- blaðið að hún hafi unnið lengi við ráð- gjöf hjá Markýsu Erni og að sú vinna hafi ekki snúist uxn einkavæðingu frekar en annað. „Eg vil ekki tjá mig um efnisatriði minnar vinnu og vísa á greinargerð Markúsar. Hún er unnin með vísan til greinargerðar frá mér. Hvers vegna borgarstjóri leggur ekki fiam skyrsiur og gögn frá mér er atriði sem þú verður að spyrja Markús Orn um. Eg vil síðan taka það ffarn að ég fékk engar þrjár milljónir fyrir mína vinnu. Eg fékk 1.930 þúsund krónur. Borgin greiddi síðan virðisaukaskatt sem hún hefur fengið endurgreiddan. lista,“ segir Inga Jóna Þórðardóttir, þriðji maður á lista Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík. Kvótamenn hopa Nýjustu tillögur sjávarútvegs- ráðherra um flskveiðistjómunina em til marks um að kvótasinnar hopa í baráttunni um hvemig nýta skuli fiskistofna. Hinsvegar er ekki komið til móts við sjónar- mið 16 þingmanna sem lögðu ffam tillögur uin að sókn yrði gefin ffjáls í stofina scm ekki hefur tekist að fúlhiýta í kvóta- kerfinu. Þá er enn nóg svigrúm fyrir kvótabrask og kostur smábátasjóraanna er þrengdur. Litli maðurinn með valdiðfer áfund Kjartan G. framkvæmdastjóri Sjálfstteðisflokksins fór áfnnd í Háskólabíó tilað hlusta á kappræður Ingibjargar Sólrúnar og Ama Sigfússonar. Svipbrigðalaus hlustaði hann á borgarstjóra Sjóilfstæðisflokksins halda þvífram að hugtökin hægri og vinstri skiptu engu máli í pólitík. - Sjá umfjölhm á baksíðu. Arni ávísar á ríkissjóð ungamiðjan í alls 30 „lykla" stefnuinótun Sjálfstæðis- flokksins í atvinnu- og fjöl- skyldumálum liggur í því að Arni Sigfússon ávísar Bundmða milljóna króna kostnaði á ríkissjóð. Borgar- stjórinn núverandi gefur út hvert kosningaloforðið á fætur öðm sem ekki er á sviði borgarinnar að efria, heldur ríkisstjómar og Alþingis. Ekki síst ávísar Ami á sjóði heil- brigðis- og fjármálaráðuneytanna. Hér er átt við „átak" sem Arni vill efna til vegna bamadeildar Landa- kotspítala, sérstaks bamaspítala, heimaþjónustu, heimahjúkrunar, hjúkmnarheimila, lengingu fæð- ingarorlofs, 100 prósent persónu- afslátt, flýtifimingar og fleira. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir ekki nóg að hafa lykla ef það eru eng- ar dyr. „Þetta lyklatal er skrípaleikur. Arni nefnir fjölda rnála sem flokkur- inn hafði alla möguleika á að taka á en gerði ekki. Stór hluti þessara mála er á könnu ríkisins. Það er ekki ntikil reisn yfir því að gefa út loforð á reikning annarra,1' segir Ingibjörg Sólrún. I þessu og öðru í málflutningi Arna felast þessi skilaboð: Allt það góða sem ég vildi gera gerði ég ekki, en ef þið gefið mét tækifæri mun ég fram- kvæma þetta. Hún segir að með þessu sé Sjálfstæðisflokkurinn eftir 12 ára valdasetu að biðja um náðun. „Sjálfstæðisflokkurinn boðar nú stefnu sem er alger viðsnúningur frá fyrri stefnu. Það er í raun háðulegt fyrir þennan stóra tlokk að ekki skuli vera meiri ballest í stefni hans. Þetta sýnir að raunveruleg stefna flokksins snýst fyrst og fremst um það að halda völdurn," segir lngibjörg Sólrún. Guðmundur Arni Stefánsson hefur lýst því efnislega yfir í útvarpi að flest það sem Arni nefnir í heilbrigðismál- um sé á verksviði heilbrigðisráðuneyt- isins, þar sem unnið hefur verið að þessúm málurn um nokkurt skeið. Ellert B. Schrant fjTruin þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins fyrir Reykjavík skrifaði leiðara í DV urn lyklastefnu Sjálfstæðisflokksins sl. miðvikudag og segir: „Allt þetta lyklatal getur orðið broslegt í ljósi þess að Sjálfstæðis- flokkurinn hefur stjórnað borginni uni árabil og þarf varla nýja lyklakippu til að hleypa sér inn. Sjálfstæðisflokk- urinn hefur haft lyklavöldin í borginni og ætla mætti að hann vildi núna fyrst afltenda borgarbúum lykla að þeint lokuðu dyrúm sem Sjálfstæðisflokkur- inn einn hefur haft aðgang að. Var þá korninn tínti til, kynni einhver að segja."

x

Vikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.