Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 14.12.1957, Blaðsíða 1

Frjáls þjóð - 14.12.1957, Blaðsíða 1
JÓLIN 1957 FRJALS ÞJOÐ 1 Séra Björn Jónsson í Keflavík: Jólaósk - jólagjöf Lúk. 2, 11. Innan skamms verður hinum kristna heimi fluttur enn á ný beðskapurinn forni: „Yður er í dag Frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn, í borg Davíðs,“ — boðskapurinn, sem fyrst var borinn fram af engils munni. Fæðingarhátíð Frelsarans er í nánd. A þessum dimmu dögum rennur hún upp, hin bjarta Betle- hemsstjarna, — og boðar komu Ijóssins frá hæðum — í líki fátæks og umkomulauss barns. — Við sjáum þess mörg merki, að hátíð er í vænd- um. Heimilin, fólkið, verzlanirnar, — já, umhverfið allt ber því greinilega vitni, að jólin blessuð eru í þann veginn að halda innreið sína. En bezt sjáum við það þó á allri framkomu litlu barnanna, að jólin eru í nánd. Við sjáum eftirvænt- inguna Ijóma í andlitum þeirra. Tilhlökkunin leynir sér ekki. Það er alveg auðséð, að við komu jólanna eiga þau bundna marga bjarta dagdrauma. Sum hafa jafnvel samið lengri eða skemmri óskalista — og af- hent hann foreldrum sínum, — í þeirri von að fá eitthvað uppfyllt af óskum sínum. En hvernig er það með okkur, sem eldri erum, — höfum við ekki einhverja ósk fram að bera í sam- bandi við þessa jólahátíð? — Ég veit, að allt er þegar undirbúið á ytra borðinu, eftir því sem efni ög aðrar ástæður leyfa. En finnur þú allt eins og það á að vera hjá þínum innra manni, ef þú skyggnist niður í hin leyndu djúp hjartans? Margur maðurinn er ekki fyllilega hamingjusam- ur. Hið innra með honum er eitthvað autt og tómt. Hann þráir fyllingu í þetta tómarúm — og leitar víða, en árangurslaust. I hávaða hversdagslífsins, — í glysi og glaumi gleðilífsins leitar hann — og hygg- ur sig ef til vill stundum hafa fundið, en sú von reyndist vera blekking ein. Já, ætli það sé ekki margur nútímamaðurinn, sem getur gert þessi orð að sínum eigin, ef hann vill vera hreinskilinn gagn- vart sínum innra manni: „Einhvers staðar er auðn og tóm, þar áður greru fögur blóm — í afkima hjartans. Ég veit ei, hvað því veldur.“ Þessi játning er áreiðanlega töluð út úr mörgu hjarta. Þar sem á bernskuárunum óx hinn fegursti gróður, þar er nú aðeins auðn og tóm, — og and- varpandi segist skáldið ekki vita, hvað því valdi. En hver er þá hin raunverulega orsök? -— spyrð þú. Hún er einfaldlega sú, að í leit okkar að sannri hamingju og varanlegum hjartafriði erum við stöð- ugt að eltast við skuggana. Við höfum glatað — að meira eða minna leyti — þessum dásamlega eigin- leika barnsins — að trúa og treysta — skilyrðislaust — af öllu hjarta. Bamið er öruggt og óhult, — það veit, að yfir því er vakað. í sálarlífi heilbrigðs barns, sem nýtur umönnunar elskaðra foreldra, er heldur ekki til neitt tómarúm, — þar finnum við aðeins gróanda og líf í sinni fegurstu mynd. Og þannig var það einnig hjá okkur, þegar við vorum börn. Síðar, þegar bernskudagarnir lágu að baki og for- eldrahúsin höfðu verið kvödd, þá hugðum við nóg að treysta á okkur sjálf, — okkar eigin mátt og getu. En — þar skjátlaðist okkur alvarlega. Þá tók bernsku- gróðurinn að fölna og tómarúmið að myndast í sálum okkar. En í djúpum hjartans bærist hún sífellt, þessi ófullnægða þrá eftir sannri og varanlegri lífsham- ingju. En hvert skal þá leita? Við þeirri spurningu gefa jólin okkur hið endan- lega svar. Þá er þér fluttur boðskapurinn um gjöf Guðs, — fæðingu Frelsarans. Jesús er fæddur til þess að vera Frelsari þinn, vinur þinn og bróðir. Snú þér til hans, — veittu jólaundrinu viðtöku í hjarta þínu — og þér mun upp renna morgunroði hins sanna lífs. í návist hans finnur þú þann frið, er þú ætíð þráðir — og þá gleði, sem þú sífellt leitaðir að. — Ef þú mætir jólunum með slíku hugarfari, þá máttu treysta því, að þau færa þér lífsfyllingu í rík- ara mæli en þú áður hefur þekkt eða gert þér grein fyrir, að gæti átt sér stað. Að mæta jólabarninu — og ganga ekki fram hjá því, heldur gefa því vald yfir Iífi sínu, það er sú æðsta hamingja, sem dauð- legum manni getur hlotnazt. Það hefur oft verið um það rætt, hve áhrifa jólanna gæti skammt, þegar út í hversdagslífið kemur. Jóla- dagarnir hverfa í tímans djúp, eins og allir aðrir dag- ar, — segja menn, — og með þeim slokknar aftur sá neisti góðvildar og kærleika, sem kviknar svo oft um jólin í mörgu köldu hjarta. Víst er þetta rétt, — því miður, — að jólahugurinn má sín allt of lítils í mann- legu lífi. En þannig verður það ekki hjá þeim, sem í alvöru og einlægri trú hafa tekið til sín boðskapinn: „Þér er í dag Frelsari fæddur.“ Það er sagt um spámanninn Móse, að þegar hann kom ofan af Sínaí-fjalli, eftir að hafa dvalizt þar í návist Drottins, þá hafi bjartir geislar ljómað af á- sjónu hans. — Og þannig mun þeim fara, sem komast í persónulega snertingu við jólabarnið. Þótt jólahá- tíðin sé löngu um garð gengin, þá ljómar jólabirtan ófölnuð af ásjónum þeirra. Og þeirri birtu fylgir blessun í margs konar myndum. Slíkir menn verða ljósgjafar þeim, sem í myrkri búa, — huggarar þeirra, sem sorgin hefur sótt heim — og sannir bræður þeirra, sem á bróðurhönd þurfa að halda. Þjóðin okkar er í þörf fyrir slíka þegna. Guð gefi þér, sem þetta lest, að samfundir þínir og jólabarns- ins verði til þess að gera þig að lýsandi vita, sem gegn- ir því göfuga hlutverki að lýsa vegvilltum vegfarend- um mannlífsins á rétta leið. GLEÐILEG JOL í JESÚ NAFNI.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.