Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 14.12.1957, Blaðsíða 11

Frjáls þjóð - 14.12.1957, Blaðsíða 11
JÓLIN 1957 FRJÁLS ÞJÓÐ 11 I. Ibyrjun nítjándu aldar voru fjöl- mörg fiskimannaþorp á Snæ- fellsnesi. Kringum nesið utanvert var hver verstöðin við aðra. Það- an hafði öldum saman verið sótt á áraskipum á hin gjöfulu fiski- mið, er skammt voru undan landi, báðum megin Jökuls. í þessum verstöðvum hafði búðsetufólk tekið sér bólfestu endur fyrir löngu, og þar hafðist það við í torfkofum, sem munu lítt hafa verið frá- brugðnir verbúðunum og engu ásjálegri en þær, enda hafa sjálf- sagt mörg af hreysum búðsetu- fólksins í öndverðu verið verbúð- ir. Þessir búðsetumenn bjuggu við ofurlitla grasnyt, en stunduðu annars sjó, er fiskigöngur voru á miðum, og fóru hópum saman í kaupavinnu á sumrin, bæði suður um héruð og vestur um land og norður. Voru þær ferðir ýmist farnar landveg eða á skipum, ef ferðir féllu, sem oft var. Þar er til dæmis til vitnis, að sumarið 1808 drukknaði margt kaupafólk undan Jökli af skipi framundan Mela- sveit — alls tólf manns, sjö karlar og fimm konui'. Karlar og kerlingar og umkomu- laust fólk lagðist líka iðulega í flakk á sumrin, jafnvel heilar fjöl- skyldur, og betlaði sér ull og smjör og annað, sem því varð til fanga hjá greiðviknu fólki uppi til sveita. Hjá sumu þessu fólki voru slíkar aflaferðir að sumrinu árlegur bjargræðisvegur. IJÚSTIR verstöðvanna og kota búðsetufólksins má enn sjá víða meðfram ströndinni milli Breiðuvíkur og Búlandshöfða. Fyr- ir hálfri annarri öid var þarna þorp við þorp. I sumum þessara veiðistöðva voru að vísu aðeins fáeinir kofar, en í öðrum áttu jafnvel heima þrjátíu eða fjöru- tíu fjölskyldur búðsetumanna. Arn- arstapi, Hellnar, Einarslón, Beru- vík, Ondverðarnes, Keflavík, Hjallasandur, Rif, Ólafsvík, Brim- ilsvellir — á öllum þessum stöðum var fjölbýli fiskimanna og búð- setufólks. Að sönnu var margt lífið, þótt lifað væri, og ekki alls staðar hátt á því risið. Þó sat þetta fólk við matfqrðabúr margra héraða. Á þessar slóðir streymdu vermenn úr öllum áttum, er leið að vertíð. Þangað komu beiningamenn úr öðrum landshlutum, er fréttir bár- ust um sæmileg aflabrögð. Þangað streymdu lestir sveitamanna til fiskkaupa, ,er vertíð var úti og hestar orðnir baggafærir eftir vet- urinn. Þar var vissulega ein af slagæðum þjóðlífsins. Leifar gamalla fiskbyrgja og djúpar rákir í helluna upp frá horfnum vörum, þar sem járndrög- in á kjalviðnum sörguðu á grjót- inu, er bátum var hrundið fram og þeir settir upp, vitna um hina löngu og ósleitilegu sjósókn, og grónir troðningar, álíka margir samsíða og aldir snæfellsks útræð- is, tala sínu máli um lestaferð- irnar undir Jökul. jf*Ó er það mála sannast, að þorri þess fólks, sem átti sín heim- kynni við þessi miklu matforða- búr, lifði að staðaldri á hungur- mörkum, enda þótt það bæri sig vel eftir björginni. Þegar fiskiár voru góð og auðvelt að fá kaupa- vinnu á sumrin, mun því að sjálf- sögðu hafa farnazt þolanlega, þótt ekki væri mikill mjólkurmatur heima fyrir. En jafnan syrti að annað veifið. Fiskurinn kom ekki á grunnmiðin eða vildi ekki af duttlungum sínum líta við önglum fiskimannanna. Vertíðir brugðust. Þá fór jafnan margt búðsetufólks á vonarvöl. Frá sjálfum nægta- búrunum, matkistu margra héraða, siluðust flokkar tötrum búinna beiningamanna inn Snæfellsnes, karlar, konur og börn, og freist- uðu þess að draga fram lífið á vergangi uppi til sveita — tært fólk af vaneldi og aðframkomið af skyrbjúgi. En þetta voru ekki aufúsugestir hjá bændunum, sem þó sóttu jafn- an sjálfir eða sendu vinnumenn ig var það um allar jarðir. En svo mikla harðneskju og ófyrirleitni, sem þessi afbrot vitna um hjá þeim, sem þau frömdu, þá voru lögin og yfirvöldin engu mildari. Aftökur voru enn í góðu gengi. Þungar refsingar lágu við smávægilegum þjófnaði. Kaghýð- ing, Brimarhólmsþrælkun eða hungurkvöl í tukthúsinu í Reykjavík vofði yfir þeim, sem misstigu sig, jafnvel þótt sökin væri ekki annað en örþrifaráð fólks, sem hrjáð var af sulti og seyru og óttaðist hungur og hor- dauða. Á harðindaárum hraðfjölg- aði afbrotum, en er betur áraði, svo að fólk hafði nokkurn veginn í sig og á, dró úr þeim að sama skapi. ★ Einn hinna síðustu útilegumanna, sem nafnkunnir eru, var Jón Franz, búðsetumaður undan Jökli. En fjallafrelsi hans varð svo skammvinnt, að hæpið er, að hon- um beri útilegumanns nafn. Þótt hann kæmist hvað eftir annað á fjöllin, var hann jafnharðan hand- samaður og að lokum sendur "til þrælkunar á Brimarhólm. Heimildir um Jón Franz og mál hans eru allmargar. Má þar nefna dómabækur og kirkjubækur, sagna- bálk Gísla sagnritara Konráðs- sonar, annál Daníels hreppstjóra Jónssonar á Fróðastöðum og frá- sagnir Kristleifs fræðaþuls Þor- steinssonar á Stóra-Kroppi. Þó er hér talsverður hængur á. Um þær mundir, er Jón Franz komst undir mannahendur, fór Sig- urður Guðlaugsson með sýsluvöld Jón Helgason: Útilegumaður á afréttinum Þrautasaga Jóns Franz undan Jökli sína í verið undir Jökul eða héldu þangað með lestir sínar um Jóns- messuleytið, þegar fiskifang var að fá. Þegar fiskur brást á miðum Snæfellinga, var líka að jafnaði þröngt í búi í landbúnaðarhéruð- unum og eins hyggilegt að bruðla ekki með mat. Sumt búðsetufólkið náði aldrei aftur heim undir Jökul, heldur varð úti á vergangi sínum í fjar- lægum sveitum, gafst upp á heið- um og fjallvegum, dó drottni sín- um milli bæja, sálaðist við bæj- arkamp i ókunnri byggð, skreið kannske inn í fjárhús eða seltóftir til þess að geispa golunni. VIÐ slík lífskjör er ekki að undra, þótt ýmiss konar óknytt- ir væru alltíðir, stuldir næsta al- gengir og mannúð ekki ætíð á háu stigi. Þetta fólk hafði margt lifað og upp á margt horft. Því blöskr- aði ekki allt. Á fyrstu árum nítjándu aldar urðu líka á Snæfellsnesi mörg mál, sem ekki eru álitsfögur. Fólk dó með grunsamlegum hætti, fá- tældingar og niðursetningar sáluð- ust úr hor eða vanþrifum, jafnvel sannanleg manndráp framin. En slíkt var sannarlega ekki neitt einsdæmi. Einmitt um svipað leyti gerðust stórmálin í Húnaþingi og Árnessýslu, Sjöundármorðin og ótal margt fleira af svipuðu tagi. Þann- fl¥INIR þungu dómar höfðu það beinlínis í för með sér á fyrri öldum, að sumt fólk, sem í ógæfu lenti, greip til þess örþrifaráðs að flýja til fjalla og leggjast út. Ein- lífi á öræfum landsins við hungur og kulda, var hótinu fýsilegra hlut- skipti én réttlæti laganna. Aðrir reyndu að komast í útlendar fiski- duggur. Fæstum tókst þó til langframa að flýja refsingu. Þó voru þar undantekningar. Nokkrir komust áreiðanlega undan til annarra landa, og þjóðsagan gerði þá oft að fyrirmönnum meðal annai’ra þjóða og skipherrum, sem komu að löngum tíma liðnum til heim- kynna sinna og spurðu um hagi barna sinna og kvenna, en vildu þó ekki gangast við ætterni sínu fyrir alþýðu. Sumir þraukuðu í útlegð til fialla árum saman. Ey- vindur og Halla komust hjá refs- ingu eftir langa útilegu og urðu þjóðhetjur á sinn hátt. MJÖG fáir þeirra, sem reyndu að fara að hinu þjóðfræga dæmi Fjnlla-Eyvindar, báru þó annað úr býtum en skammvinna hungurvist á heiðum og hraunum og urðu síðan að þola þá refs- ingu, er ) -cir höfðu ætlað að flýja. Þó freistuðu menn þess allt fram á nítjándu öld, er refsingar tóku að mildast, að leita á náðir öræf- anna. á Snæfellsnesi. Um hann er sagt, að hann hafi geymt bækur sýslu- mannsembættisins í hripi úti í hest- húsi. Dómabókin, þar sem skráðar eru yfirheyrslurnar yfir Jóni Franz hefur sennilega lent í hesthúshrip- inu, því að þar eru hálfar síður víða ólæsilegar sökum skemmd- anna, en auk þess eru blöðin sums staðar skorin inn í lesmál. Með- ferð kirkjubóka á þessum slóðum hefur senniléga verið eitthvað keimlík, því að mjög vantar í þær framan af nítjándu öldinni, en þær, sem til eru, margar skaddaðar. GÍSLI Konráðsson ætti að kunna margt að segja með sannind- um frá Jóni Franz. Hann var nær jafnaldra honum, hóf ungur sjó- róðra sunnan lands og hafði því víða spurnir af mönnum og at- burðum, en var auk þess hinn mesti fræðasjór og fréttinn vel um öll söguleg atvik. Hefur hann óef- að oftsinnis hitt á ferðum sínum menn, er verið hafa nákunnugir Jóni Franz, og í Flatey var hann upp úr miðri nítjándu öld, meðan Jón Franz var enn á lífi á Fells- strönd, átta ár samtíða séra Ólafi Sívertsen, sem á æskuárum sín- um í Hrútafirði handsamaði Jón á fjöllum 1814. En í Flatey mun Gísli hafa skrifað frásögn sína af Jóni. Daníel á Fróðastöðum var tólf ára, er Borgfirðingar handsömuðu Jón Franz á afrétti héraðsins, og mun sjálfur hafa séð hann, er hann var færður til byggða. Ekki er ósennilegt, að hann hafi einnig séð hann undir Jökli, þegar hann var heim kominn úr Brimarhólms- þrælkuninni, því að Daníel fór jafnan aðdráttarferð þangað á vori hverju. Mjög hlýtur að hafa verið rætt um handtöku Jóns Franz í Hvítársíðu lengi á eftir, en Daníel var maður fróður og minnugur. Þó virðist smáskekkja vera í frásögn hans af handtökunni. Kristleifur á Stóra-Kroppi fædd- ist ekki fyrr en eftir dauða Jóns Franz. En hann var allra manna minnugastur og sannfróðastur. Nánir frændur hans fundu bæli útilegumannsins við Hallmundar- hraun. Annar þeirra var leiðsögu- maður, er Borgfirðingar fóru að Jóni, og sonur hreppstjórans, sem var fyrirliði Borgfirðinga í aðför- inni, var granni Kristleifs og lifði fram undir síðustu aldamót. í frá- sögn Kristleifs, sem er allrækileg, það sem hún nær, er ekkert atr- iði, sem aðrar heimildir hnekkja, þótt þar komi fram atriði, sem ein- kennilegt er, að eigi skuli getið annars staðar. Auk þessara manna hefur Oscar Clausen rithöfundur, sem er vel kunnugur mönnum og málefnum á Snæfellsnesi, skrifað þátt af Jóni. Má og vera, að það hafi fleiri gert. Að þessum formála loknum, skal svo frésögninni vikið að Jóni Franz sjálfum, uppruna hans og ævi- raunum. II. JÓN Franz var fæddur í Setbergs- sókn á Snæfellsnesi. í réttar- skjölum 1813 er svo sagt, að hann sé samkvæmt vottorði prófastsins 27 ára gamall. En prófasturinn mátti bezt um aldur hans vita, því að hann var einmitt séra Björn Þorgrímsson á Setbergi, og öll rök hníga að því, að Jón Franz hafi verið meðal fyrstu barnanna, sem séra Björn skírði, þegar hann kom í þá sökn. Samkvæmt þessu vottorði er Jón Franz því fæddur 1786, en það ár var aðeins einn drengur skírður Jón í Setbergssókn. Hann var son- ur hjónanna Jóns Jónssonar og Guðrúnar Jónsdóttur í Búðum í Grundarfirði, fæddur 10. júlí. Eng- inn Jón er þar fæddur árið áður, en sinn Jóninn fæðist þar hvort árið, 1787 og 1788. En hvorugur þeirra getur verið Jón Franz, jafn- vel þótt fæðingarvottorði prests- ins skeikaði, því að faðir annars varð bráðkvaddur áður en barnið fæddist, en faðir hins var eyfirzk- ur vertíðarmaður, sem horfinn var á braut, og móðirin vissi ekki einu sinni, hvar átti heima. En fullar heimildir eru fyrir því, að Jón Franz ólst upp með föður sínum, og var karl enn á lífi litlu áður en Jón komst í málin. Verður því ekki véfengt, að Jón Franz er fæddur í Búðum í Grundarfirði 10. júlí 1786, sonur Jóns og Guð- rúnar, er þar hokruðu þá. Gísli Konráðsson segir, að þeir feðgar báðir hafi verið kallaðir Franz, og hafði það auknefni ver- ið af því dregið, að þeir voru kallaðir af frönskum ættum „í eitt kyn“. Hefur það vafalaust ver- ið franskur duggari, er þar kom við sögu. Árið, sem Jón yngri fæddist, var faðir hans 49 ára, en Guðrún

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.