Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 14.12.1957, Blaðsíða 6

Frjáls þjóð - 14.12.1957, Blaðsíða 6
6 FRJÁLS ÞJÓÐ JÓLIN 1957 Kaupmenn og kaupfélö! Engin auglýsing er jafn eftirsóknarverð og veggalmanökin frá okkur Hringið til okkar strax í síma 11640 og fáið v upplýsingar. MWWMMWWVWMWMMMWMMWMWMWWWWMWWWWWW Sparisjóður Reykjavikur og nágrennis ★ Sparisjóðurinn tekur á móti innlánsfé og greiðir af því hæstu vexti, eins og þeir eru á hverjum tíma. ★ Sparisjóðurinn er opinn alla virka daga kl. 10—12 og 3,30—6,30, nema laugar- daga kl. 10—12. Sparisjóður Reykjavíkur og nasrenms Hverfisgötu 26. Sími 14315. MMMMMMiMHMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMHMMMMMVVMMMtl SAGA BARNANNA: Bátarnir hans Manga Barnablaðið Æskan kom fyrst út haustið 1897. Síðan eru nú liðin sextíu ár. Þá var minna um blöð og bækur en nú er, og börnin áttu ekki úr miklu lestrarefni að velja. Þetta litla blað var því ærið kærkomið. Þeir, sem þá voru börn, eru nú orðnir aldraðir, en margir þeirra minnast enn með gleði þess atburð- ar, er þeir fengu Æskuna í hendur. Fyrsti ritstjórinn hét Sig- urður Júlíus Jóhannesson, mikill mannvinur, er síðar lifði langa ævi í fjarlægu landi, Kanada, og týndi aldrei mannást sinni. Hann var þar ritstjóri og læknir, og komu til hans fátæklega búnir sjúklingar í vetrarhörkum, samlandar hans eða aðrir. Tók hann stundum frakkann sinn og gaf þeim hann, en fór sjálfur heim frakkalaus. — Hér kemur á eftir, börnin góð, ein frásagan, sem þessi maður skrifaði í barnablaðið Æskuna handa afa ykkar og ömmu fyrir sextíu árum. Oftast, þegar börnin eru að leika sér, þá er það sitt hvað, sem þau hafa gaman af. Sum vilja alltaf vera að byggja, önnur að smíða og enn önnur að sigla skipum á tjörnum og pollum. Það er sagt, að snemma beygist krókurinn til þess, sem verða vill, og það sannast þar: Það kemur brátt í ljós, hvað börnin eru hneigðust fyrir. Þegar Mangi var lítill, bjó hann sér til smáskip úr öllu, sem hann náði í, og fleytti þeim á tjörninni eða læknum, sem rann skammt frá bænum. Hann hafði fyrst til þess skeljar og átti ósköpin öll af þeim. Svo bað hann alla, sem hann náði í, að búa til fyrir sig skip úr flotholti, og það var ekki orðinn neinn smáræðis skipastóll, sem hann átti. Hann átti langtum fleiri skip en helztu útvegsbændurnir í nágrenninu. Hann byggði naust (skipakví) fyrir bátana sína og lét þá þar á hverju kvöldi í röð. Hann hafði nafn á þeim öllum og skírði þá eins og formennina þar í verstöðinni. Jón í Nesi var alltaf . sjálfsagður að róa fyrstur og fiska mest. Hann hafði stærsta skipið og bezt útbúið. Mangi hafði fengið það í afmælisgjöf. Svo voru mörg önnur, sem alltaf fóru af stað á eftir honum. Arni í Naustinu fór alltaf síðastur. Hann var minnstur sjó- sóknari. Þegar gott var veður, fór Mangi bráðsnemma á fætur til þess að koma bátunum sínum á flot, og eftir litla stund sást segl við segl á tjörninni. Fjöldi barna safnaðist til hans, og jafnvel fullorðnir höfðu hina mestu skemmtun af því að horfa á hann. Það var gaman að hlusta á hann á morgnana, þegar hann var að koma út bátunum sínum. Þá talaði hann ósköpin öll við sjálfan sig og þóttist þá alltaf vera að tala við sjómennina. ,,Það er allra bezta veður, og þú ert ekki ennþá róinn, Hall- dór á Bala“, sagði hann stundum. ,,Arni í Króki er kominn fram á Svið fyrir löngu — og ég tala nú ekki um hann Jón í Nesi. Klukkan er orðin sjö og rennandi leiði báðar leiðir. Farið þið undir eins að skinnklæða ykkur, piltar!“ Svona lét hann dæluna ganga á meðan hann var að setja bátana á flot. Þá var ekki minna um að vera á kvöldin, þegar komið var að. Hann hafði sérstakan stað fyrir hvert skip, og það mátti ekki bregðast, að öll væru í réttri röð, skorðuð hvert við hlið- ina á öðru. Og ekkert var honum verr gert en það, ef þau voru eitthvað færð úr skorðum. Hann varð jafnvel hálfreiður við hann Snata einu sinni, þegar hann stökk yfir skiparéttina og felldi nokkra báta á hliðina. Annars var Snati uppáhaldið hans og var alltaf með honum. Mangi talaði töluvert upp úr svefninum, og það var alltaf eitthvað um bátana hans eða sjóinn eða veðrið. Nú er Mangi orðinn fulltíða maður. Hann er einhver heppn- asti íormaður og mesti sjósóknari í sinni veiðistöð. Hann vandi sig undir eins á það að hafa allt í röð og reglu, sem heyrði til bátnum hans, og hann hefur haldið þeim sið. — Þeir, sem venja sig á reglu, þegar þeir eru ungir, þótt í smáu sé, þeir verða vanalega reglumenn á fullorðinsárunum.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.