Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 14.12.1957, Blaðsíða 15

Frjáls þjóð - 14.12.1957, Blaðsíða 15
JOLIN 1957 FRJALS ÞJOÐ 15 ið, að hann setti að nýju rétt yfir Jóni. Nú fyrst var Jón spurður um það, hvort hann hefði fleiri stuldi á samvizkunni en hestaþjófnaðinn. Játaði hann þá umsvifalaust, að hann hefði stolið þófanum og gjörðunum í Ásgarði og nýju reiptagli og slitnu reipi, sem hann átti að fara með frá Gilsfjarðar- brekku að Tjaldanesi. Öðrum þjófnaðargrunsemdum af Fells- strönd og úr Hvammssveit neitaði hann eindregið. Ingiríður var köll- uð fyrir réttinn og spurð um það, hvort Jón hefði komið með sel- skinn að vestan, en svo virðist eigi hafa verið. Endurtók Ingiríður, að hún vildi vinna eið að því, að Jón hafi ekki með sinni vitund dregið stolna muni að heimili þeirra. Að svo búnu var henni eins og áður „tilsagt" að ganga til síns heimilis. 10. desember var málið enn tek- ið fyrir og þá lagður fram reikn- ingur og skaðabótakrafa séra Árna á Reynivöllum, og 13. desember var dómur kveðinn upp. Kom þá í ljós, að til viðbótar fyrri ávirð- ingum hafði Jón árið áður tekið hest á Sandi og riðið honum að Stapafelli, en sleppt honum þar. Óaðspurður hafði hann meðgengið töku nokkurra spýtna úr Oddsbúð við Arnarstapa og loks þótti hákarl of mikill í hjalli hans til þess, að það væri hlutur Jóns eins, enda hafði hann, að því er fullyrt er í yfirdómi, játað töku á hákarls- Iykkjum úr hjalli á Sandi þetta ár, vorið 1813. En samkvæmt dómabók Snæfellsnessýslu verður þó helzt lesið, að hann viti eigi frá hverjum þessar hákarlslykkjur séu til sín komnar. TfcÓMUR sýslumanns varð sá, að " Jón Franz skyldi kaghýðast og erfiða ævilangt í járnum í Kaup- mannahafnar festingu. Minna mátti ekki gagn gera. Ingiríður var sýknuð. Séra Árna Helgasyni voru dæmdir 30 ríkisdalir og 80 skild- ingar í skaðabætur, og hafði þá verið dregið frá kröfu hans verð hestajárnanna, sem hurfu undan þeim hestum tveimur, sem fund- ust fljótlega. Egill nokkur Jónsson fékk einn ríkisdal fyrir tveggja daga leit að hestum séra Árna. Jón Þorleifsson á Gilsfjarðar- brekku fékk kaupverð hestsins endurgreitt, sjb' ríkisdali, Jón Jóns- son á Ingunnarstöðum tíu ríkisdali fyrir hestinn, sem hann lét í skipt- um, Jón Ketilsson 13 ríkisdali og 64 skildinga fyrir Patreksfjarðar- ferðina, Jón Jónsson þrjá ríkisdali fyrir sendiferð í Dali, Guðbrandur sýslumaður 38 ríkisdali og 32 skildinga fyrir sitt ómak, sækjandi tvo ríkisdali, verjandi einn ríkis- dal, þingvitni þrjá ríkisdali og 38 skildinga og dómarinn sjálfur, Sig- urður Guðlaugsson, ríflegustu fjár- hæðina, eins og vænta mátti, 78 ríkisdali. Loks fékk Jón hrepp- stjóri í Melabúð greiðslu fyrir vörzluna á sakborningi, en þó var fangareikningur lækkaður vegna þess, sem „Jón seki hefur frá sínu heimili fengið". Ekki sést, hve miklu þetta nemur. Virðist fanginn nú fenginn til vörzlu Ólafi Sveins- syni, sem þá bjó á Stapa, og átti hann að geyma hann í járnum. Málið fór svo fyrir yfirsakamála- réttinn, sem staðfesti dóm Sigurð- ar Guðlaugssonar 2. aprfl 1814. IV. JÓN Franz hírðist allan þennan vetur í haldi hjá Ólafi hrepp- stjóra Sveinssyni. Ekki var hann þó hafður í fjötrum, því að járnin virtust lítt nýt og engin hlekkja- festi við þau. Sýslumaður taldi sér ekki skylt að leggja til önnur járn, þar eð ekkert ákvæði væri um það í kóngsbréfi, og yrði fangavörð- urinn sjálfur að sjá fyrir því, eins og þurfa þætti. Þegar kom fram á vorið, fékk Jón leyfi hjá Ólafi til þess að dytta að kofum sínum í Býlubúð, svo að Ingiríður gæti haldizt þar við fyrst um sinn, þótt hans missti við. En maður virðist hafa verið settur til þess að gefa Jóni gætur. Við og við fékk Jón að hafa taí af Ingiríði, og þegar kom fram á mitt sumar 1814, færði hún honum eitt sinn þær fréttir, að Sigurður sýslumaður væri farinn að fala handa honum far með Stapaskipi til Kaupmannahafnar. Duldist Jóni ekki, að nú yrði hann brátt send- ur í þrældóminn á Brimarhólmi. Þótti honum ekki gott til þess að hugsa. Kom þar tali þeirra hjóna, að ráðlegast myndi, að Jón stryki. Var Ingiríður þess hvetjandi og Iét honum í té lítils háttar af fiskmeti í nesti, þótt raunar bæri hún seinna á móti aðild sinni. En það mun hafa verið virt henni til vorkunnar og linlega eftir gengið. Um miðjan júlímánuð, laugar- daginn í þrettándu viku sumars, var Ólafur með fólk sitt í mógröf- um í Stapabotni. Varð honum gengið til bæjar, og meðan Ólafur var heima við, hvarflaði einnig frá sá maður, sem einkum hafði verið settur til þess að gæta fangans. Er ekki að orðlengja, að Jón neytti færisins og strauk og var allur á bak og burt, þegar farið var að svipast eftir honum. Hélt hann úr Stapabotni yfir Jökulháls og í Hólsdal, þar sem hann tók ljós- gráan hest, er hann vissi ekki, hver átti, en reyndist síðar eign Stefáns Schevings, umboðsmanns á Ingj- aldshóli. Var hestur þessi járnað- ur, og kom það flóttamanninum vel. Jón Franz steig nú á bak, en þó er bersýnilegt, að hann hefur ver- ið harla óráðinn í því, hvað til bragðs skyldi taka. Kemur það berlega fram af flækingi hans næstu vikur. Fyrst lagði hann leið sína yfir Jökulháls og suður Hnausabotna. Fór hann síðan fjöll fyrir ofan Breiðuvík og Staðarsveit á Arn- ardalsskarð og kom um kvöldið niður hjá Kverná í Eyrarsveit. Þaðan fór hann yfir í Kolgrafar- fjörð, um Tröllaháls í Hraunsfjörð og þar hjá bæjum, Horni og Hraunsfirði, fyrir ofan Berserkja- hraun og á Kerlingarskarð, þar sem hann hvíldist. Hélt hann síðan för- inni áfram og kom hvergi á bæ fyrr en norður á Melum í Hrúta- firði. Hefur það sjáanlega verið ætlun hans að komast þar í kaupa- vinnu undir fölsuðu nafni. Sagðist hann heita Jóhann Jónsson og vera utan úr veiðistöðum á Snæfells- nesi og ætla að fala kaupavinnu. Húsbóndi á Melum var ekki heima, en fólkið þar sagði honum, að kaupavinna fengist ekki. Fór Jón við svo búið að Fjarðarhorni og fann bóndann þar, Sigurð Sigurðs- son, einan úti og spurði enn um kaupavinnu. Bóndi sagðist halda, að hún fengist ekki, og ekki gæti hann tekið neinn. — Hvergi var Jón spurður um vegabréf. Þessu næst hrökklaðist Jón að Prestbakka, en presturinn, séra Jón Jónsson Arnórssonar, var rið- inn í kirkju. Má af því ætla, að þetta hafi verið um helgi, og Jón hafi verið búinn að vera eina viku á flækingi sínum. Næstu nótt gisti hann í Skálholtsvík hjá Sigríði Arnórsdóttur, er þar bjó ekkja, en þaðan forðaði hann sér á Bitru- háls og lá þar úti nokkra daga. NÚ hefur Jón verið orðinn úr- kula vonar um að fá kaupa- vinnu í Hrútafirði, erída brá hann sér eina nóttina að Guðlaugsvík og stal þar rauðblesóttum hesti, sem Árni, sonur Ólafs bónda Árna- sonar í Guðlaugsvík átti. Sá hest- ur var járnaður á framfótum. Hraðaði hann sér að svo búnu suð- ur fjöll. Kom hann á Haukadals- skarð og fór þaðan á Holtavörðu- heiði og síðan austur og norður á bóginn, unz hann var kominn móts við daladrögin fram af Miðfirði. Sat hann þar nokkra daga um kyrrt sökum þoku, óveðra og for- aða. Þarna missti hann gráa hest- inn frá Ingjaldshóli ofan í keldu og náði - honum ekki upp aftur. Þegar upp birti, hélt hann aftur í áttina vestur á Haukadalsskarð og fór nokkuð ofan við Óspaksstaði í Hrútafirði, en er á Haukadalsskarð kom, breytti hann enn stefnu og reið fram heiðar. Þennan tíma allan hafði hann mestmegnis lifað á hvönnum og hvannarótum, því að fiskmetið frá Ingiríði hrökk skammt. Settist hann nú um kyrrt um hríð og safn aði hvönnum. En skyndilega bjó hann ferð sína og reið til baka svipaða leið og hann var kominn að sunnan. Hjá Breiðabólstað á Skógarströnd stal hann rauðum reiShesti séra Jóns Hjaltalíns, lítt járnuSum, en annars nam hann ekki staSar, fyrr en hann var kom- inn á Arnarstapa. Hefur hann ætl- aS aS hitta konu sína í BýlubúS, en greip í tómt. Vissi hann nú ekki, hvar hennar skyldi leita. f þessum vomum hitti hann mann þar á plássinu, Vigfús Bjarnason, er virðist hafa verið heimamaSur Jóns hreppstjóra í Melabúð. Spurði Vigfús um Ingiríði, en hann gat ekki annað sagt honum en það, aS hún væri farin af Stapa. BaS Jón Vigfús aS segja ekki til sín, og hét hann því. NÚ fór Jón fyrir alvöru að und- irbúa útilegu sína. Byrjaði hann á því að stela reiðingi, klyf- bera og beizli í Eiriksbúð hjá Kristjáni beyki og reið síðan til Keflavíkur í leit að konu sinni. Kom hann á glugga að Dyngju og átti þar 'tal við Einar Jósefsson, en hann vissi ekki annað en Ingi- ríður væri á Stapa. Er Einar spurSi um nafn gestsins á glugg- anum, kvaSst Jón heita Ólafur. Síðan stal Jón seglrá í Keflavík, en hana hefur hann sennilega ætl- að að nota sem mæniás í hreysi sitt, og eitthvað fleira smálegt greip hann í Keflavík og við Hellna. Reið hann við svo búið upp í fjall og inn á Fróðárheiði. Þó sló hann sér aftur niður í byggðina, og við Ósakot hjá Búðum hitti hann pilt. Sagði hann nú nafn sitt hverjum, eftir því sem honum flaug í hug, er hann varð á vegi fólks. Hraðaði RUKKARINN MIKLI Meðan vorgolan syngur í laufi trjánna og stráin rugga í takt við sumarhörpu vindanna bíður hann í skugganum Þegar lauf trjánna hnígur í mold og sameinast týndum laufum horfinna ára og stráin eru ekki lengur græn heldur hvít og rugga ekki lengur heldur brotna Þá stígur hann fram rukkarinn mikli, þá er hans tími kominn Jón frá Pálmholti. hann för sinni vestur yfir Kerl- ingarskarð og inn Skógarströnd og Dali. Gaf hann sér þó tíma til þess að stela folaldshryssu, er hann sá hjá Dröngum á Skógarströnd, eign Gríms bónda þar, Grímssonar. Af Haukadalsskarði hélt hann aust- ur á Holtavörðuheiði á þær slóðir, þar sem hann átti hvannasafn sitt. U' TILEGA Jóns Franz varð þó ekki lengri en svo, að HrútfirS- ingar handtóku hahn í haustleit- um, sem fóru fram fyrstu dagana í septembermánuSi. Hafa þær lík- lega veriS svo snemma sökum þess, aS kaupskip hefur beðið eftir slát- urafurðum, en fyrr á tímum var altítt, að kaupmenn heimtuðu slát- urafurðir um þaS leyti eSa fyrr, ef þeir tóku þær á annaS borS, svo að skipin gætu látið í haf, áður en veður spilltist. Um landshagi hér var ekki spurt. Gísli Konráðsson, sem dvaldist síðari hluta ævinnar undir hand- arjaðri séra Ólafs Sívertsens, sonar Sigurðar hreppstjóra Hrútfirðinga, segir svo frá, að Ólafur hafi verið fjallkóngur þetta haust. Riðu þeir Hrútfirðingar níu sam- an suður heiðar í niðaþoku. Er þeir voru komnir suður á fjöll austur frá Holtavörðuheiði, nær Tvídægru, en vestur frá Skúlagili, reið Ólafur upp á hól og hugðist skipa þar niður gangnamönnum. Sá hann þar þá mann í lítilli brekku skammt frá og hjá honum þrjá hesta samaríbundna. Maður þessi var í óSaönn að snúast við hestana, leysa þá sundur og láta upp á þá. Hafði hann snarað tveim ur pokum samanbundnum á einn þeirra, á öðrum hafði hann trúss, sem bundin voru saman með snær- um, er lágu um bert bak skepn- unnar og höfSu nuddað sundur skinn og hold niður í hryggjar- liði, en hinn þriðja hafði hann til reiðar, og var garðtorfa girt á hann með snæri, en byrSarólar und an Jökli hafSar fyrri ístöð. Þessi hestur var særður undan snærinu aftan við bringukollinn. Ólafur vék sér með mönnum sínum að þessum undarlega ná- unga, áður en hann fékk ráðrúm til þess að komast brott, og spurSi. hann að nafni og hvert för hans væri heitið. Maðurinn svaraði því einu til, að hann ætlaði „þangað", og varð þó eigi ráðið hvert. Ólafur þóttist aftur á móti vita, að þetta væri Jón Franz, því að lýsing hans hafði borizt í Hrútafjörð. Hann mælti því til sinna manna: „TakiS þiS hestana og hjálpiS manni þess- um á bak." MaSurinn svaraSi stygglega: „LátiS þiS mig vera. VariS ykkur á mér.' Ólafur hafði þessar ógnir að engu. Reif hann garðtorfuna af hestinum og setti undir snærin á meiddu hestunum. Þreif hann manninn síSan og snaraSi honum á bak, án þess að hann veitti mót- spyrnu. Að svo búnu sneri hann til byggða með fanga sinn og lét tvo menn fylgja sér. FANGINN var fálátur mjög; en þegar kom á Grunnavatnshæðir, hófst hann upp og sagði, aS lík- lega mætti hann hægja sér. Ólafur leyfði það, „og muntu þó ekki langt þurfa, kunningi," sagði hann. Fanginn renndi sér af baki, gekk spölkorn frá hestunum, en tók svo á rás. Eltu þeir hann þegar uppi og settu hann á hestinn að nýju. Þegar Ólafur hafði orð á, að þeir kynnu aS villast { þokunni; svar- aði fanginn: „Ekki er svo vel." Þeir héldu nú rakleitt til réttajf Hrútfirðinga í oddanum milli HrútafjarSar og Miklagils. Þar tóku þeir upp mat og buSu fang- anum. Hann þáði það, en signdi sig hvorki né þakkaði fyrir sig. Er þeir höfðu matazt, stóð Ólafur upp og gekk á sjónarhól til þess að hyggja að mannaferSum. Freist-

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.