Frjáls þjóð

Ataaseq assigiiaat ilaat

Frjáls þjóð - 14.12.1957, Qupperneq 13

Frjáls þjóð - 14.12.1957, Qupperneq 13
JÓLiN 1957 FRJÁLS ÞJÓÐ 13 móðir hans 31 árs. Þar var þá og í heimili ellefu ára piltur, sonur húsfreyju, Sigmundur Sigmvmds- son. Hefur henni aflazt sá sonur f æsku, í fyrra hjónabandi eða án allrar kirkjulegrar blessunar. Um heimilishætti segir: „Hjónasam- iyndið er ei sem vera skal“. Skamma stund hafa þau hjón búið í Búðum. Þau eru ekki þang- að komin 1782 og farin þaðan í næsta sóknarmannatali, sem til er •ftir 178C. ★ rtULLVÍST má telja, að Jón *■ Franz hafi á uppvaxtarárum sínum eða unglingsárum átt lang- dvalir í Neshreppi utan Ennis. Þar var hann sveitlægur, er hann kom heim af Brimarhólmi. Tíu ár þurfti þá til að öðlast sveitfesti, svo að haxm hefur að minnsta kosti átt þar heima tíu ár samfleytt og hvergi annars staðar svo lengi eftir það. Þegar leita skal að dvalarstað Jóns Franz, beinist hugurinn helzt að Keflavík við Hjallasand. Þang- að leitaði hann eitt sinn, er hann strauk, ræddi þar við menn, sem vissu, hversu hag hans var komið, og spurði þar eftir konu sinni, er hann frétti, að hún væri farin frá Amarstapa, þar sem þau áttu sfðast heima, áður en hann komst í málin. Nú eru engar kirkjubækur til af útnesinu frá þessum tíma, og Jónar Jónssynir voru auk þess ærið margir á Snæfellsnesi á þess- um áratugum. En sé flett upp í manntalinu frá 1801, kemur í Ijós, að í þorpi búðsetumanna í Kefla- vík er jarðnæðislaus húsmaður að nafni Jón Jónsson, 62 ára, ásamt syni sínum og alnafna, sem er fimmtán ára að aldri. Nú átti Jón Franz einmitt að vera fimmtán éra, þegar þetta manntal var gert, og á öllu útnesinu er enginn ann- ar með bví nafni á þeim aldri. En hjá hinu fer vart, að Jón Franz hafi þetta ár verið búsettur í Nes- hreppi, ef hann átti að geta unnið sér þar sveitfesti með óslitinni tíu ára dvöl. Aldri Jóns eldra ber að sönnu ekki alveg saman við aldur Jóns bónda í Búðum 1786 — hann vantar tvö ár upp á —, en á þess- um tíma var næsta algengt, að aldur manna í manntölum brengl- aðist um nokkur ár, er þeir gerð- ust rosknir. Fólk hélt ekki upp á afmæli sín í þá daga, og aldurinn vildi skolast til, er á leið ævina. Verður að álykta, með nokkrum fyrirvara þó, að þetta séu þeir feðgar, Franz-menn. Guðrún Jóns- dóttir hefur þá annaðhvort verið dáin eða skilin við karl sinn, er henni virðist ekki hafa lynt sér- lega vel við. Gísli Konráðsson segir þá feðga hafa verið búðsetumenn við Hellna. Þar segir Gísli, að Jón Franz hafi svikið vigt á fiski með því að smeygja litlum hellublöð- um milli roðs og fisks á fisknum blautum og verið sóttur til sekta fyrir það og annan þjófnað og flutt- ur í járnum til Stefáns umboðs- manns Schevings á Ingjaldshóli, en strokið þaðan fyrir vangæzlu og lagzt út á Amarvatnsheiði, þar sem Hrútfirðingar handsömuðu hann. Fisksaga þessi er með miklum þjóðsögukeim, en þó finnast þau rök fyrir þessu, að Hans Hjaltalín, sækjandinn 1 málum Jóns Franz, er síðar urðu, komst svo að orði í sóknarræðu sinni: „Einhverja ó- ráðvendni með steina í fiski og máske fleiri óráðvendni, sem laus- lega fréttist og sem hann kynni að hafa bætt fyrir, virðist mér ekki vert fram að færa, því fram- anskrifað virðist heilnóg til þess að fella hann til ýtrasta straffs og sekta.“ En Jón Franz strauk aldrei frá Ingjaldshóli og var ekki lögsóttur fyrr en 1813, að hann var dæmdur fyrir hestaþjófnað. Ári síðar strauk hann úr haldi á Amarstapa og gekk um haustið í greipar Hrút- firðingum á heiðum uppi. ■j þingbók Snæfellsnessýslu er Jóni sjálfum svo lýst, að hann sé ekki óskýr og fullröskur til allr- ar vinnu. Gísli Komáðsson segir, að hann hafi verið hár vexti, grannlegur, ógæfusamlegur og feiminn. En það var mikil tízka á þessum tímum að skjóta því inn í lýsingar sakamanna, að þeir væru ógæfusamlegir, jafnvel þær, sem af valdsmönnum voru gerðar. Getur vel verið, að þar gæti áhrifa frá lýsingum Njálu á Skarphéðni. í lýsingum þeim, sem sendar voru sýslumönnum og hreppstjór- um, þegar Jón strauk, er hann sagður 64 þumlungar á hæð og 17 þumlungar þvert yfir herðar milli axlarliða, langleitur og fölleitur og ódjarflegur, neflangur og flatnefj- aður, hárið ljósjarpt og slikjulegt, skeggstæði lítið og neðri vör skegg- laus, hendur langar og í meðallagi breiðar. Hann er og sagður lág- róma og „þankafullur“. Árið 1813 hafði Jón verið kvænt- ur í fá ár barnlaus og hafði búið þrjú ár við eitt kýrgras í Býlu- búð í Stapaplássi. Sagt er, að hann hafi getað róið til sjóar á vertíð- um, og á sumrum hefur hann farið í kaupavinnu vestur í sveitir. Fá- tækur hefur hann verið, en valds- mennimir álitu, að hann hefði ekki þurft að stela sér til lífs- bjargar. Er ályktað, að „lyst og oft ítrekaður vani“ hafi dregið hann til þjófnaðar. Verjandi hans hélt þó fram, að búskapur hans hefði verið bágbor- inn, oft þurrð á mat og eldiviði, og gaf • í skyn, að hann hefði ekki verið með fullum mætti sökum megurðar, svo að það hefði getað stuðlað að því, að hann greip hesta annarra manna til þess að létta sér erfiði á ferðum. Af því, sem annars er vitað um Jón, er augljóst, að hann hefur verið maður þrautseigur, en ekki sérlega ráðslyngur eða hugkvæm- ur. Ekki verður hann kallaður harðsvíraður eða þrjózkur, svo fús- lega sem hann meðgekk afbrot sín og rakti sögu sína fyrir dóm- stólunum. Sagnir ' Gísla Konráðs- sonar af því tagi geta ekki verið annað en ýkjur, sem magnazt hafa, er sögur af Jóni hafa farið að ganga mann frá manni. J/'ONA Jóns Franz hét Ingiríður, dóttir Bjarna yngra í Svína- skógi á Fellsströnd, Bjarnasonar rudda og Sigríðar Pétursdóttur, sem var systir Bjarna á Bræðra- brekku í Bitru, afa séra Bjarna á Útskálum, Péturssonar í Bæ á Sel- strönd. Foreldrar Sigríðar, ömmu Ingiríðar, voru Pétur Guðmunds- son í Stórholti í Saurbæ og Guð- rún Jónsdóttir Brandssonar. Ingiríður virðist hafa farlð ung til vandalausra og verið alin upp á sveit á Fellsströnd. Árið 1788 er hún seytján ára gömul niðurseta á Víghólsstöðum. Hegðun hennar er sögð „óátalin", en kunnáttu þann veg farið, að hún kann „hvorki stafa né annað að ráði“. í dóma- bók Snæfellsnessýslu fær Ingiríð- ur þann vitnisburð, þá 42 ára að aldri, að hún sé einföld. Ingiríður átti heima á Fellsströnd fram undir fertugt og var þar vinnukona í ýmsum vistum. En 1808 brá hún til þeirrar nýbreytni að flytjast á Snæfellsnes, hvort sem hún hefur þá verið komin í kynni við Jón Franz eða aðrar or- sakir hafa legið til þeirrar ráða- breytni. En á næstu árum hafa þau Jón gifzt. m. Afyrstu árum annars tugs nítj- ándu aldar var vöruþurrð mikil hér á landi, fiskafli lítill, en þó skárri undir Jökli en annars staðar, hungur í landi, óreiða mikil í peningamálum og dýrtíð gífur- leg. Langvinnar styrjaldir höfðu geis- að úti í löndum með miklu umróti á högum manna. Bankaseðlar voru ekki meira virði en svo sem einn seytjánda eða átjánda nafnverðs síns í árslok 1812, og minnir það á fjármálin nú á dögum, en silfur- mynt hélt gildi sínu og var boðið í hana af útlendum kaupmönnum og embættismönnum, sem vissu, hvað klukkan sló. Mitt í þessum þrengingum öllum magnaðist gróðahyggja þeirra, sem gátu komið við gróðabrögðum. Menn greiddu gamlar jarðakaupa- skuldir með verðlausum seðlum og buðu geipiverð í eignir og gjaldvöru, og meðal verzlunar- manna í kaupstöðum landsins, sem kunnu lagið á því að láta flóðöldu stríðsgróðans og gengisfallsins lyfta sér, magnaðist munaður og óhóf langt umfram það, er áður hafði þekkzt. f Reykjavík var ekki „fyr irhyggja höfð um annað en fédrátt og skart,“ segir Jón Espólín. Almenn vöruþurrð, hungur með al mikils hluta alþýðunnar og laus- ung sú og gróðabrall, sem styrj- aldirnar og öngþveitið í peninga málunum hafði í för með sér - allt þetta hlaut að orka á það fólk, sem ekki var þeim mun rót- fastara. Ótti við vergang og hor- dauða nísti fátæklingana, áhrifin frá ringulreiðinni utan lands og innan seytluðu hægt og hægt inn í hug fólks úti um andnes og inni til dala, og í höfði margs um- komulítils manns, sem hafði nasa- sjón af gróða fyrirmanna og rílris- bubba af neyðinni og upplausninni í landinu og okurfeng hrokafullra og munaðarsjúkra kaupmanna, hef- ur sjálfsagt skotið upp þeirri spurn ingu, hvort miklu syndsamlegra væri, þótt hann reyndi að afla sér fljóttekinna fjármuna með sínum hætti. Viðurlög við gripdeildum voru að sönnu ströng, en um þessar mundir var svo komið, að yfir- völdin treystust ekki lengur, sök- um dýrtíðar og kostnaðar, til þess að framfæra fangana í fangahúsinu í Reykjavík, enda þótt matföngin, sem keypt voru handa þeim á þessum árum, væru afsláttarhross og brenndur saltfiskur, sem dreg- inn var úr brunarústum Flensborg- arverzlunar í Hafnarfirði. En um þennan skemmda fisk er þess get- ið, að hann „þótti slök fæða, gerði fólk horað“. Þrátt fyrir þennan viðurgerning, hugði stiftamtmaður landsins við- búið, að landsmenn fremdu glæpi til þess að komast í hegningarhús- ið, og á árinu 1813 var létt á fóðr- unum hjá þeirri stofnun, að til- lögu stjómamefndar, með því að sleppa öllum föngunum og senda þá heim á sína sveit, þar á meðal mönnum, sem biðu fars á Brimar- hólm. ★ J|ANNIG var þá ástatt í land- *■ inu um lestir 1812, er Jón Franz Jónsson í Býlubúð í Stapaplássi bjóst að heiman í kaupavinnu vest- ur í Barðastrandarsýslu. Þetta ár hafa sennilega venju fremur margir sveitabændur leitað undir Jökul til skreiðarkaupa, því að afli hafði nær alveg brugðizt á Suðurnesjum. Að minnsta kosti voru meðal lestamanna á Amar- stapa sendimenn séra Árna Helga- sonar, sem þá hélt enn Reynivelli í Kjós. Jón Franz hefur farið að heiman mánudaginn 21. júní. En í stað þess að halda rakleitt áfram vestur, faldi hann sig um daginn „inni á hamri“. Hinir mörgu hestar lesta- mannanna freistuðu hans. Um kvöldið gekk hann í hagann til hestanna, og hjá Stapafelli valdi hann tvo úr hópnum, rauðan hest og skjóttan, sem var álitum lík- astur því sem þrílitur væri. Hafa þó verið lítil hyggindi af Jóni að velja sér svo sérkennilegan hest. Með þessa hesta hraðaði hann sér af stað og fór dagfari og nátt- fari vestur. Fór hann fyrst upp í Botna og inn eftir ofan við Hnausahraun. Virðist hann lengst af hafa farið utan við mannavegi og ekki létt förinni, fyrr en hann kom á Kerlingarskarð, þar sem hann áði. Næsti áningarstaður var utan til við Álftafjörð, en þaðan hélt hann inn Skógarströnd og tók sér hvíld niður undan og utan til við Bílduhól. Næsti áfangi var við Gunnarsstaðapolla. Kom hann þangað seint á degi, og var farið að falla að. Fór hann síðan með sjó vestur í Hvammssveit og kom loks að Ásgarði. Virðist hann hafa haldið áfram ferð sinni að mestu bæði nótt og dag og riðið ber- bakt. En hér sá hann nýlegan þófa og tvær gjarðir með koparhringj- um. Freistuðu þessir munir hans. enda ekki ósennilegt, að hann hafi verið orðinn rasssár og þreyttur. Er ekki að orðlengja það, að hann stal þófanum og gjörðunum og hraðaði síðan för sinni vestur Svínadal, um Saurbæ og kringum Gilsfjörð. Þar vestur í sveitum virðist hann hafa verið allvel kynntur, og er þess jafnvel getið í dómsskjölum. þótt ekki sé að öðru leyti borið á hann mikið lof. Tók hann nú að sýsla við að koma hestunum í verð og kom á ýmsa bæi. Hafði hann hestakaup við Jón bónda Jónsson á Ingunnarstöðum í Geira- dal og lét þar skjótta hestinn fyr- ir annan brúnan, er hann seldi síð- ar, að því er virðist á níu ríkis- dali. ★ JÓN FRANZ hafði fýst að hitta nafna sinn Þorleifsson á Gils- fjarðarbrekku að máli á vestur- leið, en hann var þá ekki heima. Á heimleiðinni náði hann fundi bónda og varð getspakur um það, að þar mætti orða hestasölu. Losn- aði hann þar við rauða hestinn fyrir sjö dali seðlamyntar, sem var afar lágt verð, eins og gildi þeirra peninga var þá háttað. Er Jón Franz fór þaðan brott, bað nafni hans hann að skila fyrir sig til Þóru í Tjaldanesi, dóttur Jóna stóra Arasonar, þess er var á öðru skipi Eggerts Ólafssonar í síðustu för hans, reipi og reiptagli, sem hann hafði fengið að láni hjá henni. Tók Jón Franz við þessu, en kom ekki við í Tjaldanesi né skilaði því á aðra bæi í nágrenn- inu. Reið hann sem leið lá um Saurbæ, Skarðsströnd, Fellsströnd, Miðdali, Skógarströnd og Helga- fellssveit að Gríshóli, en þaðan suður Kerlingarskarð og heim til sín. Forðaðist hann nú nágrenni Ásgarðs, en virðist hafa komið á ýmsa bæi á Fellsströnd, þar sem frændur og kunnfólk Ingirlðar, konu hans, átti heima. Var hann þar beðinn fyrir smágjafir til Ingi- ríðar, ullarpinkla og þess háttar, frá Þorbjörgu Þorsteinsdóttur 1 Svínaskógi, er gift var Ólafi, bróður Ingiríðar, og Kristínu Erlendsdóttur á Víghólsstöðum. Þegar Jón kom heim í Stapa- pláss úr þessari för, sagði hann konu sinni, að hestana, þófann og gjarðirnar hefði hann fengið hjá bróður sínum, sem helzt er þá að ætla, að búið hafi norður við Breiðafjörð, hvort sem þár er átt við hálfbróðurinn Sigmund Sig- mundsson eða yngri bróður hans. sem ekki er kunnugt nafn á. ★ NÚ leið af þetta sumar og næsti vetur, og bar ekkert til tíðinda, nema hvað séra Árni Helgason á Reynivöllum sendi til sýslumanna á Snæfellsnesi og Mýrum lýsingu á tveimur hestum, sem sendimaður hans hafði tapað í lestaferðinni undir Jökul um Jónsmessuleytið 1812. Aðrir tveir hestar, er hon- um höfðu horfið, fundust eftir tals- verða leit járnalausir uppi undir Jökli. En engar spurnir bárust af hinum hestunum. Þeir komu hvergi fram. En Reynivallaklerkur var ekki hestalaus, þótt hann missti tvö hross. Sumarið 1813 býst faðir hans, séra Helgi Einarsson, í kynn- isför frá Reynivöllum vestur að ísafjarðardjúpi, þar sem hann hafði verið prestur í Aðalvík, • Grunna- vík og á Eyri í Skutulsfirði, en flutzt suður til sonar síns um 1811. Séra Helgi var um þessar mundir kominn á sjötugsaldur, en þó ekki með öllu orðinn afhuga veraldarvési. Er ekki að orðlengja það, að í þessari för spurði hann uppi hina týndu hesta sonar síns, heimsótti þá Jóna báða, á Ingunn- arstöðum og Gilsfjarðarbrekku, fékk hestana selda sér £ hendur og hraðaði sér með þá suður að Reynivöllum. Þeim bændunum mun nokkuð hafa brugðið í brún við þessa heimsókn. Sögðust þeir hafa keypt hestana í þeirri trú, að þeir væru frjálslega fengnir. Skrifuðu þeir £ snatri sýslumanni Snæfellinga, Sig- urði Guðlaugssyni, og greindu hon- um frá öllum málavöxtum, og mun hvort tveggja hafa stuðlað ,að þeim viðbrögðum — að þeir vildu firra sig ámæli og grunsemdum og

x

Frjáls þjóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.