Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 14.12.1957, Blaðsíða 9

Frjáls þjóð - 14.12.1957, Blaðsíða 9
JÓLIN 1957 FRJÁLS ÞJÓÐ 9 AÐ var fyrir nokkru, að ég var að kvöldlagi að skemmta mér .með kunningja mínum. Sátum við lengi kvölds við drykkju og spjölluðum saman um hitt og þetta, er okkur datt í hug, sem ekki er í frásögur færandi. En er líða tók á kvöld- ið, var kostur okkar til drykkj- unnar á þrotum, og þar að suki var vinur minn orðinn höfugur af henni og vildi því fara að halda heim. Ég skrapp því út og náði í bíl. Ókum við síðan heim til hans, þar sem hann varð eftir. Ég hélt síðan til baka með bílnum. Mig langaði til að ná mér i dálítil drykkjarföng til viðbótar og blóta Bakkus kon- ung lengur. Það tókst eftir von- um að fá þau, þvf að enginn hörgull er á slíku í höfuðborg íslands, þó að brennivínsverzl- unin sé lokuð. Þegar ég var búinn að ná mér í þá hálsmjóu og hafði hafið vinskap við hana, hóf ég tal við bílstjór- ann. Við töluðum um daginn og veginn eins og venjulegt er, þegar menn talast við, sem lftið þekkjast. Ég fann brátt, að þetta var hinn greindasti og fróðasti maður. Þar kom brátt tali mínu, að ég spurði hann, hvort hann kynni ekki drauga- sögur, því að mér þykir alltaf gaman að sögum af draugum, þótt ég sé fæddur með þeim annmarka, að hafa aldrei getað séð draug að gagni. Bílstjórinn lét lítið yfir því, að hann kynni draugasögur, nema þær, sem alkunnar væru. En eftir frekara umtal mitt rankaði hann við sér og sagðist nýlega hafa heyrt eina, en hann kvaðst ekki vita, hvort hún mætti segjast strax eða komast fyrir almennings sjónir. Ég fór að engu óðslega, því að ég vildi ekki fyrir nokkra muni verða veiðislyppur, ef kostur yrði nokkurrar. Ég fór þvi að engu óðslega og talaði utan að þessu nokkra stund með nokkrum frávikum, sem bílstjóranum urðu ekki mjög fjarri skapi. En svo fór að lokum, að bílstjór. inn sagði mér eftirfarandi sögu: — Bílstjóri nokkur, sem mér. er dálítið kunnugur, fór síðla vorkvölds til Þingvalla með fólk. Ferðin austur gekk mjög vel og skilaði hann fólkinu af sér á Þingvöllum, án þess að nokkuð sögulegt gerðist í þeirri ferð. Að því loknu hélt hann aftur af stað til Reykjavíkur. Hann ók greitt niður Mosfells- sveitina, því að engin umferð var um veginn; vegurinn var eins góður og hann er beztur og veður hið indælasta. Segir ekki af ferð hans, fyrr en hann kom niður fyrir Helgafell í Mosfellssveit. Þar sá hann allt í einu stúlku, er stóð á vegar- brúninni og veifaði til hans. Hann hemlaði bílinn, þvf að hann þóttist þess vís, að hún vildi fá far með sér. Þegar bfllinn hafði staðnæmzt, opn. aði bílstjórinn framdyrnar Stúlkan gegnt sér, og var stúlkan þá komin að bíldyrunum. Hann bauð henni gott kvöld, en hún tók ekki undir, en settist þegj- andi inn í bílinn við hlið hans í framsætið. Hann hélt síðan af stað. En ekki hafði hann ekið langan spöl, þegar stúlkan fór að færa sig nær honum og hafa hönd á stýrinu með honum og vildi auðsjáanlega hafa tals- verða stjórn á bílnum. Hann lét að vilja hennar í þessu, en hægði ferðina, því að þetta var mjög gætinn bílstjóri. Hon- um fannst það ekkert einkenni- legt, þótt stúlkan vildi stjórna með sér bílnum, því það er oft háttur ungra stúlkna að vilja taka f stýri með bílstjóra, sem þær aka með einar. Honum varð mjög vel við, er stúlkan kom nær honum. Honum fannst hún bjóða góðan þokka og ekki ólíkleg til ásta. Og þar sem hálfbjört vornótt var og hið fegursta veður, var honum ekki óljúft að eiga smávegis ástargaman við laglgea stúlku eftir tekjugóðan dag. Hann lét því bílinn lulla hægt eftir veg- inum góða stund og virtist allt með felldu með honum og hinni ungu vinkonu hans. Þar kom brátt, að hann fór að hafa meiri áhuga á stúlk- unni en akstrinum. Hann fikr- aði sig nær henni. Hún tók því mjög vel og færði sig held- ur nær honum en hitt. Hann smeygði hendinni bak við hana og tók yfir um hana og fékk hana með því að hallast upp að sér. Allt gekk þetta að ósk- um. Hún tók þessu mjög vel, en engin orð fóru á milli þeirra, enda var þeirra ekki þörf, þegar allt ætlaði að falla svona í Ijúfa löð með þeim af sjálfu sér. Eftir að hann hafði tekið yfir um stúlkuna, hafði hann ekki nema aðra höndina á stýrinu. Fékk nú stúlkan að mestu stjórnina á bflnum. Hon- um var það ekki óljúft undir þessum kringumstæðum, þar sem stúlkan virtist ætla að láta að vilia hans í öllu og verða hin líkleeasta til ástargamans. Fór nú þessu fram um stund. Var nú bflstjórinn kominn í hinn mesta veiðihug og hugð- ist vera alveg örugsrur með að ná ástum hennar. Taldi hann sig nú orðinn svo örugean, að hann mætti fara að undirbúa enn betur unaðsstundina með stúlkunni. Hann var kominn f hið bezta kossfæri og ætlaði Jón Gíslason: á Þingvallavegi Draugasaga hann að nota færið meðan gafst. Laut hann því að henni og ætlaði að þrýsta heitum ástarkossi á varir hennar. En í þessu sveigði hún þvert út af veginum og rann bíllinn niður vegkantinn. Hann hélt í' fyrstu, að stúlkan hefði trufl- azt við aksturinn við þessa óvæntu árás hans. Leit hann því af henni andartak til að gæta að farkostinum, hvort allt væri í lagi með hann. En við það var hún horfin. Hann sá hvorki tangur né tetur eftir af henni, hvorki í bilnum eða í nánd við hann. Bílstjóranum brá heldur en ekki í brún, þar sem hann var nú kominn út af veginum og hafði verið langt kominn til samlags við kvendraug. Það fór ískaldur hrollur um hann. En ekki greip hann samt of- boðslegri hræðsla en svo, að hann kom bílnum eftir dálitla erfiðleika upp á veginn aftur og ók síðan eins hratt og hann gat til Reykjavíkur. í þann mund, er hér var komið sögunni, stöðvaðist bíll- inn við húsið, þar sem ég átti heima. Mig langaði til að fá að heyra meira af þessari und- arlegu stúlku á Þingvallavegin- um, svo að ég bað bílstjórann að aka mér dálítinn spotta til viðbótar og lét þess getið um leið, að ég ætlaði að heimsækja kunningja minn, ef ske kvnni, að hann væri heima. Héldum við svo af stað að nýju. Brátt hóf ég máls að nýju og spurði bílstiórann, hvort hann vissi nokkur deili á þessari undar- legu stúlku, sem bílstjórinn, kunningi hans, varð var við þarna í Mosfellssveitinni. Hann sagði mér eftirfarandi um upnruna hennar: — Stúlkan, sem þarna er á Þingvallavemnum, er amerísk. Það hafa fleiri orðið hennar varir en þessi bílstjóri, kunn- ingi minn. En hún leikur alltaf sama leikinn. Þegar bflstjórar fara þarna einir um veginn að næturlagi, veifar hún þeim. Ef þeir eru svo greiðasamir að taka hana upp í, reynir hún að fá þá til ástaratlota við sig, en tekur við það stjórnina á bílnum. Þegar hún hefur alveg náð stjórn hans, ekur hún út af. Er þá gaman þeirra búið. Hafa sumir bílstjórar lent ver í því en þessi kunningi minn, er ég sagði þér af. Það var á stríðsárunum, að þarna á melunum fyrir neðan Helgafell var griðarlega stór, amerískur herkampur. Hann var einn þeirra allra stærstu í Mosfellssveitinni og voru þeir þó margir stórir. Þetta var spítalakampur. Var þarna mjög fullkominn spítali, sem herinn notaði. Störfuðu þarna margar hjúluunarkonur. Meðal þeirra var ung hjúkrunarkona, á að gizka rúmlega tvítug. Hún var mjög snotur og óvenjulega lag- leg, því að yfirleitt voru amer- ískar hjúkrunarkonur, sem hér voru, ekki laglegar. Hún var sérstaklega skemmtileg og bauð af sér góðan þokka. Var hún því sérstakt yndi hermannanna og eftirsótt og dáð af þeim öllum. Sögðu íslendingar, sem unnu þarna í kampinum, að hún hefði verið fríðust allra hjúkrunarkvennanna, sem þarna voru og eftirsótt af öll- um karlmönnum. Hún var lífs- glöð og naut lífsins í ríkum mæli þarna í kampinum meðal fjölda kynhvatra hermanna á bezta aldri. Hún sást oft fara ein í' bíl á síðkvöldum með hermanni eitthvað í burt úr kampinum til að skemmta sér. En svo bar til snemma kvölds, að unga hjúkrunarkon- an Iaglega fór til fundar við ástvin sinn. Hún þurfti að fara yfir veginn, því að hann bjó hins vegar við hann. Umferð var mikil um veginn af alls konar bílum, bæði íslenzkum og stórum herflutningabílum margs konar. Hún hefur senni- lega verið orðin heldur sein á stefnumótið, því að hún flýtti sér um of og varð fyrir geysi- lega stórum herflutningabíl og beið samstundis bana. Litið bar á því, að hjúkrun- arkonan sæist á veginum fyrr en amerísku hermennirnir voru farnir úr kampinum. En síðan hefur hún oft sézt, og er hátt- ur hennar æ sá sami og sagt hefur verið frá hér. ' ' Hvers vegna? Hvers vegna kemur það svo oft fyrir, að menn hafa innbú sitt of lágt tryggt eða alveg ótryggt? Eng- inn er svo ríkur, að hann hafi efni á því að hafa eignir sínar óvátryggðar. Vér bjóðum yður örugga og góða þjónustu. Umboðsmenn vorir, sem eru í öllum kaupstöðum, kauptún- um og hreppum landsins, veita yður upplýsingar og leiðbeina yð- ur, og síðast en ekki sízt: Hjá oss fáið þér ávallt hagkvæmustu kjörin. Skammdegið er tími ljósanna, — farið varlega með þau. Gleðileg jól! BRUNABÓTAFÉLAG ÍSLANDS Hverfisgötu 8—10, Reykjavík Símar: 14915 — 14916 — 14917

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.