Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 14.12.1957, Blaðsíða 7

Frjáls þjóð - 14.12.1957, Blaðsíða 7
JÓLIN 1957 FRJÁLS ÞJÓÐ 7 Sigurður sést hér á Ramsundsklöppinni reka Fáfni i gegn og er í gröf undir honum, eins og kunnugt er úr Eddu. Atburðir myndanna inni í sporbaug ristunnar gerast á mismunandi tímum. Reginn, vopnasmið- ur, er með hamar, töng og steðja og hitar í eldi odd vopnsins, strýkur sveittur hönd um augu. Til hægri á Sigurður, eða að honum dauðum Reginn, Grana í vonum, gulli hlaðinn, en yzt til vinstri má sjá Regin liggja hálshöggvinn að verkalaunum, hamarinn fellur úr hendi fast við belginh af Otri, bróður hans. Hólmgeir sé hinn látni bóndi hennar, en Alreks stjúpsonar hans og Sigröðar stjúpsonar hennar sé getið sérlega af því, að báðir áttu hlut að brú og mynd. Þess er og til getið, að nafn erfingjans, Sigröðar Hólmgeirssonar, hafi átt þátt í því', að hetjan í myndinni er nafni hans, Sigurður (= Sig- röðr) Fáfnisbani. En brúargerð- it yfir ár og fen voru þá næst kirknasmíðinni hin tilvöldustu verk til sálugjafa. Bættar sam- SKÁLDIÐ OKKAR Hver stendur hér á hlaðinu í skammdegismyrkrinu sk ammdegisbylnum skammdegisfrostinu hljóður og feiminn með bjart ljós vorsins í augunum Hvaðan kemur þessi yndisfagra sveit full af dugnaði ást og hamingju sól og grænu grasi siglandi utan úr bylnum Hver stendur hér á skammdegisklakanum og réttir hönd sína auðmjúka og hlýja út í frostvindinn svo að umkomulaus börn mannkynsins með bláar kinnar og tár í augnakrókunum þyrpast kringum hann og fara skyndilega að hlæja af persónulegri hamingju. Gísli H. Erlendsson. göngur styrktu þjóðfélag og kristni og nutu beins og óbeins kterkastuðnings. Það er ekki mynd sátta og friðaðs þegnfélags, sem talar til okkar úr klettinum. Þar liggur Otur Hreiðmarsson, sem æsir drápu og guldu í baétur lians það gull, sem öllum, er áttu, skyldi að bana verða. Af því var Hreiðnrar drepinn, og framdi vígið Fáfnir sonur hans, en gerðist síðan ormur á gull- inu. Þarna sést, hvar Sigurður rekur orminn Fáfni í gegn. í trénu yfir klaka igður. Að áeggjan þeirra heggur. Sigurður síðan Regin Hreiðmarsson fóstra sinn, sem var bróðir og hatursmaður Fáfnis, en kynni þó að freistast til að hefna nú Fáfnis og ná gullinu. Myndin sýnir, áður Ijúki, Regin höfuð- lausan. Fáfnir í fjörbrotum, auk fleiri orma, byltist í hlykkjum kringum lík bræðra sinna og leiksvið það, sem undirbýr harmsögu Gjúkunga. Gullklyfj- aður Grani krafsar gráa klöpp og reigir makka, Gnitaheiði bíður hans. En í átt að honum, bundnum við trjágrein, teygist deyjandi ormstungan, sem vildi hún segja: „Eitri ek fnæsta,/ er ek á arfi lá/ miklum míns föður.“ — „Ægishjálmr bergr einumgi." Fyrst svo er, að hvorki bjarg- ar neinum ægishjálmur hans né hinn eiturfnæsandi vígbúnað- ur (boðskapur Fáfnismála), veitir mynd þessi hetjunni að- eins eitt ráð: Dreptu fyrri. Hún sýnir þetta lífsviðhorf: Miðla ekki gulli, sem þú her- tekur, við bræður þína né neinn, því að þeir munu giirn- ast það allt. Dreptu hcldur. Og drepirðu einn, þá Iát eigi bræður hans né börn halda lífi, girð fyrir hefndir. Af hverjum, senx er, einnig fóstra eða mági, skaltu sífellt vænta banatilræða Kaupfélag Dýrfirðinga ÞINGEYRI Útibú: Auðkúlu, Arnarfirði. ★ Selur flestar útlendar og innlendar vörur. Tekur í umboðssölu allflestar framleiðsluvörur. REKUR: UMBOÐ FYRIR: Hraðfrystihús Samvinnutryggingar Fiskimjölsverksmiðju . Andvöku, Sláturhús líftryggingarfélag. ' Gleðileg jól! Farsælt komandi ár! Framleiðum allar tegundir af einkennishúfum Bílstjórahúfur Iíaskeyti ávallt fyrirliggjandi. Kuldahúfur á börn og unglinga. Ödýrar vinnuhúfur með lausum kolli. P. EYFEID Box 137, sími 10199. Ingólfsstræti 2. og veia snar að veita honum þá bana fyrri, hvort sem þú veizt sönnur á drájishuga hans eða veizt eigi. Hvert myndaratriði, frá hugs- andi vopnasmiðnum, sem er að breyta brotum Völsunga- vopns i sigui'sverðið Gram, til smáfuglanna i trjákrónu, eggj- ar til hins sama, að gera sér „vísa fjandur af vélöndum" og höggva að dæmi Sigurðar, fólk- um grimms, er að Fáfni vá. Listamaðurinn lét ekki ginn- ast til að blanda mynd sinni við brúarþörfina og sálumess- una yfir Hólmgeiri Hrafnsunds- bónda. Hann falsaði ekki svip heiðninnar, og fyrir það skipar Sigurðárristan honum á braga. bekk með höfundum drótt- kvæða og Eddu. Af ásnum fyrir vestan lít ég á ristuna um öxl á heimleið og eygi Fáfnisbana, sem mund. ar blóðugan Gram, en nokkur stef steinanna smjúga vitund mina: „Hann dró í orrustu f Austurvegi .. Varstu ekki í þeirri för með Ingvari, Fáfnisbani, er enginn kom lífs úr? Eða snýr þú í fylgd með kynstofninum hvita í dag af því einu, að nú liafi liann hinzta sinn kvatt Hamraskóg og horfið á leið með Ingvari? Björn Sigfússo?!.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.