Frjáls þjóð - 14.12.1957, Side 5
JÓLIN 1957
FRJALS ÞJOÐ
5
Dr. Björn Sigfússon:
Hrafnsund og kristnar
Austurvegsrúnir
Á ristnu klöppinni i Fagerlöt í Hamra skog, Söderm anland, „kná myrkdreki markar . . æfur, eikinn, bezt
að leika“ við grískan kross heilags Gyrgis = Georgs =St. Jörans. Helgur Gyrgir var víst ókominn sjálfur
til Svíþjóðar að berjast við dreka þenna, þótt hann gerði það á miðöldum síðar. — Rúnaletrið Ilulmfriþ
o. s. frv. hefst í neðri ormsbugnum og er þar lesig frá hægri til vinstri, þar sem það stendur á höfði,
slíkt hið sama niðurlagsorðin ofan þess bugs: fulksgrimR fal(l)a orþi (= yrði).
Staður heitir Fagurlaut í
Hamraskógi. Þegar við höll-
umst að klöppinni þar, sem
tekur manni vart í öxl og er
samkynja hverri annarri
ómerkri klettakinn lrins grýtta
hluta Suðurmannalapds, njót-
um við dreyminnar fegurðar;
hér þarf aldrei neitt að gerast,
aðeins vera til og njóta iims í
rjóðri.
Þarna fær skógurinn og feg-
urðin að lifa, ímynd þúsund
ára friðar. Þetta land borgaði
sig sjaldan að hertaka, varla
að arðræna um of með öðrurn
aðferðum heldur, því það gat
þá lagzt í eyði, — og hugur
minn reikar af sænskri grund
til hrjóstra íslands, sem nutu
frelsis af þessari ástæðu. — Ég
er staddur í þúsundáraríki
bænda, sem ílestir voru frið-
samir, „reistu sér byggðir og
bú / í blómguðu dalanna
skauti, / ukust að íþrótt og
frægð, / undu svo glaðir við
sitt.“
En virtu fyrir þér betur
klöppina í Fagurlaut. í bergið
er ristur grískur kross með
handbragði Væringja fornu,
sem dánarminning um kristinn
mann. Og krossinn styðja drek-
ar tveir bergristnir, sem mynda
um hann sporöskjulagaða um-
gerð, tæpan metra á hæð, en
faðm á lengd. Bolir drekanna
eru þéttletraðir þessum rún-
um:
„Holmfríðr, Heðinfríðr, þær
létu höggva stein eftir Eskil
(= Áskel) f’öður sinn;
hann dró í orrustu
f Austrvegi,
áð(r) an folksgrimmr
falla yrði.“
Áskell, sem fólksgrimmur féll,
leiðir hugann héðan nyrzt á
Suðurmannaland til ristunnar
frægu í Ramsund, Hrafnsundi,
sem ég nefni síðar, og „Sigurð-
ar . . fólkum grimms, þess er
Fáfni vá“ (Hyndluijóð 25). Aðr-
ir Væringjastein.ar í byggðinni
eru mildlegri á svip við fyrstu
sýn, t. d. Grinda-steinninn og
annar í Rycksta. Þeir segja
svo:
„Guðrún reisti stein at Héð-
in; var nefi Sveins.
Var hann í Grikkjum,
gulli skipti.
Kristr hjálpi önd,
Krist(i) unni æ.“
„Þrurikr (mætti lesa Þor-
rekr?) . . stein at syni sína,
snjalla drengja för;
Óleifr í Grikkjum
gulli skipti.“
En þótt Óleifr bóndason
næði þeirri frægð „f Grikkj-
um“ (í Grikkjaliði Miklagarðs)
að fá sinn hlut í herfangi og
gulli, var hlutskipti föðurins
heima jrað eitt að meitla í
steininn dánarmark, lokatákn-
ið um snjalla drengja för, til
gulls og hervíga.
Sumar skipshafnir Jrurftu
ekki svo langt til að falla.
Esta-stein, með grísku kross-
marki, reisti Ingifastur eftir
Sigvið föður sinn, yfirmann
langskips:
„Hann féll
í Hólmgarði,
skeiðar vísi,
með skipara.“
Þegar maður féll, var jrað
huggun, ef hann hafði áður
náð að hlaða valköst undir
fætur sér og féll þar á. Að því
kynni Nálberga-steinn að víkja:
„Vésteinn, Ögmundr, Guð-
ver, þeir reistu stein at Böðólf
föður sinn, þróttar ])egn; hann
mcð Grikki varð; dó á þeim
þá.“
Þurrlega mjög eru rúnir orð-
aðar í Tumabúi, ef rétt eru
ráðnar: „Vésteinn reisti stein
eftir'bróðursinn, dauðr Grikkj-
um. Þulr jók rúnar.“ Eða í
Vesturbý: „Össur ok Örn . .
föður sinn . . hann andaðis út
í Grikkjum."
En um sæfara, sem arði
(plægði) haf skipsbarði sínu, er
Austurvegsförin rakin þangað,
sem Miklagarðshcr keisara fór
leiðangra um Ítalíu (Djulefors-
steinn):
„Ingi reisti stein jransi at
Óleif, sinn a . . k;
hann austarla
arði barði
ok á Langbarða-
landi andaðis."
Eigi gerist þörf að fara
víðar en til 11. aldar rúnaristna
Suðurmannalands til að stað-
festa jrá sænsku víkingaaldar-
mynd, sem nægir litlu jólablaði.
Úr hundrað steinum skal velja
jrá loks, sem greina tiltekna
víkingaför, og hyggja menn
hana helzt hafa gerzt á þeim
missirum, sem Gissur biskup
ísleifsson fæddist, og 10—20 ár-
um síðar en Víga-Barði gekk
á mála í Væringjaliði og féll.
Fyrst víkur sögu í Tystberga,
Berg ið tvista og hljóða. Þar
liggur hringdreki ægur og
annar smærri í steini með þeim
mosa á, „að hann eigi stórt
skynjast kann“, eins og segir
í skýrslu frá dögum Brynjólfs
biskups. Þó ráða menn rúnir
steinsins,' hversu sem fer um
skýring á kvenhcitinu fyrst.
(Sumir lesa: Muskja ok Manni;
Muskja = hin blakka, auk-
nefni):
„Mús-Gea ok Máni létu reisa
kuml þausi at bróður sinn,
Hróðgeir, ok föður sinn, Hólm-
stein;
hann hafði vestarla
verit lengi,
dóu austarla
með Ingvari."
í þessu ljósi skiljast 3 næstu
steinar (Balsta, Gredby, Hög-
stena):
„Hrolleifr reisti stein þansi
at föður sinn, Skarf, hann var
íarinn með Ingvari."
„Gunnólfr reisti stein jsansi
at Ulf föður sinn, hann var
í föru með Ingvari.“
„Holmviðr reisti . . Þorbjörn
son, hann var farinn með
Ingvari."
Og enn lesum við á. steinum
sömu byggðar:
„Spjóti, Halfdan, þeir reistu
stein þansi eftir Skarða bróð-
ur sinn;
fór austr heðan
með Ingvari;
á Serklandi liggr
sonr Eyvindar.“
„Bergviðr ok þau Helga
reistu stein jransi at Ulf son
sinn; hann andaðis nreð Ingv-
ari.
Guð hjalpi sálu UIfs.“
Skógarhollin drúptu víst
margan dag, meðan örlög
Jreirra Ingvars voru að fyrn-
ast í héraðinu. Eftir þetta hvarf
vfking með öllu í Svíabyggð-
um kring um Eystrasalt og
Miklagarðsferðir að mestu. Til
þess lágu ótal orsakir, en ein
þeirra var kristnin og nokkur
Jrjóðtrú, að víkingar færu mak-
legan veg, til heljar.
Kristni varð fyrr ríkjandi í
námunda Eskilstúna og Sigtún-
um en annarsstaðar í Mið-Sví-
þjóð. í Sigtúnum tala enn
metraþykkir st-einveggir gnæf-
andi kirkna frá dögum ísleifs
Gissurarsonar í' Skálholti um
Jrað skýru máli, hve hættara
var við því þar en með oss,
að kirkjur væru sóttar eldi og
vopnum ribbalda. Ólafur skaut-
konungur mun hafa (fremur en
sonur hans) fyrstur reynt að
gera eins konar kastalakirkjur
á Norðurlöndum, eftir að hann
kristnaðist, en átti rnest heiðna
undirmenn norður })ar og
Jrorði eigi framar að sitja að
Uppsölum. Elztu steinkirkna-
minjar, allmargar, sem verður
vart á Suðurmannalandi, eru
taldar frá sama umbrotatíma
eða miðri 11. öld og hópast
Jsær í nánd við miðstöð sína,
Tún, og þar var að starfi Esk-
ill biskup. Heiðnir menn
drápu hann um 1080, að því
er helgisögn telur. Því' heitir
þar í Eskilstúnum. Nokkurn
veginn er vitað, að sömu stein-
höggvarar, sem unnu við meitl-
un yngstu rúnasteinanna á
Jressum slóðum, hafa verið
teknir í vinnu við kirkjubygg-
ingar, enda líklegt, að sömu
stórbændaættirnar hafi gera
látið mikinn þorra hvors
tveggja.
Ein þeirra ætta, sem gætir í
för Ingvars, mun hafa staðið
að nytjaverki því að brúa
Hrafnsund. Það lá þvert fyrir
alfaraleið og var armur úr leg-
inum (Sune Lindquist, Forn-
vánnen 1914). Trébrú þessi
hefur verið 65 m löng og vatns-
dýpi 3 m. Síðar lækkaði Lögur,
og sundið er nú þurrt land
með keldu í miðju. Glögg
eru merki um brúarstöplana
enn.
Við nálgumst Hrafnsund úr
suðvestri og ætlum yfir það.
En er við lítum yfir um, sér
Jrar breiða klöpp og bera í ásn-
um. Og á klöppina er mörkuð
mynd í djarflegum sveiflum al-
valds listamanns, hún snertir
mann tilsýndar líkast því', að
hún væri fremur níu ára en
alda.
Öll eru þó efni liennar heið-
in nema rúnaorðin, og elzta
árfærsla, sem henni mætti gefa,
er í þann mund, sem Hjalti
Skeggjason og Björn stallari
voru að biðja Ingigerðar, dótt-
ur skautkonungsins, fyrir hönd
Ólafs digra. Horfna brúin í
Hrafnsundi fær á sig J)á mynd
í hug mér, sem annar stöpull
hennar sé veruleiki júlímánað-
ar 1957, er ég stóð þar, en hún
brúi þaðan hið langa lot yfir
á stöpul sinn á 11. öld.
Rúnir þær, sem felast í þess-
ari 5 metra breiðu skrautmynd,
eru ekki til skýringar henni
sjálfri, heldur um brú og ætt.
Þar segir:
„Sigríðr gjörði brú þási,
móðir Alreks, dóttir Orms, fyr
sálu Holmgeirs föður Sigröð-
ar, búanda síns.“
Rétt mun að skilja svo, að